Þjóðviljinn - 01.09.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.09.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 1. september 1963 2S. árgangur P' A HVÍLDAR- DAGINN Merkisdagur 1 dag eru liðin rétt fimm ár síðan fiskveiðilandhelgi Islend- inga var stætkuð úr, fjórum mílum í tólf, samkv. reglu- gerð sem Lúðvik Jósepsson sjávarútvegsmálaráðherra hafði gefið út 30. júní 1958. Þessi stælckun landhelginnar var mjög mikilvægur áfangi í sjálfstæðisbaráttu íslendinga, rökrétt áframhald af fullveld- isyfirlýsingunni 1918 og stofn- un lýðveldis 1944. Með hinni breyttu landhelgislínu stækk- uðu íslendingar fiskveiðiland- hélgi sína um nær 60 af hundraði og tryggðu sér yfir- ráð yfir hafsvæði sem nam 25.528 ferkílómetrum, en þar var í senn að finna aflasæl fiskimið og mikilvægar upp- éldisstöðvar. Landsmenn höfðu þannig tryggt sér stóraukin yfirráð yfir auðlindum þeim sem mikilvægastar eru fyrir afkomu þjóðarinnar og munu verða um langa framtíð og höfðu nálgazt mjög verulega það framtíðarmark sitt að helga sér einum umráð yfir landgrunninu öllu. Islendingum var þetta kleift vegna þess að þeir gátu fært sér í nyt hagkvæmar alþjóð- legar aðstæður, siminnkandi völd þeirra stórvelda sem arð- rænt höfðu fiskimið annarra um langt skeið. En íslendingar létu sér ekki nægja að vera sporgöngumenn; með Í2 mílna landheiginni tóku íslendingar um skeið forustu í hinum al- þjóðlegu átökum um landhelg- ismál og sú ákvörðun hefur orðið afdrifarík. Andstaðan gegn 12 mílna reglunni hefur nú verið brotin gersamlega á bak aftur, og í sögu alþjóða- laga mun sá atburður jafnan verða tengdur frumkvæði ls- lands. - Því mun 1. september 1958 verða sknáður sem merkis- dagur í Íslandssögunni. Þá var ekki aðeins verið að sinna dæg- urbaráttu, heldur tekin ákvörð- un sem mun verða ókomnum kjmslóðum til hagsælda, létta þeim lifsbaráttuna og auð- velda sóknina til frekari rétt- ipda. Þótt síðari ríkisstjómir hafi á smámannlegan hátt tak- markað þann rétt sem vannst fyrir fimm árum, hefur rétt- indaafsalið verið veitt sem „undanþágur" en valdhafamir hafa ekki dirfzt að hverfa frá sjálfri 12 mílna reglunni. Forsendan Þótt Islendingar séu deilu- gjarnir menn, hefði mátt ætla að full samstaða yrði um stækkun landhelginnar í tólf mílur; þa^ fóru saman hinir mikilvægustu hagsmunir Is- lendinga, skýlaus réttur og augljós alþjóðleg tækifæri. En svo varð ekki. Ákvörðunin um stærð landhelginnar varð í staðinn harðvítugt átakamál stjómmálaflokkanna fslenzku, um það var barizt vikum og mánuðum saman, þingmenn sátu á stanzlausum fund- um kvöld eítir kvöld og nótt eftir nótt; svo harðvítugt var taugastríðið, að endanleg ákvörðun var ekki tekin fyrr en Ijóst var að ríkisstjórnin myndi falla að öðrum kosti. Það er óvefengjanleg stað- reynd að landhelgin var stækk- uð í 12 mílur af þelrrl ástæðu einni, að Alþýðubandalagið var aðili að ríkisstjórn og hafði m.a. umráð yfir sjávarútvegs- ráðuneytinu sem lögum sam- kvæmt hafði vald til að gefa út reglugerð um stærð fisk- veiðilögsögunnar. Ef Alþýðu- bandalagið hefði ekki haft þessa aðstöðu sýmr stefna annarra flokka að stækkun IandhPln;nnar heMi orðið sex mílur eins og Pmtar buðu. ásamt einhverjum breytingum 186. tölublað.- HðDVlUINN SEPTEMBER1958 á grunnlínum. Slík framkvæmd af íslendinga hálfu hefði orðið til þess að torvelda það að 12 mílna reglan hlyti þá almennu viðurkenningu sem hún nýtur nú og beint þróun alþjóðalaga á hafinu inn á háskalegar brautir. Ef þessi leið hefði verið valin sætu Islendingar nú uppi með 6 mílna landhelgi eina saman og ættu vafalaust erfiðara með að ná 12 mílna markinu en 1958. Vísir Hér er ekki rúm til að rekja hin margþættu og flóknu á- tök stjórnarflokkanna um land- helgismálið, en ástæða er til þess að rifja upp hvernig sum af dagblöðunum fögnuðu mik- ilvægum áfanga í sjálfstæðis- baráttu íslendinga. Þegar full- i trúar Alþýðúbandalagsins lögðu fram formlega tUIögu um stækkun landhélginnar í 12 míl- ur var Vísi þannig innanbrjósts 29. apríl 1958: „Kommúnistar munu sem sé ætla að leggja til að Islend- ingar steypi sér út í ævintýri á sviði landhelgismálanna, sem gæti orðið mjög hættulegt. Menn skulu vita það að á næstu vikum munu kommún- istar gerast talsmenn þeirrar stefnu, að íslendirigum sé allt fært í landhelgismálinu, án þess að hirða um það hvort þjóðin telur skref kommúnista hyggilegt eða líklegt til sigurs. Menn verða að muna, þegar kommúnistar tala og reyna að telja mönnum trú um, að þeir séu ættjarðarvinir og hafi ein- ungis hagsmuni Islendinga í huga, að þeir eru einkavinir, skólabræður og félagar Kadars hins ungverska og annarra því- líkra griðníðinga og svikara.” Þannig jafngilti 12 mílna landhelgin hættulegu ævintýri griðníðinga og svikara. Alþýðliblaðið Þegar Alþýðubandalagið fylgdi m.a. kröfu sinni um 12 mílna landhelgi eftir með því að neita að afgreiða á þingi efnahagsmálafrumvarp sem hinir stjórnarflokkamir lögðu mikla áherzlu á, hrópaði Al- þýðublaðið með stærstu fyrir- sögnum sínum: „Kommúnistar stöðva efna- hagsmálin á þingi og skapa vaxandi neyðarástand í landinu. Einstök valdaníðsla Einars Ól- geirssonar í forsetastól neðri deildar. Vaxandi skortur á mat- vælum og lyfjum, síldarvertíð tefst og hvalbátar aðgerðar- lausir.” Og undir þessum ógnarlegu fyrirsögnum hélt blaðið áfram: „Er það algert einsdæmi í stjórnmálasögu landsins, að pólitískur flokkur geri sig sek- an um slíkt framferði . . . Nota þeir þá baráttuaðferð að stöðva efnáhagsmálin á þennan hátt og setja landhelgismálið'á odd- inn sem skjöld til þess að reyna að villa þjóðinni sýn. Ótrúlegt er að þjóðin láti blekkjast af þessum svívirðilegu aðförum kommúmista. sem hika ekki við að stofna efnahagslífi þjóðar- innar í hættu til að geta leik- ið hinn pólitíska skollaleik sinn. Þetta framferði þeirra mun vera hámark ábyrgðarleysis í íslcnzkum stjórnmálum á seinni árum.’! Þegar samkomulag náðistloks innan ríkisstjómarinnar um þessar „svivirðilegu aðfarir”, þennan „pólitíska skollaleik” og þetta „hámark ábyrgðarleysis- ins” skrifaði Alþýðublaðið enn 28. maí um „Nasserstefnu kommúnista í landhelgismál- inu”: „Þjóðin hefur verið áhorf- andi nú um skeið að cinum hinum ljótastasta leik sem nokkru sinni hefur farið fram á stjórnmálavettvangi. Þennan leik hefur verið hæet að leika af þeirri ástæðu cinni að kommúnistar hafa verið leiddúr til sætis í ríkisstjórn Islands. Hann hefði ekki átt sér stað hefðu þeir ekki setið þar .... En eitt hefur unnizt, það að enn ein sönnun hefur fengizt fyrir því, að það er ekki hægt að vinna með kommúnistum. Það eru ekki nema þrír sam- starfshæfir stjómmálaflokkar á þingi”. Og eftir að Lúðvík Jdseps- son hafði gefið út reglugerð- ina um 12 mílna landhelgi og öll þjóðin fagnaði var Alþýðu- blaðinu þannig innanbrjósts 3. júli 1958: „Lúðvík fær skömm fyrir... I fimm vikur virðist Lúðvík ekkert hafa um Iandhelgismál-1 ið hugsað . . . hann hefur I cinnig skömm af frammistöðu sinnj við undirbúning þess.” Morgunblaðið Þegaf samkomulag hafði tek- izt innan ríkisstjómarinnar um 12 mílná landhelgi fagnaði Morgunblaðið henni m.a. með þessum orðum: „Er hér um að ræða hneyksl- anlegt og furðulegt athæfi af hálfu ríkisstjórnarinnar. öll þjóðin hefur horft upp á hið niðurlægjandi háttarlag stjóm- arinnar með örlagaríkasta ut- anríkismál hennar í heila viku . . . Allt atferli kommúnista í þessu máli síðustu daga bendir tíl þess að þeir hafi viljað vinna íslenzku þjóðinni sem mest tjón og skapa henni sem mest vandræði. Það er engu líkara en óðir menn hafi stjórnað skrifum „Þjóðviljans” um landhelgismálin”. 10. nóvember 1959 komst Ólafur Thórs, núverandi for- sætisráðherra, svo að orði um ástæðumar fyrir því „hneyksl- anlega og furðulega athæfi“ að landhelgin var stækkuð í 12 mílur: „Kommúnistar hafa stjórnað stærsta utanrikismáli Islands nú að undanfömu, þ.e.a.s. land- helgiismálinu. . . Ja, þetta er auðvitað á allra vitund. Til góðs eða ills hafa þeir stýrt förinni, til góðs eða ills, og til ills frá mínu sjónarmiði. Ég veit vel að ýmsir í ríkis- stjórninni hafa viljað annað, en hér gildir engiinn vilji saman- borið við verkin.” Á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins snemma árs 1958 komst Ólafur Thors enn svo að orði um stækkun landhelginnar í 12 mílur: „Ég get ekki leynt óánægju minni út af aðgerðum fyrr- Verandi stjómar í þessu máli.” Og tvpim dögum síðar komst Bjarni Benediktsson svo að prði á þessum sama fundi: „Lúðvík Jósepsson réð hvera- ig að var farið . . . Sök Guð- mundar 1. Guðmundssonar er' fólgin í því að hann skyldiekki hindra Lúðvik í þessu“. Ástæðan Eins og þessi heiftarlegu skrif sýna voru átökin um landhélgina annað og meira en ágreiningur um starfsaðferðir, forustumenn núverandi stjóm- arflokka voru haldnir þvílíkri heift að fáryrði koma í stað röksemda. Og þeir gátu ekki stöðvað sig þegar endanleg á- kvörðun hafði að lokuni verið tekin og reglugerðin hafði hlotið lagagiidi. Var það þó augljós þjóðleg skylda að landsmenn stæðu saman um þær ákvarð- anir sem teknar hefðu verið á lögmætan hátt. öllum var ljóst að stækkun landhélginn- ar var alþjóðlegt deilumálogað Bretar myndu beita hverskyns ráðum til þess að hnekkja gerðum íslendinga. Því bar landsmönnum að koma fram sem ein heild út á' við; hvers- kyns ágreiningur cgndi Breta til óhæfuverka. Engu að síður héldu Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn áfram augljósri andstöðu við 12 mílna land- héigina allt sumarið 1958. 22. ágúst — rúmri viku áður en stækkun landhelginnar átti að koma til framkvæmda — lagði miðstjórn Sjálfstæðisílokksins til að ríkisstjóm Islands hlut- SIÐA 3 aðist til um það að kvaddur yrði saman ráðherrafundur Atlanzhafsbandalagsins til þess að fjalla um landhelgismál Is- lendinga og ‘finna lausn á því! 1. september 1958, daginn sem stækkunin kom til fram- kvæmda, rökstuddi Bjarni Benediktsson tillöguna á þenn- an hátt í Morgunblaðinu: „Einmitt vegna þess að inn- an Atlanzhafsbandalagsins eru saman komnir flestir andstæð- ingar okkar í landhelgismál- inu er þar sérstakt tækifæri til að ræða málið og ráða því til Iykta á skynsamlegan hátt‘. Ekki er neinum efa bundið að þessi framkoma forustu- manna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins var ástæðan fyrir þvi að Bretar tóku þá örlagaríku ákvörðun að ráð- ast inn í hina nýju landhelgi Islendinga með herskipavaldi. Brezka stjórnin hélt að Islend- ingar væru sundraðir og ekki þyrfti nema hæfilega hörku til þess að þeir gæfust upp í samræmi við formlegar tillög- ur Sjálfstæðísflokksins. Þorskastríðið Árás brezka flotans á Islend- inga — sem einnig hófst fyrir réttum 5 árum — var níðings- legt ofbeldi mikils herveldis við vopnlausa smáþjóð sem ein- vörðungu studdi aðgerðir sín- ar alþjóðalögum og rétti. En þessi árás breyttist smátt og smátt í einhverjar hlálegustu hrakfarir sem brezka herveldið hefur farið. Á fyrsta ári hern- aðaraðgerðanna beittu Bretar á Islandsmiðum um það bil fjórðungi af öllum tundurspill- um ' sínum og freigátum, alls 37 herskipum með 8—9.000 her- mönnum — gegn 102 íslenzkum löggæzlumönnum! Að staðaldri voru hér við land 10 herskip og birgðaskip dag hvem með um 2.000 manna áhöfn, en í skjóli þeirra stunduðu 13 veiðiþjófar iðju sína á dag að jafnaðir eða 250 togaramenn! Og aflinn varð sama sem eng- inn; þjófnaðarsvæðin reyndust að meðaltali aðeins nema 3,5% af landhelginni og það varð hreinlega að skylda togarana til þess að taka þátt í þessum fáránlegu aðförum, sem vöktu í senn fyrirlitningu og hlátur víða um lönd. Enda fór það svo að Bretar hættu hemaðar- aðgerðum sínum á öðru ári, og þar með kostnaðarsömustu fiskveiðum sem sögur fara af. Þetta þors'kastríð Breta hefði orðið jafn áranábrslaust ogþað var sneypulegt, ef ríkisstjóm Islands hefði ekki notað of- beldið — löngu eftir að það var hætt — sem átyllu fyrir undanþágusamningum sínum við Breta •£ ársbyrjun 1961. Þá vom Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn einir sam- an í ríkisstjórn og áttu kost á að framkvæma þá stefnu sem beið ósigur 1958. Hollustan við NATO Það er ómaksins vert að í- huga hvers vegna forustumenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins snerust gegn stækkun landhelginnar fyrir fimm ámm og hafa síðan skert hana. Að sjálfsogðu skilja þeir eins vel og , aðrir nauðsyn þess að Is- lendingar ráði einir yfir fiski- miðunum umhverfis landið. En þeir eru ekki aðeins tengdir ættjörð sinni og nauðsyn hennar, hollustan við Atlanzhafsbanda- lagið togar einnig í þá. Og það var einmitt hlýðnin við Atlanz- hafsbandalagið sem gerði þeim ókleift að taka íslenzka afstöðu til landhelgismálsins 1958. Ráöa- menn Atlanzhafsbandalagsin* linntu ekki látum allt sumarið 1958 og gerðu sig seka um frek- legustu afskipti af innanrikis- málum Islendinga. Það atferli hefði raunar átt að opna augu manna fyrir eðli og tilgangi Atlanzhafsbandalagsins, því hvað komu deilur um fiskveiði- réttindi því hemaðarbandalagi við, og hví átti „varnarbanda- lag frjálsra þjóða“ að standa gegn því að íslendingar sqgktu fornan rétt í greipar Breta og Framhald á 4. síðu. Frétt Þjóðviljans um að 12 mílna landhelgi taki gildi. 4 V * I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.