Þjóðviljinn - 03.09.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.09.1963, Blaðsíða 10
I Vikuaflinn nokkuð á annað þús. mál og tunnur Síldaraflinn glæddist nokkuð aftur þessa síðustu viku, en var þó nokkuð minni en aflinn í sömu viku í fyrra. Á land bárust 131.843 mál og tunnur, en 174.374 mál og tunnur í fyrra. Er heildaraflinn þá orðinn 1.179.371 mál og tunnur, en var 2:094.836 á sama tíma í fyrra. Aðalveiðisvæðið síðustu viku var norðaustur af Langanesi og einnig suðaustur af Gerpi og Skrúð. Búið er að salta í 443.447 tunn- ur og er það allmiklu meira en á sama tíma í fyrra, en þá var bú- ið að salta í 370.448 tunnur. 30.416 tunnur hafa farið í frystingu, (38.905 í fyrra) og í bræðslu 705.508 mál, en í fyrra var búið að bræða 1.685.483 mál um þetta leyti. Á 2. síðu er birt skýrsla Fiski- félagsins um afla þeirra skipa, sem enn eru að veiðum. ! i atiu silfurpemngar Togarinn Freyr ligg- ur nu seldur við Faxa- garð og bíður brott- farar til Grimsby næsta fimmtudag. Það var verið að lesta ís um borð í skipið í gær og er ætlunin að kaupa sextíu tonn af bátafiski hér og selja hann á þriðjudags-i markaði þar í borg. — Grimsby verður heimahöfn skipsins í framtíðinni. í gær spókuðu sig á þil- farinu bæði Islendingar og Englendingar og voru land- ar okkar á hægu undanhaldi af skipsfjöl, en enskir sjó- menn stigu unnvörpum um borð til þess að yfirtaka þetta trausta skip. Landar okkar voru í döpru skapi og áttu heldur erfitt með áð yfirgefa sitt gamla skip, en tjallamir voru kampakátir og léku við hvern sinn fingur og leizt vel á gripinn. Kaupverðið var líka 250 þúsund pund eða 30 millj- ónir íslenzkra króna. Þrjátíu silfurpeningar eru kannski þrjátíu milljónir í dag með allri virðingu fyr- ir gengi íslenzku krónunnar. Daour bátsmaður Við hittum fyrst að máli Leif Vigfússon og stóð hann á brygsi- unni með hendur í vösum og horfði á sitt gamla skip. Hann var þungur á brún. Leifur hefur verið bátsmaður um borð í briú Aflaverðmæti 80 milliénir Hér á myndinni sjást Jack Kerr, enski skipstjórSnn, Arni Guðmundsson, 2. stýrimaður og kaup- seyðisfirftl í gær. — Söltunar- aann skellur hér á um miðnætti I nótt. Síldin hefur aldrei verié iins falleg og feit á sumrinu jins og hun hefur borist á land iíðustu daga og þykir þetta niður. Síldarverksmiðjan hér nefur tekið á móti 190 þúSund nálum og 105 þúsund tunnur nafa verið saltaðar á 8 söltun- arstöðvum. Aflaverðmæti eru þannig upp á 60 milljónir króna eftir sum- arið og eru kaupstaðbúar kampa- íátir yfir bessari upphæð. Hæsta síldarplanið, Hafaldan á [andinu er hér á Siglufirði, hefur saltað rúmlega 22 þúsund tunn- ur í sumar. Næst í röðinni er síldarplanið Ströndin og hefur tæplega1 22 þúsund tunnur. Þriðja hæsta planið er Sunnu- ver með 19 þsúund tunnur. ár eða síðan skipið kom til lands- ins og þykir vænt um skip sitt. Okkur hefur gengið ágætlega og höfðum við fimmtán þúsund kr. hásetahlut í síðustu ferð. Það voru 22 dagar. Hvað er álit þitt á sölu skips- ins? „Ég á ekki eitt einasta orð. Maður er svo rasandi”, sagði Leifur. „Þeir ensku ná ekki upp í nefið á sér af hrifningu. Sjáðu, hvað þeir eru kátir“. \ „Mikil eftirsjá er eftir svona góðu skipi út úr landinu“. Glæpamennskan uppmáluð Þeir stóðu á þilfarinu fyrsti stýrimaður og annar stýrimað- ur og spjölluðu saman um liðna tíð og bjuggust til landgöngu. Þeir heita Grettir Jósefsson og Árni Guðmundsson og eru báðir þekktir sem farsælir dugnaðar- forkar í íslenzka togaraflotanum. Það er hörmulegt að sjá eftir svona góðu skipi út úr landinu. sagði Árni Guðmundsson. Grettir tók undir það. Þeir selja undan okkur skip- in áður en við vitum af. Það er líklega meiningin að leggja niður togaraútgerð. sagði Árni. Englendingarnir eru ákaf- sýslurefurin n Harry Rinovia. lega hrifnir af skipinu og sér- staklega aðbúnaði mannanna um borð, sagði Grettir. Ég lái þeim það ekki. 1 skipinu eru 14 eins manns klefar og sex 4rá manna klefar og stór og rúmgóður þorðsalur fyrir skipshöfnina. Þetta er líka gott sjóskip og vel útbúið sem togari. Þetta er einn bezti togari okkar íslendinga. ■"Það er þyngra en tárum taki að missa svona skip. Annar stýrimaður verður hvassyrtur. Það er glæpamennska að selja svona mikilvirkt framleiðslutæki út úr landinu. Við erum allir rasandi hér um borð, segir Ámi stýrimaður. Glaður skipstjóri Enski skipstjórinn lék við hvern sinn fingur og hældi skip- inu á hvert reipi og kvað ís- lendinga hafa vit á togaraútgerð. Hann var sérstaklega hrifinn af aðbúnaði skipverja og skipinu í heild. „This trawler is grand“. Hann heitir Jack Kerr og er frá Grimsby. Hann hefur lítið veitt við ts- landsstrendur og hefur aðallega stundað veiðar í Beringshafi og við Grænland. Framhald á 3. síðu. Þriðjudagur 3. september 1963 28. árgangur 187. tölublað. Maður bíður bana í umferðarslysi Um kl. 2.40 aðfaranótt síðastl. sunnudags varð dauðaslys á Reykjanes- braut við afleggjarann að samkomuhúsi Njarð- víkur. yarð maður um fertugt fyrir bifreið og beið þegar bana. Mörg dauðaslys hafa áður orð- iðj á þessum sama stað. Slysið varð um kl. 2.40 um nóttina. Var bifreiðin A-28, sem er Volkswagen á leið til Reykja- víkur og segir ökumaður henn- ar að hann Ihafi ekkert vitað fyrr en hann sá ma-nn á göt- unni fyrir framan bifreiðina og hafi ekkert ráðrúm verið til þess að forða árekstri. Farið var með hinn slasaða mann í sjúkraliúsið í Keflavík en hann mun hafa verið látinn er þangað kom. Hann hét Reyn- ir Þorvaldsson og átti heima að Þórustíg 8 í Ytri-Njarðvík. Læt- ur hann eftir sig konu og fjög ur böm. Reykjanesbrautin liggur þarna í gegnum Ytri-Njarðvík og mun þetta vera einhver mesti slysastaður á öllu landinu. Hafa 10 til 12 manns farizt þarna í umferðarslysum á undanförnum árum. Stórþjóf naður f rá í vetur tipgs í fyrramorgun hafði lögreglan hendur í hári manns þess er framdi stórþjófnað í verzlun Jóhannesar Norð- fjörð í Eymundssonarkjallaranum 17. janúar í vetur, en þar var brotizt inn og stolið 41 úri ásamt allmiklu af hringum og fleiri skartgripum. Nam verðmæi þýfisins alls á annað' hundrað þús. kr. Dapur bátsmaður. Tildrög þess að þjófurinn var handtekinn eru þau að um kl. 5.30 á sunnudagsmorgun var lög- Góður afli Súðavík, 31. ágúst. — Tveir bátar eru farnir að stunda héð- an reknetaveiðar og hafa þeir aflað sæmilega, fengið 50 til 120 tunnur í lögn. Síldin er fryst til beitu og einnig er nokk- uð af henni lagt niður ti-1 út- flutnings. ' Er við þetta allgóð atvinna. Þá hefur verið stund- uð niðursuða á smásíld hjá iBjörgvin Bjamasyni á Langeyri. Hefur einn bátur stundað smá- sílQarveiðina. Unnið er nú að vatnsveitu fyrir þorpið og er því verki langt komið. Heyskap er að verða lokið og hefur hann gengið sæmilega, bæði hvað sprettu og hirðingu varðar. Unnið er nú við lagningu þjóðvegarins um Sjötúnahlíð en hún er austan vert við fjörð- inn. Eru 5 jarðýtur þar að verki en aðstaðan til vegagerðarinn- ar er allerfið. Loks er þess að geta að byrj- að er að byggja beinamjölsverk- smiðju í þorpinu. Söltunarbann skall á í nótt Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Síldarútvegsnefnd: Svo- hljóðandi tillaga var sam- þykkt með atkvæðum allra nefndarmanna í dag: „Nú hefir verið verkaíj all mikið af saltsíld um- fram samninga. en ennþó hefir enginn árangur orð- ið af tilraunum nefndar- innar um aukna sölu. Síldarútvegsnefnd á- kveður því að tilkynna saltendum, að söltun venjulegrar saltsíldar er óheimil eftir kl. 24.00 í kvöld, 2 september. Tak- ;st viðbót.^rsölur. xrmfram það magn, sem þegar hef- ir verið framleitt, verður það tafarlaust tilkynnt saltendum. Ef einhverjir saltendur eiga ólokið heimiluðúm sérverkunum. er áherzla lögð á, að þeim verði lokið sem fyrst.“ Ve^tursvæðið að Húsavík meðtalinni mun falla þetta söltunarbann einna þyngst með tilliti til væntanlegrar síldveiði, þar sem ekki er öll nótt úti ennþá. Austur- svæðið til Raufarhafnax hefur hinsvegar hlotið mikla söltun í sumar reglunni tilkynnt að verið væri að fremja innbrot í verzlun að Laufásvegi 41A. Þegar á staðinn kom fann lög- reglan ölvaðan mann inni í út- varpsviðgerðarstofunni Radiótón- ar. Hafði hann brotið stóra rúðu í gluggunum og farið þar inn en var engu búinn að stela. Við yfirheyrslu á sunnudags- morguninn viðurkenndi maðurinn auk þess afbrots eitt smáinn- brot annað. Gerð var síðan hús- leit í herbergi hans og fannst þar þá meirihlutinn af úrum þeim og skartgripum sem stolið var í fyrrnefndu innbroti hjá Jó- hannesi Norðfjörð,- Maðurinn hélt því í fyrstu fram að hann hefði fundið úrin og skartgripina en í gær játaði hann að hann hefði sjálfur fram- ið innbrotið. Gerði hann jafn- framt nokkra grein fyrir bví sem hann var búinn að farga af býf- inu. Sagðist hann hafa geymt það lengi í felustað suður í öskju- hlíð og ekkert af því selt fyrr en eftir marga mánuði. Maður þessi er 24 ára að aldri og hefur ekki komið áður við sögu hjá lögreglunni. Sigurpóll enn lemg- oflahœstur A miðnætti sl. Iaugardag voru eftirtalin sex skip afla- hæst á síldvciðunum sam- kvæmt skýrslu Fiskifélags ís- lands. Sigurpáll, Garði, 24.825. Guðmundur Þóröarson, Rvík.. 22.108, Sigurður Bjarnason, Akureyri, 20.687, Grótta, Rvík, 19.196, Ólafur Magnússon, Ak- ureyri, 18.488, Jón Garðar, Garði, 18.009.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.