Þjóðviljinn - 06.09.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.09.1963, Blaðsíða 12
STRIÐIÐ UM KVOLDSOLU- LEYFIN HELDUR ÁFRAM Á borgarstjórnar- fundi í gær fór fram fyrri umræða um til- lögur að samþykkt um afgreiðslubann verzl- ana í Reykjavík. Á. beyrendapallar voru þéttskipaðir reykvísk- um kaupmönnum í Skr’atúni 2. Síðari umræða og afgreiðsla málsins fer fram á næsta ’’ fundi borgarstjórnar — eftir hálfan mánuð. Sigurður Magnússon hafði framsögu í málinu og fylgdi úr hlaði tillögum að samþykkt um afgreiðslutíma verzlana í Reykja- vík, er þeir Páli Líndal höfðu samið að tilhlutan borgarstjómar. Sigurður kvað megintilgang til- lagnanna þann að skapa verka- skiptingu milli verzlana, veit- ingastaða og söluturna (kvöld- sölustaða). / I tillögunni er gert ráð fyrir, að sölubúðir verði opnar frá kl. 8 til 18, virka daga nema föstu- daga til kl. 22. Á laugardögum verði lokað kl. 14 á tímabilinu 1. maí til 30. september, en kl. 16 frá 1. október til 30. apríl. Þá er gert ráð fyrir, að borgar- ráð geti heimilað tilteknum fjölda verzlana og sölutuma að hafa opið til klukkan 22 alla virka daga og skal við það mið- að, að íbúar. einstakra hverfa borgarinnar geti náð til verzlana þar sem á boðstólum eru helztu nauðsynjavörur. Sigurður kvað meginbreytingar þær, sem tillögumar fela í sér frá núverandi fyrirkomulagi. að sölu- tíma Ijúki kl. 22, en ekki kl. 23.30. Heimilt er þó, að biðskýli strætisvagna hafi opið til klukk- an 23.30. Þeir sölustaðir, sem fá að hafa opið til klukkan 22 eiga að vera sjálfstæðir sölustað- ir. þar sem selt er gegnum sölu- or, og er ekki heimilt að selja gegnum söluop hjá almennum verzlunum. Þá er aðeins heimilt að selja tiltekinn fjölda vörutegunda á þessum stöðum. Þá er samkvæmt tillögunum afnumið leyfi til bess að selja sælgæti á veitingastöð- um, svo og gosdrykki og öl í mjólkurbúðum. Allmiklar umræður urðu um málið og sýndist sitt hverjum. Engin breytingatillaga var lögð fram. en borgarfulltrúar áskildu sér rétt til þess að leggja bær fram við síðari umræðu. Nánar verður skýrt síðar hér í blaðmu frá tillögum og umræð- um á þessum borgarstjórnar- fundi. Eins og skýrt var frá í fréttum blaðsins í gær er Reykjavíkurborg nú að hefja all nýstár- lega gatnagerð í Hlíðunum, þ.e.a.s. malbika göturnar þar án þess gert sé ráð fyrir sérstökum I gangstígum utan akbrautar. — Myndin var tekin af einni þessara Hlíðargatna og sýnir hún undirbúning að malbikuninni, gangstéttarbrún verður engin heldur aðeins vatnsræsi þar sem dökki ofaníburðurinn sést vinstra megin á götunni. — (Ljósm. Þjóðv. G. O.). Föstudagur 6. september 1963 — 28. árgangur. — 190. tölublað. Stúlka meiðist í bifreiðarslysi Undir kl. 2 í fyrrinótt varð bifreiðaslys í Kópavogi. Sex manna bifreið var ekið á ljósa- staur. Þverbrotnaði Ijósastaur- inn við áreksturinn, bifreiðin stórskemmdist og einn farþeg- inn slasaðist illilega. Slysið varð skammt frá ritna- mótum Reykjanesbrauta'- og Fífuhvammsvegar. Fimm rr'’nns voru í bílnum, þrjár stúl^'- os tveir menn, og ók annar v va. Flýði ökumaðurinn af slv- ' ~~i. um og skildi slasaða fa- ’a sína eftir. Hélt hann heim til kunningja síns. en sá gerði lög- reglunni aðvart, og hirti hún manninn. Hann mun hafa verið drukkinn. Ein af stúlkunum reyndist mjög mikið slösuð, hafði auk smærri meiðsla rifbroitnað og hlotið heilahristing. Var hún flutt í Landakotsspítala. Hinar voru fluttar á Slysavarðstofuna og þaðan heim. Hinn karlmann- inn sakaði ekki. Um miðnætti var mest slasaða stúlkan ekki komin til meðvitundar. Tilboði Véltækni í lögn Fossvogsræsis tekið Hæstu vínníngar í Vöruhappdrættinu f gær var drpgið í 9. flokki Vöruhappdrættis S.Í.B.S. um 1390 vinninga að fjárhæð alls kr. 1.940.000,00. — Þessi númer hlutu hæstu vinhingana ÍCR. 200.000,00 nr.: 42000 KR. 100.000,00 nr.: 23975 KR. 50.000,00 nr.: 58498 Þessi númer hlutu 10.000 krónur: 23116 27591 27974 36918 36989 37127 38888 42590 46414 52776 59640. Þessi númer hlutu 5.000 krónur: 3269 4010 6331 6939 11558 16043 16065 19617 21469 23070 25350 26460 28989 31732 32487 33816 38354 38674 39749 43067 48284 52025 55090 55796 56064 58469. (Birt án ábyrgðar). Á fundi borgarráðs í fyrradag var samþykkt tillaga frá stjóm Innkaupastofnunar Reykjavík- urborgar um að taka tiiboði Véltækni h.f. í lögn Fossvogsræsisins, en eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu bárust alls fjögur tilboð í verkið og var tilboð Véltækni h.f. lægst þeirra. Tilboð Véltækni h.f. hljóðaði upp á kr. 37.010.00 en önnur tilboð voru frá Almenna bygg- ingafélaginu h.f. kr. 41.564.000, Þungavinnuvélum h.f. kr. 47.097.140 og Sandveri h.f. kr. 56.631.630. ÖIl voru tilboðin miðuð við það kaupgjaid er gilti þegar þau voru gerð og hækka því sjálf- krafa sem svarar þeirri al- mennu kauphækkun er varð í sumar. Fer tilboð Véltækmi h.f. þá upp í kr. 41.357.000, AI- menna byggingafélagsins f kr. 48.596.00, Þungavinnuvéla ‘i rösk- ar 52 millj. kr. og Sandvers h.f. í röskar 66 millj. kr. Fossvogsræsið á að liggja of- Alikil síldweiði fyrir austan í gærkvöldi an úr Selási niður í Fossvogs- dal og út með Fossvoginum að norðanverðu út á tangann fyrir utan Shell. Á ræsið að taka við öllu afrennsli á nærliggj- andi svæði, í Fossvogsdal, hluta af Kópavogi og Selási. Mun Kópavogskaupstaður taka þátt í kostnaði við verkið að sínum hluta. Verkinu á að Ijúka fyrir 1. september 1965 en á þessu ári hafa verið veittar til þess 10 milljónir króna. . 1 sambandi við þessa stórfram- kvæmd var samþykkt að heimila borgáiverkfræðingi að leita til- boða í nýjar pípugerðarvélar fyr- ir pípugerð borgarinnar, þar eð ætlunin er að borgin leggi sjálf til rörin í holræsið en engar nægilega stórar pípugerðarvélar eru til hér á landi. til þess að steypa eins sver rör og eiga að vera í ræsinu. j Þíngið í Brighton Brezkur verkalýður krefst þjóðnýtingar BRIGHTON 5/9 — Þing brezka alþýðusambandsins krafð- ist þess í dag að fram yrði lát- in fara umfangsmikil þjóðnýt- Gengið frá dagskrá vegna heimsóknar varaforsetans Seint í gærkvöld hafði Þjóð- viljinn samband við Síldar- leitina á Seyðisfirði og höfðu þá mörg skip fengið dágóð köst um kvöldið aðallega 85 sjómílur austur af Dala- tanga. Hvert skipið af öðru tilkynnti afla sinn í land og athuguðu jáfnframt mögu- leika á löndun. / Allir síldarstaðir fyrir aust- an eru meira og minna með löndun arstöðvanir og losn- aði ekki þróarpláss fyrr en í morgun á Seyðisfirði. Vitað var um afla þessara skipa: Jón Garðar 1000, Bald- ur EA 700, Baldvin Þor- valdsson 600, Helgi Helga- son 1500, Mímir 600, Nonni 800, Guðbjörg ÍS 950, Sigur björg 750 og Víðir SU 1000. Mörg fleiri skip höfðu feng- ið afla og var veður gott á miðunum, en síldin nokkuð érfið viðfangs. Varaforseti Bandaríkjanna, Lyndon B. Johnson, er væntaniegur til fslands, ásamt föruneyti sínu, árdegis annan mánudag, 16. september n.k. Hér dvelst varafor- setinn aðeins einn dag og þaS verður tæplega „hvíldar- dagur“, því að dagskrá heimsóknarinnar er ströng, en að margvíslegum undirbúningi hennar hefur verið unn- ið að undanfömu. Hingað til lands kemur vara- forsetinn frá Danmörku með flugvél, sem væntanleg er til Keflavíkurflugvallar kl. 9.30 ár- degis. Þar taka á móti varafor- setanum Guðmundur t Guð- mundsson utanrikisráðherra og frú, fyrir hönd ríkisstjórnarinn- ar íslenzku, svo og Bjöm Ingvarsson lögreglustjóri . á Keflavíkurflugvelli. Með þyrlu til Bessastaða • Kl. 9.50 er gert ráð fyrir að flogið verði í þyrlu frá Kefla- víkurflugvelli til Bessastaða, þar sem dvalizt verður í 25 mínút- ur. Þaðan verður haldið í bif- reiðum til Reykjavíkur og ekur varaforsetinn beint að stjómar- ráðhúsinu, en kona hans heldur til bandaríska sendiráðsins og dóttirin Linda Bird fer að sund- laug Vesturbæjar. Varaforsetinn kastar kveðju á forsætisráðherra og aðra ráðherra í stjórnarráð- inu kl. 11, en að þeirri stuttu heimsókn iokinni er gert ráð fyrir að varaforsetinn skoði Reykjavík, aki m.a. fram hjá Leifsstyttunni á Skólavörðuhæð, en sé að öðru leyti frjáls ferða sinna fram að hádegisverðinum, sem snæddur verður í boði for- setahjónanna í Hótel Sögu kl. 12.30. Að hádegisverði loknum, kl. 14.45, verður lagt af stað til Þingvalla með þyrlu. Þar er gert ráð fyrir að hafa viðdvöl i stundarfjórðung , og mun dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörð- ur flytja stutt ávarp. Til Reykja- víkur verður einnig flogið með þyrlunná. Þáttur Varðbergs o.fl. í opinberu heimsókninni Hinir erlendu gestir fá notið hvíldar á aðra klukkustund að Þingvallaförinni lokinni, en kl. 17 eða rúmlega hefst fundur í Háskólabíói sem fslenzk-amer- íska félagið, „Varðberg“ og „Vestræn samvinna" boða til. Varaforsetinn flytur þarna á- varp, en að því loknu er ætlun- in að hann gangi stundarkorn um meðal fundargesta og munu þá vafalaust einhverjir fá tækifæri til að brýsta hönd hans, því að í þeirri list kváðu fáir standa Lyndon B. Johnson á sporði. Ríkisstjórnin býður til kvöld- verðar að Hótel Borg og þar fara fram, samkvæmt dagskrár- drögum þeim sem fyrir liggja óformlegar viðræður milli vara- forsetans og fslenzku ríkisstjóm- arinnar. Kvöldverðarboðinu er lokið milli kl. hálf ellefu oa ellefu Qg halda gestir þá ti1 Hótgl Sögu, þar sem þeir gista Varaforsetinn verður cvo kva'l'1 ur að viðstöddum « herra og utanríkisráðherra "+ Framhald á 2. síðu. ing á brezkum iðnfyrirtækjum sem einstaklingar reka nú. Samkvæmt tillögu sem vinstrí- sinnaðir fulltrúar báru fram og þingið samþykkti einróma krefst brezka alþýðusambandið þess að þjóðnýttir verði flutningar á vegum úti, flugvélasmíði, stál- iðnaður, skipaútgerð og raf- magnsiðnaður. Fréttamenn telja að með sam- þykkt þessari hafi alþýðusam- bandið gengið feti lengra en Verkamannaflokkurinn, sem að •undanfömu hefur verið varkár í þjóðnýtingarmálum, ef til vill vegna væntanlegra þingkosninga. Flokkurinn hefur ekki skuld- bundið sig til að þjóðnýta ann- að en stáliðnaðinn og flutninga á vegum úti. Þingið samþykkti ennfremur að tekið verði upp opinbert eft- lit með mikilvægustu iðnaðar- greinunum. Auk þess samþykkti þingið á- lyktun þar sem skorað er á rík- isstjómina að komast að alþjóð- legum samningi sem miðar að því að rýmka og efla viðskipti við öll. ríki heims. Eldur í Skipholti í gær var Slökkviliðið kallað á vettvang í hús eitt við Skip- holt og hafði kviknað i mið- stöðvarklefa út frá olíukyndingu, en brátt tókst að ráða niður- lögum eldsins. fyrsta nv;- Viötið t dag kemui ' iötverzlanir fyrsta nýslátraö ’Ukakjötið. Ekki er bitinn ge' 'n'lóið af dilkakjötinu kostar um 57 kr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.