Þjóðviljinn - 06.09.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.09.1963, Blaðsíða 1
| Þyrla mun fíytja I LBD milli staða Föstudagur 6. september 1963 — 28. árgangur — 190. iölublað. !■•<*■■•■■■■■■■■■■■■•••■■■*••■■■■■■■■«* Aðalhindi Stéttarsam- bandsins haldið áfram Aðalfundi Stéttar- sambands bænda var fram haldið seinni part dags í gær. Nefndir sátu að störfum fram eftir degi og gátu fundarstörf ekki hafizt fyrr en eftir kl. 4 af þeim sökum, en þá voru tekin fyrir fjár- hagsmál sambandsins og reikningar þess. Gert var ráð fyrir að fundinum lyki 1 nótt með kjöri nýrrar sam- bandsstjómar og á- varpi landbúnaðarráð- herra að því loknu, en óvíst var þó talið, hvort unnt yrði að ljúka fundinum, vegna þess hve nefndarstörf tóku langan tíma. VlfaverS framkoma frœc$slusf]óra Reykjavíkur Hunzarað framkvæma sam- þykktir borgarstjórnarinnar A fundi borgarstjórn-^ ar Reykjavíkur sem hald- inn var í gær kom það fram að fræðslustjóri hefur í allt sumar trass- að að hrinda í fram- kvæmd samþykktum borgarstjórnar frá því í vor varðandi starfækslu dagvöggustofu að Hlíðar- enda og rekstur skóla- heimilis á vetri komandi. Er hér um vítavert hirðu- leysi að ræða sem borg- arstjórn á ekki að láta starfsmönnum borgarinn- ar haldast uppi. Það var Adda Bára Sigfús- dóttir borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins sem hreyfði máli þessu á fundinum í gær. Min'nti Framhald á 2. síðu. Hvarf í viku Nú er Kópavogur orðinn út- gerðarstaður og hefur sem slík- ur sveiflast inn í fréttir blaða og útvarps og sendi útvarpið út tilkynningu í gærkvöld. að báts væri saknað frá Kópavogi. Vélbáturinn Særún KÓ 9 hef- ur stundað handfæraveiðar við Snæfellsnes undanfamar fimm vikur og hefur lagt upp afla sinn í Ólafsvík. Fyrir viku síðan lagði báturinn af stað þaðan til heimahafnar og vissu menn ekki betur í Ólafsvík. f milli- tíðinni tók báturinn hinsvegar höfn í Rifi á Snæfellsnesi og láðist skipverjum að tilkynna það. f gær tóku menn að ókyrrast í Kópavoginum með þær upp- lýsingar frá Ólafsvík, að bátur- inn hefði lagt af stað þaðan fyrir viku og var þannig lesin upp tilkynning í útvarþinu í gærkvöld. Þegar komu upplýsingar frá vélbátnum Hamri, að þeir félag- ar lægju inni á Rifi og greiddist þannig fljótt úr málum. Skipverjar á Særúnu heita Þorleifur Finnjónsson og Gunn- laugur Sigurgeirsson og eru reyndar þaulreyndir sjómenn. Særún- er sjö tonn að stærð og er flaggskip Kópavogsbúa. Pósf- og símastöð í Seláshverfi Á sfðasta borgarráðsfundi var samþykkt að verða við umsókn Landsímans um að ætla nýrri póst- og símastöð lóð í Selási á hinu nýja byggingarsvæði sem þar er verið að skipuleggja. FYLGJAST MEÐ HA U5TGQNGUNUM Togarinn Þorsteinn þorskabítur lagði sl. miðvikudag af stað ; síldarrannsóknar- og leitarleiðangur. Aðaltilgangurinn með leiðangri þessum er að fylgjast með haustgöngum síldarinnar út af Norður- og Austurlandi, en auk þess verða bæði sjó- og áturannsóknir framkvæmdar eftir þ^í sem ástæður leyfa. Það er fiskideild Atvinnudeildar Háskólans sem sér um fram- kvæmd leiðangursins, sem farinn er á vegum sjávarútvegsmála- ráðuneytisins. Starfsmenn fi^kideildar, sem þátt taka í leiðangrinum, eru: Jakob Jakobsson sem er leiðangursstjóri, Sverrir Guðmundsson, Sigurður Lýðsson og Jón Kristjánsson. Skipstjóri á Þorsteini þorskabít er Ásmundur Jakobsson. Þjóðieikhúsið sýnir Andorra á Suðurlandi ★ A sl. vetri sýndi Þjóðleikhúsið leikritið Andorra eftir Max Frisch í öllum helztu samkomu- húsum á Norður- og Austur- Iandi og einnig á nokkrum stöð- um í nágrenni Reykjavíkur. Nú hefur verið ákveðið að sýna ieik- inn í samkomuhúsinu á Kirkju- bæjarklaustri annað kvöld, laug- ardag, og á Hvolsvelli n.k. sunnu- dag. ★ 1 næstu viku verður svo hald- ið til Vestmannaeyja og lcikritið sýnt þar dagana 13.. 14. og 15. september. Sýning Þjóðleikhúss- ins á Andorra hlaut sem kunn- ugt er mjög góða dóma, talin ein markverðasta sýning Ieik- hússins til þessa. ★ Leikritið hefur nú verið sýnt nær 40 sinnum og alltaf við góða aðsókn. — Myndin; Gunnar Eyj- ólfsson í hlutverki Andra i And- LYNDON B. JOHNSON, vara- forseti Bandarikjanna, á anna- dag framundan hér á landi, en hann kemur sem kunnugt er í eins dags opinbera heim- sókn annan mánudag, 16. september. En þessi hávaxni Texasbúi er ýmsu vanur á ferðalögum sínum víðsvegar um heim, og auk þess verð- ur naumur tími drýgður nieð því áð grípa til þyrlu þegar skotizt verður með forsetann milli staða hér innanlands. OG LYNDON B. JOHNSON verður ekki einn á ferð. Með honum í íslandsförinni verð- ur kona hans og dóttir þeirra Lida Bird, en alls verður fylgdarliðið 45 manns, þar af 7 bandarískir blaðamenn frá mörgum af stærstu dagblöð- um og fréttastofnunum vest- an hafs. — Á öðrum stað eru birt drög að dagskrá, sem gerð hefur verið af utanrík- isráðuneytinu vegna komu bandaríska varaforsetans og fylgdarliðs. Stríðið um kvóld- söluleyfin A borgarstjómarfundi í gær fór fram fyrri umræóa um til- lögur að samþykkt um af- greiðslutíma verzlana í Reykja- vík'. En síðari umræða og af- greiðsla málsins fer fram á næsta borgarstjórnarfundi eftir hálfan mánuð. Sjá frétt á 12. síðu. Siglufjörður missir forystuna: Tólf síldarplön eru rekin með tapi, ellefu talin standa undir kostnaði Tólf síldarplön eru rekin með tapi á Siglu- firði í sumar og ellefu síldarplön gera ekki betur en standa undir kostnaði, sagði fréttarit- ari ÞJÓÐVILJANS á Siglufirði í símtali í gær. Óvænlega horfir nú hjá þorra fólks hér á staðnum og hefur það nær eingöngu byggt afkomu sína á átta stunda vinnudegi og horfir þannig með kvíða til vetrarins með óðaverðbólgu á fullu spani í landinu. Engum er ljósara en hér á staðnum, hvað erfitt er að að lifa af átta stunda vinnudegi. T’uttugu og þrjú síldarplön voru starfrækt á Siglufirði í sumar og nemur heildarsöltun 68.608 tunnum og er talið að 11 síldar- plön beri sig og 12 séu rekin með taprekstri. Ellefu bera sig Hér fer á eftir nánari sund- ”rliðun og eru fyrst talin þau plön, sem sleppa við taprekstur á sumrinu: Nöf með 8100 tunnur, O. Hinriksson með 4792 tunnur, Pólstjaman h.f. með 7286 tunn- ur, Haraldarstöð h.f. með 5665 tunnúr, Njörður h.f. með 4905 tunnur, ísafold s.f. með 3493 tunnur, Ilafliði h.f. með 3951 tunnur, Jón Gíslason og Ás- mundur s.f. xfieð 3546 tunnur. Síldarsöltun ísfirðinga með 3760 tunnur, Hrímnir h.f. með 2849 tunnur og Kaupfélag Siglfirð- inga með 2850 tunnur. Tólf rekin með tapi Þessi síldarplön eru talin rek- in með taprekstri: \ Ásgeirsstöð með 2350 tunnur, Síldarsöltun Þórodds Guðmunds- sonar 1891 tunnur, Sunna h.f. með 2248 tunnur, Vesta h.f. með 1025 tunnur, Óskarssíld h.f. með 2253 tunnur, Steingrímur Matt- híasson h.f. með 157 tunnur, Reykjanes h.f. með 2430 tunnur, fslenzkur fiskur h.f. með 961 tunnu, Vmir h.f. með 623 tunn- u.r, Halldórsstöð með 1142 tunn- ur, Sigfús Baldvinsson með. 1543 tunnur og Gunnar Halldórsson ‘h.f. með 786 tunnur. Hvert síldarplan hefur mis- iafnan reksturskosjnað og er betta mat vitaskuld byggt á beim forsendum. Óvæniega horfir Óvænlega horíir nú hjá-þorra fólks á Sigluf., og lítur það með kvíða tiþ vetrarins.- Átta st-unda vinnudagur hefur nær eingöngu verið á staðnum í sumar og eng- in brejding sjáanleg í þeim efnum. Atvinnulífið er sem fyrr einhæft, og einkaframtak og bær hafa brugðizt því hlutverkt að skapa fjölbreyttara atvinnu- líf á staðnum. Alþýðublaðið sem stjómarmál- gagn lýsti því yfir fyrr á ár- inu, að fjölskylda, sem ætlaði að lifa af átta stunda vinnudegi, ætti aðefns hungurmorð fram- undan, svo að ástæða er til kvíða og vonbrigða. Tapa fyrsta sætinu Siglufjörður er nú þriðji hæsti söltunárstaðurinn fyrir norðan Framhald á 2. síðu. Forsetinn kominn heim Samkvæmt frétt frá- forsætis' ráðuneytinu hefur forseti Is lands, herra Ásgeir Ásgeirsson tekið ■ á ný við stjórnarstörfum en hann kom í fyrrinótt hein úr för sinni til útlanda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.