Þjóðviljinn - 30.08.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.08.1963, Blaðsíða 7
F&tudagur 30. ágúst 1963 HðDVIUINN SIÐA J Sextugur í dug: Jens Guðbjörnsson formaBur Ármunns / 38 ór Hugarstarfsemi Eins og nú horfir í félags- málum okkar fækkar þeim óð- um sem leggja áratug við ára- tug í áhugastarf fyrir íþrótta- hreyfinguna í landinu; þeim er bjömsson. Hann komst í kynni við eldlegan áhuga brautryðj- endanna. Þar sem tókst að kveikja þennan lifandi áhuga, hefur lengi logað elja og at- hafnir fyrir hygjjón íþróttanna. Einn þessara manna er af- mœlisbam dagsins Jens Guð- bjartsson. Hann komst í kynni við íþróttimar ungur að aldri og hefur verið starfandi fyrir þær í 40 ár, þar af sem for- maður í Ármanni í 39 ár. Þó Jens hafi fyrst og fremst verið Ármenningur í öll þessi ár má segja að hann hafi verið á vissan hátt alþjóðlegur í starfi sínu fyrir íþróttimar, og eru þá nöfð í huga öll þau störf sem hann hefur gegnt fyr- ir íþróttamálin. Hér verður ekki reynt að rifja það allt upp, en geta má að hann sat í stjórn Melavallarins í 18 ár, í Laugar- dalsnefnd í 21 ár, í Olympíu- nefnd í 18 ár, bókaútgáfunefnd ÍSf. og þjóðhátíðarnefndum í f jölda ára, og er þó mikið ótal- ið. Það er líka kunnafa en frá þurfi að segja, að Jéns hefur hlotið verkskuldaða viðurkenn- ingu, heiðursmerki bæði inn- lend og erlend fyrir störf sín 1 þágu íslenzks æskulýðs og samskipti um íþróttamál við önnur lönd, en þar hafa flokfe- ar Armanns«verið góðir fulltrú- ar íslenzkrar æsku og góð land- kynning. Þar hefur Jens staðið á bak vð með elju sinni og áhuga. 1 tilefni af þessum tíma- mótum i ævi Jens fór ég heim til hans og bað hann að segja örlítlð frá þessum liðnu 40 ár- um, og tók hann því vel. Það kom raunar í Ijós að hann hafði frá svo mörgu að segja, að fátt eitt kemur hér1 í þessu stutta rabbi við hinn sextuga ungling og verður hitt að bíða þar til síðar. Því vonandi gefast enn öll þau æfintýri og viðburði sem orðið hafa á vegi hans í öU þessi ár. —- Hvemig byrjaði þetta? — Félagshyggjan hefur víst verið strax ofarlega í mér, því við nokkrir strákar sem áttum heima á Grettisgötunni stofnuð- um íþróttafélag sem við kölluö- um Baldur. Þetta var alvöru- félag og formlega frá því geng- ið. Við áttum fótbolta, spjót og kringlu. Æfingasvæðið var á túnunum nokkurnveginn þar sem húsið mitt stendur nú og svo vorum við á öskuhaugun- um þar sem heilsuvemdarstöð- in er nú. Svo var það rétt fyrir 17. júni að við erum á æfingu, og til okkar kemur Guðmundur Kr. Guðmundsson úr Glímufélaginu Ármanni, og spurði okkur hvort vi<|> værum í nokkru félagi, og sögðumst við ekki vera í neinu félagi, þetta væri bara stráka- félag. Þá bauð hann okkur að ganga í Ármann og keppa fyrir það á næsta 17,-júnímóti. Við slógum til og þar með var ég kominn inn í Armann. Þetta var vorið 1923. — Hver urðu svo fyrstu verk- efnin? — Ég tók þátt í hlaupum og kastaði krjnglu. og árið eftir er efnt til hlutaveltu og næsía ár þar á eftir, því þá var alltaf fjárskortur eins og nú, og gerð- ist ég virkur í þeirri fjáröflun. Hefur það ef til vlll orðið ti! þess, að árið eftir er ég kjörinn í stjórn félagsins, og aðeins tveim árum síðar er ég svo kosinn "íormaður, bg hef verið þaö síð- an. Síðan hafa verkefnin hlaðizt ' upp -eitt 'eftir annað, og hefur verið reynt að leysa þau eftir beztu getu. Þar hafa margir lagt ötula hönd á plóginn, og erfitt að segja hvert var þýð- ingarmest eða stærst, það hefur verið reynt að leysa vandann á hverjum tíma eftir því sem efni hafa staðið til. — Hvað er minnisstæðast úr starfinu fyrir Ármann? slá föstu hvað sé minnisstæð- ast. Byggingar skíðaskálanna. bygging bátaskýlisins í Skerja- firði og síðast en ekki sízt bygg- ing íþróttasvæðisins og húsanna þar verða mér alla tíð ókaf- lega minnisstæðir atburðir. Ég gleymi seint þegar til sjálfboða- vinnu komu á Ármannssvæðið 50—60 manns, og að sjá ungar stúlkur bera steinrör á öxlum sér langar leiðir þangað sem þau voru lögð niður til þurrk- unar á svæðinu vekur aödáun, og það gefur marini aukinn kraft að finna að maður vinn- ur með fólki sem hefur vilja og kraft eiris og fólkið sýndi yfirleitt við byggingar þeirra mannvirkja sem ég nyfndi, auk margs annars sem nefna mætti. Þá eru mér minnisstæðar all- ar þær ferðir sem ég hef farið með flokkum Ármanns, bæði ut- anlands og innan. Og þótt mörg utanförin hafi verið skemmti- leg og þar margt nýtt að sjá, þá er það nú samt svo að ferð- imar innanlands eru mér enn- þá minnisstæðarl. Kemur þar fyrst til sá inni- leiki, sem við mættum á ferð- um okkar, og hjálpfýsi sem all- ir sýndu.bæði hvað snertir að ferðast milli staða, því þá þurfti stundum að nota vöru- bíla. og ég minntist þess að við urðum að nota Sæbjörgu til að fara með okkur milli hafna á Vestfjörðum, en við heimsóttum Vestfirði, Norður- land og Austurland á árunum 1943—1945. Þess má t.d. geta að þegar við komum til BoT- urigárvíkur og úrðum að sýna úti um miðjan dag, lét Einar Guðfinnsson loka búðum í þorpinu, svo allir gætu séð flokkinn og var bærinn fánum skreyttur. i 1 þá daga voru slíkir flokkar sjaldséðir, og þótti þetta stór- viðburður í hinu tilbreytingar- litla. lífi staðanna. Þó minnist ég lengi þegar við komum til Stpðvarfjarðar í Austurlandsferðinni. Á bryggi- unni þar sem lagzt var við borðum: „Velkomin", Daginn eftir var komið fyrir ó sama stað á sama hátt: „Þökk fyrir komuna“. Á sýningunni sera við héldum þar mátti sjá kon- ur með ungböm í fanginu, þær vildu ekki á neinn hátt missa af þessum sjaldgæfa viðburði. Þetta eru aðeins tvö dæmi um þá vinsemd sem mætti okk- ur, og eins og ég segi, þá sitja þessar minningar efst í huga þegar maður rifjar upp hinar mörgu og skemmtilegu ferðir innanlands og utan. — HVað vilt þú segja um Ármann? — Ármann var lengi vel dá- h'tið öðruvísi en önnur félög hér. Við höfðum Jón Þorsteins- son sem okkar höfðingja og kennara. Hann tók á móti fólk- inu sem langaði að æfa. Þetta var nokkurskonar skóli. Ég minnist t.d. að eitt árlð vorum við með 10 kvennaflokka í leik- fimi. Við höfum leitazt við og lagt kapp á að hafður sé að- búnaður fyrir fólkið svo að það geti komið og æft sér til hress- ingar. Eftir að Jón Þorsteins- son byggði hús sitt fengum vió í góða aðsjöðu og notuðum við hana eftlr béztu getu. A sfðari árum hefur áhugi fyrir fimleikum minnkað og er það ef tll vill eðlilegt þar sem skólamir hafa tekið leikfimina upp á sína arma. Það er lika áberandi að æskan hefur meira gaman af að taka þátt 1 keppni og flokkaleikjun. Hinsvegar álít ég að fólkinu almennt sé nauðsynlegra nú að stunda æfingar, göngur og í- þróttir sér til hressingar en nokkru sinni fyrr, véltæknin, innisetur og einhliða vinna gera það nauðsynlegt. — Ert þú ánægður með sam- starfið inná vlð og útá við? — Svo sannarlega, og ég er þakklátur hinum mörgu kenn- urum, forustumönnum innan Ármanns og í öðrum félögum fyrir samstarfið. Við þetta fólk hefur samstarfið tekizt ári bess aö snurða hafi komið á. — Hvað vilt þú segja að lok- um? — Æska Islands hefur aldrei veriö hraustari og fegurri en hún er í dag. Ef lögð er rækt við hana og henni gefin tækiíæri, og hún gefur sér tima til að æfa og þjálfa, eru henni allir vegir færir. Efniviðinn ér allstaðar að finna í byggð og bæ. Þótt við séum í öldudal núna á bað f flestum tilfellum sína skýr- ingu sem er hin mikla vinna sem er freistandi fyrir ungt fólk að sinna. en það verður naum- ast hægt að sameina það þannig að mikill árangur náist í íþrótt- um. Það er þvi mín einlæga ósk að takast megi að finna leiðir til þess að vinnan og leikurinn geti haldizt hóflega f hendur. En þótt ég dái afreksmennina og hafi gaman af að horfa á afrek þeirra, þá óska ég þess að allir sem til þess eru færir æfi íþróttir í einhverri mynd sér til hressingar andlega og likamlega, að sem flestir skynji að það dýrmætasta sem maður á er hraustur líkami og að hann ber að varðveita, og þar eru íþróttirnar tilvalið hjálparmeðal, segði Jens að lokum. i Hér er Jens ómað heilla með sextugsafmælið. Framhald af 5. síðu. Dr. Hofman segir þær: „koma og hverfa, og eru ofurskýrar meðan þær standa við“. Ot- sýnið er kristalskært með fjöllum úr gulli, skreyttum gimstelnum. cg þar eru lika skrautleg blóm, fiðrildi, fuglar, litskrúðugir gosbmnnar. En auk þess geta komið fram atburðir, dýr, hlutir, fólk, raddir löngu liðinna, og jafnvel frá fyrstu bernsku, og þessum löngu liðnu endurminningum fylgja sömu hugrenningar og tilfinn- fngar sem þá, er þetta gerð- ist. Sá sem þetta reynir getur orðið að þola mestru hugarkvöl, en samt finnst honum hann í rauninni ekki vera þótttakandi, heldur miklu fremur áhorfandi. Annað einkennið er það, að manninum finnst hann með nokkrum hætti vera mnninn í eina heild með mannkyniriu, þannig að hvað sem hann þyk- ist reyna, hvort héldur gleði, eorg, einmanaleiki eða líkam- legar þjáningar, fær það á hann eins og væri þetta sam- eiginleg reynsla allra manna á öllum ttímum og í öllum löndum. Þessi áhrif vara nokkurnveg' inn óbreytt í nokkrar klukku- stundir, en fara svo að dofna. Venjulega em þau horfin að átta klukkustundum liðnum, en þó geta komið fram á næstu dögum dauf eftirköst, góð eða ill, eftir því hvernig áhrifin voru. Svo mikils megnar örlítill moli, ósýnileg ögn, lyktarlaus, bragðlaus, óskynjanleg með öllu venjulegum skynfæmm (án hjálpargagna) áður en hún er tekin inn. Fyrst svona er, fyrst svo litið getur valdið svona miklu, má álykta, að eðílegt sálarástand og hegðun sé updir einhverju hárfínu jafnvægi efnahlutfalla komið, jafnvel hin augljósustu fróvik frá venjulegu ástandi manns kunna að vot,ta sh'kar örlitl- ar efnabreytingar. Að einu leyti er þetta ekki allskost- ar skemriltilegt tilhugsunar, því það gefur í skyn að leitin að orsökum og afleiðingum breyt- inga muni ekki reynast auð- veld, heldur vera hið mesta vanda- og yfirleguverk. En einmitt vegna þess hve hót- íyndis- og kyrfilega þessu er niður skiþað, má búast við. að sú fyrirhöfn1 margborgi sig og að takast megi að ná á þessu þeim tökum sem duga, og finna þau efnasambönd, sem við eiga eftlr þvi hvernig ástatt er. LSD er í sjálfu sér mjög hagkvæmt tæki til að hafa i leitinni að þessum duldu breyt- ingum. Sumar af breytingunum, sem það veldur, Hkjast mjög einkennum geðrofsins (schizi- ophrenia), og það framlpiðir það sem kalla mætti „gervigeð- veiki“. Með því að athuga þetta fyrirbrigði ætti að mega tak- ast að fá mjög aukinn skiln- ing á þvi hverskonar fefna- breytingar verða þá er maður brjálast skyndilega, og þafa hliðsjón af því við lækninguna. Dr. Ralph W. Gerard hefur sett fram þessa setningu, sem fræg er meðal sálfræðinga. Sérhver geðtruflun á rætur í truflunum á mólikúlurii, Ef á- kveðnar efnabreytingar geta valdið truflun á móiikúli, má álykta að aðrar geti fært þetta í lag, og að réttir skammtar gefnir á réttum tíma gefi komið í veg fyrir tmflanir, Enda er það svo, að nú þeg- ar er íarið að nota LSD við sálrænar lækningar, ekki sizt til að koma í veg fyrir trufl- anir, en raunar eru eldri að- ferðir oftast hafðar jafnframt. Sumt af þessu hefur þegar ver- ið drepið á hér: þetta efni er tilvalið til að grafa upp gamlar, bældar endurminning- ar, sem illa næst til með öðru móti, og fylgja þá flestar þær tilfinningar og geðbrigði, sem atburðurinn vakti þá er hann gerðist. ásamt hlutlægum, þroskaðri skilningi á eðli at- burðarins. Það greiðir fyrir vinsemd og trausti sjúklingsins til læknisins, gerir honum auð- veldara að blanda geði við hann, gerir hann opinskárri og hrifnæmari, en þetta eru skilyrði fyrir því að lækning- in megi takast. Dr. Cohen tal- ar líka um „sálarleg einingar- áhrif“, og segir þau algeng „Við LSD-lækningar getur kom- ið að því að sjúklingurinn sjái sjólfan sig og honum hverfi um leið að mestu sú óánægja og sjálfsásakanir serii þjáðu hann, en jafnframt finnist honum sem líf sitt só snúið inn á aðra betri leið og þarf- legri. Einmanaleiki og hryggð hverfa af sjálfu sér, við þessa breytingu .... Með því að at- huga ýms hvflík dæmi kemst maður að Kélrri niðurstöðu, að skjót og varanleg breyting á sálariífi sjúklingsins hafi gerzt“. Með tilliti til ofskynjunar- lyfja almennt segir dr. Cohen: „Mig langar til að bera fram óvísindalega 6taðhæfingu . . . Það mun seinna þykja minna máli skipta að efni þessi valda ofskynjunum hugsanavillum o.s.frv. Ef takast má að kom- ast yfir höft, sem viðteknar merkingar orða geta valdið, munu þessi efni verða ómetan- leg hjálp til að komast til skllnings á frumleik í hugsun og skynjunum sem ofar eru þvf sem venjulega gerist, vizku og víðsýni“. Samt getur LSD verið stór- hættulegt ef skakkt er farið að, jafnt og önnur geðsjúk- dómalyf, áfengir drykkir, og einnig asperín, pensillín og fjöldi annarra alþekktra og dýrmætra lyfja. Ekld þarf annað en að minna á reynslu dr. Hofmanns til þess að sann- færast um það hve skelfilegt vopn LSD gæti orðið annað- hvort gegn persónulegum óvini eða heilli þjóð. Með þvi að koma óskynjanlegri agnarögn i kaffibolla hjá grandalausum manni, mundi fijótgert að koma því áliti á, að hann væri ekki með öllum mjalla. Slíkan óþokkaskap jrrði engin leið að sanna á hinn seka, þvf svo undarlega vill tll, að LSD er gersamlega horfið úr Hk- amanum að hálftima liðnum, án þess að eftir það sjáist nokkur merki. Væri sá sem fyrir þessu yrði eitthvað veill geðsmunum, mundi þetta geta valdið algerri og ólækn- andi brjólsemi. Af þessu má sjá, að meðal þetta eða nokkurt annað ofskynjunar- lyf skyldi aldrei gefa nokkr- um manni nema eftir grand- gæfilega athugun sérfróðra. vandaðra manna og að fengnum dómi þeirra, um að það sé óhætt. mörg tækifæri til að rifja upp — Það er ákaflega erfitt að var komið fyrir með litríkum Kurlmunnuföt — Frukkár — Jukkur STÓRKOSTLEC VERBUEKKUN Aðeins fáa daga t ANDERSEN & LAUTH H.F. GARDAR GÍSLASON H F 115 00 , BYG.GINGAVÖR-.JP Mótavír Bindivír Múrhúðunarnet Rappnet HVERFISGATA 4-6 Frimann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.