Þjóðviljinn - 04.09.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.09.1963, Blaðsíða 7
SIÐA J Miðvikudagur 4. séptember 1963 ÞJðÐVILJINN HVALFJÖRÐUR LÁTINN AF HENDI Maður spyr mann, hvemig getur slíkt átt sér stað? Nú þegar stórþjóðirnar eru að sættast og semja sín á milli á að herða kverkatakið á okk- ur þessum smáu. Reyndar þurfum við ekki að vera smá. Af okkar fordæmi áður fyrr hafa stærri þjóðir lært. Við vorum um nokkur ár fordæmi um sjálfstæðisvilja og hvers hann er megnugur. Við gætum verið stórveldi í sambúðinní við þjóðir heims. Maður spyr mann, hvemig getur slíkt gerzt núna? Reyndin er sú að við erum smá, þjóðin hefur verið dreg- in niður á svo lágt andlegt stig við hernám og hemáms- gróða. að það þarf enginn að spyrja hana, hvort hún játi því að HvalfjÖrður verði lát- inn af hendi sem herskipalagi og kjnrnorkukafbátastöð, eða neiti því. Það er bara komið aftan að þjóðinni og herstöðin sett á laggimar. Natómenn- irnir vita að íslenzku ráðherr- arnir spyrja þjóðina aldrei ráða. Og ef þeir spyrja er það' ekki á mæltu máli, annað þora þeir ekki. Nató er búið að múta Is- lendingum í mörg ár. Einka- bílar á hvert nef á landinu er takmarkið. Peningar Nató kunna að hasla sér völl þar sem mest ber á þeim. Nú er komið að skuldadög- um. ,,Land af okkar landi" skal greitt upp í lúxusbíla- skuldirnar, „þjóðin hefur lifað um efni fram“ og „allir verða að fórna“skuldina. Hvalfjörður látinn af hendi. Það sem svarið var að aldrei skyldi af hendi látið, er nú látið. Æra okkar. Líf okkar. Og stjórnarblöðin halda virðingarsvip sínum. Blaðið sem sagði að land af okkar landi skyldi ekki verða gert að landi af þeirra landi er sallarólegt. Það er búið að undirbúa sölu þessa lengi með áralöng- um undirróðri og peninga- austri, allt blásið upp sem er ómerkilegt og einskisvirði og það gert að megininntaki llfs- ins. um hann ékki aftur. Island er fallið ríki. I Staksteinum Morgunblaðs- ins er þessi nýjasta landsala kölluð „Hvalfjarðarmálið" og þykir eins sjálfsögð og að renna útúr einu kokkteilglasi 1 boði hjá bandaríkjasendi- herrafrúnni „Land af okkar landi til að gera að landi af þeirra landi“, hvar er nú sá BUr Drífu Viðar Hinir nýju Mósesar leiða fólk sitt áfram yfir eyðimörk- ina beint i þau fyrirheit, að Island verði afsiðað óbyggilegt ból. Tekur það aldrei á þig her- námssinni að þurfa að berjast fyrir því vonda? Jú, ég hef heyrt það til þín, þegar þú ert einhversstaðar drukkinn, því þá verða menn svo örlátir og gleyma pyngjunni og má þá kanna hug þeirra; þá hef ég heyrt þig vera á móti hern- aðarstefnunni. Tekur það aldrei á þig að þurfa alltaf að taka þátt í því að selja land þitt, lið fyrir lið, útnes fyrir útnes, jörð fyrir jörð? Ekki ef þú færð að fara til Parísar fyrir. Maður spyr mann stöðugt þar sem tveir hittast þessa daga, hveimig má þetta vera? Höfum við ekki réttindi á við hunda ? Svarið vita allir. Við erum búin að fleygja fjöregginu og það verður aldrei heilt. Við erum búin að afsala okkur frumburðarréttinum og við fá- Samkeppni A.3. um Ijósmyndir Samkvæmt írétt frá Almenna bókafélaginu hefur félagið nú ákveð- ið að efna til verðlauna- samkeppni um beztu ljósmyndir frá Reykja- vík. Er samkeppni þessi einn þáttur í undirbún- ingi nýrrar myndabókar um Reykjavík, sem AB hygast gefa út í náinni framtíð. Ætlazt er til, að myndirnar eýni höfuðborgina og næsta umhverfi hennar eins og það er í dag, vöxt borgarinnar og viðgang og daglegt líf og störf i henni — með sérstakri á- herzlu á því, sem talizt getur einkennandi fyrir borgina. Veitt verða 4 peningaverð- laun og sex bókaverðlaun; fyrir litmyndir verða 1. verð- laun 10.000.00 krónur og 2. verðlaun 5.000.00 kr. — og fyrir svarthvítar myndir verða 1. verðlaun 7.000.00 krónur og 2'. verðlaun 3 000.00 krón- ur. Bókavorðlaunin verðu þrenn i hvorum flokki og get- ur hver sem þau hreppir, val- ið úr útgáfubókum Almenir1 bókafélagsins bækur að verð- mæt’ 1.000.00 krónur, reiknað á félagsmannaverði. Við mat á öllum mjmdum, sem til keppninnar eru sendar, verður í eenn tekið tillit til uppbyggingar þeirra og efnis. Dómnefnd skipa þeir Sigurðui Magnússon og Guðmundur W. Vilhjálmsson ásamt einum fulltrúa Almenna bókafélags- ins, Hver þátttakandi getur sent allt að 5 myndir til keppninnar, en engin þeirra! má hafa birzt í bók áður. Jafnt áhugaljósmyndarar sem atvinnuljósmyndarar geta tek- j ið þátt i keppninni. Skilafrest- ur mynda er til 15. o'któber 1963. Nánari reglur um sam- keppnina verður að finna í blaðaauglýsingum og enn- fremur í næsta hefti af „Fé- lagsbréfum“ Almenna bókafé- lagsins, sem út kemur innan skamms. Myndabók sú um Reykjavík, sem ljósmyndasamkeppnin er undirbúningur að, verður gef- _in út I eamvinnu við forlag Hanns Reich í Þýzkalandi, sem m.a. gaf út myndabókina ís- land i samvinnu við Almenna bókafélagið, en sú bók hefur. nú se’zt í yfir 20 þúsund ein- tökum, sem mun vera meira en áður eru dæmi til um slíka bók, að því er segir í frétt frá Almenna bókafélaginu. sam mælti þau orð? Og hvað segir blaðið hans? „Hvalfjarð- armálið“ eins og verið sé að renna niður uppáhaldsrétti eiginmannsins úr Lesbókinni, ljúffengu nautakjöti, saignant, með steinseljusmjöri og rifn- um osti. Spari- og frelsissvipur er svipur Moggans, en bakvið ekkert nema svik við land og þjóð, svipur atómmanna sem þurfa ekki að vega með vopn- um og ekki þerra blóð af spjótsoddum, heldur leyfa að komið sé fyrir dauðasprengj- um í hjartanu á sinni eigin þjóð. Vondi Moggi með fína vestræna sparisvipinn, úlfur- inn undir sauðargærunni. Engum datt í hug að láta landið af hendi þegar Banda- rikjamenn báðu fyrst um her- stöð hér og Hvalfjörð til 99 ára. En eftir að Atlantsbanda- lagssáttmálinn hafði verið samþykktur, hafa Bandaríkja- menn átt allskostaf við okkur. Sú samþykkt Atlantsbanda- lagsins sem kennd er við Ott- awa skipar fyrir að Nato komi sér upp herskipalagi og kjarnorkukafbátastöð á Is- landi og skuli það vera höfuð- vígi Nato á norðanverðu At- lantshafi. I fyrrasumar yar Faxaflói kortlagður og ýmsar tilfæringar gerðar sem segja að bú’ð sé að ákveða að þetta verði gert að öllum fornspurð- um sem eiga landið. Sé það satt, og það er satt, þá bíður Islendinga ekkert nema dauðinn. Hér er um voðalegt athæfi að ræða. Og jafnvel ekki bara verknaður- inn ejálfur heldur siðferðið á bak við. Ekki bara í stríði, heldur einnig á friðartímum. Þarna allt í ki'ing eru fjöl- byggðustu sveitir landsins, Reykjavik, Akranes, Borgar- fjörður. Mýrar, sveitir um- hverfis Faxaflóa, Þingvalla- sveit, sveitir á Suðurlandsund- irlendi. Biskupstungur, Gríms- nes, Ölfus, og Flói. Ekki væri gott að flýja yfir í sum- arbústaðalandið á Þingvöllum að sumri til þegar sprengjan fellur, Hvalfjörður er handan við Botnssúlur. Þegar Reyk- vfkingar ganga um götur sín- ar, sjá þeir þau fjöll sem varða þennan djúpa og mikla fjörð, sem mörgum finnst með fegurstu stöðum landsins. Um þessar slóðir eru llkindi til að sé elzta byggð á Islandi. þarna hafa írskir og suður- eyskir menn m.a. búið. Pat- rekur biskup vísaði Örlygi gamla þar til lands og hefur eflaust búið þar einhverntíma sjálfur ásamt öðmm guðs- mönnum. Þessi byggðarlög era eldri en sjálf byggð lands- ins sem telst byrja með Ing- ólfi. Það er náttúrlega táknrænt fyrir val Atlantshafsbanda- lagsins og undirgefinna manna þess á Islandi að velja ein- ínitt þann stað sem á sér lengsta söguna á þessari eyju til þess að leggja hann í eyði og nálægastan stað höf- uðborginni og næst sem mestu þéttbýlinu fyrir kjarnorkukaf- bátana. Ráðamenn Ngtó hljóta að hafa hugsað mikið um það hvernig þeir ættu að fara að uppræta íslenzku þjóðina af þessum mikilvæga hólma. (That important military base). Ráðherrar okkar Islendinga þora ekki að horfast í augu við þjóðina þegar þeir selja landið undan henni, bút fyrir bút. Þeir fara í staðinn í bæki- stöðvar Nató þar sem er eng- inn talsmaður lltils ríkis sem telur 180.090 manns, en ein- tómir stórspekúlantar, sem telja í milljörðum dollara og munar ekki um að eyða smá- þjóð norður við heimskauts- baug. ' Vilja ráðamenn okkar ekki mæta okkur I ok'kar landi, aug- liti til auglits, og lýsa þvi yfir I heyranda hljóði að Lögbergi að landið okkar skuli verða kjarnorkukafbátastöð og her- skipalægi og aðalbækistöð Nató á norðanverðu Atlants- hafi ? Vilja þeir lýsa þessu yfir undanbragðaiaust og á mæltu máli og í heyranda hljóði fyr- ir alþjóð ? Nei. Þeir kunna sitt mál. Þeir þegja. óþekkir krakkar sem hafa verið að gera eitt- hvað sem þeir máttu ekki. Þögnin er samþykki þeirra. Þögn þeirra er sala landsins, lim fyrir lim; Keflavík, Aðal- vík, Langanes, Snæfellsnes, Hornafjörður, Hvalfjörður — Það tekur hvergi botn. Við eigum ekkert það. tæki . sem mælt getur þá dýpt sem þeir sökkva okkur í. Okkur þótti Gizur jarl aldrei þokkapiltur. Hinsvegar höfum við alltaf haldið meira upp á Þórð kak- ala sem sveik landið ekki, heldur drakk sig í hel áður. Eða við höfum viljað að svo. væri. Bezla ráð Islendinga við vélabrögðum erlendra stjórn- ara, og það göfugasta, hefur vei-ið talið að drekka sig í hel. Eg legg til að ríkisstjórnin taki upp það ráð. Enda þótt það sé nú orðið nokkuð seint. En ríkisstjórnin hefur ekki manndóm I sér til þess. Og jafnvel þótt ríkisstjórnin drykki sig í hel í veizlum Nató og aðrir tækju við, þá getum við alltaf treyst því, meðan við erum í Nató, að þeir munu svíkja land sitt. Og nú er svo komið að næsta skrefið er kjarnorku- kafbátur sem borið getur Pol- arisflugskeyti þar sem land- námsmenn frá Suðureyjum og Irlandi settust fyrst að sem útverðir með menningarlif í háum blóma. Nú síðast eiga sjóliðar Nató að ráfa þar um, en sjó- liðar Nató eru margir hverjir beint úr fangelsunum, aðrir fást ekki á herskip og kaf- báta. Þeir eru losaðir úr fang- elsunum upp á það að gerast sjóliðar og taka þann kostinn. Þar sem bóndi rekur enn fé sitt á fjall að sumri og sækir að hausti, verður brátt hin geigvænlegasta tortímingar- hætta á Jandi hér. Við getum sagt það með vissu að það verður ekkert kvikt við Faxa- flóa eftir að sprengju er varp- að á kafbátastöðina. Eða það spi'ingur kafbátur i sjónum og eitrar allan flóann, miðin okkar, lífsviðurværið, atvinnu- veginn. Eða það fara sjóliðar rænandi og ruplandi um hér- uð. Eða veizla á Olíustöðinni, konum og bðrnum sérstaklega boðið. Leyfa bændur í Hvalfirði þessa st.öð? Leyfa Reykvíkingar, Akur- nesingar, Hafnfirðlngar þessa stöð? Leyfa Borgfirðingar þessa slöð? Kjalnesingar, Mosfellssveit- armenn, fólk við Faxaflóa? Leyfa bændur cg sumarbú- staðaeigendur í Þingvallasveit þessa stöð? Leyfa sjómenn þessa stöð? Aðal herskipa og kafbáta- lægi Atlantsbandalagsins á Norðanverðu Atlantshafi í Hvalfirði, við nefið k Reyk- vlkingum og mitt í fjölbyggð- ustu sveitum landsíns. Betur að landið væri ljótt og þjóðin ætti enga sÖgu. Og þótt hún hefði aldrei átt sér menningu og enginn þekkti hana sem þjóðina sem varð- veitt hafi elztu ljóð, sögur og sagn'fræði á sína tungu lengur en nokkur germönsk þjóð önnur, og jafnvel þótt bóndi væri hér enginn sem sækti fé sitt að hausti og þótt við heyrðum ekki í jeppum og lúxusbílum, væri það betra en að eiga sér fallegt land og gott sem svikið viferi og sögu- rikt land sem misþyrmt væri og menningu sem tortímt væri og bónda sem hrnkinn værl af jörðinni til að byggja her- stöð þar sem hann áður hó- aði.f.épu þg.g\.,,...... Áður fyrr áttum við þó mann sem hafði heilindi t’l þess að drekka sig í hel. Það Þessi mynd — af tveím hátt- settum kirkjunnar mönnum — var tekin fyrir skömmu austur í Moskvu. Þeir sem sjást á myndinni eru Aleksij, patríarki í Moskvu, og Fran- cois Oharriere biskup af Lausannc á Frakklandi, — tók okkur 700 ár að koma okkur upp hóp af mönnum sem hafft ekki manndóm I sér til þess. Eruð þið nú alveg viss um að þetta sé satt sem sagt er, að Nató ætli að taka Hval- fjörð?, spyr maður mann. Já. Við eram búin að segja það aftur og aftur. Við eram búin að vita þetta nærri þvi jafnlengi og ríkisstjórnin. Þegar rikisstjórnin sendi unglinga sína með sprengjur á göngumenn Hvalfjarðar- göngu í fyrra, var það sönnun fyrir því að þá þegar var búið að semja af okkur Hvalfjörð- inn. Það sem ríkisstjórnin þorir ekki að viðurkenna, lætur hún unglingana segja með ópí og öskri fyrir slna hönd, sprengj- um -og bílaákeyrslum. Utanríkisráðherra er búinn að játa að þetta sé satt fyrir. stjórnara,ndstöðunni. Auk þess er hann búinn að harðneita því i Vísi. Og Mogginn er bú- inn að neita. En aumingja ráðherrar sem oruð í Nató. Þið eruð varnar- lausir alltaðeinu og við sem byggjum land'ð. Nató á land- ig og er sezt til höfða. Þið eruð til fóta og ykkur verður bráðum sparkað út. Samt ætla ég að segja: Leggjum allt kapp á að segja okkur úr Nató. Strax. Og hversvegna óska ég eftir að þeir drekki sig i hel? Er mér ekki sama um þá? Það er vegna þeirra sem kusu þá og trúðu þeim til ein- hvers góðs. " Drekk'ð ykkur í hel, ríkis- stjórn, t*l þess nð kjósendur ykkar geti eignazt Kakala í stað þess að eiga bara Gizur. Charriere blskup fór til Moslrvu sem sérstakur full- trúi Páls páfa sjötta í Róm til að vera viðstaddur há- tíðahöld þar í tiiefni af því að liðin voru í sumar 50 ár síffan Aleksij patríarki gerð- ist kirkjunnar þjónn. Patríarki og biskup

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.