Þjóðviljinn - 01.09.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.09.1963, Blaðsíða 2
mmmwm ■.• ••••: 2 SÍÐA HðÐVILJINN Sunrmdagur 1. september 1963 PJONUSTM LAUGAVEGI 18 SIMI 19113 iBtJÐIR ÖSKAST Ilöfum kaupendur með miklar útborganir að: 2—3 herb. kjallara- og risíbúðum. 2— 3 herb. íbúðum í smíð- um einnig eldri. 3— 4 herb. íbúðum á hæð- um. Húseign, sem nsest mið- borginni með 2—1 íbúð- um; gott timburhús kem- ur til greina. Einbýlishúsi á góðum stað. Iðnaöarhúsnæði. Bíiaverkstæði; má vera ó- fullgert. Sumarbústööum. Lóðum. TIL SÖLU í SMlÐUM: 4 herb. jarðhæð við Safa- mýri, tilbúin undir tré- verk og málningu nú þegar; sér inngangur og sér hitaveita. 4 herb. íbúð við Háaleit- isbraut á 1. hæð. 4 herb. íbúðir við, Holts- götu; seljast fokheldar, tilbúnar undir tréverk og málningu. k 160m2 hæð í Stóragerði með allt sér. Bílskúr. Selst fokhelt. Parhús við Digranesveg á 3 hæðum. 61m2 hvor hæð. Litil íbúð á 1. hæð. 5 herb. íbúð á efri hæðum. Tvennar svalir. Bílskúrs- réttur. Góð kjör. Ilafið samband við okkur, edC þið þurfið að kaupa eða ^selia^asteignir^^^^^^^^ Landsliðið Framhald af 5. síðu. Englendinganna; hvort okkar menn hafi þol á við þá; hvort íslenzkir knattspymumenn skynji innsta kjama og tilgang leiksins á borð við Bretar.a; hvort leikni okkar manna sé eins góð og knattmeðferð yfir- leitt. Það eina sem vitað er um, að muni vera svipað, er skipulag það. sem liðin munu leika eft- ir. Brezk knattspyma hefur verið hér landlæg í tugi ára. og meginlandsknattspyman hefur síðustu árátugina ekki náð hér fótfestu, þrátt fyrir nokkur samskipti við lönd, sem hallast meira að slíkri leikaðferð en þeirri, sem brezk knattspyma býður upp á. Leikurinn á laugardaginn verður því alvarleg próftaka í því, hvort íslenzkir knatt- spymumenn sigli sjó meðal- mennskúnnar eða séu betri en almennt er talið, þrátt fyrir allt. Frímánn. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir er verða sýndar í Rauð- arárporti mánudaginn 2. sept. kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. SÖLUNEFND VARNARLIÐSEIGNA. VINNUFATABÚÐIN LAUGAYEGI 76. Amensku Sksiamenn æfa undir vetrarólympíuleika I síðasta mánuði dvöldust tíu íslenzkir skíðagarpar, sex svig- mcnn og fjórir göngumenn. við æfingar innl í KerlingarfjöIIum undir stjórn Valdimars örnólfs- sonar. Menn þessir hafa verið valdir til þess að þjálfa undir keppni á Vctrarolympíuleikunum sem haldnir verða í Innsbruck í Sviss næsta vetur. Að vísu mun Island ekki senda tíu þátttak- endur á léikana en síðar verða valdir þeir beztu úr þessum hópi til fararinnar. 1 Kerlingafjöllum voru hin beztu skilyrði til þjálfunar fyrir svigmennina en lakari fyrir göngumennina og lögðu beir einkum stund á þrekæfingar, klifu fjöll og efldu þolið. Rétt er að geta þess hér að einn af beztu skíðamönnum okk- ar, Kristinn Benediktsson frá ísafirði, var ekki með í þessum hópi, en hann hefur í sumar dvalizt úti í Austurríki og æft þar. Aðeins einn þessara tíu manna hefur tekið þátt í vetrar- olympíuleikunum éður en það er Jóhann Vilbergsson frá Siglu- firði sem keppti á síðustu leik- um og náði góðum árangri. Meðfylgjandi mynd er tekin af skíðamönnunum tíu uppi í Kerlingarfjöllum og eru þeir tal- ið frá vinstri: Valdimar ömólfs- son, Reykjavík, Jóhann VÍlbergs- son, Siglufirði. Svanberg Þórð- arson, Ólafsfirði, Ámi Sigurðs- son, Isafirði, Samúel Gústafsson, Isafirði, Stefán Kristjánsson, Ar- manni, Birgir Guðlaugsson, Siglu- firði, Þórhallur Sveinsson, Siglu- firði, Hafsteinn Sigurðsson, Isa- firði og Kristján R. Guðmunds- son frá ísafirði. Reykvíkingar! Norrænu sundkeppninni lýkur 15. september. Sundeild KR skorar á alla þá Reykvíkinga, sem enn hafa ekki synt 200 metr- ana, að ljúka því nú þegar. Gerum hlut Reykjavíkur sem stærstan í heildarsigri iandsins. SUNDDEILD K R Sport og vlnnupeysurnar komnar aftur VINNUFATABÚÐIN LAUGAV.EGI 76. SFÍ heldur sýningu á skrifstofutækni Stjórnunarfélág íslands hefur ákveðið að efna til sýningar dagana 13.—21. þ. m. með þátttöku tuttugu og tvegg'ja innflutningsfyrir- tækja og á sýningin að bera nafnið „Skrifstofutaékni 1963“. Á sýningunni verður sýnt allt það nýjasta og helzta sem þátt- takendur í henni hafa uppá að bjóða. Má þar t.d. nefna tæki eins og fjarritara, skjala- skápa, símatæki, kallkerfi, dikta- fóna, ritvélar. reiknivélar, segul- bandstæki, koperingarvélar, bók- haldsvélar og margt fleira. Sýn- ingin verður til húsa í hinum nýju húsakynnum Verzlunar- skóla íslands og verður aljt hús- ið undirlagt. Tilgangur sýningarinnar er að gefa forráðamönnum fyrirtækja og öðrum áhugamönnum kost ó að kynnast nýjungum og tækni varðandi . skrifstofuhald, þannig LITFILMUH 13 Ban 03 astræti Sími að menn geti séð á einum og sama stað það helzta og nýjasta sem innflytjendur hafa á boð- stólum á þessu sviði. Öll helztu innflutningsfyrir- tæki sem með þessar vörur eru hafa sótt um þátttöku i sýning- unni. Þetta verður fyrsta sam- sýning sinmar tegundar sem hér- lendis er efnt til. Hlíóaskóli og Hagaskéli hafa forustuna Innam Norrænu sundkeppín- innar hefur framkvæmdanefnd- in í Reykjavík komið á keppni milli skólanna eins og var i síðustu keppni. Þátttaka skóla- nemenda er eins og vera ber talsvert hærri en meðalþátttaka borgarbúa, enda eiga allir skóla- nemendur að vera syndir og SKYLDUGIR að synda 200 metr- ana ef mögulegt er. Þátttaka í efstu skólunum er nú orðin: Framhaldsskólar: Hagaskólinn 230 þátt. eða 42% Gagnfr. Aust. 244 — — 40% Gagnfr. Lind. 109 — — 35% Barnaskólar: Hliðarskólinn 330 þátt. eða 36% Laugal.sk. 221 — — 35% Austurb.sk. 313 — — 34% Laugamessk. 367 — — 34% M.iðbæjarsk. 304 — — 29% í síðustu keppni unnu Rétt- —holtsskólinn (66,1%) í keppni '■’-amhaldsskólanna og Laugar- •resskólinn (72.7%) í keppni barnaskólanna. Hlaut hvor skóli bikar að verðlaunum. Sýklarannsóknir Stúlka óskast til aðstoSar í Rannsóknarstofu Háskólans v/Barónsstíg frá 1. október n.k. Stúdentsmenntun æskileg, en ekki skilyrði. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Umsóknir sendist fyrir 3. september nk. Móðir, stjúpmóðir og tengdamóðir okkar, STEINUNN GUÐNADÓTTIR, frá Baldurshaga lézt á Borgarspítalanum 29. þ.m. Guðlaug Þorfinnsdóttir, Eva Þorfinnsdóttir, Guðni Þorfinnsson, Tryggvi Þorfiinnsson, Steinar Þorfinnsson, Karl Þorfinnsson, Einar Þorfinnsson. Kristfn Þorfinnsdóttir, Snorri Árnason, SteSngerður Þorsteinsdóttir, Birgit Jóhannsson, Helga Finnbogadóttir, Sigríður Vilhjáímsdóttir, Htför mannsins míns, SIGURÐAR BALDVINS EINARSSONAR, verður gerð frá Fossvogskirkju, mánudaginn 2. sept. , kL 3 e.h. é. . Tí Blóm vinsamlegast afþökkuð. Ingveldur Pilipusdóttir. A.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.