Þjóðviljinn - 31.08.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 31.08.1963, Blaðsíða 8
g SÍÖA ----------- frlÚdVIUXNH Laugardagur 31. ágúst 1963 andi. Þegar hann birtist höíðu bömin í matarhléinu þagnað; og nú biðu þau. Stillilegri röddu sagði Harley Paton: „Þið viljið tala við mig?“ Adam Cramer steig nær. „Já. Fólkið í Caxton vill fá að vita, hvers vegna þér hafið leyft negrum að blandast börnunum í þessum skóla. Við heimtum skýringu á því“. Bart Carey hnykkti til höfð- inu. „Það er alveg rétt“, sagði hann hárri röddu. Harley Paton beið þess, að þau þögnuðu. Hann ávarpaði unga manninn. „Þér virðizt ekki hafa heyrt getið um úrskurð hæstaréttar“, sagði hann. Séra Lorenzo Niesen spýtti mórauðu í grasið. „Við hlustum nú ekki á svoleiðis þvætting", æpti hann. „Okkur er vel kunnugt um ■þann úrskurð", sagði Adam Cramer. „Fyrst svo er, þá þjónar spumingin engum tilgangi og þarfnast ekki svars“ „Fólkið er á öðru máli“, ságði Adam Cramer. „Hvers vegna neituðuð þér ekki að opna skól- ann?“ „Vegna þess að ég kaus að hlýða lögunum". Fólkið þokaði sér nær þrep- unum. „Þetta er aumingjaskap- ur, Paton“, hrópaði einhver „Þú hefðir átt að loka“. „Ég ræð ekki slíkum ákvörð- unum“, sagði Harley Paton hljóðlega „Beiðni af þessu tagi var lögð fyrir skólaráðið og var synjað. Það var ekki um neitt að velja“. „Með öðrum orðum“, sagði Adam Cramer, „þér hefðuð get- að misst stöðuna. Með öðrum orðum: hleyptuð negrunum inn, vegná þess að þér voruð ,of hræddir um að missa stöðuna til að gera eitt eða neitt“. Harley Paton kreppti hnefann. Hann faldi þá fyTir aftan bak. „Ég veit ekki hver þér eruð, ungi maður", sagði hann „en ég held yður sé fyllilega Ijóst Hárgreiðslon Hárgreiðslu og snyrtistoía STEINU og DÓDÓ Laugavegl 18 III. h. (Iyfta) SfMI 34616. P E R M A Garðsenda 31. SfMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10, Vonarstrætls- megin. — SfMI 14662. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SfMI 14656 — Nuddstofa á sama stað. — að þér eruð að fara með mark- leysu“. „Herra Paton, fólkið í Cax- ton krefst þess að þér vísið svertingjunum úr þessum skóla tafarlaust", sagði Cramer. „Og ef þér hafið ekki kjark til þess, þá krefst fólkið þess að þér látið af embætti". „Þá mynduð þér sýna hug yðar til þessa máls“, sagði kona aftast í hópnum. ,',Alveg rétt!“ Phil Dongen gekk nær. „Pat- on, við skulum fá eitt á hreint í eitt skipti fyrir öll. Eruð þér með eða móti þessari samskóla- göngu?“ Skólastjórinn leit yfir gras- flötina, á bömin, á aðkomufólk- ið; hann leit upp og sá ungfrú Angoff við gluggann. Hún og allir hinir biðu eftir svari hans. „Ég er andvígur samskóla- göngu kynþáttanna", sagði hann festulega. „En ég trúi á lög og reglur. Af þeim ástæðum hef ég hvorki í hyggju að vísa nýju nemendunum úr skóla né loka skólanum. Hvað því viðkemur að segja af mér starfi — þá trúi ég því ekki, herra Cramer að þér séuð fulltrúi íbúanna í Caxt- on. En ef þér getið sannað mér að fimmtíu og eitt prósent borg- arbúa vilji ekki lengur hafa mig sem skólastjóra, þá mun ég láta af embætti. Þangað til er ég yfirmaður hér. og hér verður engu breytt". „Þetta er maðurinn sem á að annast bömin ykkar!“ öskraði Phil Dongen. „Fimmtíu og eitt prósent", endurtók Harley Paton. „Þér getið eins byrjað að pakka. Harley! Það. verða næst- um hundrað prósent". „Það á eftir að sýna sig“. .. .JEngar . ... áhyggjuc engar. áhyggjur!" Harley Paton mætti augna- ráðum komufólksins starði stilli- lega stundarkorn, sneri sér síð- an við og fór inn. Hann lokaði dyrunum. Hann fann hjartað berjast í brjósti sér. Hann gekk inn í skrifstofu sína og horfði á fólkið á flöt- inni, fólkið sem hann hafði séð þúsund sinnum áður og þó ef til vill alls ekki séð, horfði á það mynda losaralega röð og munda spjöldin og ganga út á kyrrláta götuna. Hann heyrði naumast að bar- ið var að dyrum. „Já?“ Það var ungfrú Angoff. Hún gekk að skrifborði hans og stóð þar. „Já, hvað er það?“ Hún leit á hann og hann fann að hann gat ekki ráðið svip hennar. En af einhverjum á- stæðum leit hann undan augna- ráði hennar. „Af hverju sögðuð þér þetta?“ spurði hún. Hann horfði á svörtu kúluna. „Sagði hvað?“ „Þér voruð sterkur og stóðuð ótrauður frammi fyrir þeim, en þér sögðuð ósatt. Hvers vegna?“ „Ég veit ekki hvað þér eigið við. Klukkan er næstum eitt, ungfrú Angoff, og —“ — Mér stendur alveg á sama um það, herra Paton. Ég hef unnið hér við skólann í fjögur ár. Það er kannski ekki langur tími, en samt sem áður finnst mér ég vera hluti af Caxton- menntaskólanum. Hann er mér mjög mikils virði. Harley Paton kinkaði kolli, fann á sér að nú yrði hann að segja það. — Þér eruð mér líka mjög mikils virði, sagði ungfrú Angoff og bætti síðan við í skyndi: að því leyti að ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir yður. Mér hefur alltaf fundizt — já, að við hugsuðum eins.— Jafnvel þeg- ar þér ákváðuð að styðja skóla- ráðið. En svo fóruð þér þama fram fyrir áðan —. — Já? Enskukennarinn titraði lítið eitt. — Herra Paton, eruð þér í alvöru andvígur samskólagöng- unni? Harley Panton tók upp kúluna og snéri henni við. — Ég veit að ég ér frakkari en góðu hófi gegnir, sagði hún. — En ég verð að fá að vita þetta. Vegna þess að þér getið ekki barizt með mér, ef þér trú- ið ekki á þetta. Og ég get ekki barizt ein. Grannvaxni maðurinn snéri sér í stólnum og snéri að glugg- anum drykklanga stund; svo snéri hann sér aftur við. — Þér munuð ekki berjast ein, sagði hann. — En af hverju — — Ungfrú Angoff, ég ætla að segja yður dálítið núna. Ég hef aldrei sagt neinum þetta áður, nema konunni minni, og ef þér segið nokkrum lifandi manni frá því, mun ég neita að hafa sagt það. Ég mun segja að þér mis- skiljið mig. Skiljið þér þetta? Ungfrú Angoff kinkaði kolli. — Gott og vel. Ég er hlynnt- ur samskólagöngunni. I raun og veru hefur það verið mér hjart- ans mál síðan ég man eftir mér. Það er ekki nóg með að ég vilji að hún komist á, ég veit hún hlýtur að komast á. Og þess vegna var það sem ég laug að þeim fyrir nokkrum mínútum og þess vegna mun ég halda áfram að ljúga. Ef ég tæki frjálslynda afstöðu núna; ef ég lýsti yfir því að ég væri andvígur aðskilnaði, þá myndi ég glata tækifærinu til að vinna að þessu. Fólkið myndi ekki treysta mér lengur. Og það verður að treysta mér, það er frumskilyrði. Hann leit á ungfrú Angoff. — Skiljið þér þetta? Hún hikaði og sagði síðan: Ég held það. — En þér eruð ekki vissar. Ég veit það. Ég var langan tíma að átta mig á þessu. Ég hugsaði sem svo: hvem móðgarðu með því að segja sannleikann? Að- eins ofstækismenQina, fíflin — en það er ekki rétt. Ef við ættum aðeins í höggi við ofstækis- menn og fífl, þá væri þetfa ekk- ert vandamál. Nei, það er al- menning»5r, ungfrú Angoff. Það eru vinir okkar. Frú Gargan og herra Spivak og frú Seifried, skólakennarar .... kaupmenn, stjómmálamenn . . . Greint og heiðarlegt og gott fólk. Það er þetta fólk sem við eigum í höggi við. Ungfrú Angoff hristi höfuðið, — Það er þýðingarmesta atrið- ið í sambandi við þetta vanda- mál, sagði Paton. — Maður verður að sigra sína eigin banda- menn. Hann brosti beisklega. — Og það gerir mann næstum að njósnara. Já, ég er skemmd- arverkamaður, ungfrú Angoff. Og skemmdarverksmenn hafa alltaf komið meiru í framkvæ**6 en morðingjar. — Ég biðst afsökunar, sagði enskukennarinn. — Það er óþarfi, það er engin ástæða til þess. Beinar aðgerðir eru hóllar. Þær eru heiðarlegar. Trúið mér, það er ekkert sem ég vildi heldur gera en ganga fram fyrir skjöldu og reyna að koma vitinu fyrir þetta fólk. Ég hef röksemdir alveg eins og þér, sem eru alveg ómótmælanlegar, Efnislega gætum við tætt sundur öll rök aðskilnaðarmanna. Við gætum kallað bömin á fund strax í dag og skýrt þetta allt fyrir þeim. En ef við gerðum það, myndum við vinna gegn því, sem við erum að berjast fyrir. Ég veit að þetta er satt. — Hann slengdi kúlunni niður á borðið. Allt í einu var hann orðinn reiðilegur á svip. — Þessi ungi lýðskrumari, Cramer hann getur unnið mikið tjón. En þó er það ekkert á móts við það sem við getum gert með því einu að segja sannleikann. — Ég skammast mín, sagði ungfrú Angoff. — Það geri ég líka! Ég skamm- ast mín í hvert sinn sem ég sit við þetta borð og hlusta á Har- kins og Peterson tala um lög og reglu — rétt eins og það væri mergurinn málsins! Ég skamm- ast mín í hvert sinn sem ég lýsi því yfir, að samskólaganga sé afleit, en við verðum að vera góðir borgarar og hlýðnast lög- unum, þótt við séum þeim ekki sammála. í hvert sinn sem ég heyri vanhugsaða athugasemd eða sé eitt af þessum gulu spjöldum morandi í ritvillum eða hugsa um Símonarhlíð — þá skammast ég mín. Einhvers staðar fjarri meðvit- und Patons hringdi bjalla. Hann spennti greipar og talaði lágt. — En þó skammast ég mín ekki eins mikið, —sagði hann, —og ég myndi gera ef ég gæfist upp núna, þegar markið er svo nærri. Dymar opnuðust og ljóshærð stúlka kom inn. — Jimmi Foster vill tala við yður herra Paton; sagði hún. Skólastjórinn leit upp. Ágætt, Leoná. Segðu Jimma að koma inn. Síðan sagði hann við ungfrú Angoff: — Munið það, að ég mun neita öllu. — Þér fáið ekki ástæðu til þess. Á leiðinni fram ganginn var Agnes Angoff að hugsa um Har- ley Panton og hinar mörgu á- sjóliur hugrekkisins. Hennar var glóandi rauð. 13. Nautabanabuxurnarvoru þröng- ar; þær minntu Ellu á líkama hennar og aldur og ólguna í blóði hennar. Hún vissi að Adam Cramer myndi kyssa hana í kvöld. En hún vissi ekki hvort hann mundi ætla sér að snerta hana. Það hafði enginn nokkurn tima gert, að minnsta kosti ekki eins og Lucy lýsti því, og hún vonaði án þess að gera sér Ijóst að hún væri að vona, að það myndi gerast. Það var ekkert Ijótt við það að láta einhvem snerta sig. Ekki ljótt í alvöru. Margar stúlkur, sumar yngri en Ella, töldu það alveg sjálfsagt. Og með eigin augum hafði hún séð Alfreð Clancy leggja allan lófann yfir hægra brjóstið á Dor- othy Watkins og halda honum þar — auðvitað utan á fötunum. Hún saug síðustu dreggjarnar úr sódaglasinu og leit á klukk- una. Hún var tíu mínútur yfir sjö. Eftir fiipm mínútur, hugsaði Andrés fræntli. Mannstu eftir sögunni um manninn, sem skaut epUð af höfði sonar sínsí Vitanlega. Það var Vilhjálm- Hæ, ur- Tell. tak. Hann var fyrstur til þéss að gera það. Auðvitað. — kondu kallinn andar- Hellnamálverk frá stcinöld. S K OTTA Góða nótt, öll saman. . . og kærar þakkir fyrir að hjálpa mér með heimavinnuna. OrBsending frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur Kvöidnámskeið í matreiðslu hefjast 30. septem- ber. Innritun í síma 11578 frá kl. 9—2 í dag. SKÓLASTJÓRI. BifreiB tiisöiu Á bifreiðaverkstæði lögreglunnar við Síðumúla er til sýnis og sölu jeppabifreið, árgangur 1946. Upplýsingar á staðnum. Tilboð sendist Skúla Sveinssyni, varðstjóra, fyrir 5. september n.k- LÖGREGLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK, 30. ágúst 1963. ÚTBOÐ Tilboð óskast í áð byggja slökkvistöð við Reykja- nesbraut, hér í borg. Útboðsgagna skal vitja í skrifstofu vora. Vonarstræti 8, gegn 3.000.00 króna skilatryggingu. Ennfremur er óskað eftir tilboðum í byggingar- framkvæmdir við sundlaugina í Laugardal. Út- boðsgagna má vitja 1 skrifstofu vorri, frá og með 4. september n.k., gegn 2 000-00 króna skiilatryggin'gu. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR. Tilboð óskast í uppsett síldarreknet. 37 stk. Ný, ónotuö, 26 — Nýleg, en notuð 9 — Ýsunet, notuð. Netin eru til sýnis í Netagerðinni Höfðavík h.f., kl. 4—5 alla daga nema laugardaga og sunnu- daga- Tilboð. óskast fyrir 15. sept. 1963. SAMVINNUTRYGGINGAR, — Brunadeild — ^•^^BJÖRNSSON * co P.O. BOX 1584 Sími 24204 REYKMVlK RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.