Þjóðviljinn - 03.09.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.09.1963, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 3. september 1963 ÞlðÐVILIINN SlÐA J | ! ® /!• ® afðar af bioðmm Það má máski segja, að það sé að tala fyrir daufum eyrum, begar rætt er af einhverju viti um nýtingu sílaarinnar, því sé nýting sumarsíldarinnar fyrir Norður- og Austurlandi höfð i huga, þá hefur þar hjakkað i sama farinu, ekki bara í ára- tugi, heldur allt frá öndverðu að Norðmenn kenndu okkur síldveiðar og þeir ásamt Svíum kenndu okkur að verka síldina til manneldis um síðustu alda- mót. Á þessu langa tímabil! hafa orðið mjög miklar tækni- legar framfarir, svo miklar áð þær eru einsdæmi í sögu sið- ustu alda, á sviði allrar mat- vælaframleiðslu ekki síður en á öðrum sviðum. Hvemig má það þá vera. að við skulum hafa staðið í stað i 60 ár á þessu sviði? Þannig.er þetta nú samt. Aðeins ein nýjung í verk- un á Norðurlandssíld sem vert er að nefna því nafni hefur komið fram á sjónarsviðið á þessu tímabili, en það er verk- unin á matsjessíld eða létt- verkaðri síld. Og þessi nýja verkun var eins manns verk. Magnúsar Andréssonar stór- kaupmanns, sem gerði allar til- ^raunir á eigin kostnað norður í Hrísey, áðúr en þessi markað- ur var opnaður í Mið-Evrónu. fyrir og um 1930. Úrræði Síld- arútvegsnefndar á þessu sviði virðast vera harla lítil. enn sem komið er, og hefur hún bó starfað lengi að sölu saltsíldar. Ef við athugum síldveiðina nú í sumar þá kemur í ljós þegar þetta er skrifað. að veiðin er komin á aðra miljón, reiknað samanlagt í tunnum og málum. að af þessu magni hefur aðeins verið hagnýtt til manneldis kringum 400 þúsund tunnur og er með mesta móti þó. Til sam- anburðar má geta þess að nýt- ing Norðmanna á stórsíldinni hefur verið algjörlega tii manneldis eftir að veiðin minnk- aði þar hin síðustu ár, því að m *;■ " :> ;• ur-Evrópu í margs konar formi. Mest söltuð og sérverkuð á ýmsa lund. Ný, ísvarin hrað- fryst, niðursoðin og reykt. Is- lenzka sumarsíldin fyrir Norð- ur- og Austurlandi er alveg sérstakt gæða hráefni, þar kemst engin síld á norðurhveli jarðar í neinn samanburð, nema smásíldartegund sú sem brislingur nefnist, og veiðist við ■ v/TS; KTr rvrrrr- -rrr» SR 49 á Siglufirðl. eins skemmd síld hefur verið sett í bræðslu. Á miklum stór- síldarárum var nýtingin fyrst lengi vel kringum 1 miljón og 500 þús. hektólítrar til mann- eldis, en 'var komin upp í 3 miíjónir héktólítra, þégar stóf-' síldarveiðin fór að bregðast fyrir fáum árum. Og öll þessi síld var seld í Austur- og Vest- Wilson í ræðu í Hamborg: V-Þýzkaland fái ekki kjarnavopn HAMBORG 31/8 — í ræðu sem Harold Wilson, formaður brezka Verkamannaflokksins, flutti í dag á fundi í Hamborg ív Vest- ur-Þýzkalandi, ítrekaði hann eindregna andstöðu flokks síns gegn i þvi að Vestur-Þjóðverjar fái ráð yfir kjarnorkuvopnum. Hann fagnaði Moskvusáttmál- anum unj takmarkað spreng- ingabann, en sagði að ef bægja ætti frá hættunni á kjamorku- stríði yrði að gera raunhæfar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að kjarnavopn kæmust á hendur fleiri ríkja en nú ráða yfir þeim Wilson kvaðst hlynntur þeirri hugmynd að einhver af stofn- unum Sameinuðu þjóðanna fengi aðalaðsetur sitt í Berlín, og nefndi til dæmis Matvælastofn- uni.na FAO eða þá nýia stofn- un, sem fjallaði um afvopnunar- \ mál. Hann taldi að slík stað- setning stofnunar SÞ í Berlin. myndi geta dregið úr hættu á, að borgin yrði þrætuepli stór- veldanna sem gæti komið af stað stríði milli þeirra. Svíþjóð og Noreg, en i mjög smáum stíl. Einn af aðal framámönnum norskra síldveiða sagði í opin- berri ræðu 1 Björgvin á s.l. vetri, að veiðlleysið á Stórsíld- árveiðunum síðustu ár, hefði verið þarfur en harður skóli fyrir norska útgerð, því nú gætu menn séð hve illa hefði verið farið með hráefnið. að vinna ekki meira af því í manneldisvörur en gert hafði' verið. Við íslendingar höfum um langt árabil algjört veiði- leysi á sumarsfldveiðum, en okkar framámenn í þessum málum virðast alls ekkert hafa getað lært af því. Hver ber ábyrgðina? Það er ekki nokkur vafi á því, að við íslendingar höfum ekki á nokkru öðru sviði eins mikla möguleika til fjöröflun- ar, eins og í gegnum rétta hagnýtingu á síldinni til mann- eldis. En þó hefur bókstaflega ekkert verið gert af opinberri hálfu á þessum vettvangi. Fiskimálasjóður hefur ekkert látið gera. Síldarútvegsnefnd hefur ekkert látið gera. Enginn hefur gert neitt á þessu sviði. Alþingi og ríkisstjórn sem allt- af eru í eilífu gjaldeyrishraki hafa heldur ekkert gert. Það er máski léttara að lifa á láns- fé, svo lengi sem það fæst, heldur en verja hugviti, fé og tíma í það. að undirbyggja svo okkar útflutninígsatvinnuvegi að vð getum án lánsfjár verið að skömmum tíma liðnum. Ég veit hvað svarið verður, hjá þeim sem hafa svikizt um á verðinum. Það verður það sama og svar slíkra er æfinlega, að meira sé ekki hægt að gera en gert hafi verið á þessu sviði á undanfömum úrum.' En þá vil ég spyrja: Hvar eru tilraunir ykkar, til betri hagnýtingar á sfldinni? Það er ekkert leynd- armál, en öllum vitanlegt að engar slíkar tilraunir hafa ver- ið gerðar með betri hagnýtingu. En án slíkra verkunartilrauna er alveg út í hött að fullyrða neitt um. að markaðir séu ekki fyrir hendi, ef þeirra er leitað. og varan boðin fram í æskilegu Síldarsöltun á Neskaupsta. formi á hverjum stað. Þannig hafa aðrar þjóðir rutt mark- aðsvörum sínum braut með góðum árangri. Og á meðan miljónir manng bókstaflega vantar eggjahvítuauðuga fæðu þá eru hundra/fuldir möguleik- ar til framleiðslu ú slíkum fæðutegundum í stórum stíl. eins og er með okkur íslend- inga. Möguleikana vantar ekki En það er stór vöntun á þvi að þeir séu notaðir. Og enn vil ég spyrja: Hver vill taka á sig ábyrgðina af slíkum ræfildómi? Nei, ég geri varia ráð fyrir að neinn gefi sig fram, það væri of mikill mann- dómur. Bankarnir eiga hér nokkra sök Sumir segja að bankarnir eig: nokkra sök á þessu. Þeir ein- blína um of á það fjármagn sem lagt hefur verið í íslenzk- ar síldarbræðslur fyrr og nú, og stuðli því síður en svo að betri hagnýtingu á síldinni, vegna hræðslu við að fjármagn- ið sem 1 bræðslumar hefur verið lagt, skili þá minnl vöxt- um en ella. Sé þetta tilfellið, þá erum við mjög illa á vegi staddir. Því vinni handhafar fjármagnsins gegn nauðsvn- legri þróun þessara mála. bá getur svo farið að við dögum uppi. og verðum dæmdir af kringumstæðum til að lúta að litlu, þar sem miklir mögu- leikar voru fyrir hendi. Gegn slíkri öfugþróun þarf þjóðin að fylkja sér og brjóta hana án allrar miskunnar á bak aftur, áður en það er um seinan. Til Borgfirðinga og Mýramanna innan héraðs og utan frá Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar KODACHRyME II 15 DIN KODACHROME X 19 DIN EKTACHROME Stofnun héraðsskjalsafns . Borgarfjarðar var undirbúin á sýslufuhdum Mýra- og Borg- arfjarðarsýslna í júní 1957 og frá henni gengið með sam- þykkt á aðalfundum sýslu- nefnda í júlí 1961. Sam- kvæmt þeirri samþykkt skal tekið til varðveizlu í safnið: a) Skjöl, reikninga og gerða- bækur hreppa, félagasam- taka og annarra stdfnana í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslum, sbr. lög um hér- aðsskjalasöfn og reglugerð um þau. b) Rituð plögg frá einstakl- ingum. svo sem sendibréf pg skjöl, reikninga og rit- gerðir, skrár og skilríki og hvað annað, sem aflast kann af slíku tagi og safnsstjórn þykir þess vert. að geymast skuli. c) Prentaða og vélritaða smá- bæklinga og fáblöðunga, sem á er efni, er varðar sögu eða málefni héraðs- ins eða minningar ein- stakra manna, er í hér- aðinu hafa dvalizt eða eru þaðan kynjaðir. d) Myndir málaðar og teikn- aðar, ljósmyndir og prent- aðar myndir af héraðs- mönnum og einnig mann- virkjum og landslagi. e) Myndaþynnur (filmur) af kirkjubókum, jarðabókum. ættfræðiritum og öðrum þeim handritum, sem á- stæða þykir til að hafa í safninu. Þá er og í nefndri sam- þykkt gert ráð fyrir, að safnið .hafi lestrarsal til afnota handa þeim, er safn'ð vilja bagnýta. Hlutverk safnsins er því í fyrsta lagi að safna heimildum, sem rannsóknir á sögu héraðsins og íbúa þess hljóta einkum að byggjast á. og í öði-u lagi að varðveita og gefa þeim, er slikum fræð- um vilja sinna, kost á greið- um aðgangi að þeim heimild- um. Söfnun gagna til safnsins hefur staðið yfir hin síðustu missiri og hefur Ari Gíslason frá Syðstufossum. kennari á Akranesi, annazt það starf Hafa þegar safnazt á áttunda þúsund skráðra bóka, bréfa og ýmiskonar skilríkja og a sjöunda hundrað ljósmynda, aðallega mannamynda. Þá hef- ur safnið keypt myndaþynnur frá mormónum í Utah 1 Bandaríkjunum, en á þe;m eru textar allra kirkjubóka sem varðveizt hafa úr Borgarfjarðarhéraði, manntöi frá 1703—1901, dóma- og skiptabækur og fleiri sýslu- bækur úr Mýra- og Borgar- fjarðarsýslum, prestaævir Sig- hvats Borgfii-ðings, ævir 'ærðra manna Hannesar Þor- steinssonar, ættartölubækur ýmsar og fleira. Þá hefur og verið keypt lesvél, svo að not megi hafa af þynnunum. Má öllum vera ljóst, hve mjög þetta, safn bætir aðstöðu manna heima i héraði til fræði- iðkana. En þótt þegar hafi miklu verið safnað, er fuljvíst að mjög mikið er til af ýmis- legum gögnum i eigu einstak- ’inga. innan héraðs og utan., sem safninu væri hinn' mesti fengur að fá. En sakir þess hversu söfnun er timafrek og umfangsmikil, ekki sízt þegar ’kki verður alltaf með vissu vitað hvar helzt sé að bera •liður, er augljóst að safnið hefur ekki bolmagn til að framkvæma þá söfnun e;ns skjótt og nauðsyn ber til. Með ári hverju fer alltaf sitthvað forgörðum af þessu tagi, sem betra væri að hafa en missa, og verður flest af því ekki aftur bætt. Því hefur stjóm héraðsskjalasafnsins ákveðið að le’ta opinberlega eftir sam- vinnu við alla þá, er vilja ljá máli þessu lið. Umfram allt vill hún beina þeim tilmælum til allra þeirra, er kynnu að hafa undir höndum eitthvað, er safninu mætti vera akkur í að fá, að halda því til haga eða koma vitneskju um það til réttra aðila, ef þeir -vilja láta safninu það í té til varðveizln. í annan stað vill stjórn safns- ins ítreka fyrri tilmæli, að þeir sem eiga myndir af mönnum úr Borgarfjarðarhér- aði, eða af gömlum bygging- um þar eða öðrum mannvirkj- um, að rita nöfn þeirra manna eða staða, sem myndimar eru af, aftan á þær, meðan nöfn eru með vissu þekkt. Eiga þessi tilmæli eigi síður við, þó að fólk Vilji ekki að sinni af- henda safninu myndimar. Hve mikilvægt þetta er, má sjá af því að af þeim myndum, sem safninu hafa þegar borizt, skipta þær mörgum tugum, sem ekki eru vituð deili á. Liggur þar fyrir brýnt starf að leita allra hugsanlegra upp- lýsinga um þær. Safnið ásæl- ist ekki myndir sem menn vilja halda, en tekur fegins- hendi við þeim er fúSt. Benda má á, að þegar að því kemur að g'efa út æviskrár Borgfirðinga og Mýramanna, Framhald á 8. síðu. SumarsildveiSin og nýting sildarinnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.