Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 7
Sunnudagur 8. september .1963 HðÐVIUBai SfÐA f Til vinstri sjáum við Ragnar í Smára, Stein Steinarr og Jóhannes Kjarval ásamt einni af hinum nýrri myndum Nínu Tryggvadóttur. Til hægri er Erlendur í Unuhúsi á sjúkrabeði, og mynd Nínu af Hafnarfirði. ÞAÐ ER GOTT AÐ MÁLAÁ fSLANDI — segir Nína Tryggvadóttir Um þessar mundir stendur yfir í Listamannaskálanum yfirlitssýning á málverkum Nínu Tryggvadóttur. Sýn- ingin stendur til 15. þ.m. og er haldin í boði Félags ísl. myndlistarmanna. Sjálf valdi Nína myndirnar í samráði við sýningarnefnd félagsins. Hefur sýninð þessi vakið verðskuldaða athygli mynd- listarunnenda, enda merk- ur viðburður í fábreyttu menningarlífi höfuðborgar- innar. Nína Tryggvadóttir er heimsborgari fremur öðrum íslenzkum listamönnum og víða kunn. Nína Tryggvadóttir hefur þegar unnið sér alþjóðafrægð. Er til marks um það álit sem hún nýtur, að hún hefur verið ráðin einn af ritstjórum nýs tímarits, sem gefið er út í Jan- an og verður nokkurskonar tengiliður milli vestrænnar menningar og austUrlenzkrar. Ritstjórinn heitir Morita. hann gaf áður út tímaritið Bókúoi, sem var um myndlist. Þetta nýja tímarils' hefur væntanlega göngu sína í haust, og hefur Nína verið ráðin ritstjóri fyrir Skandinavíu, en auk hennar standa ýmsir frægir listamenn að ritinu. Nína Tryggvadóttir er fædd 16. marz 1913 á Seyðisfirði, en fluttist sjö ára gömul til Rvíkur. Hún stundaði nám við Konung- lega listháskólann í Kaup- mannahöfn og í New York hjá Ferdinand Leger. Einkasýningar hennar og samsýningar eru fleiri en upp verði taldar hér. opinberar byggingar hefur hún skreytt bæði hér og erlendis og málverk hennar gefur að líta í málverkasöfnum víða um heim. Nina er gift bandarískum vísindamanni, Alfred Copley; hann er læknir að menntun og sérfræðingur í blóðrannsóknum, en fæst auk þess við að mála. Ég hitti Nínu snöggvast að máli niðri í Listamannaskála, við settumst á bekk og virtum fyrir okkur myndirnar. Hafnar- fjörður blasti við. — Þetta þykir fólki nú ekki neití sérlega natúralistískt, seg- ir Nína. Samt fór ég einar tíu ferðir suður í hraun til þess að fá skuggana sem nákvæmasta. Ég get annars ekki sagt að það séu neinar stökkbreytingar i minni list, það er miklu fremar um hæfara þróun að ræða. Þetta eru manns eigin hug- myndir sem koma fram á lér- eftið, maður málar eins og maður bezt getur, og svo koma listfræðingamir á eftir og gefa þessu nafn. Beint á móti okkur á veggn- um hangir Halldór Kiljan Lax- ness, og horfir eins og eilítið spotzkur út í salinn. Ég spyr, hvenær sú mynd sé máluð. — 1940 eða þar um bil, segir Nína og notar tækifærið til að gefa mér sýningarskrá, svo iiún sleppi við ártalaspurningar. Ég var þá nýkomin frá París, heldur hún áfram. og kom í Unuhús til Erlends. Þar sátu skáld og listamenn, þetta voru allt ungir menn í þá daga. Ég kynntist Steini Steinarr fyrst í Unuhúsi. Ég var einu sinni að tala um hve erfitt væri að fá fólk til þess að sitja fyrir, eng- inn hefði tíma til þess. Þá segir Erlendur og bendir á Stexn: Þarna er maður, sem hefur ekkert að gera. Þetta var nú meira sagt í gríni, enda vann Steinn alltaf á nóttunni. Fólk hefur áhuga á Steini nú. en í þá daga var hann miklu minna þekktur. En Steinn kom og sat fyrir, og eins Þorvaldur og Kjarval. Erlendur sagði við Hafnarfjörður Kjarval: Nú puntar þú þig og lætur mála þig. Hann gerði það. en það hefur verið töluverð fyrirhöfn, því vanalega gekk hann í peysum. — Og svo tepptist allt í stríð- inu, heldur Nína áfram. En 1943 fékk ég ferðastyrk, og þá var ekki hægt að ferðast neitt nema til Bandaríkjanna. Þar hef ég verið með annan fótinn síðan, við hjónin bjuggum fyrst í París og síðan í London. en nú í New York. Annars hef ég alltaf komið heim til Islands á sumrum til að mála. Það er sérstaklega gott að mála á ís- lándi, eitthvað svo tært og inspírerandi í litunum hér. Og svo þessi mikla birta, Við göngum um salinn, Nína bendir mér á glermynd, sem hún hefur gert. Hún kveðst hafa gaman af að vinna úr slíku efni. til marks um þá á- nægju eru þrjár myndir í Þjóð- minjasafninu. Sú fyrsta 'sýnir landnám, önnur baðstofulíf en sú þriðja kristnitökuna. Gjarn- ar^kveðst hún vilja gera meira af slíkum myndum. Nú eru þegar um það bil fimmtán myndir seldar á sýningunni. — Einkennilegt þykir mér það. segir Nína, að skáldamyndirn- ar skuli óseldar enn. Mér hefði fundizt eðlilegt, að bókasöfnin, t.d. Landsbókasafnið, keyptu þær, og hélzt vil ég vita þær þar. Annars er þetta anzi dýrt, ég neyðist til að halda sama verði hér og erlendis. Við skoðum fleirl manna- myndir Nínu. Á einum veggn- um gefur að lita Ragnar í Smára. hann er engilbjartur, en þó strákslegur á svip. Hann var að -sögn Nínu orðinn atkvæða- maður hinn mesti þegar mynd- in var gerð. Selma listfræðing- ur horfir hér yfir salinn og fitjar srhávegis upp á nefið eins og í mótmælaskyni við gátt- læti Ragngrs. — Þessi mynd er nú meir húmoristísk, segir Nína. Mér hafa alltaf fundizt mannamyndir skelfing leiðin- legar, ef ekkert er sett í bær annað en svipurinn. Ég spyr um framtíðaráætlan- ir Nínu, hvort ekki sé von á málverkabók eftir hana. eins og nú er mjög í tízku. Hún kveður svo ekki vera. — Allt svona lagað tekur tíma. Fyrst þurfa þeir að gera sinum mönnum skil. útlendingar koma síðar. Það er reynslan allsstað- ar. að það er ekki svo auðvelt að vera útlendingur. Allir vilja hlúa að sínum eigin gróðri, og er enda ekki nema eðlilegt. — Annars hef ég lítið getað málað í sumar, segir Nína að lokum. Ég hef verið önnum kafin við þessa sýningu, það er mikið verk að velja myndir í svona yfirlit og ganga frá myndunum. Sumar af þessum myndum fara til Þýzkalands næst, þar held ég sýningu í borg í Rínardalnum. sem heitir Wupperthal. En svo held ég vestur aftur. Til þess að mála. J. Th. H. I ! *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.