Þjóðviljinn - 03.09.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.09.1963, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 3. septeruber 1963 HÓÐVILTINN SÍÐA g Fró sfarfsemi Sameinuðu þjóSanna Notið solar og sumars í henni Danmörku 'áðstefnur um ufnám nýlenduskipulugsins Hin sérstaka nefnd Samein- uðu þjóðanna sem fjallar um afnám nýlenduskipulagsins og skipuð er 24 mönnum, lauk annarri ráðstefnu sinni 26. júlí sl. eftir að hún hafði gert sam- þykkt um Bazútóland, Bechú- analand og Swasiland. Tillagan var samþykkt með 17 atkvæð- um gegn 3 (Ástralía. Banda- ríkin og Bretland), en 2 sátu hjá (Danmörk og Italía). ÞRJT3 LANDSVÆÐI Samþykktin felur í sér á- skorun til Allsherjarþingsins um að fram fari við fyrsta tækifæri rannsókn á því, hvern- ig bezt verði tryggt að ofan- nefnd þrjú landsvæði, sem stjórnað er af Bretum í um- boði S.Þ., hljóti sjálfstæði og trygging sé íyrir því að ekki verði á þau ráðizt. Meðal þeirra ráðstafana, sem til mála geta komið nefnir tillagan mögu- leikana á að senda eftirlits- nefndir til svæðanna. Fulltrúi Dana, sem gerði grein fyrir hvers vegna hann sæti hjá við atkvæðagreiðsluna, harmaði að breytingartillögur Itala hefðu ekki hlotið samþykki, því að þær hefðu falið í sér raunhæf- ara mat á öllum aðstæðum. t bréfi dagsettu 26. júlí sl. til formanns nefndarinnar endur- tekur fastafulltrúi Suður-Afríku hjá Sameinuðu þjóðunum Mat- thys I. Botha, þá yfirlýsingu, sem sendinefndin lagði fram á Allsherjarþinginu 19. desemb- er 1962. 1 henni er vitnað til Verwoerds forsætisráðherra, sem hafi við mörg opinber legur afvopnunarsjóður? tækifæri lýst yfir því að um- rædd landsvæði mundu aldrei verða innlimuð í Suður-Afríku. Ályktun nefndarinnar, sem samþykkt var 26. júlí, fól m.a. í sér tilmæli til Suður-Afríku um að gefa slíka yfirlýsingu. SMÁNÝLENDUR Þriðja ráðstefna nefndarinnar hefst n.k. fimmtudag 5. sept- ember, og verður þá rætt um Brezku Guiana Brunei, Norð- ur-Borneo og Sarawák, Gamb- ir, Fernando Po. Ifni, Rio Muni og Spænsku Sahara, gæzlu- yerndarsvæðn Nauru, Nýju- Guineu (ás'amt Papua) o'g Kyrrahafseyjarnar ásamt með Mauritius, St Helena, Seychel- les og Gibraltar. (Frá S.Þ.) Hætt er við, að ýmsir sofi heldur illa þessa dagana. Þeir geta hvorki Icgið á brlngu né baki sökum þess, að sólin hefur verið nokkuð nærgöngul við skiinnið. Stúlkurnar tvær á myndinni eru þó hvergi hræddar hjörs í þrá. Þær njóta sólarinnar og hugsa sem svo, að sjálfsagt sé að nota þau gæði, sem allan veturinn var eftir beðið. Myndin er tekin úr danska blaðinu Land og Folk, og segir blaðið, ef það þekki Ianda sína rétt líði ckki á Iöngu áður en einhver upphefji sína raust og grátbiðji himnaföðurinn um dálítið regn. Það er erfitt að gera öllum til hæfisl Verður stofnaÖur alþjóð- Frá hurmleiknum í Skoplje I borginni Skoplje í Júgóslavíu er nú lítið ann ið en rústir einar að sjá. Hér sltur lítll stúlka á steini og fær svaladrykk af systur sinni, dálí ið eldri. Eldri systirin virðist vera sér fullkom- lega meðvitandi tim ábyrgð sína gagnvart ltl a systur. Um 20 þús. manna liðsafli SÞ í Kongó æðstu stjórn liðsafla Samein- uðu þjoðanna þar. Við starfi hans tók 1. ‘ágúst sl. norski hershöfðinginn Christian R. Kaldager. Þekkingin sem nauðsynleg er til að útrýma sulti og neyð, stendur okkur nú til boða, sagði forstjóri Matvæla- og landbún- aðarstofnunarinnar, B. R. Sen, á fundi við fréttamenn í Róm 26. júlí s.l. þar sem hann m.a. hét á ríkisstjórnir landanna, sem tóku þátt i viðræðunum um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn að stuðla að stofnun alþjóðlcgs afvopnunar- sjóðs, sem notaður verði til að efla baráttu mannkynsins gegn sulti og neyð. Sen sagði ennfrcmur, að sátt- málinn um takmarkað bann við kjarnorkovopnatilraunum hefði fyllt heiminn vonum og bjartsýni. Hann bætti við: „Jarðarbúar vona, að þessi sátt- máli sé upphafið á nýju skeiði gagnkvæms alþjóðlegs skiln- ings, varanlegs friðar og örygg- is. fbúar hcimsins eru þakk- látir þeim sem stóðu að sátt- málanum og greiddu fyrir hon- um.” Seinna sagði Sen forstjóri i þessu sama sambandi: „Sem leiðtogi Matvæla- og Iandbún- aðarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna lít ég á það sem skyldu mína að skírskota til leiðtoga þeirra ríkja, sem áttu fulltrúa á ráðstefnunni í Moskvu, um að koma á fót alþjóðlegum af- vopnunarsjóði, og verði ákvæði um hann í sáttmálanum um af- vopnun. Reglur um þennan sjóð séu þær, að hann 1. eigi að taka til starfa þegar í stað, 2. eigi að njóta fjárhagsstuðn- ings frá öllum ríkjum, sem eiga aðild að Sameinuðu þjóð- unum og sérstofnunum þeirra enda verði fjárframlögin í hlut- falli v:ið sparnaðinn af minnk- andi hernaðarútgjöldum, og skulu þau hefjast með þeim til- tölulega smáu upphæðum, sem sparast við hið nýjsamþykkta bann við sprengingum kjarn- orkuvopna, 3. eigi að helga sig þvi alþjóð- lega markmiði að tryggja frelsi undan sulti og neyð á okkar tímum. Kaífimál til um- ræðuí Lundúnum Alþjóðlega kaffiráðið hélt fyrstu ráðstefnu sína á þessu ári og hófst hún i Lundúnum 29. júlf. Fyrr í sama mánuði höfðu enn þrjú lönd, sem fram- leiða kaffi — Costa Rica, Kongó (Leopoldville) og Haítí — til- kynnt að þau muni staðfesta al- þjóðlega kaffisáttmálann, sem hefur að markmiði að koma á langvinnu jafnvægi milli framleiðslu og r. eyzlu. Auk þess hafa fimm lönd, sem flytja inn kaffi, tilkynnt að þau muni staðfesta sáttmálann: Sviss, Sovétríkin, Spánn, V-Þýzka- land og Austurríki. Sáttmálinn, sem var sam- þykktur í aðalstöðvum Sam- einuðu þjóðanna 28. september 1962, gekk í gildi til bráða- birgða með staðfestingu Sví- þjóðar á honum 1. júlí s.l. Þau 17 riki, sem flytja inn kaffi og hafa ýmist staðfest sáttmálann eða tilkynnt að þau muni gera það, taka yfir 92,9 af hundraði alls kaffi-innflutn- ings. Þau 29 útflutningslönd, sem tekið hafa svipuð skref, fram- leiða 93,4 af hundraði alls þess kaffis, sem út er flutt. (Frá S.Þ.) f Hðsafla Sameinuðu þjóð- anna í Kongó voru hinn 26. júlí s.l. samtals 7776 menn, eða 206 mönnum færra en 21. júní. Stærstur herflokkarnir eru nú frá Eþíópíu (1733), Indónesíu (896), Kongó sjálfu (781), Ghana (717), Nígeríu (549), Svíþjóð (587) Fláttumenn / Fvrópu Forstjóri flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Felix Schnyter, upplýsti á fundi Efnahags- og félagsmálaráðsins 25. júlí sl. að á árinu 1962 hefðu 12 þúsund evrópskir flóttamenn verið fluttir í ný heimkynni fyrir tilstilli sam- takanna. Hann lét í ljós vonir um. að vandamál evrópskra flóttsmanna vrði til lvkta leitt í síðasta lagi í ársbyrjun 1965. og írlandi (549). Komnir cru flugmenn frá Svíþjóð (151), Noregi (75) og Brasilíu (60). I febrúar í ár komst samanlagður liðsafli Sameinuðu þjóðanna í Kongó upp í 19.798 manns. BLATCHFORD í bréfi dagsettu 24. júlí til fastafulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum lætur framkvæmdastjóri SÞ í ljós þakklæti sitt og samtakanna fyrir þá hjálp sem flutninga- skip bandaríska flotans, „Blatc- hford”, hefur veitt á undan- förnum þrem árum. Þetta skip hefur flutt þúsundir hermanna frá aðildarrikjum Sameinuðu þjóðanna og mikið magn af útbúnaði til og frá Kongó. I símskeyti dagssettu 29. júlí til utanríkisráðherra Eþíópíu læt- ur U Þant í ljós mikla viður- kenningu á þeim mikla skerfi sem Kebbede Guebbre hers- höfðingi hefur lagt fram í Kongó. en hann lét nýlega af' I Mannréttindasáttmáli Evrópu 10 ára Um þessar mundir er þess minnzt með ýmsum hætti, að í dag. 3. september, eru lið- in 10 ár, síðan mannréttinda- sáttmáli Evrópu tók gildi. Sáttmálinn var gerður á veg- um Evrópuráðsins. Hann tók gildi, þegar 10 riki höfðu staðfest hann, og var ísland í þeirra hópi. Nú hafa 15 af 17 aðildarrikjum Evrópu- ráðsins fullgilt sáttmálann. Mannréttindasáttmáli Ev- rópu er gerður í samræmi við mannréttindáyfirlýsingu Sameinuðn þjóðanna frá 10. desember 1948. Er hann eini sáttmálinn, sem enn hefur verið gerður beinlínis til að tryggja þau réttindi, sem í yfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna er fjallað um. 1 mann- réttindasáttmálanum eru í upphafi talin þau mannrétt- indi, sem aðildarrikin heita hverjum þeim, sem dvelst innan yfirráðasvæða þeirra. Til að tryggja, að ríkin standi við þessar skuldbind- ingar, starfa tvær stofnanir, og eru ákvæði um þær í sátt- málanum. Þetta eru Mann- réttindanefnd Evrópu og Mannréttindadómstóll Ev- rópu. Aðalaðsetur þeirra beggja er í stöðvum Evrópu- ráðsins í Strasbourg. Hlutverk nefndarinnar er að taka til athugunar kærur um brot á mannréttindasátt- málanum. Ríki, sem aðild eiga að sáttmálanum, geta sent slíkar kærur. Einnig tekur nefndin fyrir kærur frá einstaklingum, ef ríkið, sem kært er, hefur fallizt á, að nefndinni sé það heimilt, Þessi málskotsréttur ein- staklinga er merk nýjung í þjóðarétti. Til þessa hafa 10 af aðildarríkjum Evrópu- ráðsins viðurkennt þennan málskotsrétt, þ. á m. Island. Nefndin hefur fengið til með- ferðar nær 2.000 mál og fjallað um 1.400 þeirra. Is- lenzkur lögfræðingur á sæti í nefndinni. Er það nú Sigur- geir Sigurjónsson hrl. Mannréttindadómstólnum er ætlað að fjalla um mál, sem mannréttindanefndinni hefur ekki tekizt að leiða til lykta, en þó eru sum slíkra k mála afgreidd .af láðherra- * nefnd Evrópuráðsins. Riki | það, sem kært er, þarf að hafa fallizt á, að dómstóllinn fjalli um málið, eða að hafa gefið almenna yfirlýsingu um, að það viðurkenni lög- sögu hans. Níu aðildardíki k Evrópuráðsins hafa með ™ þessum hætti viðurkennt lög- sögu hans. Níu aðildarríki Dómstóllinn hefur fengið tvö mál til meðferðar, mál Irans Lawless og Belgans De Becker. Islenzkur dómari á sæti í mannréttindadómstóln- um. Er það Einar Arnalds yfirborgardómari. (Frá upplýsingaþjónustu Evrópuráðsins).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.