Þjóðviljinn - 01.09.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.09.1963, Blaðsíða 9
. Sunnudagur 1. september 1963 ÞJÚÐVILJINN s(ða g ! ! Aukin þekking á hafínu undirstaða aukinnar veðurfræðiþekkingar Sovézka hafrannsóknaskipið Poljus, sem sagt var frá hér í blaðinu í gær, kom hingað í fyrradag til að 'taka vatn og aðrar vistir, en skipið er nú ’í rannsóknarleiðangri á hafinu umhverfis ísland. Skipið hefur áður farið í einn leiðangur og beindust athuganirnar þá að hafsvæðunum í vestanverðu Atlanzhafi. Rannsóknir skipsins eru liður í áætlunum sov- ézku^vísindaakademíunnar vegna Alþjóðajarð- eðlisfræðiársins. Kotseffub skipstjóri tók á móti fréttamanni í lítilli setu- stofu. Vjðstaddir voru túlkur og stýrimenn skipsins. Við spurðum hve langam tíma svona leiðangrar tækju. — Því er ekki gott að svara. Við erum allmikið háðir veðri og öðrum skilyrðum, en hægt er *þó að segja að með- allengd leiðangranna séu 80— 100 dagar. Um borð eru 124 menn. 80 meinn í áhöfn, 14 yfirmenn og 30 vísindamenn aðallega veðurfræðingar og haffræðingar. — Hvemig er vinnu háttað um borð? — Við vimnum á þrískipt- um vöktum. Hver maður vinnur 7 klst. á sólarhring þar af einn eftirvinnutíma, sem hann fær borgaðan með lengra frii í lamdi. Skipstjórinn fór síðan að lýsa fyrstu landsýn sinni hér við suðurströndina. Hann sagðist hafa hrifizt sérstak- lega af því, hvað hún var svipmikil og fögur og fengið strax þá hugmynd að hér byggi dugmikið og gott fólk. Þá hafi innsiglingin til Reykjavíkur hrifið sig mjög. Og ekki hefði það spillt fyrir, að fyrstu orðin, sem þeir heyrðu í landi voru: „Vel- komnir félagar", sögð á rúss- nesku. Poljus tekur ekki þátt i fiskirannsókmum þeim, sem undanfarið hafa farið fram i N-Atlanzhafi og Norðmenn, fslendingar og Rússar hafa haft samvinnu um. Skipið stundar eimgöngu hafrann- sóknir, en auðvitað géta nið- urstöður þeirra komið fisk- veiðunum að gagni. Hafið og himingeimurinn er bað tvennt, sem við höfum lík- lega minmsta þekkingu á og hafið þekur 70.8% yfirborðs jarðar, þannig að aukin þekk- irig á því mun svo aftur auka þekkingu okkar á sveiflum í veðurfari á hnettinum. Poljus mun síðar fara til ann- arra hafsvæða til rannsókna og ætlunin er að ranmsaka sem víðast. Allt þetta sagði Kotsegub skipstjóri og raunar miklu fleira. T.d. fræddi hann okkur á því að þeir hefðu nú verið réttan mánuð í hafi, síðan þeir lögðu upp frá heimahöfn skipsins, Kalimingrad. Skip- stjórinn kvað mikinn ís vera í grennd við landið. T.d. hefði skipið lent í ísihröngli ekki lamgt undan og sæjust þess merki á, stefni og kinn- ungum. Skipið er ekki byggt sem ísbrjótur, en er að nokkru styrkt til siglinga i lausum ís. Aðbúnaður skipshafnarinn- ar er mjög góður. Menm búa yfirleitt í rúmgóðum 2ja manna herbergjum. Eidhúsið er stórt og fullkomið og mat- salur vistlegur, í honum eru lika tæki til kvikmyndasýn- inga. Stórt bókasafn er um borð, haldnir eru fyrirlestrar, umræðufundir og leshringir ef þess er óskað. Skipið er knúið 4000 ha. díselrafvél, þánnig að margar stórar díselvélar knýja raf- ala, sem aftur knýja skrúfu- öxullinn. Ganghraði þess eru rúmar 14 mílur. Stjórntæki öll eru mjög fullkomin, einn- ig rannsóknarstofur. Að lokum sagðist skipstjór- imn vera sannfgerður um að þær rannsóknir, sem skipið fæst við muni verða öllum þjóðum í hag. Hafið mótar veðurfarið að miklu leyti og þekking á því getur skýrt i hverju loftslagsbreytingar eru fólgnar. Hann sagði að menn sínir væru staðráðmir í að gera dvöl sína hér þanriig að þeim fylgi hlýjar kveðjur þegar þeir láta í haf. Klukkan 2—4 i gær fékk almenningur að skoða skip- ið. — G.O. Myndin er tqkin um borð í sovézka rannsóknaskipihu og sést skipstjórinn sitjandi fyrir miðju. — (Ljósm. Þjóðv. G. O.). Vegna samvinnu við Kína ! Skoða&ar Skuggamyndir úr læ, 1 Bandaríkin fresta láni til Pakistans Fyrir skömmu barst mér f hendur skemmtileg bók, Skuggamyndir, eftir Þorstein Björnsson úr Bæ. Kallar Þor- ( steinn bókina alþýðlegar frá- sagnir úr sögu pávadómsins, og er það að því leyti rétt- mætt, að vísindarit er bókin ekki. Þorsteinn úr Bæ, eða Bauta- Steini, eins og hann var gjam- an nefndur, var að sögn ein- kennilegur um fíést og raunar allt. Nafn sitt hlaut hann af heljar miklum doðranti, er hamn nefndi Bautasteina, og ér safn af lofkvæðum um sam- tímamenn. Vildu sumir kalla bókina Þorsteina, fyrir þá of- dirfsku höfundar að þora að gefa slt'kan leirburð út. en aðrir töldu Gallsteina betra nafn Hefur lengi verið til Bautasteina vitnað, m.a. gef- ur Kiljan þjóðhátíðarskáldum íslendinga þann vitnisburð, sð þeir yrki „sýnu ver en Þor- steinninn úr Bænum" — og þótti latngt til' jafnað. Hér er ekki rúm að rekja missannar, en skemmtilegar -4> 6 U O | m innheimta LÖ0FRÆQ/3TÖRF frásagnir Þorsteins af glæpum kaþólsku kirkjunnar allt frá þeim tíma, er Atli Húnakon- ungur deyr „af blóðnösum, meðan hann sat brúðkaup sjálfs sín og Hildigunnar hinn- ar fögru, dóttur Búrgunda- konungs“, og allt fram til sinna daga. Bókin er „af al- hug“ tileinkuð „sönnum vinum ljóss og frelsis“, og höfundur kveðst vonast til þess, að við Iestur hennar verði mönnum ljóst „fals hins katólska kenni- lýðs“. Fáein dæmi verða að nægja um sérstæðan frásagnarmáta Þorsteins. Á blaðsíðu 16 segir svo: „Skömmu eftir þetta (b.e. rúmri hálfri öldj kemur afar- einkennilegur atburður fyrir í pávasögunni. Það er það, að kvenmaður komst í pávasætið, að því er sagan seigir. Þessi kona var ítölsk að,ætt (aðrir segja frönsk); og er mælt að skírnarriafn hennar hafi verið Jóhanna. Hún var gáfuð kona, og hefir vafalaust ekki unað því, að geta ekki notið hæfi- legleika sinna. Klæddist hún því karlmannsbúningi og fór til Róms; og er mælt, að hún hafi komjzt þar fyrst að sem skrifari hjá einum af kardí- nálunum Er það ekki að orð- leingja að hún varð pávi 855, þegar Leó pávi IV. féll frá, og nefndist Jóhannes VIII.(?) Gekk þetta klakklaust um nokkum tíma; og hefir öllum vafalaust verið hulið hið sanna kynferði pávans. En til allrar ógæfu tó'kst honum sjálfum ekki að gleyma því. Og einn góðan veðurdag kom upp sá einkennilegi kvittur, að pávinn Væri prðinn' þúngaður! Voru það talin býsn mikil og þótti gánga undri næst. Því slíkt hafði aldrei fyr við borið — enda hefur heldur ekki orðið síðar En fregnin kom á dag- inn, þótt kynleg væri. Því sú stund koni, að pávinn varð léttari og ól sveinbam. Og stendur sá atburður jafnan einstakur 1 í pávasögunni. En ekki þótti heilögum kirkjunn- ar mönnum Jóhannes pávi jafngildur í valdastólnum eftir að hann varð léttari, sem ekki var við að búast; og kom mönnum til hugar að víkja honum frá völdum. En á því þurfti þó aldrei að halda. Þvi einn góðan veðurdag var hann horfinn úr borginni með sinn únga son; og varð ekki kunn- ugt, hver afdrif rans urðu“. Ekki verður annað séð sf bók Þorsteins en pávarnir í Róm hafi verið hinir verstu menn, haldnir trúleysi og fé- girni þegar bezt lét, en sér til dægrastyttingar stundað eink- um það. er hann nefnir „ó- eðlis-fúllífi“ og „nauðungartak á konum“. Litlu betur lætur Þorsteinn af munkum og nunn- um, en hrósar þó munkum fyr- ir matargerð, enda talinn mat- maður sjálfur. Af helgum mönnum kann hann margt að segja, og rekur ýmsar kynja- sagnir, er af þeim spunnust, svo sem er heilagur Helenus reið krókódíl á sundi yfir ána Níl. Að lokum skal tilfærð frá- sögn Þorsteins af ábóta nokkr- um: ,,Þvert á móti fór ábóta- tetrinu, sem loksins lét undan árásum freistinganna og lét sækja til sin tvær ungar og léttlátar yngismeyjar. En þeg- ar þær voru komnar, hefur guðsmaðurinn ,vist ekki þótzt eins vel fyrirkallaður og áður. og tautaði gremjulega fyrir munni sér: „Bölvaðar freist- ingarrfar. — nú geta þær eklci komið!" “ Aftan við Skuggamyndir Þorsteins er fjöldinn allur af auglýsingum, og bregða þær upp skemmtilegri mynd sf auglýsingatækni þeirra tíma. en bðkin er gefin út 1908. E> nokkur Östlund auglvsir Fræ- korn, kristilegt-heimilisblað, og hefur Þorsteinri ekki til einsk- is barizt, þvj tekið er fram í auglýsingunni, að blaðið sé mótfallið „allri pávatrú". Leif- ur Th. Þorleifsson kveðst stækka myndir ,,ljómandi fal- lega af öliu mögulegu, og alves eins og fólki þóknast." Eitt- hvað, sem nefnist Dan, kveðst vera lang-bczta líftryggingar- félaeið á fslandi, „enda hefir aðsóknin að því verið alveg stórkostleg“. Er hér D. Östlund enn að verki og auglýsir auk ' bess „sérstök hlunnindi fyrir bindindismenn". Þá setur Magnús Ólafsson, Ijósmyndari. heldur' ekki Ijós sitt undir mæliker. fjegist hann hafa á boðstólum „um 500 tegundir ísl. rúmsjármynda (Stereoitkop- mynda), sem eins og allir vita eru svo náttúrlegar. að þær töfra mano gersamleya á stað- inn“. Sjórnmálabaráttan læð- ist einnig inn í auglýsingarn- ar. Jónas Sveinsson tilkynnir mörinum það. að „bó að frum- varpið falli“ þurfi almenning- ur allt að einu að láta binda bækur sínar, og sé það hvergi bctur gert né ódýrara en hjá sér. ( Að loiéum hvetur svo Þor- ■átéinn ' Jónskon járnSmiður, mpnn eindregið til þess sð „renna-ekki-blint- -í-. sjóinn til annara‘% en halda beint til sin á Vesturgötu 33. Fleiri hafa ritverk Þorsteins verið en Skuggamyndir og Ba,utastcinar, og er eipna skáld- legastur titill á bók, er hann gaf ,út 1926 og nefnir Sólar- frón. tiOf 'sungið fslenzku sveltaiífi. Þó munu Skugga- myndir hans hafa' orðið honum afdrifaríkastar, Sagan segir nefnilega, að eitt slnn hafi Bauta-Steini ætlað að vinna sér það til matar að gerast kaþólskur, en ekki fengið inn- göngu í söfnuðinn • sökum bók- arinnar. Rétti bannia heilög kirkja hlut sinn, þó siðar vrði. J.Th.H. WASIIINGTON 30/8 — Banda- ríkjastjórn kunngerði í dag að hún hefði afráðið að fresta um óáfeveðinn- tíma ákvörðun um hvort veita skuli Pakistan 4.3 milljón dollara lán, sem landið hafði fengið fyrirheit um í því skyni að gera stóran flugvöll skammt frá Dacca. Ekki er talinn minnsti vafi á að þessi afstaða Bandaríkja- stjórnar eigi rætur að rekja til þess að í gær var tilkynnt sam- tímisí í Karachi og Peking að undirritaður hefði verið loft- ferðasamningur milli stjórna Pakistan og Kína. Talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins, Richard Philips, neitaði því að vísu í dag á fundi með fréttamönnum að nokkuð samhengi væri þama á milli, en hann sagði það skoðun ráðuneyt- isins að loftferðasamningurinn væri mjög óheppilegur og til bess fallinn að veikja samstöðu ríkj- anna í „hinum frjálsa heimi“. Fyrstu huustvörurnur komnur Nýjar sendingar: Enskar vetrarkápur ★ ★ ★ Enskir hattar % Meira úrval en nokkru sinni ?yrr MARKAÐURINN Laugavegí 89 4 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.