Þjóðviljinn - 04.09.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.09.1963, Blaðsíða 8
SlÐA MÖ0VILJINN Miðvikurtagur 4. september 1963 O r r r Þannig lítur út ein nýjasta gerðin af stórum f ólksbifreiðum, sem framleiddar eru i Sovétríkjun- um. Tegundarhei tið er ZIL - IIIG. Vestf jarðaprestar vilja að biskupsstólar verði 3 ÍSAFIRÐI — Aðalfundur Prestafélags Vestfjaröa var haldinn hér á ísafirði dag- ana 9.—10-ágúst s.l. Á fundinum mætti séra Bjarni Jónsson vígslubisk- up og hafði framsögu i aðalmáli fundarins: Kirkja vors guðs er gamalt hús. 1 yfirlitsskýrslu sinni gat formaður þess, að enn hefði byggð dregizt saman á Vest- fjörðum og enn eitt presta- kallið lagzt niður, Staðar- prestakall í Grunnavik. Nú eru laus á íélagssvæðinu fjögur prestaköll, sem þjónað er af nagrannaprestum, en auk þess eru í tveim settir prestar. Einn prestur sagði af sér embætti s.l. vor, séra Jón Ölafsson í Holti í Önundarfirði. Prófast- ur í stað hans er settur séra Jóhannes Pálmason á Stað i Súgandafirði. Einn prestur nefur verið settur frá síðasta., aðalfundi í ögurþingapresta- kall, séra Bernharður Guð- mundsson, sem nú dvelst vest- an hafs um þessar mundir. Að skýrslu formanns lok- inni var tekið fyrir aðalmái fundarins: Kirkja vors guðs er gamalt. hús, en íramsögu- Rædd slys og tjón út frá rafmagni Stjómunarfélag Islands hefur í hyggju að efna á næstunni til námskeiðs í eyðubíaðagerð og eyðublaðatækni og gert er ráð fyrir að námskeiðið standi yfir í 5 daga. Kennt verður 3 stund- ir á dag. Á námskeiðinu verður m.a. rætt um eyðublöð almennt, prent- verk, pappírsstöðlun, hönnun (de- sign) eyðublaða, skipulagningu eyðublaðaþjónustu og eyðublaða- vörzlu, kerfisbundna (staðlaða) vélritun, fjölritun eyðublaða aðra en prentun o. fl. Forgöngu að námskeiðinu hafa fyrirtæki, félög og stofnanirsem eru aðilar að SFl. Fjórði aðalfundur Félags eftir- litsmanna með raforkuvirkjum var haldinn að Bifröst i Borgar- firði dagana 24. og 25. ágúst. Fundinn sáfcu eftirlitsmenn viðsvegar af landinu auk nokk- urra gesta. Meðal þeirra gesta sem sóttu fundinn var fulltrúi rafmagnseftirlitsmanna i Osloin- spektör Sven Svendsen starfs- maður hjá Oslo Lysverker, sem t fræddi fundarmenn um margt varðandi rafmagnseftirlit í Nor- egi. Formaður félagsins Friðþjófur Hraundal var endurkjörinn. Með honum í stjóm eru Stefán V. Þorsteinsson frá Rafveitu Hafn- arfjarðar, Stefán Karlsson frá Rafmagnsveitu Reykjav., Guð- mundur Jónsson frá Rafmagns- veitum ríkisins og Hjörtþór Ág- ústsson frá Rafmagnsveitu Reykj- avíkur, sem kom í stað Gísla Guðmundssonar frá Rafveitu Miðneshrepps, sem verið hefur ritari félagsins frá stofnun i þess, en GísM gekk nú úr stjóm ! vegna breytinga á starfi. Fræðs'lustjóri var kosinn Öskar Hallgrímsson hjá Rafmagnseftir- liti ríkisins, og er hann formaður fræðslunefndar sem skipuð er fimm mönnum þeim Magnúsi Reyni Jónssyni verkfræðingi, Baldri Helgasyni tæknifræðingi, Bjama Skarphéðinssyni raffræð- ingi og Oddi Jónssyni eftirlits- mann'i. Aðalmál fundarins voru örygg- is- og fræðslumálin. I því sam- bandi var nokkuð vikið að þeim slysum og tjónum sem orðið hafa af rafmagni hér á landi að und- anförnu, en samkvæmt þeim upp- lýsingum sem fyrir lágu á fund- inum hafði einn maður farizt af rafmagni hér á landi á síð- asta starfsári félagsins og að því er bezt er vitað sjö gripir ræðu í þvi máli flutti séra Bjarni Jónsson vígslubiskup. fléttaða frásögn um eigin lífs- reynslu í starfi. Hófust síðan fjörugar umræður um málið. Næsta mál á dagsskrá fund- arins var flutt af formanni. Nefndi hann það framtíð Is- lenzku kirkjunnar. Var það mál allýtarlega rætt og síðan frarrjþornar, .tvær tillögur af séra Þorbergi Kristjánssyni í Bolungarvík og samþykktar af fundarmönnum. Tillögurnar eru svohljóðandi: 1. Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða haldinn á Isa- firði 9.—10. ágúst 1963 fagnar þeirri ákvörðun rík- isstjórnar og Alþingis að afhenda þjóðkirkju Islands Skálholtsstað til eignar og umráða ásamt árlcgri fjár- veitingu og væntir þess að í framhaldi af þvi verði kirkjunni veitt aukið sjálf- forræði eigin mála. 2. Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða haldinn á Isa- firði 9. — 10. ágúst 1963 lítur svo á að störf biskups séu' svo umfangsmildl orðin að ofviða sé einum manni '•g telur því nauðsynlegt, að cndurreistir verði hinir fornu biskupsstólar í Skál- holti og á Hólum, þannig að biskupar verði þrír og vcrði Reykjavíkurbiskup höf- uðbiskup kirkjunnar. Þá var rætt um útgáfu tíma- ritsins Lindarinnar, en hún kom út á s.l. ári. Er félagið nú í nokkurri skuld vegna útgáf- tnnar og bví samþykkt að fresta útgáfustarfsemi um sinn. Komið hafa út 10 árgang- ar síðan hún hóf göngu sína, sem var 1929, en Prestafélag Vestfjarða var stofnað 1928 og er því 35 ára á þessu ári. Þess skal getið að mættir prestar á fundinum tóku þátt í hátíðahöldum þeim, sem fram fóru á Isafirði 11. ágúst s.l. vegna aldarafm.æ1ts Isa- fjarðarkirkju. I stjórn félagsins voru kosn- r: Séra Sigurður Kristjánsson fsafirði, formaður, séra Jó- hannes Pálmason, Stað, ritari og séra Tómas Guðmundsson Patreksfirði, gjaldkeri. Finnska þingið kemur saman HELSINGFORS 2/9 — Á þriðju- dag kemur finnska þingið sam- an á ný eftir sumarleyfið. Á dagskrá er aðeins eitt mál, nefnilega að taka til þriðju um- ræðu lagafrumvarpf um ríkis- styrk til háskólans í Ábo. Síð- an mun þingið sinna þeirri stjórnarkreppu, sem varð i Finnlandi á föstudag í síðust.u viku, er stjórn Karjalainens baðst lausnar. Kekkonen forseti mun á briðjudag kl. 11 taka á móti þingforsetanum. Auno Kleemola, og ræða Við bann um ástandið. Á fimmtudag mun hann svo veita formönnum þingflokkanna áheyrn. Jarðskgálffi SRINAGAR 2/9 — Gífurlegur jarðskjálfti varð i dag í Kas- mírdalnum og olli miklum eyðileggirigum. Er talið að um það bil hundrað manns hafi farizt í jarðskjálft.a þessum. en um fimm hundruð slasazt. Um það bil fimmtíu þorp munu hafa orðið fyrir jarð- skjálfta þessum. Er það til marks um hve mikill jarðskálftinn er, að talið er að um það bil eitt þúsund hús hafi hrunið í þess- um þorpum. Hefur þvi að sjálf- sögðu orðið gífuriegt eignatjón, einnig mikið tjón á húsdýrum. Mestur mun jarðskjálftinn hafa verið suðvestur af Srinagar, höfuðstað Kasmír. Átta óveitt prestaköll, þar of sex í Reykjavík Efnahagsþróun EBE stenzt ekki áætlun BRUSSEL 2/9 — Efnahagsþró- un EBE hefur í sumar orðið slík, að sérfræðingar bandalags- ins verða að endurskoða fyrri álitsgerðir sínar. Svo virðist, sem vöxtur á brúttóþjóðarfram- leiðslu Efnahagsbandalagsins verði um bað bil 4% í stað 4.4%, sem búizt var við í lok síðasta árs. Almennt skoðað oru þó taldar góðar horfur í efnahagsmálaþró- un þgndala.gsins. Meðal annars er búizt við því, að á síðari helmingi þessa árs aukist m.iöe útflutningur til þeirra landa, sem utan bandalagsins standa. Biskupinn yfir Islandi heíur auglýst tvö prestaköll laus til umsóknar og er umsóknarfrest- ur er til 1. næsta mánaðar. Prestaköllin eru: Hofsprestakail í Norðurmúlaprófastsdæmi, þ.e. Hofs- og Vopnafjarðarsóknir, og Ólafsvikurprestakall í Snæfells- nessprófastdæmi, þ.e. Ólafsvík- ur-, Ingialdshóls- o-g Brimils- valiasóknir. Til viðbótar þessu hefur biskupinn auglýst sex prcsts- embætti í Reykjavík laus til umsóknar. Þau eru þessi: 1. Annað prestsembættið í Ncsprestakalli í Reykja- víkurprófastsdæmi. Heimatekjur engar. 2. Annað prestsembættið í Há- teigsprestakalli í Reykja- víkurprófastsdæmi. Heimatekjur engar. 3. Annað prestsembættið i Langholtsprestakalli í Reykjavíkui-prófastsdæmi. Heimatekjur engar. 4. Ásprestakall í Reykjavíkur- prófastsdæmi. Heimatekjur engar. 5. Bústaðaprestakall í Reykja- víkurprófastsdæmi. Reimatekjur engar. 6. Grensásprestakall í Reykja- víkurprófastsdæmi Heimatekjur engar. Samkvæmt auglýsingu dóms- og kirkjumálaráðuneyt’sins, dags. 19. ág. 1963, um skipt- ingu Reykjavíkurprófasts- dæmis í sóknir og prestaköll. Umsöknarfrestur um öll sex prestaköilin er til 15. okt. 1963. Biskup vísit- eraríDölunum Biskup Islands vísiterar Dala- prófastsdæmi dagana 6.—13. september n.k. Vísitazíunni verður hagað sem hér segir: Snóksdalskirkja kl. 1: Föstu- daginn 6. sept. Kvennabrékku- kirkja ki. 5: Sama dag. Stóra- Vatnshornskirkja kl. 2: Laug- ardaginn 7. sept. Áformuð kiikjuvígsla að Reykhólum Sunnuöaginn 8. sept. Hjarðar- holtskirkja kl. 2 Mánudaginn 9. sept. Hvammskirkja kl 1: Þriðjudaginn 10 sept. Staðar- fellskirkja kl. 5: Sama dag. Dagverðarnesskirkja kl 2: Mið- vikudaginn 11. sept. Skarðs- kirkja kl. 2: Fimmtudaginn 12. september Kirkjuhvolskirkja kl. 2: Föstudaginn 13. september. Vísitazían hefst á hverri kirkju með guðsþjónustu. Að henni lokinni fara fram við- læður við söínuðina og skoð- un á kirkjunum. Þess er sér staklega vænzt. að börn, eink- um þau sem eru á fermingar- aldri, komi til sóknarkirkju sinnar til viðtals við biskup. (Frá biskupsskrifstoíunni) Leitaði að rækju við Eldey og fann — fyrir tólf árum 1 sambandi við frétt . sem birtist hér í Þjóðviljanum sl. föstudag um leit að rækjumið- um við Reykjanes hefur blað- inu verið bent á að fyrir 1? árum gerði Sveinbjöm Finns- son útgerðarmaður Aðalbjörgu RE 5 út til að leita að rækju á þessum slóðum undir stjórn Einars Sigurðssonar. Allmikið fannst þá af rækju í kring um Eldey og fékk Sveinbjöm sér rækjuvörpii frá Danmörku til þess að nota við frekari könnun þessara miða. t Ijós kom að þarna var um stóra úthafsrækju að ræða. Hins vegar kom svo mikið af fiskseiðum með í vörpuna við rækjuveiðarnar að Sveinbjörn lét frelcari rækiuveiðar nið- ur falla þar eð hann taldi að þær kvnnu að skaða fiskstofn- inn á þessuro slóðum. Vðruskiptahallinn orðinn um 550 milljónir í ágúst Sjö fyrstu mánuði þessa árs varð vöruskiptajöfn- uðurinn við útlönd óhagstæður um 519,3 milljónir króna, þar af í júlímánuði einum um 115,5 milljónir. Mánuðina janúar til júlí voru fluttar út vörur fyrir 2076,6 milljónir króna, en innflutning- urinn nam á sama tíma 2626 milljónum, þar af voru flutt inn skip og flugvélar fyrir 133,1 milljón. Þessa sömu sjö mánuði á sl. ári var vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd óhagstæður um að- eins 63,7 milljónir króna. Þá nam útflutningurinr, nær sömu upphæð og nú eða 1964,3 millj- ónum króna. en innflutningurinn var hinsvegar til mikilla muna minni eða 2028,1 millj. kr. Skip og flugvélar voru í fyrra fluttar inn þessa mánuði fyrir 69,2 millj. kr. Vöruskiptajöfnuðurinn i iúli- mánuði sl. var óhagstæður sem fyrr segir um 115,5 millj. króna. Ut voru fluttar vörur fyrir 264 milljónir en inn fyrir 379,5 millj. I júlí 1962 var vöruskiptajöfn- uðurinn við útlönö óhagstæður um 30,3 milljónir kr. Þá voru fluttar út vörur fyrir 247 miUj- ónir en inn fyrir 277,4 millj. króna. liSlhví I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.