Þjóðviljinn - 30.08.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.08.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA NÝI TlMINN Föstudagur 30. ágúSt 1963 OtRefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fróítaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust 10. Sími 17-500 (5 b'nur). Áskriítarverð kr. 65 'á mánuði. Hei/brígð viðskipta- sjónarmið l/"iðskipti íslendinga við löndin í Austur-Evrópu " hefur oft borið á góma í skrifum blaða á und- anförnum árum, enda ekki óeðlilegt, þar sem hér er um að ræða einhvérja mikilvægustu markaði fyrir ýmsar útflutningsafurðir okkar. Hafa þessi viðskiptasambönd þráfaldlega bjargað útflutningi okkar yfir erfiðan hjalla; þannig fór tilraun Breta til þess að svelta íslendinga til hlýðni með lönd- unarbanni á fiski í Bretlandi vegna fyrri útfærslu landhelginnar með öllu út um þúfur, vegna þess að unnt reyndist að selja þessa framleiðsluvöru okkar til markaða í Austur-Evrópulöndunum. Meginhluti útflutningsins til þessara landa er fiskflök og síld, ýmist hraðfryst eða söltuð, og skapar þessi útflutningur því geysimikla atvinnu í landi. Mikill fjöldi fólks á afkomu sína undir því að unnt reynist að halda þessum mörkuðum, — eða afla annarra ekki lakari að öðrum kosti. l^að má því teljast furðulegt ábyrgðarleysi, að *- ýmsir áhrifamiklir aðilar skuli leynt og ljóst reyna að spilla fyrir viðskiptum okkar við þessi mikilvægu markaðssvæði með pólitískt ofstæki eitt að leiðarljósi. Hefur það oftar en einu sinni komið fyrir, þegar Þjóðviljinn hefur bent á stað- reýhdir þessa máls, að blöð núverandi stjórnar- flokka hafa rokið upp með brigzlyrði um, að skrif Þjóðviljans væru „þjónkun við kommúnistarík- in“ og annað þar fram eftir götunum. Alls kyns rógi hefur verið beitt til að reyna að telja fólki trú um, að þessi viðskipti væru í rauninni stórskað- leg fyrir íslendinga, vörur frá þeim væru bæði lakari og dýrari en við ættum kost á annars staðar. í grein í Morgunblaðinu s.l. miðvikudag eru hins vegar raktar meginstaðreyndir um viðskipti okk- ar við þessi lönd, og sagði Þjóðvíijinn frá þeim í gær og verða þær ekki endurteknar hér, en ein- ungis lögð áherzla á nokkur atriði, sem 'þar koma fram. Mikið hefur verið rætf um þá byltingu, sem orðið hefur á sviði veiðitækni íslenzkra fiski- skipa síðustu ár. Þjóðartekjur okkar hafa stór- aukizt af þessum sökum, og hafa haust- og vetrar- síldveiðarnar við Suður- og Vesturland reynzt þar drjúgur búhnykkur. En í umræddri Morgunblaðs- grein er á það bent, að það sé „ekkert launungar- mál, að sölur á frystri og saltaðri síld til Austur- Evrópu eru bein försenda þess, að hægt væri að gerp út á þessar veiðar“. Þá er og á það bent, að aðrar þjóðir leggja nú hina mestu áherzlu á það að auka viðskipti sín við' Austur-Evróp.u, fyrst pg fremst til þess að geta komið framleiðsluvörum sínum inn á markaði þar og séu það því „fleiri en íslenzkir útflytjendur, sem geta hugsað sér aukin viðskipti austur á bóginn, en því geta allir verið sammála að forsenda þess að svo beri að gera af hálfu íslendinga, hlýtur ætíð að vera sú, að við fáum vörur í staðinn, sejn fullnægja kröfum okk- ar“. Hér er um að ræða heilbrigð viðskiptasjónar- mið laus við pólitíska fordóma og væri það ánægjuefni, ef ritstjórar stjórnarblaðanna gætu eitthvað af þeim lært. — b. Kynþáttafordómarnir bitna einnig á erlendum sendimönnum i Þeldökkir menn í Bandaríkjunum ver'ða að sjálfsögðu harðast fyrir barðinu á þeim kynþáttafordómum sem þar eru landlægir, en þessir fordómar bitna einnig á þeim mörgu sendimönnum frá ríkjum í Asíu og Afríku sem þangað hafa verð sendir síðustu árin, bæði sem stjómarerindrekar i Washington og fulltrúar hjá Sam- einuðu þjóðunum í New York. Blaðið „New York Herald Tribune” kallar líf þessara erlendu gesta og sendimanna í Bandaíríkjunum „martröð”. Þess eru nefnd fjölmörg dæmi aö erlendir sendimenn með diplómatísk réttindi hafi orðið fyrir alls konar aðkasti vegna hörundslitar síns. Þeim hefur verið meinaður aðgangur að gistihúsum, veitingastofum, rakarastofum og skemmtistöð- um, jafnvel þótt þeir sýndu diplómatísk skilríki sín. „Negrar fá ekkl veitingar hér“ Þannig var aðstoöarutanríkis- ráðherra Líberíu og fulltrúa landsins hjá Sameinuðu þjóð- unum, miss Argie Brooks. og fimm öðrum líberískum sendi- mönnum neitað um afgreiðslu í veitingastofu í Raleigh, Norð- ur-Karolínu: „Negrar fá ekki Keeler í sama sæti onnur mannaritið „Der Joumalist" á forsíðumyndum þriggja tölu- blaða sjö útbreiddustu viku- blaðanna 1 landinu. Athugumn leiddi í ljós, segir í ritinu, að kvikmyndastjömur hafa orðið að víkja fyrir kóngafólki og gleðikonum á forsíðum mynda- blaða. Á forsíðum níu þeirra vom myndir af Farah Diba, en átta birtu myndir af Sorayu. Elísabet drottning og begn hennar, Christine Keeler, voru á fjómm forsíöum. Fabi- ola og Christa Wanninger á þremur. Myndir af kvikmynda- stjömum vom hins vegar að- eins á þremur forsíðum sam- tals. veitingar hér“. Sama svarið fengu þau í annarri veitinga- stofu og þá fylgdi með að þeim væri ekki einu sinni leyfilegt að standa í biðröð með hvítu fólki. Svipaðar móðganir hafa sendiherrar Nígeríu, Tsjads, Kamerúns og Sierra Leone í Washington orðið að þola, Fá ekkl húsnæði Afrískir sendimenn hafaverið í stökustu vapdræðum að fá leigðar íbúðir við sitt hæfi < Washington. þar sem eigendur húsa í þokkalegri hverfum höf- uðborgarinnar neita að leigja þau þeldökku fólki, jafnvel þótt sjálf ríkisstjórnin hafi lagt að þeim. Takist þeim samt að ná sér í viðunandi húsnæði verða þeir^ -<$ iðulega að greiða fyrir það ok- urleigu. „Washington Post“ skýrði nýlega frá því að meiri- hluti hinna afrísku sendimanna í borginni byggju í lélegu eða óhæfu húsnæði. Einn af emb- ættismönnum bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, Pedro San Juan, segir að þetta hafi vakið sára reiði hinna afrísku dipló- mata og hafi ýmsir þeirra beð- ið stjómir sínar að senda sig til annarra landa. Aðkast og hótunarbréf Afrískir sendimenn verða oft fyrir aðkasti á götum Washing- ton, kastað er í þá grjóti.1 hjól- barðar bíla þeirra eru skomir í sundur og bílrúðumar brotn- ar. Starfsmenn sendiráða Ghana, Kamerún og Malí hafa undan- farið fengið hvert hótunarbréf- ið af öðru. Svertingjahatarar réðust inn i sendiráð Kamerúns og brutu þar allt og brömluðu. Arás Iögregluþjóna Þessi annarlega gestrisni í garð erlendra sepdimanna er ekkert nýtt fyrirbæri í Banda- ríkjunum og hvað eftir annað hafa fulltrúar nýfrjálsu land- anna borið fram mótmæli við Bandaríkjastjóm, en þau mót- mæli hafa lítinn árangur borið. Þannig báru 25 Afríkuríki fram harðorð mótmæli við banda- rísku stjómina fyrir tveimur árur.i, þegar lögregluþjónar í New York réðust á Michel Collet, einn af fulltrúum Gíneu hjá SÞ, og misþyrmdu honum harkalega. Fulltrúar Afríku- ríkjanna og reyndar annarra landa líka hafa haft við orð að flytja yrði aðalstöðvar Samein- uðu þjóðanna frá Bandaríkj- unum. ef stjómarvöld þar í landi gætu ekki tryggt friðhélgi erlendra diplómata. Uppreisn á Haiti Undanfarið hafa borizt fréttir af óeirðum víða á Haáti, þess hluta nætstærstu eyjarinnar i Karíbahafl, sem næstur er Kúbu. Innrásarmenn frá Dóm- inikanska lýðveldinu, sem er austur til á cynni, eru sagðir hafa reynt að steypa einvald- anum Dúvalier af stóli. en hafi alltaf oröið að hopa á hæl. El,sabet í skrúði sínu l Verkamannaflokkurinn missir málgagn sitt „Daily Herald" á al hætta að koma út innatt skamms Nú þykir fyrirsjáanleg!; aS eina dagblaSið í Bretlandi sem talið hefur verið túlka sjónarmið forystu Verka- mannaflokksins „Daily Herald”, muni hætta að köma út á næstunni. Svo mikíð tap er á útgáfu blaðsins, að aðal- eigendur þess telja sig ekki geta staðið undir því öllu lengur. Christine í SÍNU skrúði Eiginkonur franskeisara, bæði sú núvcrandl, Farah Diba, og hin sem hann skildi við, Sor- aya, skara fram úr öðrum kon- um í vinsældum í Vestur- Þýzkalandi, ef dæma má eftir forsíðum vesturþýzkra viku- blaða, sem birta oftast myndir af þeim á forsiðum sínum. Ilins vegar skipta þær á milli sín þriðja sætinu Christine Keeler og Elísabet drottning önnur. Drottning og gleðikona eru einnig saman um fjórða sætið. Það eru þær Fabiola Belga- drottning og þýzka fyrirsætan Christa Wanninger, sem nýlega vap myrt í Róm. Það er vesturþýzka blaða- sem hefur gert þessa athugun „Daily Herald“ er eitt af yngri dagblöðunum f Bretlandt, en á þó að baki viðburðaríka sögu. Það var stofnað skömmu fyrir fyrri heimsstyrjöldina og var á fyrstu áratugum sínum mjög einbeitt og skeleggt mál- gagn verkalýðshreyfingarinnar, enda þótt hún stæði ekki f fyrstu beint að baki því. Samvinna við einkafyrirtæki Þar kom þó að útgefendur blaðsins risu ekki undir sívax- andi kostnaði við útgáfuna og komst það þá í eigu brezka al- þýðusambandsins. Sambandmu reyndist einnig ofviða að.halda blaðinu úti upp á eigin spýtur og leitaði samvinnu við öflugt forlag og prentsmíðjufyrirtækl. Odham’s Ltd„ um sameiginleg- an rekstur á blaðinu. Odham’s fékk 51 prósent hluta í blaðinu, en jafnframt var gefið fyrirheit um að það myndi áfram túlka viðhorí alþýðusambandsins og Verkamannaflokksins sem sam- bandið er einn aðilinn að. Útbreiddasta blaðið Odham’s lagði offjár i dð auka útbreiðslu blaðsins og var hvers konar brögðum beitt í því skyni, nýir áskrifendur fengu stórgjafir fyrir að binda sig til að kaupa blaðið í nokkr- ar vikur. önnur blöð buðu enn betur og þannig gekk koll að kolli, þar til svo var komið að heilar fjölskyldur gátu fatað sig og jafnvel bætt búslóð sína með því að skipta um áskrift- ir að blöðum með réttu móti. En þótt margir hættu að kaupa blöðin eftir að skyldutíminn var liðinn, voru hinir fleiri sem héldu því áfram og hefur blaðakaupendum aldrei fjölgað jafnört í Bretlandi og meðan á þessu kapphlaupi um áskrif- endur stóð. „Daily Herald“ gekk áskrifendasöfnunin svo vel að um stutt skeið var það út- breiddasta blað í Bretlandt, hafði heldur betur en Dnly Express". Stöðugt tap En þótt kaupendur „Daily Herald" yrðu á þriðju milljón, fór því fjarri að blaðið bæri sig. Bæði var það ád kostnað- urinn við öflun áskrifendanna hafði verið gífurlegur og hitt að blaðið fékk ekki þann tekju- stofn af auglýsingum sem bú- izt hafði verið við, þegar út- breiðsla þess hefði verið auk- in. Smám saman tók kaupend- um blaðsins að fækka aftur og hefur þeim farið fækkandi síð- an, nema á stríðsárunum síð- ari. Tapar enn Nú er upplag blaðsins eitt- hvað um 1,2 milljón og er ein- takafjöldi þess aðeins eitthvað um fjórðungur af upplagi „Daily Express”, sem það skaut aftur fyrir sig fyrir þremur áratug- um. Þótt þetta þætti mikið upplag í fléstum löndum. nægir það alls ekki til að halda uppi útgáfu blaðs í Bretlandi, nema það hafi því meiri auglýsinga- tekjur. Fyrir nokkrum árum skipti Odham’s um eigendur. Hinir nýju eigendur, „Intemational Publishing Corporation", sem blaðakóngurinn Cecil Harms- worth King er aðaleigandi að, gengu að því skilyrði að halda áfram útgáfu „Daily Herald" ( sjö ár. Þeir telja sig ekki hafa brugð- izt því loforði þótt þeir krefj- ist þess nú að skipt sé um nafn á blaðinu og því um leið breytt, þannig að það verði ekki af því ráðið að það sé málgagn Al- þýðusambandsins og Verka- mannaflokksins. Hvað sem því líður á félag Kings meiríhlutann í „Daily Herald“ og getur því hætt út- gáfu blaðsins hvenær sem þvi sýnist. Þá mun stærsti og öfl- ugasti flokkur sósíaldemókrata í heimi hafa misst úr höndum sér eina dagblaðið sem hann gat komið skoðunum. \ framfæri í. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.