Þjóðviljinn - 29.08.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.08.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞlðÐVILIINN Fimmtudagur 29. ágúst 1963 Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Siguröur Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Hvaö gerfr Franrssókn? ¥ ritsíjómargreinum um Hvalfjarðarsamningana ■*■ hefur Tíminn lagt áherzlu á það hversu frá- leitt sé að koma hér upp nýjum og háskalegum herstöðvum á sama tíma og verulega dragi úr viðsjám stórveldanna og horfur séu á að herstöðv- ar verði lagðar niður víða um lönd, Þessi rök- semd Tímans á í jafn ríkum mæli við um þær herstöðvar sem , fyrir eru í landinu. Allir hafa hernámsflokkarriir lýst yfir því margsinnis að hernáminu skyldi aflétt, þegar er friðvænlegar horfði í heiminum, og hafa svardagar forus’tu- mannanna um það efni verið skjalfestir á Alþingi íslendinga. Leiðtogar Framsóknarflokksins hafa öðrum oftar ítrekað þessa s’tefnu, til þess að friða fylgismenn sína sem að yfirgnæfandi meirihluta hafa verið og eru andvígir hernámsstefnunni. Ár- ið 1956 fluttu Framsóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn tillögu þá sem samþykkt var á Al- þingi íslendinga um endurskoðun hernámssamn- ingsins og brottför hersins, og var sú tillaga rök- studd með vinsamlegum samræðum forustu- manna stórveldanna þótt ekki hefðu þær viðræð- ur leitt til neinna samninga. Þær röksemdir eru margfalt öflug'ri nú. Því spyrja hernámsandstæð- ingar um land allt hvort Framsóknarflokkurinn sé ekki reiðubúinn til þess að taka upp ötula bar- áttu fyrir því að hinni fráleitu kröfugerð Atlanz- hafsbandalagsins um Hvalfjörð verði svarað með því að víkja hernum að fullu úr landi. rögð Framsóknarforustunnar eru þeim mun mikilvægari sem þau geta ráðið úrslitum. Meirihluti stjórnarflokkanna má ekki tæpari vera á Alþingi íslendinga, og verulegur hluti af kjós- endum Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins er án efa andvígur þeirri stefnu að magna hernám- ið á íslandi þeim mun meir sem friðvænlegar horfir í heiminum. Ef Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið beita sameiginlega öllu atfylgi sínu til baráttu gegn hernámsstefnunni myndu stjórnarflokkarnir vafalaust heykjast á því að beita naumum þingmeirihluta gegn vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Því er forusta Framsókn- arflckksins spurð hvort hún vilji í verki standa við þau mótmæli sem fram hafa verið borin í orði. A” kvarðanir þær sem nú verða teknar eru mjög afdrifaríkar. Þær skera úr um það hvort ís- land á að vera varanleg herstöð á friðartímum í stað þess að hernámið sé „ill nauðsyn á hætfu- tímum“ eins og boðað hefur verið til þessa. Því er það nú mikilvægara en nokktu sinni fyrr að almenningur í landinu láti þessar örlagaríku ákvarðanir til sín taka og hagnýti þá kosti sem nú bjóðast til þess að hnekkja fyrirætlunum Atl- anzhafsbandalagsins og erindreka þess. Ef for- ustumenn Framsóknarflokksm^ '■+ártda í verki við yfirlýsingar sínar er hægl að vinna sigur í þeirri baráttu. — m. «I vj * Krústjoff og Tító taka víð fagnaðarkveðjum Belgradbúa. Krústjoff í ræðu sem hann hélt í Split: JgjgésSavía aiili r r snsia ® • . ® asioa W-IWf® SPLIT, Júgóslavíu 28/8 — Nikita Krústjoff, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, sem hefur ferðazt víða um Júgóslavíu að undanförnu, hefur hvarvetna verið mjög vel tekið af landsmönnum. Hann hefur haldið marg- ar ræður og þá komið víða við, en einna merkust er talin sú yfirlýsing hans í ræðu sem hann hélt yfir verkamönnum í hinni miklu skpasmíðastöö í Split, að Júgóslavía myndi gerast aðili að samningum sósíalistísku landanna í Austur-Evrópu um verkaskiot- ingu sín á milli. Krústjoff og föruneyti hans kom til Split með skólaskip- inu „Galeb“. Þær þúsundir verkamanna sem vinna í skipasmíðastöðinni lögðu niður vinnu til að taka á móti hinum sovézka leiðtoga, Þetta er nýj- asta og fuilkomnasta skipa- smíðastöðin í Júgóslavíu, reist á síðari árum. Það er einmitt þarna, sem voru smíðuð þau 25 skip sem Sovétríkin pönt- uðu frá Júgóslavíu. Krústjoff skoðaði þama m.a. skip sem eru í smíðum fyrir Pólverja. „Þið sjáið af þessu“, sagði hann, „að miklir möguleikar eru á hagkvæmri samvinnu milli sósíalistísku landanna. Við sm'iðum líka skip fyrir Pól- verja, og við ættum að geta komið okkur saman um að hver okkar smíði sína tegund skipa, þannig að við getum sérhæft okkur og með því móti aukið og bætt framleiðsl- una.“ Margháttuð reynsla ’ „Við höfum hér kynnzt mörgu sem er frábrugðið því sem við þekkjum að heiman", sagði Krústjoff síðan í ræðu sinni. „Þetta er, skiljanlegt. Júgóslavár byggja upp sósíal- ismann vð sínar sérstöku að- stæður. Þær -aðferðir sem við höfum beitt 1 uppbyggingu sósíalismans eru ekki endilega til fyrirmyndar öðrum. Við komúnistar teljum að í hinni sósíalistísku uppbyggingu í hverju landi verði að hafa grundvallarkenningar og lög- mál marx-lenínismans að bak- hjarli. En á hinn bóginn verð- ur hver þjóð að velja þær hagnýtu aðferðir sem við hennar hæfi eru til lausnar vandamálunum. Því er það að þær leiðir sem við eiga í einu landi eru óviðeigandi 1 öðru. En þótt brugðizt sé á ólíkan hátt við sumum vandamálum, fer því fjarri að hin sósíalist- ísku ríki eigi ekki að fylgjast vel með því sem gerist hjá hinum. Þvert á móti éigum við að leggja okkur fram við að kynnast sem bezt hvernig tekið er á málunúm í hinum ýmsu ríkjum sósíalismans.“ Friðsamleg samkeppni Krústjoff ræddi síðan um hina friðsamlegu samkeppni milli ríkja sósíalismans og , auðvaldsheimsins í efnahags- málum. „Við munum ná iðn- aðarafköstum Bandaríkjanna á sjö—átta árum og á árunum upp úr 1080 munum við einn- ig fara fram úr þeim í af- köstum á mann. Við erum enn á eftir í kemíska iðnaðinum, en leggjum nú á hann sér- ^ staka áherzlu og sama máli gegnir um raforkuframleiðsl- una, enda þótt við framleið- um nú þegar mesta raforku allra Evrópuríkja. En mestu máli skiptir að auka fram- leiðnina á mann“. Verkaskiptingin Þegar hér var komið ræðu Krústjoffs, minntist hann á það atriði, sem getið var að ofan: veikaskiptingu sósíal- Ístísku landanna. Aukning framleiðninnar byggði á betri verkaskiptingu og sérhæfingu. Þetta ætti við alveg eins um hvert land sem hverja verk- smiðju. „Við hagnýtum okkur ekki enn alla‘ þá kosti sem fylgja því áð upp er komið heims- kerfi sósíalistískra ríkja sem geta haft með sér nána sam- vinnu og verkaskiptingu. ' Reynslan hefur þegar sýnt hve hagnýt sl'ík verkaskipting getur verið. Júgóslavneska stjórnin hefur ákveðið að ger- ast aðili að samningum sósí- alistisku landanna um verka- skiptingu." Dæmt eítir verkunum Allir myndu hagnast á slíkri samvinnu, sagði Krúst'-. joff og bætti við: „Hið sósíalistískn þjóðfélag er nú orðið staðreynd, og menn munu dæma um kosti þess éftir verkunum, hinum hagnýta árangri. Það er okk- ar að hafa þannig stjórn á efnahagsmálum okkar, að allir sannfærist um yfirburði sósí- alismans. Við verðum því að auka framleiðnina og bæta sjálfvirknna." Frelsi og afköst „Okkur er stundum börið á brýn að við gerum of mikið úr nauðsyn þess að auka framleiðsluna, en látum hug- sjónir frelsisins vera á hak- anum. En þetta er rangt. Það væri glæpsamlegt að gleyma frelsinu, en fáránlegt að gleyma staðreyndum efna- hagslífsins. Frelsið er einnig, í brauðinu og kjötinu. það felst líka í yfirráðum verká- mannsins yfir framleiðslu- tækjunum sem gera honum kleift að bæta lífskjör sín, andleg sem veraldleg. Ef við létum okkur nægja að ræða um frelsið án nokkurrar hlið- sjónar af veraldlegum gæð- um myndum við vera sem prestarnir sem lofa þeim al- sælu í himnaríki sem illa hef- ur gengið hérna megin. Það á ekki að segja fólki, ævintýri, það eru staðreyndirnar, sem skipta máli. Hver er mesta hættan scm vofir yfir auð- valdsskipulaginu 'í dag? Ætli hún stafi frá þeim sem for- mæla því hástöfum? Það verða ekki þær formælingar sem velta því. Auðvaldsskipu- lagið mun líða undir lok, þeg- ar verkalýðurinn tekur völdin í sínar hendur, skipuleggur framleiðsluna og sannar yfir- burði sósíalismans. Ef við lát- um okkur nægja að skipta einum buxum milli fimm manna, munum við seint geta sýnt verkalýðnum á vestur- löndum fram á þá yfirburði. Við munum sigra þegar við getum framleitt meira, bætt lífskjör okkar og þannig sýnt verkalýðnum í öllum heimin- um fram á kosti sósíalism- ans,“ sagði Kristjoff að lok- um. / Fyrirlig Rúðugler h og B gæðaflokkar. 2—3—4—5 og 6 m/m þykktii Mars Trading Company h.f. Klapparstíg 20, sími 17373. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.