Þjóðviljinn - 30.08.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.08.1963, Blaðsíða 1
V Föstudagur 30. ágúst 1963 — 28. árgangur —¦ .184; tblublað. Ágæt síldveiði tvo síðustu sólarhringa .::w>í«m:::;! >m^::<?W^W--'y":^-y- Ágæt síldveiði var í fyrradag og gær út af Langanesi. Fyrra sólarhring fengu 42 skip samtals um 30 þúsuhd mál á þessum slóðum og í gær fengu mörg skip einnig ágætan afla. Var stanzlaus löndun á Raufarköfn sl. sól- arhring en megnið af síldinni fer í bræðslu. Samkvæmt upplýsingum síld- arleitarinnar á Raufarh. síðdeg- is í gær varð síldarleitarskipið Pétur Thorsteinsson vart við síld í gærmorgun 77 sjómílur aust- norðaustur af Raufarhöfn og fengu nokkur skip þar sæmileg- Störf nefnd- annnar enn\ á frumstigi | Eins og Þjóðviljinn : skýröi frá fyrir nokkru ¦ hafa vinnuveitendasam-1 tökin og Alþýöusamband- : ið komið sér saman um ¦ skipun nefndar til þess [ aö athuga um greiðslu- [ getu atvinnuveganna [ eins og gert var ráð fyr- | ir í samningum þessara | aðila á sl. ári. : Þjóðviljinn hafði í gær tal ¦ af Birni Jónssyni, sem er : förmaður nefndarinnar og jj spurði hann frétta af störf- : um hennar. Skýröi Björn : blaðinu svo frá, að tveir ¦ nefndarmenn, Hjalti Krist- ¦ geirsson, hagfræðingur og : Þorðvarður Alfonsson, fram- : kvæmdastjóri, hefðu farið til • Noregs á vegum nefndarinn- ¦ ar til þess að kynna sér j störf og vinnubrögð hagdeild- : anna hjá verkalýðssamtökun- ¦ um og atvinnurekendasam- : bandinu norska. Hefðu þeir ; afIað ýmissa upplýsinga og : gagna í þessari ferð. - Að öðru ' leytí er starf nefnd- [ arinnar í mótun í grundvall- : aratriðum, og ekki að svo : komnu máli unnt að skýra ¦ frá, hvernig rannsókninni ¦ verður hagað. an afla í morgun. 1 gær færðist síldin 10—12 mílur í norðvestur. Síldin á þessu svæði er í stór- um torfum en ákaflega stygg og erfitt við hana að eiga. Var mik- ið kastað í gær og fengu sum skipin ágætan afla. Á Raufarhöfn hefur verið stanzlaus löndun síðan þessi hrota hófst og biðu þar 2—3 skip löndunar síðdegis í gær. Svo til öll síldin hefur farið í bræðslu en aðeins var þó borið við að salta. 1 gær varð einnig vart síldar um 40 sjómílur suðaustur af Sel- ey. Þessi skip höfðu tilkynnt um afla sinn í gærmorgun til sfld- arleitarinnar: Faxaborg 900, Gullver 1100, Helga 1300, Sigfús Bergmann 750. Mánaklettur 800, Sigurpáll 1500, Sæúlfur 600, Hilmir 400, Anna 800, Grótta 800. Olafur Tryggva- son 1000, Guðmundur Þórðarson Atvinnudeild- inni synjað um Korpúlfsstaði Á borgarráðsfundi 27. þ.m. var lögð fram umsókn frá Atvinnu- deild háskóla Islands. landbúnað- ardeild, þar sem óskað er eftir því að hún fái á leigu jörðina Korpúlfsstaði. Borgarráð taldi ekki unnt að verða við umsókn þessari. 1300, Oddgeir 1400, Skagaröst 150, Svanur RE 600, Tjaldur 600. Arni Geir 850, Runólfur 800, Baldvin Þorvaldsson 350, Sólrún 1400, Jón Garðar 900, Ólafur Magnússon EA 1100. Helga Björg 550, Smári 550, Lómur 1300, Freyfaxi 600, Ólafur Bekkur 900, Hugrún 650, Skipaskagi 800, Bjarmi 300, Hörður 500, Baldur 200, Vattar- nes 1100, Víðir Su 300, Straum- nes 90, Gullver 350, Sigurður Bjarnason 400, Bára 450, Búðar- fell 800, Þórkatla 700, Hoffell 200. GLÆSILEGT HAFRANNSÓKNASKIP Þetta glæsilega sovézka haf- rannsóknaskip kom hingað til Reykjavíkur í gær til þess að taka vatn og vistir og mun það hafa hér viðdvöl í 5 daga. Skipið sem heitir Poljus er «, svo til nýtt, smíðað í Nep- tuneskipasmíðastöðinni íAust- ur-Þýzkalandi og lauk smiði þess í fyrra. Það er 6800 tonn að stærð m.iög vandað að gerð og búið fullkomnustu tækjum til hafrannsókna. Skipstjóri á Poljus heitir Boris Kotsegut og sýndi hann fréttamönnum skipið síðdegis í gær. A skipinu eru 80 ó- breyttir skipsmenn, 14 yfir- menn og 30 vísindamenn. Þetta er annar rannsóknar- leiðangur skipsins og hefur það að þcssu sinni haft mán- aðar útivist í Norðuratlanz- hafi. en í fyrstu rannsóknar- ferð sinni fór það m.a. til Bermudaeyja og víðar um Vesturatlanzhaf. Er þetta í fyrsta slnn sem skipið kemur hingað og hafði skipstjórinn orð á því við fréttamann Þjóðviljans í gær að fegúrsta landsýn sem hann hefði séð hefði verið sú er hann sá er hann sigldi skipi sinu upp að suðaustur strðnd Islands. Almenningi mun gefinn kostur á að skoða skipið á morgun milli kl. 2—4 síðdegis. Skipulagsmálin eitt þýðingarmesta málefni íslenzkra sveitarfélaga Eitt aðalmál 7. landsþings Sambands íslenzkra sveitaríelaga voru skipulagsmál sveitarfélaga og gerði þingið um það mál eítiríarandi þrjár álykt- anir. a. Kosning nefndar til að fjalla um skipulagsmál. 7. landsþing Sambands íslenzka sveitarfélaga telur skipulagsmál sveitarfélaga eitt þýðingarmesta málefni, sem nú er á döfinni, og ákveður því að kjósa 5 manna nefnd til þess að f jalla um frum- varp það að skipulagrslögum, er nú liggur fyrir Alþingi. Nefndin skal skila störfum til stjórnar samtakanna. áður en frumvarpið verður tekið til afgreiðslu á Al- þingi. 1 þessa nefnd voru kjörnir: Einar Halldórsson oddviti, Garðahreppi, Gísli Halldórsson liborgarfullt'rúi, Reykjavík, Hjálm- ar Olafsson bæjarstjóri, Kópa- vdgi, Sigurður I. Sigurðsson odd- viti. Selfossi, Björgvin Sæmunds- son bæjarstjóri, Akranesi. b. Endurskoðun byggingarlög- gjafarinnar. 7. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga telur eðlilegt að endurskoðun byggingarlöggjafar- innar sé tengd afgreiðslu frum- varps þess til skipulagslaga, sem nú liggur fyrir Alþingi. í þvl sambandi leggur þingið ^áherzlu á að væntanleg byggingar- og skipulagslöggjöf gildi fyrir landið í heild. Þingið bendir á samræmda löggjöf nágrannalandanna sem æskilega fyrirmynd í þessu efni. c. Ráðstöfun skipulagsgjalda 7. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga vekur athygli á því, að tekjur ríkissjóðs af skipulags- gjaldi hafa á undanförnum árum verið allmiklu meiri en f járveit- ingar til skipulagsmála, enda þótt mikið skorti á, að skipu- lagsskrifstofan sé fær um að veita ýmsum sveitarfélögum nægilega þjónustu. Til þess að tryggja það, að tekjur af skipulagsgjöldum séu notaðar til skipulagsstarfa svo sem lög gera rád fyrir, telur þingið eðlilegt, ' að tekjurnar renni í sérstakan sjóð, sem ráð- stafað sé til skipulagsstarfsins að skipulagsnefnd ríkis-ins í sam- ráðum við stjórn Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga. Þá telur þingið rétt, að í skipu- lagslögum sé heimild til handa sveitarfélagi, sem þess óskar, að taka skipulagsmál innan síns lögsagnarumdæmis í sínar hend- ur undir yfirumsjón skipulags- skrifstofunnar. Hrökkvi skipu- lagsgjöldin þar ekki til að standa straum af rekstri skipulagsskrif- stofu sveitarfélagsins, greiðist það, sem á vantar, að jöfnu úr ríkissjóði og sveitarsjóði. Byggingar- frcimkvæiftdir á Keldnoholti Framkvæmdir eru nú hafnar við byggingu rannsóknarstöðvar landbúnaðarins sem á að rísa á Keldnaholti en áætlað er að að- albyggingin verði komin undir þak næsta haust. Það er Byggingarfélagið Brú, sem hefur tekið að sér fram- kvæmdimar og hljóðaði tilboð þess í verkið upp á 8.7 milljón- ir en heildarkostnaður við húsið komið undir þak er áætlaður 10 milljónir króna. Byggingin á að verða tvær hæðir og kjallari og gólfflötur hennar um 3000 ferm Rækjumiðin við Eldey rannsöku𠦦' ¦¦¦¦:¦:•:¦:¦: ::-:<\-- Milwood lœtur úr höfn í Reykjovík 1 gær lét hinn frægi land- helgisbrjótur, brezki togarinn Milwood, úr höfn í Reykjavík eftir að hafa verið hafður hér í haldi í rúmlega f jóra mán- uði en eins og frá hefur verið sagt hér í blaðinu f elldi Saka- dómur Reykjavíkur nývcrið þann úrskurð að sleppa togar- anum úr haldi gegn tryggingu. Hefur sú bankatrygging nú verði sett og nemur hún 10 þúsund pundum. Ahöfn kom frá Skotlandi til þcss að sækja togarann en af góðum og gildum ástæðum var lohn Smith ekki í þeim hópi en hann hefur þverneit- að að mæta fyrir dómstólum hér og neitaði að taka við dóm- kvaðningu. Verður réttur sett- ur í máli hans Z. sept. n.k. Myndin er tekin er Milwood hafði leyst landfestar og var að snúa stefni til heimahafn- ar í Skotlandi — (Ljósm. Þjóöv. G.O.) I vikunni sem leið var gerður út leiðangur á vegum sjávarútvegs- málaráðuneytisins til þess að kanna rækjumið þau sem humarveiðibát- urinn Morgunstjarnan frá ísaíirði íann í nám- únda við Eldey. Farið var í rannsóknarleiðang- urinn á tveim bátum, Morgun- stjörnunni og Eldey og var rækjunnar leitað bæði við Eld- ey, aústur af Krísuvíkurbjargi, út af Höfnum svo og í Faxaflóa. Stjórnaði Ingvar Hallgrímsson fiskifræðingur leiðangrinum. Talsvert fannst af rækju, mest út af Hafnarleir og milli Staf- ness og Reykjaness. Fékkst hún á 60—90 faðma dýpi og var með- alafli um 60 kg. á klukkustund. Er það nokkru minna en fæst á aðalveiðitímanum á Vestfjörð- um. Ætlunin er að kanna þetta svæði einu sinni í mánuði næstu mánuðina til þess að athuga göngu rækjunnar og magn svo að full vitneskja Uggi fyrir um hvort tveggja áður en veiðar hefjast fyrir alvöru. „PressuliiiB varvaliðigær I gær völdu íþróttafréttarit- arar lið það sem á að leika gegn tilraunalandsliðinu á laugar- daginn og er það þannig skipað talið frá markmanni: Heimir Guðjónsson, KR, Hreiðar Ár- sælsson KR, Jón Leósson ÍA, Hrannar Haraldsson Fram, Högni Gunnlaugsson ÍBK, Skúli Ágústsson ÍBA, Örn Steinsen KR, Gunnar Guðmannsson KR, Hermann Gunnarsson Val, Skúli Hákonarson ÍA og Steingrímur Björnsson ÍBA. Þá hafa og verið valdir 5 varamenn sameiginlega fyrir bæði liðin þeir Geir Kristjáns- son Fram, Þorsteinn Friðþjófs- son Val, Magnús Torfason ÍBK, Baldur Schewing Fram og Stein- grímur Dagbjartsson Val.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.