Þjóðviljinn - 31.08.1963, Síða 1

Þjóðviljinn - 31.08.1963, Síða 1
Jл Laugardagur 31. ágúst — 28. árgangur — 185. tölublað. Skipin streymdu til Raufarhafnar í nótt Seint í gærkvöld hafði Þjóðviljinn samband við Síldarleitina á Raufarhöfn og var þá komin norð- ausian bræla á miðunum út af Langanesi og hafði farið vaxandi í gærdag. Meðan birtu naut í gær- dag höfðu bátarnir þó kastað oft um daginn og sum fengið dágóðan afla. Vitað var um þessi skip á leið ingur 1400, Kópur 700, Áskell til Raufarhafnar í gærkvöld með 400, Ölafur Magnússon 500, Sæ- eftirtalinn afla í málum. Skaga- ( fari 400 og Hávarður 500. Fleiri röst 900, Héðinn 1300, Amfirð- 1 skip höfðu fengið afla og talið sennilegt að þau legðu leið sína til Raufarhafnar í nótt, en ekki vestur til Siglufjarðar vegna óhagstæðrar vindáttar. Ekki er talin ástæða til þess að örvænta út af norðvestan- brælunni og er hún aldrei lang- vinn á miðunum út af Mel- rakkasléttu og við Langanes. Skip eru ennþá að bætast í hópinn á veiðisvæðinu út af Langanesi og er það í nákvæmri staðsetningu um 65 sjómilur norðaustur frá Raufarhöfn. Brælunni linnir kannski í dag. FREYR SELDUR ÚR LAND Nú hefur verið gengið frá sölu togarans Freys út úr landinu og fékk Þjóðviljinn söluna stað- festa í gær hjá fyrirtækinu ísbjöminn, en frekari upplýsingar lágu ekki fyrir hendi hjá þessum aðila. Eigandi togarans, Ingvar Vilhjálmsson var ekki við- látinn í gær. Þjóðviljinn hefur frétt eftir öðrum leiðum að kaupandi togar- ans sé Rosshringurinn í Englandi. Upplýsingar um verð liggur ekki ennþá á lausu og er einkennileg þögn á hærri og lægri stöðum um þessa sölu. Næstu daga sjáum við eftir nýjasta og stærsta togara okkar út úr land- inu og stórvirku fram- leiðslutæki og einu full- komnasta fiskiskipi okkar íslendinga. Þetta er við- reisnin í verki. Nokkrir togarar liggjahér inn á sundum og sala á þessum togurum er líka orðin umtöluð hér í bæn- um. Það er talið, að enskir milliliðir vilji kaupa þá og hugsi sér að láta lengja þá og selja síðan til Grikk- iands. Togarútgerð virðist ekki 2iga upp á pallborðið hjá íúverandi valdhöfum og er 'iotið sofandi að feigðarósi. Er meiningin að selja stórvirkustu framleiðslu- taékin út úr landinu og hætta að afla gjaldeyris í 'jóðarbúið. Rýrnandi gjaldeyrisöflun táknar rýrnandi velmegun fyrir almenning í landinu og er togarasalan hörmuleg tíðindi. fstanginn mikli út af Vestfjörðum f FYRRADAG fór landhelgisflng- vélin Sif í ískönnunarflug yfir hafið milli fslands og Græn- lands en slík rannsókn á ís- röndinni er gerð öðru hvoru bæði í vísindaicgum tilgangi og vegna öryggis á siglinga- leiðum. Með £ förinni var Jón Eyþórsson veðurfræðingur en skipherra var Garðar Pálsson. A MEÐFYLGJANDI KORTI sést hvemig hafísbreiða mUIi fs- lands og Grænlands leit út séð úr flugvélinm. Út úr meg- inisnum teygist geysilangtu: tangi sem er skemmst 46 sjó- mílur frá Kögri á Vestfjörð- um. Enn fjallað um flugfargföld yfir Aflanzhaf MONTREAL 30/8 — Tilkynnt var í dag í aðalstöðvum hins al- þjóðlega flugmálasambands, IATA, að skipuð hefði verið sér- stök nefnd sem á að kynna sér öll atriði varðandi flugfargjöld á leiðum yfir Atlanzhaf. Nefndin kemur saman í Salzburg í Aus.t- urríki 9. september. stæðan til nefndarskipunarinnar er sú að áður en langt um líður lýkur gildistíma samninga alðildarfé- laga IATA um þessi fargjöld. Nýtt samningsuppkast hefur ver- ið samþykkt af XATA, en ríkis- stjómir þeirra landa sem hlut eiga að máli hafa ekki allar vilj- að fallast á öll atriði þess. VÍSIR FER MEÐ ÓSATT MÁL: Kröf ur um Hvalf jörð haf a verið gerðar s.l. áratug Vísir ber í gær á móti því í forustugrein að nokkum tíma hafi verið sótzt eftir Hvalfirði sem flotastöð og segir berum orðum: „Sannleikurinn er sá að aldrei hefur komið til greina af hálfu Nato að breyta Hvalfirði í kafbáta- eða herskipalagi!“ Hvort sem þessi ummæli stafa af fáfræði eða ósvífni eru þau alger misþyrming á sögulegum staðreyndum. Krafan um fullkomna her- skipahöfn í Hvalfirði var lögð fyrir ríkisstjórn Islands fyrir tæpum áratug. Fylgdí henni allnákvæm áætlun um fram- kvæmdir, m.a. var þar gert ráð fyrir að kafbátahöfn yrði sprengd inn í Þyril og var ætlazt til þcss að hún gæti staðizt hinar aflmestu spreng- ingar. Þegar þessi krafa var borin fram var Kristinn Guðmundsson utanríkisráð- herra, og hefur málgagn hans, Tíminn, margsinnis staðfest aö hér er rétt hermt. Krafan um Hvalfjörð var end- umýjuð 1957. Þá fylgdi áætlun- in um Þýril ekki með. héldur var gert ráð fyrir nýrri oh'ustöð, sökklum á hafsbotni og legufær- um sem hægt væri að nota fyrir herskip og kafbáta. Jafnframt var þá farið fram á lóranstöð á Snæfellsnesi og aðstöðu á Akra- nesi til fjarskiptaþjónustu. Guð- munduK I. Guðmundsson var þá utanríkisráðherra. Hann lagði málið aldrei fyrir ríkisstjómina; hinsvegar viðurkenndi hann 1 viðtali við fulltrúa Alþýðubanda- lagsins fyrir skemmstu að þessi krafa hefði komið fram á nýjan leik 1957, eins og áður hefur ver- ið rakið hér í blaðinu. Eftlr að vinstristjórnin fór frá hefur verið unnið að þvf að framkvæma kröfur Atlanzhafs- bandalagsins. Guðmundur 1 Guð- mundsson heimilaði lóranstöðina á Snæfellsnesí snemma árs 1959, síðan hefur hann Ieyft að mæld- ur værl upp allur botn Faxa- flóa tn þess að'gera ný kafbáta- kort, og nú er verið að semja um nýja olíubirgðastöð í Hval- firði, sökkla og legufæri fyrir hcrskip og kafbáta. Aðeins fylg- ir það með að legufærin megi ekki nota fýrr en ríkisstjórn ís- lands heimili það! Ríkisstjóm Islands er þannig að láta undan kröfum sem for- ráðamenn Bandarikjanna og Atl- anzhafsbandalagsins hafa beitt sér fyrir í nærri áratug. Til þess er valinn sá tími þegar friðvæn- legar horiir í samskiptum stór- veldanna en nokkru sinni fyrr síðan stríði lauk; Islandi er ætl- að það hlutverk að vera varan- leg og stækkandi herstöð á sama tíma og herstöðvakerfið kann að dragast saman umþverfis okkur. Nýtt veiðisvæði fyrir austan Nýtt veiðsvæði heíur opnast á síldarmiðunum fyrir austan og er það staðsett 32 til 60 sjómílur út af Gerpi. Fengu 14 skip dágóðan afla þarna í fyrrinótt og lönduðu honum í síldarhæjunum á Austfjörðum í gærdag. Flotinn fyrir austan tók stefn- una á þetta veiðisvæði í gær- dag og seint 1 gærkvöld hafði Þjóðviljinn samband, við Síld- arleitina á Seyðisfirði og spurði tíðinda af svæðinu. Frá klukkan átta í gærkvöldi hafa skip feng- ið dágóð köst og var vitað um þessa báta, sem þegar höfðu fengið veiði. Gullfaxi, Guðrún Þorkelsdóttir, Jón á Stapa, Hof- fell, Ölafur Tryggvason og Vatta- nes. Höfðu þessir bátar þegar pantað söltun á Seyðisfirði og Norðfirði, en voru ennþá að kasta. Þrjátíu skip voru á be.ss- um slóðum og höfðu öll fengið einhvern afla og voru að veiðum, þegar blaðið fór í prentun. BÍLSLYS ★ Þriggja ára drengur lenti utan í bifreið á Laugamesveg- inum í gærdag. Hann heitir Sig- urður Rafn. Drengnum var ekið á Slysavarðstofuna og gert að meiðslum litli snáðans. Þau reyndust ekki mikil. t 1

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.