Þjóðviljinn - 04.09.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.09.1963, Blaðsíða 12
I Fjarskiptasambandið milli Kreml og Hvíta hússins Dm helgina var tekin í notkun leiðsla sú sem tryggir beint fjarritasamband milli Kremls í Moskvu og Hvíta hússins f Mngton, en samkomulag um að koma á slíku beinu sambanði milli ráðamanna öflugusti- eims tókst í vor á afvopnunarráðstefnunni í Genf. Fjarskipta- tækin verða því aðeins n J mildð liggi við og brýn nauðsyn á skjótu og öruggu sambandi á milli leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjann a. Þeirra verður gætt dag og nótt. — Myndin: • Tveir bandarískir Iiðsforingjar reyna fjarritann f Hvíta húsinu. Mjög góð síldveiii 140 sjóm. austur af Langanesi í gær Samkvæmt upplýsingum síldarleitarinnar á Raufarhöfn í gærkvöld fengu morg skip ákaflega góðan afla um 140 sjómílur austsuðaustur af Langanesi í gærdag. Skipin - byrjuðu að kasta nokkru fyrir hádogi en aðatveið- m var síðdegis í gær og í gaerkvöld. Þá fengu og mörg skip ágæta veiði í gær 60—65 sjómílur austsuðaustur af Dalatanga og er sú síld bæði stór og góð. Síldarleitinni var ekki ku,nn- ugt um bve mikinn heildarafla skipin hefðu fengið í gærdag en mörg skipanna voru með 1200—160p mál. Fóru mörg þeirra til Raufarhafnar með aflann. Þá er einnig farið að lesta síld á Seyðisfirði í flutn- ingaskip sem fara með -síldina til bræðslu norður. Enn er nokkuð saltað fyrir austan af Sérverkaðri síld. Féll fyrír borð af skípí og drukknaði Aðfaranótt sl. föstudags varð það slys um borð í togaranum Þorkatli mána er skipið vár nýlagt úr höfn í Hull að einn skipverja, Þorleifur Sigurbjörns- son 2. matsveinn, féll fyrir borð og drukknaði. f gærmorgun fóru fram sjó- próf hér í Reykjavík ve^na þessa slyss. Kom það fram við yfirheyrslur að Þorleifur heit- inn hafði farið ásamt nokkrum skipsfélögum sínum að sjá kvik- myndasýningu um kvöldið og komu þ’eir aftur um borð í skip- ið um það bil klukkustund áð- ur en það lagði úr höfn í Hull. Siðast sást til Þorleifs um kl. tvö um nóttina en veit enginn skipverja meira um hann. Er ljóst að hann hefur fallið fyrir borð og drukknað, en með hvaða hætti slysið hefur viljað til veit enginn. NÝ ÍSLENZK KVIKMYND ÆFR-ferð í Þórsmörk um helgina Um næstu helgi efnir Æskulýðsfylkingin í Reykjavík til helgarferðar í Þórsmörk. Lagt verður af stað kl. 2 e.h. á laug- ardag frá Tjarnargötu 20. Á laugardagskvöldið verð- ur haklin kvöldvaka í tjaldstað en farið í göngu- ferð tun Mörkina á sunnu- daginn undir leiðsögn kunnugs manns. Þetta er síðasta helgar- ferð ÆFR á þessu sumri og er öllu ungu fólki heimil þátttaka. Þeir sem hyggjast fara í ferð þessa Iáti skrá sig í skrifstofu ÆFR í Tjarnargötu 20, opin kl. 17—19, sími 17513. I þátttökugjaldinu er innifalið kaffi, kakó, súpa og gisting ásamt far- gjaldi. Kvikmyndaleiðangur á vegym Geysis h.f. hóf töku nýrrar kvik- myndar síðastliðinn surmudag og er þessi mynd ætluð sem alhliða kynningarmjmd af iandi og þjóð. Þeir féiagar voru staddir 70 sjómílur suðaustur af Gerpi í gærmorgun um borð í síldar- bátnum Hannesi Hafstein og tóku þar fyrstu skotin og flugu með einkaflugvél ti'l Reykjavík- ur í gærkvöld. Þeir félagar stöldruðu við í nokkrar mínút- ur og áttu blaðatnenn kost á því að ræða við þá þennan stutta tíma áður en lagt var cpp í næsta áfanga. Það er tíu daga ferð um öræfi og lagt þegar af stað í gærkvöld á bíl- um undir leiðsögu Halldórs Eyj- ólfssonar frá Rauðalæk. Stjórnandi myndarinnar er Reynir Oddsson, myndatöku- maður er ungur Frakki að nafni William Lubtschansky og að- stoðarmyndatökumaður er Gísli Gestsson. Myndin er tekin í cinemascope á 35 mm Eastman Colour filmu og er tilraun að koma íslenzkri kvikmyndalist af heimilisiðnaðarstiginu eins og Gestur Þorgrímsson, fram- kvæmdastjóri Geysis, komst að orði. Landsliðið valið I gær Landslið það í knattspyrnu, sem ieika á gegn Bretum á Laugardalsvellinum á laugardag, hefur nú verið valið. Liðið er þannig skipað, talið frá mark- verði til vinstri útherja: Helgi Daníelsson, ÍA, Ámi Njálsson, Val. Bjami Felixson, KR. Garð- ar Ámason, KR, Jón Stefánsson, IBA, Bjöm Helgason, Fram, Axel Axelsson. Þrótti, Ríkharður Jónsson, lA, Gunnar i Felixson, KR. Ellert Schram, KR og Sigur- þór Jakobsson, KR. Einn nýliði er i liðinu. Asel Axelsson. Þrótti. Fyrirliði er Ríkharður Jónsson. banka Samkvæmt upplýsing- um sem Þjóðviljinn fékk í gær hjá Loga Ein- arssyni yfirsakadómara barst sakadómaraemb- ættinu í síðustu viku kæra frá Igúst Sigurðs- syni verkamanni’ til heimilis að Drápuhlíð 48 hér í Reykjavík, á hend- ur Jóhannesi Lárussyni hrl. og Búnaðarbanka íslands. Telur Ágúst í kærunni að þessir aðilar hafi féflett hann á refsi- verðan hátt í víxlavið- skiptum. Ágúst segir svo frá máisat- vikum í kæru sinni að honum hafi verið fjárvant og hafi hann þá séð auglýsingu í blaði þar sem boðið var 150 þúsund króna lán. Ágúst fór eftir auglýsing- unni og fékk lánið. Var það Jchannes Lárusson hrl., sem veitti lánið og voru lánskjör- in þau að afföll af laninu skyldu vera 65 þúsund krónur en lánið veitast til 5 ára með bankavöxtum. Þegar að því kom að greiða lánið kom í ljós að Búnaðar- banki fslands hafði keypt víxil- inn á útgáfudegi og hafði í höndum tryggingarbréfið. Hef- ur bankinn hótað að selja íbúð- ina ofan af Ágústi þar eð van- skil hafa orðið af hans hendi með greiðslu á láninu. Hefur Ágúst eins og áður segir nú kært bæði Jóhannes Lárusson og Búnaðarbankann fyrir brot á löggjöfinni um okurlánastarf- semi. Yfirsakadómari skýrði Þjóð- viljanum svo frá í gær að vegna annríkis við sáttasemjarastörf hefði sér ekki gefizt tími til að yfirfara kæru Ágústar og væri rannsókn málsins ekki hafin. Á fjórðu síðu blaðsins í dag eru birt aðalatriðin úr kæru Ágústar til Sakadóms. HAUKUR STURLUSON SÝNIR I MOKKAKAFFI 1 gær opnaði ungur Reyk- víkingur, Haukur Dór Sturlu- son, niálverkasýningu í Mokka kaffi við Skólavörðustíg. Sýn- ir hann í þetta sinn tuttugu myndir, aðallega tússteikning- ar, og stendur sýning hans væntanlega í um það bil hálf- an mánuð. Haukur Dór er ungur Reykvíkingur, sonur hins góð- kunna skákmanns Sturlu Pét- urssonar. Áður lærði hann járnsmíði hér heima og lauk þvi námi. en stundaði einnig nám í Myndlistarskólanum. Á síðasta ári stundaði hann nám við hinn kunna listaskóla Edinborough College of Art. Býst hann við að verða bar ár til viðbótar, en leita sér síðan víðtækari menntunar annarsstaðar, t.d. í Lundún- um. Þetta er fyrsta sýning Hauks, en áður hefur hann sýnt á nemendasýningum. Myndirnar eru flestar frá síð- ustu tveim árum, fígúratívar, en bó í þeim leikur að form- um. Verðinu er í hóf stillt. Myndin er af Hauk Dór Stúrlusyni hjá einu af verk- um sínum. Batnandi uppskeruhorfur á korni á Fljótsdalshéraði Hallormsstað 2. september. — 1 Múiasýslum eru alls um 100 ha. með byggi á þessu sumri. Af því flatarmáli eru um 90 ha á Fljótsdalshéraði einu, en um 10 ha í Vopnafirði. 1 vor fór frost scint úr jörð hér eystra, svo að víöa var ekki hægt að sá korn- inu fyrr en seint og júlímánuður og fyrri hluti ágústmánaðar eru með þcim köldustu, sem hér hafa Iengi komið. Af þessum sökum voru menn að verða vondaufir um að kornið myndi þroskast. En síðasta vikan í ágúst hefur verið ágæt og þar sem bæði höf- uðdagur og Egedíus komu og fóru með indælisvcður, eru menn fullir bjartsýni um góða haust- tíð. Fréttaritari Þjóðviljans hítti Pál Sigurbjarnarson, héraðsráðu- naut Búnaðarsanibands Austur- lands, á fömum vegi síðasta dag ágústmánaðar, og spurði hann frétta af komræktinni. Frá hon- um er staðreyndatal það um kornræktina. sem rakið var hér að ofan. Og Páll bætti við eftir- farandi upplýsingum: I 1 fyrra var bygg á um 160 ha. í- Múlasýslum. Hin mikla minnkun stafar mikið af því, hve erfitt reyndist að fá sáðkom af heppilegum stofnum í vor. Ðg kannski hafa einhverjir misst kjarkinn vegna þess, að uppsker- an brást í fyrrahaust. Hins veg- ar eru nú víðlendari akrar en í fyrra í Eiðaþinghá, en á einum bæ þar, Breiðavaði, hefur upp- skeran orðið sérstakiega mikil. Uppskeruhorfur núna eru bær, að 6-raða bygg. sem sáð var fyr- ir og um 20. maí er öruggt með þroska. Og þar sem byggið þrosk- ast á annað borð, verður upp- skeran góð. Hins vegar er vafa- samt, að 2-raða bygg (Herta) nál þroska. Ef nefna á emstaka akra, þá er útlitið bezt á Víðivöllum í Fljótsdal. Þar skreið byggið fyrst eða snemma í júlí. Þar verður örugglega vel þroskað korn. — sibl. Fangauppreisn REIDSVILLE, Georgíu 3/9 — Um 2.000 fangar í fylkisfangels- inú í Reidsville í Georgíu gerðu uppreisn f morgun eftir mis- heppnaða flóttatilraun nokkurra þeirra. Eldur í vélbátnum Mána Um klukkan 2 í gærdag kviknaði f vélbátnum Mána frá Skagaströnd þar sem hann var að veiðum undan SnæfellS'nesi. Várð strax talsverður eldur uppi í bátnum og sendi hann út hjálparbeiðni. Vélbáturinn Hafn- firðingur var þarna nærstaddur og kom strax til hjálpar. Með bjálp Hafnfirðingsmanna tókst að ráða niðurlögum eldsins og í gærkvöld var Máni á leið til Reykjavíkur fyrir eigin vélar- afli. Máni er 43 tonn að Stærð, smíðaður árið 1944.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.