Þjóðviljinn - 04.09.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.09.1963, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 4. september 1963 — 28. árgangur — 188. tölublað. ; '.:¦*.'. ¦.¦ '/:->k-:w ¦ :»-^-:'>:<',í'M7^vi^".,7!S«™toi.*:->»t"?-7-':T'-« TVEIRPILTAR JATA Á SIGARASIRNAR Laust eftir hádegi í gær handtók rannsókn- arlögreglan í Reykjavík tvo pilta sem hún hafði grunaða um að vera valda að líkamsárásum þeim og ránum sem framin voru aðfaranótt sl. sunhudags og f rá var skýrt hér í hlaðinu í gær. Játuðu piltarnir við yfirheyrslu í gær á sig verknaðinn. > Annar þessara pilta er 19 ára gamall en hinn 21 árs og á anriar þeirra heima hér í Reykjavík en hinn í Kópa- vogi. Hefur annar þeirra áður komið við sögu hjá lögreglunni vegna þjófnað- «~ MAISELDUR NÆST? ar og árásar en hinn er nýr í greininni. Eins og frá var sagt hér í blaðinu í gær réðust piltar þessir íyrst á manri sem beið eftir strætisvagni á móts við Elliheimilið Grund og slógu þeir hann í göt- una og rændu hann 12—14 hundruð krónum f pening- um. Um hálfum öðrum tíma síðar réðust þeir svo á 63 ára gamlan mann við hús- dyr hans á Vitastíg, slógu hann einnig í rot og rændu hann 2000 krónum í pening- um. Rannsókn í máli piltanna var rétt að hefjast í gær og er enn ekki vitað hvort þeir hafa verið eitthvað viðriðnir árásina sem gerð var á gull- smiðinn á Hverfisgötu að- faranótt sl. laugardags en þar voru fjórir og þó öllu heldur fimni menn að verki. Piltarnir sitja í gæzluvarð- haldi. Saltað á Seyðisfírði HUGSJÓNIR - OG BASL OG KRAFS í HNUSU! . ,, > » , við eigum ekki hugsjónir. Við áttum þær, en sviftibyljir hafa feykt þeim út í hafsauga. Við kröfsum og kröfsum, för- um gandreið um loftið, eða við rótum í krafsinu, bösl- um í hnaslinu — og eig- um ekki neina trú". ¦k Þessa spaklegu klausu má lesa í pistli Hannesar á Horninu í Alþýðublað- inu í gær, — og hefur hann ekki í annan tíma verið orðheppnari, gamli maðurinn, þótt oft hafi ýmislegt snjallt séít eftir hann á prenti. Einkum hefur það komið fyrir við og við þessi síðustu „við- reisnarár", að Hannes hef- ur ekki getað orða bundizt, og sagt sannlelkann um- búðalaust um það hvernig viðreisnin hefur leikið al- menning. •k Og nú hefur bersögli hans enn einu sinni hitt í mark: Sannorðari lýs- ingu á Alþýðuflokknum i , dag mun ekki að finna i nokkurs manns munni heldur en i þessum linum Hannesar á Horninu í gær. ¦ Togaraútgerðin hefur sem kunnugt er geng- ið óvenjulega vel í sumar. Hvert skipið í kjölfar annars hefur komið með góðan afla að landi, ýmist frá Grænlandi eða af heimamiðum. Oft hafa þau verið með fullfermi eða því sem næst. Mikil atvinna hefur skapazt í frystihúsunum hér í Reykjavík vegna þessarar velgengni togaranna. Nýju stóru togararnir hafa einkum þótt liðtækir á þessu tímahili, hafa komið inn með allt uppí 4—500 tonn eftir túrinn. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við þessum ágætu aflabrögðum, eru að selja togarana úr landi einn eftir annan. Ólafur Jó- hannesson, ágætt og nýlegt skip, var seldur í vor til Noregs og nú er röðin komin að Freý. Hann siglir til Bretlands á morg- un undir brezkum fána. Þegar Freyr lætur úr höfn á morgun eru liðin því sem næst rétt 3 ár síðan hann kom til Reykjavík- ur í fyrsta sinn, en það var í september 1960. Bjarni Ólafsson liggur ný- málaður vestur við Granda- garð og vitum við ekki hvað á fyrir honum að liggja, en þrálátur orðrómur gengur um að samningar standi yfir við Grikki um sölu á honum, Sólborgu, Brimnesi Qg Akur- ey þangað suður. Forráðamenn Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar kváðu hafa full- an hug á að losa sig við Maí, sem „er af sömu gerð og Freyr. Framkvæmdastjóri útgerðarinn- ar sagðist ekki vilja láta hafa neitt eftir sér opinberlega um málið, en kvaðst þó myndi mót- mæla harðlesa öllum fullyrðing- um í þessa átt. Við áttum tal vlð fulltrúa Einars Sigurðssonar, en hann var sjálfur staddur í Vest- mannaeyjum í gær. Spurn- ingu um hvort útgerðin hefði hug á að Iosa sig við Sig- urð, svaraði fulltrúinn á þá leið, að ekkert slíkt hefði komið til tals sér vitandi. Út- gerðin hefði gengið ágætlega undanfariu og kæmi skipið inn á morgun með góðan afla. I>að kemur fram í viðtali sem birtist hér í blaðinu í gær við einn skipverjann á Frey, að há- setahlutur úr síðasta veiðitúr skfpsins hefði verið 15.000 krón- ur. Túrinn tók 22 daga. Ekki man ég hvort skipið seldi er- lendis í þeim túr, eða landaði hér heima. Haunar er sama hvort er. ysrla hefur útgerðin tapað á þeim túr. Þorsteinn þorskabítur hefur loksins verið heimtur heim, eft- ir nokkurra ára dvöl í Eng- landi og hefur nú verið búinn út í síldarleit fyrir Norðurlandi. Hann mun hafa lagt af stað í gær, eða um það leyti, sem síldarsöltun var bönnuð endan- lega. Er ekki að efa að Sigl- firðingar munu þakka þessa síðbúnu hugulsemi! — G.O. GuSrúii væntmfeg heim í dag frá NY Guðrún Bjarnadóttir, fegurð- ardrottning íslands 1962, er fyr- ir skemmstu bar sigur úr být- um í fegurðarsamkeppninni að Langasandi ' í Bandaríkjunum er væntanleg hingað helm með Loftleiðaflugvél frá New York um hádegi í dag. Sigur Guðrúnar í þessari miklu alþjóðlegu fegurðarsam- keppni hefur vakið mikla at- hygli erlendis og hún orðið landi sínu til sóma með frammistöðu . aiaiagii tekur upp undnar strandfer&ir í fréttatilkynningu sem ÞjóSviljanum hefur borizt frá Eimskipafélagi íslands segir að 19. október n.k. muni Mánafoss hefja reglulegar strandferSir til Vest- fjarða og NorSurlands og e.t.v Austfjarðahafna. Verð- ur ferðum þessum haldiö uppi til áramóta til reynslu 1 fréttatilkynningu Eimskipa- I ráði er hjá Eimskipafélaginu félagsms um þetta efni segir að taka upp reglubundnar svo: strandferðir. Upphaflega var m.s. „MANAFOSS" ætlaður til þess að bæta þjónustuna við strönd- ina, þegar hann var keyptur á öndverðu þessu ári, en vegna mikilla anna hefur skipið ver- ið í millilandasiglingum fram að þessu og þá aðallega annast flutninga frá útíöndum beint til bafna úti á landi. Nú hefur á- Framhald á 2. síðu. Myndin er tekin um síðustu helgi á síldarplaninu Ströndin á I Seyðisfirði en það er annað hæsta plan á Iandinu I sumar og var saltaö þar í 2000. tunnuna sl. laugardag. Eins og frá var skýrt hér .1 blaðinu í gær hefur söltun nú verið bönnuð þar eð búið er að salta upp í alla gerða samninga. Mcsíi söltunarstaður á landinu varð að þessu sinni Seyðisfjörður og er ouðið langt síðan þessi fornfrægi síldarbær hefur hlotið það heiðurssæti. sinni. Vill Þjóðviljinn nota tæki- færið til þess að bjóða Guð- rúnu hjartanlega velkomna heim til íslands eftir þessa frækilegu för. Stéttarsam!iands fundurinn hafinn f morgun kl. 10 f. hádegi átti, aðalfundur Stéttarsam- bands bænda að hefjast í Bændahöllinni í Reykjavík. Aðalmál þingsdns verður verðlagsmál landbúnaðarins. og er búizt við miklum um- ræðum um það efni. Þingið sækja 47 kjörnir full- trúar úr öllum sýslum landsins auk stjórnar Stéttasambandsins, framkvæmdastjóra þess og full- trúa í framleiðsluráði land- búnaðarins. Eru margir nýir menn í hóþi þingfulltrúanna að þessu sinni. Þá verða auk þess ýmsir gestir við þingsetninguna, þar á meðal landbúnaðarráð- herra, Ingólfur Jónsson. Fulltrú- arnir utan af landi munu búa á Hótel Sögu á meðan þingið stendur yfir, en það. eru venju- lega tveir dagar. Á þinginu mun fara fram kosriing stjórnar Stéttarsam- bamdsins, en ttnín er kjílrin annaðhvort ár. Núverandi for- maður stjórnarinnar er Cverrir Gíslason bóndi í Hvammi í Norðurárdal. Sagt verður nánar frá störf- um þingsins hér í blaðinu síð- ar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.