Þjóðviljinn - 30.08.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.08.1963, Blaðsíða 10
Ger&ir séu heildarkjara- samningar kaupstaðanna Á nýafstöðnu landsþingi Sambands ísl. sveitarfélaga Tar m.a. rætt um nýskipun þá í kjaramálum sem af kjaradómi leiðir og gerði þingið ályktun þá um þetta mál er hér fer á eftir en þar er lögð áherzla á nauðsyn þess að samræmi verði á milli kjarasamninga hinna ein- stöku sveitaríélaga. Sjöunda landsþingi Sambands íslenzkra sveitarfélaga er ljóst, að lög nr. 55 1962 um kjara- samninga opinberra starfsmanna munu óhjákvasmilega hafa í för með sér miklar breytingar á launakerfi og launagreiðslum hinna einstöku sveitarfélaga. Þingið telur nauðsynlegt, að sem mest samvinnu náist milli sveit- arfélaga um nýskipan kjaramála, Maður slasast alvarlega í I fyrrakvöld varð það slys í Silfurtúni að maður sem var að vinna þar með skurðgröfu féll af skurðgröfunni og lenti á steypujámsteini er stóð upp úr steyptri undirstöðu þar hjá sem hann var að grafa með skurð- gröfunni. Gekk teinninn á kaf i læri mannsins og risti upp í kvið. Maðurinn sem heitir Þórólfur Magnús*son, til heimilis að Gnoðavogi 84, var einn þarna að vinna en maður sem var að störfum skammt frá heyrði hann kalla á hjálp og kom á vettvang. Þórólfur var flutfur á slysavarð- stofuna og síð.an í Landsspítal- ann. þannig að eins mikið samræmi fáist milli einstakra sveitarfélaga og aðstæður leyfa. Þingið telur eðlilegt, að við gerð heildarkjara- samninga kaupstaðanna verði að þessu sinni höfð hliðsjón af nið- urstöðum kjaradóms um kjör ríkisstarfsmanna. Þingið samþykkir að kjósa 7 manna milliþinganefnd, er at- hugi, hvernig slíkri samvinnu verði bezt hagað í náinni fram- tíð. Nefndin skal í störfum sínum kaniía og gera tillögur um eft- irgijeind atriði: 1 Hvemig sem mestu samræmi verði náð milii heildarkjara- samninga, er kaupstaðimir gera við starfsmenn sína. 2. Semja drög að reglum um lágmarksþóknxm til sveitar- stjórnarmanna og annarra fyrir störf þeirra í sveitarstjórn og á hennar vegum, er geti orðið til Ieiöbeiningar og hliðsjónar fyrir sveitarstjómir. 3. Semja tillögur að reglum um kjör sveStarstjóra í framtíðinni. 4. Semja tillögur að reglum um þóknun til oddvita fyrir störf þeirra. Þingið telur mjög aðkallandi, að bráðabirgðalausn fáist um launakjör sveitarstjóra og þókn- un til oddvita. I launamálanefnd samkvæmt þessari samþykkt voru kjömir: Jón E. Guðmundsson oddviti, Mosfellshreppi, Teitur Eyjólfsson oddviti Hveragerðishreppi. Þor- móður Pálsson bæjarfulltrúi, Kópavogi, Birgir Isl. Gunnarsson borgarfulltrúi, Reykjavík, Guð- mundur Vigfússon borgarfulltrúi, Reykjavík, Ölafur Guðmundsson sveitarstjóri, Stykkishólmi og Ásgrímur Hartmannsson bæjar- stjóri, Ólafsfirði. Kynning háskóla- námsins tókst vel Um 200 stúdentar og mennta- skólanemar sóttu kynningu þá á háskólanámi sem Samband ís- lenzkra stúdenta erlendis og Stúdentaráð Háskóla Islands efndu til í fyrrakvöld í íþöku. Allar deildir Háskólans áttu þar fulltrúa er kynntu námsefni við- komandi deilda og auk þess voru þar veittar upplýsingar um há- skólánám erlendis. Þótti kynn- ingin takast hið bezta. Ennþá er ósamið við farmenn ■Jti Eins og kunnugt er hef- ur verið boðað verkfaU á farskipunum frá og með miðnætti n.k. Iaugardag, ef ekki hafa tekízt samningar fyrir þann tíma um kaup og kjör farmannanna. Sáttasemjari hefur haldið allmarga fundi með deUu- aðilum að undanfömu og hafa þeir jafnan staðið aUa nóttina en ekkert sam- komulag hefur enn náðst. -Aj Þjóðviljanum hefur ekki tekázt að afla sér fregna um það hve mikið ber á miHi eða hvort horfur eru á að samningar takist áð- ur en tU verkfaUs kemur. í gærkvöld boðaði sátta- semjari tál fundar með framleiðslumönnum, þem- xun, matreiðslumönnum og brytxim annars vegar og atvinnurekendum hins veg- ar en I dag heldxir hann fund með stýrimönnum, vélstjómm og hásetum svo og fuUtrúum atvinnurek- enda. Fiskirækt gefst vel í Eins og öllum þeim mun kunnugt, sem áhuga hafa á stangaveiði, gerði Stangaveiði- félag Hafnarfjarðar merkilega tilraun til fiskirasktar Kleifarvatni. Tilraun þessi tókst svo vel, að Kleifarvatn er nú, að níu árum liðnum, talið eitt af beztu veiðivötnum sunnan lands og jafnvel þó víðar væri leitað. Til dæmis hafa margir veitt milli 30 og 40 bleikjur á dag, en stærsta fisk sem vit- að er um, að fengist hafi úr vatninu, veiddi Guðmundur Guðmundsson, Lækjargötu 14 í Hafnarfirði, nú í sumar og vó hann rösklega 10 pur.d. Þegar séð varð hversu vel gekk í Kleifarvatni, ákvað Stangaveiðifélágið að halda á- fram á sömu braut. Gerði stjóm félagsins samning við ríkissjóð og sýslunefnd Gullbringusýslu í október 1960, um einkarétt félagsins til fiskiræktar og síð- ar veiða í Djúpavatni og fleiri vötnum í hinni fornu Krýsu- víkurtorfu og árin 1961 og 1962 var látið í Djúpavatn mikið magn aliseyða. Virðast öll skil- yrði einkar hagstæð í Ðjúpa- vatni, því við athugun í vor kom í ljós, að eldri fiskurinn var þegar orðinn 30 sm. langur og spikfeitur. Æti virðist mikið í vatninu, homsýli og kuðungur og eins er botngróður mikill víðast hvar. Þrátt fyrir þetta er enn ekki hægt að fullyrða, að tilraunin hafi heppnazt, þar sem fiskurinn * er ekki kyn- þroska og því ekki farinn að hrygna. Veiði verður að sjálfsögðu ekki leyfð í vatninu, fyrr en full hrygning hafi heppnazt og von- ast þeir, sem að þessari tilraun standa, að fregnir sem borizt hafa um óleyfilegar veiðar í bragð hið mesta, eins og nú standa sakir. Mun stjóm Stangaveiðifélags- ins hafa í hyggju að láta fylgj- ast framvegis betur með vatn- inu, en verið hefur, ef koma mætti með því móti i veg fyrir hugsanlegt skemmdarstarf á fiskstofninum, enda hafa viður- lög við slíkum verknaði verið þyngd til mikilla muna, með núgildandi löggjöf. Ef þessi tilraun tekst á Djúpavatn áreiðanlega eftir að veita mörgum veiðiamanninum ánægjustundir, enda umhverfi þess á margan hátt sérkennilegt og fagurt. Utanríkismálanefnd þings USA Aðeins einn á móti Moskvusáttmála WASHINGTON 29/8 — Utanrík- ismálanefnd öldungadeóldar Bandarikjaþings samþykkti í dag með sextán atkvæðum gegn einu að mæla nieð því að 'deUdin fuUgilti Moskvusáttmálann um takmarkað bann við sprengiing- um kjarnavopna. Eini nefndarmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn því að sáttmálinn' yrði, fullgiltur var Russel Long, annar deildaramað- ur Demókrata frá Louisiana. Formaður nefndarinn, Demó- kratinn William Fulbright frá Arkansas, sagði að sáttmálinn myndi að líkindum lagður fyrir öldungadeildina 9. september og þóttist hann fullviss um að deildin myndi þá fullgilda hann með miklum meirihluta. Enda þótt utanríkismálanefnd- in samþykkti svo eindregið að mæla með fullgildingu sátt- málans, fór því fjarri að menn væru á eitt sáttir um hann. Tvær frávísunartillögur höfðu áður verið felldar sem báðar fólu í sér að afgreiðslu máls- ins skyldi frestað. Sumir nefnd- armanna höfðu lagt til að allt sem farið hefði á milli stjóma Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í sambandi við sprengingabann- ið skyldi verða birt, áður en gengið yrði endanlega frá full- gildingu og höfðu í hótunum um að beita sér gegn henni, ef ekki yrði orðið við þeirri kröfu. „Ef tU stríðs kemurí* Aðrir nefndarmenn fundu sátt- málanum það til foráttu að í honum væri ekki gert ráð fyrir hvað aðildarríkin skyldu gera ef-til stríðs kæmi á milli þeirra. Bentu þeir á það álit Eisenhow- ers fyrrverandi forseta að Bandaríkin hlytu að eiga vera laus allra mála, ef stríð yrði milli þeirra og annarra aðila sáttmálans. Bæði Rusk utanrík- isráðherra og McNamara land- varnaráðherra lýstu sig þessu sammála fyrir nefndinni. Nauðgunarmálið enn í rannsékn Eins og frá hefur verið skýrt fréttum ákærði 13 ára gömul stúlka úr Kópavogi áhugaljós- myndara nokkurn^hér í bæ fyi-ir nauðgun. Átti sá atburður sér stað laust fyrir síðustu mánaða- mót. Maður þessi hafði í vor auglýst eftir stúlkum til þess að leika i kvikmynd og fékk hann telpuna til sín undir þvi yfirskyni að hann ætlaði. að ljósmynda hana til reynslu. Gaf maðurinn henni vín og fékk hana síðan til þess að sitja fyrir nakta og lauk við- skiptum þeirra á þann veg að hann tók telpuna með valdi. Rannsókn þessa máls stendur enn yfir og situr maðurinn í gæzluvarðhaldi. Hefur hann ver- i.ð látinn ganga undir geðrann- vatninu, séu ekki á reistar, því slíkt væri rökum sókn. Við rannsókn málsins hef- 10—15 stúlkur munu hafa sótt um kvikmyndastarfið. Hafa nokkrar þeirra verið kallaðar fyrir til yfirheyrslu og segja þær að er þær komu til furidar við manninn í sambandi við starf þetta hafi þeim virzt hann und- arlegur í háttum og áleitinn en hann hafi þó ekki farið fram á það að fá að taka af þeim nektarmyndir. Maðurinn hefur borið það sér til varnar að hann hafi haldið að telpan væri orðinn 16 ára en móðir stúlkunnar hefur borið að honum hafi verið kunnugt um aldur hennar. Niðurstöður af læknisranns^kn- inni" munu lggja fyrir innan skamms en maðurinn hefur neit-7 að að tala við rannsóknardóm- ara fyrr en þær séu fyrir hendi. Hefur hann fengið sér lögfræðing Sprengingar halda áfram I greinargerð sinni fyrir nauð- syn þess að öldungadeildin full- gilti Moskvusáttmálann tók Ful- bright fram að hann fæli í sér þessar tryggingar á öryggi Bandaríkjanna: 1. Sprengingum yrði haldið áfram neðanjarðar. 2. Haldið yrði áfram að vinna að því að búa til enn fullkomn- ari kjamavopn. 3. AUt myndi undir það búið að hefja þegar aftur sprengingar í andrúmsloft- inu, ef ástæða þætti til öryggis landsins vegna eða þá að aðrir aðilar sáttmálans segðu honum upp. Föstudagur 30. ágúst 1963 — 28. árgangur — 184. tölublað. STROKKUR GÝS Á NÝ Eins og frá var skýrt hér í blaðinxi fyrir fáum dögum hefur Strokkur í Haukadal nú verið vakinn tál Iífsins aftur eftir hálfr- ar aldar svefn. Var haxm boraður upp og hreinsaður og gýs nú með fárra mínútna millibili og eu gosin að jafnaði 35—40 metra há. Strokkur var á fyrri árum annar frægasti goshver fslands á cftir Geysi og virðist hann Iíklegur til þess eftir aðgerðina að ná fornri frægð. Myndin er tekin af gosi í Strokk fyrir fáxxm dögum. Norsk skurðgrafa er vekur athygli Ný tegund af skurðgröfu og ámokstursskóflu er komin til Iandsins og ber nafnið Bröty X2 og er norsk að uppruna. Gunnar Ásgeirsson h.f. hefur" umboð hér á landi og bauð blaðamönnum ■ gær að skoða þessa nýju gerð við vinnu á íþróttasvæði Vals við Reykjavíkurflugvöll. Skurðgrafan er fundin upp og framleidd af tveim norskum bræðrum, sem heita Söyland og hafa þeir rcist verksmiðju að Brune á Jaðri og er annar bróðirinn framkvæmda- stjóri og hinn verkstjóri í verk- smiðjunni. Tíu ára tækniathug- anir liggja að baki hjá þeim bræðrum og þegar þeir smíðuðu <$>fyrstu skurðgröfuna, þá notuðu óþokka- ur það komið í ljós *t einar l tl aðstoðar við að verja mál sitt. skurðgrafan að verki. þeir hjól undan gamalli Sky- mastervél frá Loftleiðum. Þessi skurðgrafa hefur vakið svo mikla athygli, að lítil verk- smiðja hefur verið stofnsett f Illinois í Bandaríkjunum og hef- ur þegar hafið framleiðslu. en Bandaríkjamenn hafa ekki þótt ginnkeyptir fyrir tœkninýjungum í litlum Evrópulöndum. Aðalkostur hennar þykir vera moksturshæfni hennar í föstum jarðvegi og er líka hægt að flytja hana með ein- földum hætti aftan í vörubíl en flutningskostnaður milli vinnustaða á stærri tækjum er mikill kostnaður. Smíði hennar er einföld og þykir skurðgrafan einstaklega lipur í meðförum og nýtni henn- ar furðuleg miðað xrið stærð. Árni G. Eylands var þama við- staddur og var skotinn i þessu verkfæri og sömu sögu er að segja af ýmsum merkismönnum sem vit höfðu á. | Skurðgrafan kostar kr. 900.00.00 og fullyrti umboðs- maður, að nýtni hennar og af- köst væru sömu miðað við skurð- gx-öfur. sem hafa kostað krónur 2.000.000.00 hingað til. Sýslumaður Húnvetninga keypti eina í vetur og hefur hún reynzt vel. Norska verksmiðjan framleiðir aðeips rúmlega hundr- að stykki á ári og eftirspum þeg- ar mikil hvaðanæva úr Evrópu og sagðist umboðsmaður aðeins fá tvö stykki á ári fyrstu árin. Skurðgrafan er útbúin með vökvaþrýstiútbúnaði og hefur 50 h.a. Bolindervél, en hefur ekkl drif á hjólum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.