Þjóðviljinn - 04.09.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.09.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 4. september 1063 ÞIÖÐVILIINN SlÐA 3 Kennedy er orðinn vondaufur um að sigra í Suður-Víetnam En Iofar samt að haddið verði áfram að veita harðstjóranum Diem fulla aðstoð 'V WASHINGTON og SAIGON 3/9 — ÁstandiS í Suður- Vietnam verður viðsjálla með hverjum degi og búast má við miklum tíðindum þaðan hvenær sem er. Jafn- framt er orðið ljóst að Bandaríkjastjóm er orðin von- dauf um að henni og leppum hennar muni takast að vinna sigur á skæruliðum þjóðfrelsishreyfingarinnar í landinu. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali við Kennedy forseta í gærkvöld. Hann sagði m.a. í viðtalinu að hann efaðist um að hægt yrði að sigra kommúnista í Suð- ur-Vietnam, ef stjómin í Saigon iegði sig ekki alla fram til að vinna þjóðina á e'itt banda. únisminn ekki lagður að velli, hélt hann áfram, og ég vona að stjómin í Suður-Vietnam geri sér það ljóst. En Kennedy bætti því við að það myndi vera al- rangt að hætta að /eita stjóm- Aigeng sjón á götum Saigons þessa dagana. — Bandaríkln eru fús til að veita stjórn Diems forseta aðstoð framvegis, en að mín- um ,dómi licfur hún á síðustu tveimur mánuðum misst tengsiin við alþýðu manni í Suður-Vietnam, sagði Kenne- dy forseti. Hann fór ekki hörðum orðum um ofsóknir stjómar Diems á hendur búddamönnum, en sagði að þær væru mjög óviturlegar. Aðstoð haldið áfram — Á þann hátt verður komm- Ossietzky loks reistur varði í VÞýzkalaiidi DÚSSEHDOHF 3/9 — Friðarvin- inum Carl von Ossietzky, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels meðan hann var í fangabúðum nazista, en úr þeim átti hann ekki afturkvæmt, verður nú loks reistur minnisvarði í Vest- ur-Þýzkalandi. Það eru námu- mehn í Ru'hrhéraði sem lagt hafa fram fé til minnisvarðans, en vesturþýzk stjórnarvöld hafa látið sig litlu skipta að halda minningu O&sietzkys á loft. VerBhækkun ásaltfíski ÞÓRSIHÖFN, Færeyjum 3/9 — Nefndin scm ákveður verðlag á fiskl sem lagð- ur er á land til saltfisk- .verkunar í Færeyjum kom saman á Iaugardaginn til a8 ákveða nýtt verð á fisk- inum vegna þess háa verðs sem greitt er fyrir hann bæði í Noregi og Dan- mörku. Ákvað nefndin að hækka verðið um 35 aura danska á kíló (um 2,20 ísl. kr.) til þess að tryf'" ''1 að færeyskir saltfis'k:''”-!- endur fái nægiiegan fis’- til að standa við gerða söiusamninga. inni í Saigon hemaðaraðstoð og hann væri algerlega andvígur þeim sem það vildu. Á báðum áttum ' ' Allt bendir til þéss að Bandá- ríkjastjórn geri sér ekki nokkra grein fyrir því hvemig bregð- ast_eigi yið hinu viðsjáverða á- standi i Suður-Vietnam. Henni virðist orðið ljóst að leppar hennar eiga engu fylgi að fagna meðál þjóðarinnar og öllu því gífurlega fé sem hún hefur aus- ið í stjóm Diems hefur verið kastað á glæ. Hins vegar þorir hún ekki að veitast beint gegn Diem af ótta við að hún myndi þá missa eina tangarhald sitt á landinu. Mikil tíðindi í vændum Fréttaritarar segja að ummæli Kennedys forseta í sjónvarps- viðtalinu í gærkvöld hafi vakið mikla athygli í Saigon. Tals- menn stjómarinnar segir að þau beri með sér að Kennedy viti lítið um hvemig ástatt er í landinu. Talið er að enn muni versna sambúð Diems og Banda- ríkjastjómar og menn búast við miklum tíðindum alveg á næst- unni. Aðrir eru þó þeirrar skoð- unar að Bandaríkjastjóm muni ekki ganga léngra en leggja að stjóm Diems að breyta afstöðu sinni gagnvart búddamönnum. Þjóðin vill frið Fréttaritari Reuters segir að það veki hvað mesta furðu hversu litlu almenningur í land- inu og þó einkum í Saigon láti sig varða deilur Diems og hinna bandarísku vemdara hans. Á- stæðan sé talin sú að fólk sé orðið þreytt á stríðinu við skæruliða kommúnista. Það hafi nú verið barízt í landinu nær óslitið í tuttugu ár og fólkið viliji frið umfram allt. Samsæri gegn Diem? Blaðið „Saigon Times“ sem gefið er út á ensku hélt því fram í gær að bandaríska leyni- þjónustan hefði lagt fram fé til að standa undir kostn- aði af samsæri um að steypa Diem af stóli. Það kvaðst hafa góðar heim- ildir fyrir því að leyniþjónust- an CIA hefði varið allt að 24 milljónum dollara til samsæris- ins. Uppreisnina hefði átt að gera í síðustu viku, en henni hefði verið frestað á síðustu stundu, af því að Diem hefði fengið njósnir af því sem tíl' stóð. V-þýzkir bændur hóta gagnaðgerðum Ekki horfur á sátt / kjáklingastríiinu ÐRUSSEL 3/9 — Litlar horfur eru nú á því að sættir ætli að takast í „kjúkli|igastríðinu“ milli Bandaríkjanna og Efnahags- bandalags' Evrópu, en deila þcirra um tolla bandalagsríkj- anna á bandarískum kjúklingum er erfiðasta ágreiningsmál sem upp hefur komið milli þeirra. Fréttaritari NTB í Brussel hefur það eftir bandarískum stjórnarfulltrúum þar, að því fari fjarri að Bandaríkjastjórri hafi skipt um skoðun í þessu máli og hún hafi alls ekki í hyggju að hætta við þær tolla- hákkariir á'" vorúrri frá bárida- lagsríkjunum. Hún hafi aðeins ákveðið að fresta þeim hækk- unum í einar tvær vikur til að gefa EBE tóm til að lækka kjúklingatollinri. 10 prósént lækkun? Framkvæmdastjórn EBE á- kvað í dag að mæla með því við stjórnir bandalagsríkjanna að tollur á hinum bandarísku kjúklingum yrði lækkaður am 11 pfenninga á kíló, eða sem svarar tíu prósentum. Með öllu er óvist, og reyndar ósennilegt, að öll aðildarríkin verði við þessum tilmælum, en hitt nær víst að Bandaríkjastjóm mun ekki telja þessa lækkun nægi- lega. V-þýzkir bændur hóta Vesturþýzka bændasambandið hótaðí í dag gagri'aðge'rðurn ’ef fallizt verður á kröfu Banda- ríkjanna um lækkun kjúklinga- tollsins.,. Stjói® sarriban.dsins-.seg- ir í bréfi til Sehwartz landbún- aðarráðherra að sambandið geti ekki( sætt sig við tillögu fram- kvæmdastjómar EBE um tiu prósent lækkun tollsins, sem myndi hafa skaðleg láhrif á kjúklingaeldi v-þýzkra bærida. Búizt er við að Erhard efna- hagsmálaráðherra muni á morg- un ákveða hvernig bregðast skuli við tilmælum EBE um tollalækkunina. Ein síðasta Ijósmyndin af Georges Braque. Ceorges Braque iátinn, 81 árs Á laugardag lézt á heim- ili sínu í París hinn heims- kunni franski málari Georg- es Braque og hafði hann einn um áttrætt. Banamein hans var heilablóðfall, en hann hafði verið heilsuveill síðustu mánuði. Kennedy forseti skundar heim úr orlofi Enn eitt barns- morð í Svíþjóð STOKKHÓLMI 3/9 — Mörg hundruð lögreglumenn leita að manni þeim sem síðdegis í gær nauðgaði og myrti fjögurra .ára stúlku, Ann-Kristin Svensson, I garði einum í Stokkhólmi. Margt béndir til þess að þar sé um sama mann að ræða sem fyrir þremur vlkum myrti sex ára gamla stúlku, Berit Glesing, í öðrum garði borgarinnar. Soint I gærkvöld hafði lög- reglan haft upp á óþokkanum og hafði hann játað á sig bæði morðin. Viðsjárvert ástand vegna kynþáttamála í Alabama WASHINGTON 3/9 — Bandaríkjastjórn hafði gert sér vonir uni aö draga myndi úr átökunum milli kynþátt- anna viö þau fyrirheit sem hún hefur gefiö leiötogum blökkumanna um lagasetningu til aö tryggja jafnrétti þeirra á við hvíta menn, en þær vonir hafa brugöist. í Alabama er ástandiö nú svo viösjárvert aö Kennedy Iforseti skundaöi í dag heim tii Washington frá Cape Cod í Massachusetts þar sem hann dvaldist í orlofi. Stérþjófnaðnr enníLondon LONDON 3'/9 — Enn 1 einn stór- þjófnaður var framinn í London í morgun. Grímuklæddir menn stöðvuðu vörubíl í Isleworth- hverfinu, bundu bílstjórann og kefluðu, óku bílnum til West Drayton og skildju hann eftir þar, en höfðu farminn með sér, en það voru sígarettur að verð- mæti utrf 6 núlljónir knina. Um 200 vopnaðir lögreglumenn og aðrir úr riddaraliði lögregl- unnar í Tuskegee í Alabama meinuðu í dag bæði nemendum og kennurum við gagnfræðaskól- ann í borginni að koinast inn í skólahúsið. Kennsla átti að hefjast í skól- anum í gær eftir sumarhléið og meðal nemenda sem skráðir voru í skólann voru þrettán þeldökkir, þeir fyrstu sem skólann sækia. Fylkisstjórinn í Alabama. Ge- orge Wallacé. fyrirskipaði hins vegar að fresta skyldi opnun skólans. 'þar sem hætta væri á kynþáttaóeirðum. Mikil ólga er í borginni af þessum -sökum og talin hætta á að þar fari eins og í Little Rock í Arkansas um árið. , 1 kvöld bárust þær fréttir frá Tuskegee að liðsauki sá er fylk- ishernum sem Walace fylkis- stjóri hafði sent til borgarinnar hefði verið fluttur þaðan aftur og sendur til Birmingham, þar sem einnig stendur til að skól- ar opni dyr sfnar fyrir þeldökk- um nemendum næstu dagana. Annars staðar í suðurfylkjun- um hafa þeldökkir nemendur byrjað skólagöngu með hvítum Iþessa síðustú daga án þess að tii átaka kæmi. Þannig hindraði lögreglan í Baton Rouge í I,ouisi- ana að uppnám yrði þegar fjór- ar litlar blökkustúlkur hófu þar nám í „hvítum“ skóla. Sömu sögu er að ségja frá Cambridge í Maryland. Skrilslæti í Fíladelfíu Um þúsund hvítar fjölskyldur í úthverfinu Polchoft í Fíladelfíu samþykktu í dag að hætta öllum viðskiptum við þær verzlanir í hverfinu sem ekki neituðu hin- um ungu blökkuhjónum um af- greiðslu sem fengu íbúð þar í síð- ustu viku. Þegar hjónin fluttu inn í íbúð sína, safnaðist hvítur skríll fyrir framan hús þeirra og kastaði í þau grjóti pg fúleggjum. Þau urðu að fá aðstoð fjölmennr- ar lögreglu til að komast inn i i- búð sína og lögregla er enn á verði við húsið. Dómar í Louisiana Dómstóll í Plaquemine í Louis- iana dæmdi í dag James Former, forseta iafnréttissamtaka blökku- manna CORE. og fimmtán aðra svertingjaforingja í 30 daga fang- elsi fvrir óspektir á 19. ágúst s.l. þegar «■■■ ö'cin efndu til mótmælagöngu í borg- inni. Nafn Georges Braque er 6- rjúfanlega tengt mestu listbylt- ingu okkar tíma, kúbismanum. tír „vöggu impressiónismans“ Hann var fæddur i Argent- euil, sem nefndur hefur verið vagga impressíónismans, 13. maí 1882. Faðir hans og afi voru húsamálarar og þá iðn lagði hann einnig fyrir sig. Aldamótaárið fluttist hann til Parísar og komst þar í kynni við listamenn og uppgötvaði verk impressíónistanna. 1903 hóf hann nám í Ecole des Beaux- Arts. Þegar hann kom aftur til Parísar 1905 eftir stutta dvöl í Honfleur og Ee Havre kynnt- ist hann verkum „villimann- arina“ („les fauves“) á Salon d’Autumne og þau urðu honum opinberun. Heildarsýning sem haldin var i París 1907 á verkum Cezanne varð ekki síður mikilvæg fyrir þróunarbraut hans. Hann kynnt- ist um það leyti ljóðskáldinu Guillaume Apollinaire sem varð hinn ótrauði forsvari kúbism- ans og það var Apollinaire sem kom Braque í kynni við Picasso einmitt þegar hann var að mála þá mynd sem átti eftir að verða fræg í listsögunni: Les Demoi- selles d’Avignon. Þau kynni sem tókust með þeim jafnöldrunum (Picasso var aðeins einu ári eldri) mörkuðu djúp spor í list- sögunni. Það var haustið 1908 sem Braque sýndi fyrstu mvndir sin- ar málaðar að hætti kúbista og má rekja uophaf kúbismans til þeirrar sýningar. Braque var iðinn og sfstarf- andi alla ævi, en hann var einnin einstakleea vandvirkur og lét ekkert frá sér fara' nema hanrt væri f.vllilega ánægður með hað Hann bæði málaði, mótnftj og sróf í stein og öll hans verk bera vitni vönduðtt handbragði og listrsenni fágun. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.