Þjóðviljinn - 01.09.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.09.1963, Blaðsíða 12
Spjailað við skipbrotsmann jargaðist á tómum mjólkurbrúsa Þegar vélbáturinn Leifur Eiríksson frá Reykja- vík fórst útaf Langanesi í fyrrinótt mátti ekki miklu muna að þar yrði stórskaði á mönnum. Snögg viðbrögð nágrannabátanna og heppni sam- einuðust um að 10 skipverjum af 11 var bjarg- að. Sá sem fórst, Símon Símonarson, var rúm- lega þrítugur Reykvíkingur og ókvæntur. Skip- stjóri á Leifi Eiríkssyni var Bragi Sverrir Krist- jánsson. — Hér fer á eftir stutt spjall við einn hásetann. Valdimar Jóhannesson heitir 22ja ára gamall skipverji á vél- bátnum Leifi Eiríkssyni, sem fórst í fyrrinótt undan Langa- nesi. Við hittum Valdimar á Seyðisfirði um það bil sem hann steig álland, en hann kom þang- að klukkan að ganga 5 í gær- dag með vélbátnum Jóni Finns- syni úr Garði. . — Værir þú til með að segja okkur nQkkumveginn hvað gerð- ist? — Nú, við vorum þarna um 70—80 mílur norðvestur af Langanesi í þlíðskaparveðri. Við vorum búnir að fá eitthvað um 60 mál, þegar við fengum stórt kast. Við vorum búnir að þurrka að því og búnir að háfa nærri fulla lest, þegar skyndi- lega brældi. Veðrið varð aldrei mjög vont, en talsverður sjór. Báturinn fékk á sig hnút og lagðist á stjórnborða og rétti sig ekki, hélt áfram að síga yfir. — Hvað gerðist svo næst? — Satt að segja er ég ekkert alltof viss um röðina á atburð- unum. Allt skeði með ógnar- hraða, okkur tókst að koma gúmmíbátnum út og tveir menn stukku niður í kænuna, sem var sjósett. 6 okkar komust strax í gúmmíbátinn, en hinir 3 sem eftir voru stukku i sjóinn. Ég var einn þeirra. Ég var svo óheppinn að lenda ofan í nótina, sem var hálffull af sjó og flæktist um mig og hélt mér niðri. Ég veit ekki hvað ég var lengi að krafla mig upp úr flækjunni, en það getur ekki hafa verið langur tími, samt var ég talsvert mikið dasaður eftir kaffæringuna. Ég svamlaði nú þarna í full- um galla, komst þó úr stígvél- unum og í því flaut hjá mér tómur 20 lítra mjólkurbrúsi, sem ég náði taki á. Hann var hið ágætasta flotholt. Mér var orð- ið kalt og reyndi að vekja á mér eftirtekt með köllum, en varð fljótlega ljóst að hver átti nóg með sig. Félagi minn annar var á sundi einhversstaðar ekki langt frá og þegar Jón Finns- son kom á vettvang var honum bjargað fyrstum manna. Næst tóku þeir á Jóni mennina úr gúmmíbátnum. Þá björguðu þeir mér og þá var mér orðið kalt. Ég var drifinn beint í koju og vafinn í teppum, en skalf samt eins og hundur í hálftíma eða meira. — Vissirðu hvort kalla á hjálp? tókst að — Já, skipstjórinn komst upp í brúna og gat kallað út, en hann átti í miklum erfiðleikum með að komast út úr brúnni aftur. Hann varð bókstaflega að klifra upp úr henni, þvi bátur- inn var þá kominn alveg flatur. Hann fór svo síðastur frá borði og stökk þá í gúmmíbátinn af kjölnum. Tíminn frá því að bát- urinn Iagðist og þangað til hann var kominn á hvolf var mjög stuttur, varla meir en 5 min- útur. Þegar hann var kominn alveg á hvolf fór hann að siga niður á afturendann og loks stóð hann uppá endann. Þannig var hann drjúga stund áður en hann sökk alveg. — Sáuð þið nokkuð til Sím- onar, ’ þess sem drukknaði? ' — Einhver sagðist hafa séð hann afturá áður en við fór- um frá borði, eftir það sá hann enginn. — Veistu um nokkurn sem segja má að hafi verið sérstak- lega heppinn? — Kokkinn. Hann var kominn í koju, rétt áður en báturinn- lagðist, en datt í hug að rétt væri að koma upp og gefa okkur kaffi, þegar við værum búnir að háfa úr nótinni. Hann var rétt kominn upp í eldhús þegar tveir strákanna komu aftur í til hans og sögðu honum að bátnum væri víst að hvolfa og í því fékk hann kolgrænan sjóinn inn á sig. Það mátti því ekki á tæpara standa að hann kæmi upp i eldhús, ann- ars hefði hann sennilega lokast niðri í káetunni. — Hverju myndir þú þakka það, að ekki varð þó meiri mannskaði? — Því hvað bátarnir voru fljótir að bregða við til hjálp- •ar. Sigfús Bergmann hjó frá sér nótina og tókst að ná mönnun- um tveim, sem voru í kænunni, Jón Finnsson kom strax á vett- vang, því að hann var nýbúinn að háfa sitt kast. Það var tek- ið talsvert að bregða birtu og aðstaða til leitar því erfið. Eft- ir því sem mér er sagt mun ég hafa verið um 15 mínútur í sjónum og er ekki að vita hvað ég hefði þolað mikið volk í viðbót. Þegar okkur hafði verið b’jarg- að og í Ijós kom að Símon vantaði, kom strax fjöldi báta á vettvang og röðuðu sér á svæðið. Leitin var mjög ítarleg, en bar því miður ekki árangur. Einn bátanna hélt sig alltaf í brakinu og skaut upp blysum og gátu hinir leitað eftir því. Ó- hætt er að skjóta því hér að, að mikil bót væri að fá fall- hlífarblys. því þessi sem bát- arnir eru með, haldast ekki nógu lengi á lofti. — Hvað heldurðu að margir bátar hafi tekið þátt í leitinni? — Ég veit það ekki, það var mikill fjöldi og nokkrir Norð- menn líka. Með þessu lauk Valdimar sögu sinni og má því ljóst vera að ekki munaði miklu að verr færi. Þessi slys á síldarbátunum eru orðin mjög alvarlegur hlutur cg er það vafalaust von allra, að rannsóknarnefndin nýskipaða hraði sem mest störfum sínum og niðursöður hennar og tillög- ur verði til úrbóta. Annars hef- ur skipaskoðunarstjóri sýnt ví.tavert tómlæti í málinu frá upphafi, því eins og allir vita er þetta þriðji síldarbáturinn sem ferst í sumar, fyrir utan hina sem hafa farizt undanfarin tvö ár. — G.O. Sunnúdagur 1. september 1963 — 28. árgangur — 186. tölublað. Kynþáttaéeirðirnar magnast enn í USA Valdimar Jóhannesson — bjargaðist á brúsa. NEW YORK 31/8 — Ef Banda- ríkjastjórn hefur gert sér von- ir um að hin mikla og frið- samlega ganga svertingja í Washington á miðvikudaginn og Ioforð þau sem foringjum þeirra voru þá gefin að stjórnin myndi af alefli beita sér fyrir jafn- rétti kynþáttanna myndu verða til þess að Iægja öldurnar og draga úr baráftumóði þeldökkra, þá hafa þær vonir brugðizt illa. Víða í suðurfylkjunum hafa kynþáttaóeirðirnar einmitt magn- azt aftur að göngunni miklu lokinni og urðu einna alvarleg- ustu átökin í gær í borginni Williamstown í Norður-Karó- línu og var viðureignin svo hörð að lögregla borgarinnar varð að fá liðsauka til að skakka leikinn. Um hundrað þeldökkir stúd- entar höfðu farið fylktu liði um borgina til að mótmæla aðskiln- aði kynþáttanna i skólum. Lög- reglumönnum var sigað gegn þeim, en var þá svarað með grjótkasti. Tveir lögreglumenn hlutu meiðsl og ein blökkukona. Daginn áður hafði einnig slegið í hart milli blökkumanna og lögreglu í borginni og særðist þá einn lögreglumaður. í einu úthverfi Fíladelfíu, Folcroft, hafa verið átök milli lögreglu og hvítra' manna, bæði í gær og í dag. Fimmtíu lög- reglumenn voru sendir svert- ingjafjölskyldu til aðstoðar sem var að flytja inn í íbúð í hverf- inu, þar sem blökkumenn hafa ekki búið óður. Um þúsund hvítir íbúar hverfisins reyndu í gær að koma í veg fyrir að fjölskyldan gæti flutt inn <>g voru þá 500 lögreglumenn kvaddir á vettvang. A.m.k. tveir menn særðust í þeim átökum, en margar rúður í íbúðinni voru brotnar með grjótkasti. Lögregla er nú á verði við húsið. Abrahams látinn laus JÓHANNESARBORG 31/8 — Lögregla Suður-Afríku sem rændi þeldökka lækninum Abrahams í Betsjúanalandi fyr- ir nokkru hefur neyðzt til að láta hann lausan aftur. Hann var í dag fluttur aftur til Bet- sjúanalands ásamt þremur fé- lögum sínum. Fréttaskýrandi brezka útvarpsins: Horfur á sigri skæruliia S-Víetnam hafa stóraukizt LONDON og SAIGON 31/8 — Einn af fréttaskýrendum brezka útvarpsins sagði í dag að þróun mála 1 Suður- Vietnam síðustu vikurnar hefði stóraukið líkurnar á að skæruliðar þ’jóðfrelsishreyfingarinnar Viet Cong myndu vinna fullan sigur á her stjórnarinnar, sem búinn er fullkomnum bandarískum vopnum og er að verulegu leyti undir stjórn _bandarískra herforingja. Hér eru nokkrir af skipbrotsmönnum fyrir utan kaupfélagshúsið á Seyðisfirði. en þeir komu t þar við í gær til að kaupa skó og tóbak. ÞaSan var haldið beint tll Egilsstaða. Hann benti á að enda þótt í skæruliðasveitunum væru tald- ar vera aðeins um 30 þúsundir manna og þær ættu því í höggi við átta sinmum fjöknennari her, sem auk þess væri miklu betur vopnum búinn, hefði Viet Cong nú í rauninni á valdi sínu fjóra fimmtu landsins. Stjómar- herinn réði aðeins yfir helztu borgunum og nágrenni þeirra. Það gæti ekki hjá því farið, að sú óánægja sem ofbeldisað- gerðir stjórnar Diems og bróður hans Nhus að undanfömu hafa magnað meðal alls þorra þjóð- arinnar myndi auðvelda Viet Cong að vinna fullan sigur í borgarastyrjöldinni. Bandaríkjamenn í klípu Fréttaskýrandinn sagði að Bandaríkjastjórn væri í hinni verstu klípu. Utanríkisráðuneyti hennar hefði að vísu fordæmt ofsókmirnar á hendur búdda- mÖnnum, en greinilegt væri að Bandaríkin vissu ekki hvort þau ættu að fylgja eftir þeirri fordaamimgu með rauhhæfum að- gerðum, sem binda myndu enda á það stjómarfar sem þróazt hefur í landinu með þeirra til- styrk og undir þeirra hand- leiðslu. Athyglisvert væri að utan- ríkisráðuneytið hefði talið nauð- synlegt að taka fram að ekki væri um að ræða neina grund- vallarbreytimgu á afstöðu Banda- ríkjastjórnar til Suður-Vietnams og hefði þannig alls ekki kom- ið til mála að draga nokkuð úr þeim gífurlega fjáraustri sem haldið hefur líftórunni og skyldmennum hans. Diem Vita ekki hvað við myndi taka Sannleikurinn væri sá að Bandaríkjastjóm ætti engra góðra kosta völ, ef hún ætlaði að viðhalda áhrifum sínum í Suður-Vietnam. Öllum fram- bærilegum mönnum sem hún kynni að vilja setja í staðinn fyrir Diem hefði miskunnarlaust verið komið fyrir kattamef á síðustu árum. og erida þótt ýmsir foringjar í hernum væru Bandaríkjunum hliðhollir, hefðu þeir herforingjar sem mest á- lits hefðu notið innan hersins fyrirgert lífi sinu í tveimur misheppnuðum uppreisnartil- raunum gegn Diem í nóvem- ber 1960 og febrúar 1962. Senni- legt væri að Bandaríkjastjórn hallaðist helzt að því að láta Diem fara áfram með völd, en reyna að draga úr sívaxandi völdum Nhu bróður hans og frú Nhu. i Lögreglan skipulagði útifundi Allfjölmennir útifundir voru haldnir í Saigon í dag þar sem lýst var stuðnihgi við stjórn Diems, en fréttamenn segja að lítillar hrifningar hafi gætt á þeim. Þrátt fyrir stranga rit- skoðun hefur frétzt að öryggis- lögreglan, sem Nhu stjórnar. hafi í nótt farið á hvert heim- ili í borginni og hótað öllu illu, ef ekki kæmi a.m.k. einn úr fjölskyldunni á þessa úti- fundi til að votta Diem holl- ustu sína. Fréttamenn segja að enn séu mörg hundruð búddamunka og nunna í fangelsum Diems, enda þótt hann hafi látið þau boð út ganga að þeim hafi öllúm verið sleppt úr haldi. Sama máli gegnir um þúsundir stúd- enta sem handteknir voru eft- ir óeirðir í Saigon og Hué í vikunni, Hin illræmdu hjón og hin snoppufríða kona hans í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.