Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 1
* Sunnudagur 8. september 1963 28. árgangur tölublað. Rætt við Nínu Það er gott að mála á íslandi, segir Nína Tryggvadóttir. Á sjöundu síðu blaðsins er rætt við Nínu, og birtar mynáir frá yfir- litssýningu hennar, sem nú stendur yfir. Myndin: Erik Bruhn og Margrethe. Schanne. t ■ Konungkgi baHettinn kemur hingaS í kvöld í . VÖLD ER væntanlegur ningað til lands me3 flugvél Flugfélags íslands 70 manna ballettflokkur frá Konung- Iega leikhúsinu i Kaup- mannahiifn. Sýnir listafólkið í leikhúsinu alla þessa viku; fyrsta sýning verður á þriðjudagskvöld en sýningar alls sex. ÞETTA ER LANG stærsti ball- etthópurinn sem komið hef- ur hingað til sýninga og með- al sólódansara verður hinn lieimskunni Erik Bruhn, enn- fremur Margrethe Schanne og íslenzki ballcttdansarinn Friðbjörn Björnsson. SALA AÐGÖNGUMIÐA að ball- ettsýningunúm hófst á föstu- daginn og var eftirspurn þeg- ar mikil, þó að miðaverðið sé hátt á okkar mælikvarða, enda er hér um mikinn list- viðburð að ræða og óvenju kærkomna heimsókn. Yfirmenn á farskipunum hafa samþykkt samningana BEÐIÐ ÚRSLITA HJÁ HÁSETUM Sem kunnugt er var farmannaverkfallinu, sem skollið var á um síð- ustu helgi frestað, er samningar tókust s.l. mánudag, meðan atkvæða- greiðsla um samningana færi fram. Mun almennt hafa verið búizt við því að atkvæðagreiðslunni yrði lokið fyrir þessa helgi. Þjóðviljinn fékk í gær þær upplýsingar hjá Farmanna- og fiskimannasambandi ís- lands að talningu atkvæða væri lokið hjá yfirmönnum farskipaflotanum. Sam- þykktu þeir samningana að heita mátti einróma og mun því ekki koma til stöðvunar af þeirra völdum. Hjá Sjómannafélagl Reykja- víkur var atkvæðagreiðslu lokið, en talning atkvæða ekki hafin fyrr en á hádegi í gær. Hásetar á skipum. sem lágu í höfn. greiddu aikvæði á fundi félags- ins í Iðnó í fyrradag, en ekki höfðu þá enn borizt atkvæði frá allmörgum skipum, sem eru í höfnum úti. Talning hefst ekki fyrr en þau hafa borizt. Þó var talið sennilegt, að það mundi verða í gær, eða a.m.k. nú um helgina. Úrslita í atkvæðagreiðslu há- seta er beðið með nokkurri eft- irvæntingu, þar sem talið er tvi- sýnt að þeir samþykki samning- ana. Þótti m.a. tvísýnt, hvort Gullfoss kæmist úr höfn af þessum sökum i gær og munu hásetar hafa viljað biða úrslita í atkvæðagreiðslunni og láta þau skera úr um það, hvort skipið sigldi. Eimskipafélagið taldi hins vegar, að boða þyrfti til nýs verkfalls með venjuleg- um fyrirvara, ef samningar yrðu felldir. í yfirlýsingum samninga- nefndanna var það hins vegar skýrt tekið fram, að verkfallinu væri frestað, meðan atkvæða- greiðsla færi fram í viðkom- andi félögum og beðið væri úr- slita hennar. En þar sem úr- slit voru ekki kunn, áður en skipið átti að leggja upp, hélt það áætlun sinni, og lagði frá hafnarbakkanum um kl. þrjú í gær. Þjóðviljinn er tvö blöð, 20 j síður, í dag l.bl. I ■ ■ ■ ■ '■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■ VATNSLEYSI HINDRAÐI ÚTKOMU ÞJOÐVIUANS í fyrrinótt var vatnslaust að kalla í miklum hluta Reykjavik- urborgar vegna tengingar á nýrri aðalæð vatnsveitukerfisins. Sam- kvæmt upplýsingum sem vatns- veitustjóri gaf Þjóðviljanum í gær byrjar þessi nýja aðalæð um 150 metrum austan Grensásvegar og liggur vestur í Kringlumýrar- braut. Er æðin 80 cm víð á þess- um kafla. Æðin greinist síðan i tvær minni æðar 60 cm víðar er iiggja til norðurs og suðurs eftir Kringlumýrarbrautinni og var það norðuræðin sem verið var að tengja í fyrrinótt. Suðuræðin verður hins vegar tengd í vetur við vatnsgeyminn nýja í öskju- hlíð þegar hann er tilbúinn. Vegna þessarar tengingar varð vatnslaust eða vatnslítið í öllum öðrum hverfum borgarinnar en þeim sem fá vatn frá Fossvogs- æðinni, en það eru Bústaðahveríi, smáíbúðahverfið, svo og Kópa- vogur. Til annarra hluta borgar- innar fluttu hins vegar aðeins tvær litlar æðar vatn í fyrrinótt frá kl. 9 um kvöldið til um kl. 5 um morguninn meðan á teng- ingunni stóð og kom það ekki að notum nema á lægstu stöðum í bænum svo sem í miðbænum. Þetta vatnsleysi hafði m.a. þau áhrif að Þjóðviljinn kom ekki út í gær sökum þess að vél sú er steypir síðumótin af blaðinu sem sett eru á vals- ana á prcntvélinni er kæld með rennandi vatni. En hér ofantil á Skólavörðustígnum var algerlega vatnslaust frá því kl. 9 á föstudagskvöldið og þar til í gærmorgun að farið var að dæla vatni inn á kerfið að nýju. Til þess að bæta lesendum blaðsins að nokkru upp að blaðið skyldi falla niður í gær af þess- um óviðráðanlegu orsökum verð- ur það tvö blöð í dag, 12 síðna aðalblað og 8 síðna aukablað eða 20 síður alls. Bretar unnu yfirburðasigur íslenzka landsliðið náði ekki saman í fyrri leik sínum við Breta í undirbúningskeppninni undir OL næsta ár, er fram fór á Laugardalsvelli í gær. Brezka liðið hafði yfir- burði í öllu er laut að listum leiksins. Fyrri hálfleikurinn endaði með 4:0 og sá síðari var svipaður, þótt Bretarnir skoruðu ekki nema 2 mörk. ísland átti örfá tækifæri, t.d. átti Sveinn Jónsson gott skot í slá rétt fyrir leikslok. Áhorfendur voru margir eða um 7—8 þúsund og munu hafa farið af leiknum vonsviknir og búizt við betri fremmi- stöðu liðsins í heild. Frásögn af leiknum og myndir eru á íþróttasíðu blaðs- ins í dag. Rikki eipn gegn öllum, táknræn mynd. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.