Þjóðviljinn - 29.08.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.08.1963, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 29. ágúst 1963 ÞJðÐVlLJINN SÍÐA 5 Er hægt með vísindqlegum aðferðum AÐ STJÓRNA HUGARSTARFSEMI MANNSINS? Frazier íleygði írá sér burstanum, sem hann var að nota, og stakk höndunum í vasana . . . „Gott og vel," sagði hann, „hvað mundirðu segja um það að móta salarlíf manns að vild binni? Heldurðu að þér þætti það gaman? Eða að breyta lundarfari hans eftir því sem þér sýndist? Láttu mig hafa frjálsar hendur og ég skal skapa hvaða mann- berð sem vera skal ! . . . Tökum börnin okkar og höfum hönd í bagga með þroska þeirra, á- rangurinn skal verða meiri en þig arunar ..." „Það er ekki lítið sem bú ætlar þér. Þú munt ætla að keppa við guð," sagði ég hikandi. „Já það er einkennilega líkt með okkur tveim- ur," sagði hann. Ég komst snöggvast í uppnám. „Þú heldur það. Ætli þér verði ekki mjórra muna vant," sagði ég og reyndi að láta sem ekkert væri. „Síður en svo’" sagði hann . . „Þú veizt, að börn guðs verða honum ætíð til vonbrigða . . Ég get ekki fullyrt að ég verði aldrei fyrir vonbrigðum, en áreið- anlega miklu sjaldnar en hann". Hvað er nú þetta? Hver mað- ur sem lesið hefur H. C. Wells eða aðrar ,,vísindaskáldsögur“ mun óðar sjá það. Það er sag- an af þeim vísindamanni, sem heldur sig hafa fundið bann galdur sem margir hafa lengi leitað að, galdurinn að ná tök- um á hug og hjarta almennimgs. Þetta er tekið úr sögu eftir 3. F. Skinner. sem heitir Wald- en. En þó að þetta komi e.t.v. ekki ókunnuglega fyrir sjónir, hefur það samt nokkuð nýtt að geyma. Því hann trúir því að hegðun manna og hugarfari geti og eigi að vera stjórnað af vísindamönnum svo sem „Frazier þeim, sem kallast vera kennari og stjórnandi þess framtíðarríkis, sem um er rætt í bókinni Walden II., en Frazi- er er sjálfur af hinni sömu manngerð sem höf. sjálfur. en hann er nánar tiltekið prófessor í sálarfræði við Harvardháskóla og einn hinna fnerkustu sálar- fræðinga í Bandaríkjunum síð- an William James leið. Rafmagn og heilastarfsemi Dr. Skinner er það sem hér- lendis mundi kallað að vera „örlagatrúarmaður". Hann held- ur því fram, að hver sem i- myndar sér að hann hafi frjáls- an vilja. blekki sig, því 5U hegðun manns og hugarfar eig; sér orsakir sem komi að utan. „Duttlungar“. segir Skinner, „eru aðeins nafn á hegðun. sem ekki verður skýrð. að svo komnu máli“, þessvegna ber vísindamönnum að taka að sér að stjórna fólkinu, svo það hegði sér eins og því hentar bezt, en fari sér ekki að voða. Fæstir eru honum sammála. jafnvel sumir sem ekki hafa ófrægara nafn. og sumir æstir andstöðumenn hans. En sé nán- ar að gáð, vekur það einna mesta furðu að svo margir vis- indamenn. sem raun er á skuli vera honum samdóma. í grund- vallaratriðum; að unnt sé að stjórna hegðun manna að tals- verðu leyti, og að vísindin vilji og geti vitað nógu mikið um þá til þess að megna þetta. og það á furðu nákvæman og áhrifamikinn hátt. Með öðrum orðum: vísindin virðast vera komin vel á veg með að finna aðferð til að veita hverjum manni aðstoð til að forma hugs- anir sínar, tilfinningar, gerðir. m.ö.o. að stjórna örlögum hans. Með nýjum og furðulega full- komnum tækjum má nú rann- saka heilastarfsemi hjá lifandi mönnum og dýrum, og rekja iil róta öll sálfræðileg viðbrögð. Þessi aðferð er í því fólgin að örfínu raftæki er stungið inn í heilann. og látið otka á ýms- ar heilafrumur. öll boð, sem um heilann og taugarnar berast gera það á þann hátt, að raf- straumur fer á milli. Raunar er straumur þessi ekki eingöngu rafstraumur, heldur fara fram efnabreytingar jafnframt, sem ekki hafa minna gildi. Fyrst er þess að geta, að raf- magnið skapast með kemiskum gagnverkunum innan frumunn- ar sem boðin sendir. 1 öðru lagi tuagaboðunum, sem flytja frá frumu til frumu, er stjórnað af kemiskum gagnverkunum. sem fram fara í því sem kallast synapsis, eða tengsl milli tauga- fi-uma. í þriðja lagi, þegar boð- in ná ákvörðunarstað. eru bað sérstök efnasambönd (tauga- hormón), sem verða fyrir svör- um og stjórna þvi sem gera skal. Það er þannig ekki tauga- boðið sjálft, heldur efni no!áí- urt sem það framleiðir, og kall- ast acetylcholin. sem áhrif heí- ur á vöðvann, sem skipunin barst til, og kemur honum til að kvika. Samkvæmt þessu eru það ekki fyrst og fremst bein áhrif rafstraumsins á heilann sem vekja honum viðbrögð. heldur engu síður þetta efni. og þá er náðst hafa full tök á því. Stúlka undir áhrifum lyfsins SLD sér kynjamyndir (ofsjónir) í sítrónu. mun verða unnt að hafa af því þau not, sem engan kann enn að gruna. Persónuleikanum breytt? Til þess að stjórna viðbrögð- um taugakerfis og heila á þenn- an hátt, er óhjákvæmilegt að vita hvemig þau gerast og í hverjum hluta heilans hvert fyrir sig. Það verður að finna ráð til að koma réttum skammti af efnum á réttan stað i heil- anum, og gegnum blóðrásar- kerfi heilans, sem umlykur heilafrumurnar, og ýmist gerir að opna aðkomandi efnum í blóðrásinni leið að þeim eða að girða fyrir. Þessi efni mega ekki heldur valda truflun á öðr- um efnabreytingum í líkaman- um né óþægilegum aukaverk- unum. Þetta er enganveginn auðvelt viðfangs. Lífefnafræðingur, að nafni S. Ropp segir svo: „Vís- indamaður sem reynir að rann- saka efnabreytingar sem hugs- un og tilfinningar valda, er líkt á vegi staddur og innbrotsþjóf- ur, sem reyndi að opna fjár- hirzlu í stóybanka með tann- stöngli". Þó að flestum vísindamönn- um hljóti að vaxa í augum slík- ir erfiðleikar, eru þó margir þeirrar skoðunar að takast megi að sigrast á þeim öllum. og það £ náinni framtíð. Atómefnafræð- ingur sem heitir Glenn T. Sea- borg og er forseti kjarnorku- nefndar Bandaríkjanna, gizkar á að á næstu áratugum muni finnast meðul. sem breytt geti persónuleika hvers manns á hvern hátt sem óskað er, og látið breytinguna haldast. Þessi trú hans styðst að nokkru leyti við þær öru framfarir 1 þekk- ingu, sem hinn fyrrnefndi raf- magnskannari heilans hefur leitt í ljós, en að öðru leyti við þær óhemju framfarir sem orð- ið hafa í eðlisfræði og lífeðlis- fræði og líffræði. En mestar vonir bindur hann við þá ó- væntu þróun, sem orðið hefur í uppgötvun lyfja sem áhrif hafa á sálarlífið. Útbreiðsla lyfja hefur farið ört vaxandi síðustu tíu árin. en þá komu fram tvö mjög merk róandi lyf: Rauwolfia og chloroproma- zine. Árangurinn varð óðar framar öllum vonum. svo af bví hlauzt það að farið var að leita að öðrum meðulum sem hefðu svipuð áhrif, og fannst af þeim mikill fjöldi. Fæstir skilja hvernig á því stendur, að bau hafa áhrif, en það hafa þau engu að síður. Þau breyta sál- arlífinu, umhverfa tilfinningum, skynjunum, lundarfari. hvötum. hugsanaferli og breytni. Og vísindamenn hafa þegar svo mikla reynslu af þeim, að þeir gera sér hinar glæsilegustu von- ir um framhaldið. Meðal þess sem einna mestur gaumur hefur verið gefinn, eru hin svonefndu „ofskynjunarlyf“ Nafnið er dálítið villandi, því margt annað getur valdið of- skynjunum, t.d. aspirín og koff- ein í stórum skömmtum. lang- vinn einangrun eða mikil þreyta, svefnleysi, sultur, kvalir eða áhyggjur, sérhver truflun á jafnvægisástandi líkamans. að þvi er snertir vökvamagn, sölt. blóðsykur, súrefni eða ýms önnur efni. Auk þess valda þessi ofskynjunarlyf ekki ætíð ofskynjunum, og þau hafa önn- ur áhrif, eins og bráðum verð- ur vikið að. Það sem er ein- kennandi fyrir þau er það, að þau geta valdið „dulsýnum" eða því að, maður sér annað og öðruvísi en eðlilegt er, en er þó að meira eða minna leyti með sjálfum sér og kann fót- um sínum forráð. Áhrif töfra- jurtanna Náttúran framleiðir fjölda af slíkum efnum. og líklega hafa mörg þeirra verið notuð um langan tíma, jafnvel þúsundir ára. Hið þekktasta af þeim er unnið úr kvenblómi hampjurt- arinnar, cannabis sativa. I Bandaríkjunum er þetta kallað marihuana, í Marokko er bað kallað kief, og nöfnin eru jafn- mörg tungumálum í löndun- um, þar sem þetta þekkist. Jurtin þrifst í öllum löndum sem hafa temprað loftslag. I Mexikó eru framleidd ýmis of- skynjunarlyf, en þekktast er „töfrasveppurinn“, í honum er efni sem nú hefur tekizt að Dagana 2.—6. september n. k. mun Framleiðsluráð land- búnaðarins halda námskeið fyr- ir starfsmenn sláturhúsa. Nám- skeiðið verður haldið á Akur- eyri og fer verldeg kennsla fram í sláturhúsi K.E.A., en erindaflutningur fer fram á Hótel K.E.A. Erindi sem flutt verða fjalla m.a. um meðferð sláturfjár, kjötmat, verkstjórn, pökkun innyfla, frystingu kjöts, hrein- læti í sláturhúsum, heilbrigðis- skoðun og fyrirkomulag í slát- urhúsum. Þeir sem erindi flytja á nám- skeiðinu eru þeir Páll A. Páls- framleiða í efnaverksmiðjum, kallast psilocybin og farið er að gera tilraunir með. I Mexikó vex einnig kaktusteg- und sú, sem meskalín er unnið úr. Belladonna og fleiri efni unnin úr jurtum af kartöflu- ættinni, voru mikið notuð á miðöldum af galdrakörlum- og kerlingum í Evrópu. Sum af þessum meðulum hafa verið notuð öldum saman af ýmsum trúflokkum til þess að gera fólk frá sér numið við trúar- athafnir, og koma því til að siá leynda hluti, eða dulræna, en á síðustu tímum er þetta mik- ið notað af rithöfundum, skáld- um og listamönnum til þess að skerpa gáfurnar, auðvelda nið- urskipun efnisr og leitast við að ná yfirskilvitlegri sýn yfir bað. Það er ómaksins vert að lesa sumt af því sem þeir hafa um þetta sagt. Dr. Gordon Wasson, bankastjóri í New York, sem hefur í hjáverkum athuganir á sveppum, ræktuðum í rann- sóknastofum. segir svo um til- raunir sínar á sjálfum sér með „töfrasveppinn": „Sýnir mínar voru með björtum litum, og alltaf fagrar ...... hallir al- skreyttar hálfdýrum steinum .. kynjadýr sem drógu konungs- vagn. Seinna sýndist mér sem veggurinn á húsinu okkar væri horfinn, og sál mín flogin burt; og mér þótti ég svífa í lausu lofti og vera að horfa á fjöll- ótt land, þar sem úlfaldalestir sigu hægt um 'hlíðarnar en í fjarska báru tindar við him- in....“ Sálfræðingurinn Havelock Ellis sá í meskalínvímu: „hvar við mér blöstu grundir þar sem dýrðlegum gimsteinum var Framhald á 7. síðu. son, yfirdýralæknir, Jónmundur Ólafsson, kjötmatsformaður, Guðlaugur Hannesson, gerla- fræðingur, Adolf Petersen, verkstjóri, Páll Lúðviksson verkfræðingur, og Jón Reynir Magnússon. verkfræðingur. Verkleg kennsla fer fram i slátrun, gærameðferð og með- ferð og pökkun innyfla. Auk þess verður farið í heimsókn til Kaupfélags Norður-Þingeyinga, Kópaskeri og sláturhús félags- ins skoðað, en það er eit.t full- komnasta sláturhús á landinu. Forstöðumaður námskeiðsins verður Jón Reynir Magnússon, verkfræðingur. Starfsmenn slátur- húsa á námskeiði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.