Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 5
Sur-i.u-iaffar 8. ceptembsr 1963 ÞIÓDVILIINN Sl- 1 1 | | X;Jj ;||| DINDI EFTA dafnar en EBE hrakar Um þetta leyti fyrir ári var mikill asi á stjómmála- mönnum í Vestur-Evrópu. Ráðherrar með fríðu föruneyti varu á sífelldum þeytingi milli höfuðborga að (bera ráð sín saman. Sérfræðinganefndir lögðu nótt við dag í funda- höldum og skýrslugerðum. Ó- breyttir borgarar sem fylgdust álehgdar með öllu þessu voru látnir vita að skammt framund- an væru tímamót í sögu álf- unnar, samruni flestra eða allra ríkja Vestur-Evrópu í eina efnahagslega heild innan Efna- hagsbandalags sem sex megin- landsriki höfðu stofnað fyrir nokkrum árum. Maður gekk undir manns hönd að lýsa upp- gangi EBE, örum hagvexti ríkj- anna sem að því standa og ó- mótstæðilegri sókn þeirra á mörkuðum veraldarinnar. For- söng í þessum kór annaðist Macmillan forsætisráðherra Bretlands, sem kom öllum æs- ingnum af stað með þeirri á- kvörðun sinni að sækja um inngöngu fyrir ríki sitt í EBE. Félagar Breta í EFTA, öðrum efnahagssamvinnusamtökum er sett voru á stofn til að mýnda mótvægi gegn EBE, tóku flest- ir undir. Macmillan í London, Krag í Kaupmannaþöfn, Lange í Osló útmáluðu allar þær hörm- ungar sem dynja myndu yfir Vestur-Evrópuþjóðir í myrkr- inu fyrir utan EBE. Þær myndu standa uppi ón markaða fyrir útflutning sinn, dragast aftur úr í atvinnuþróun og að lokum sökkva niður á skrælingjastig miðað við þann hólpna lýð sem fengi að njóta blessunar Róm- arsáttmálans innan vébanda EBE. Meira að segja við íslending- fáir og smáir og án nokk- urra tengsla við efnahagssam- tökin tvö, fórum ekki varhluta af vakningarboðskap hinna Efn- ahagsbandalagsfrelsuðu. Ráð- herrar okkar og efnahagsmála- ráðunautar þeirra tóku þátt í pílagrímsgöngunni miklu til hinnar heilögu borgar BrusseL Stjórnarblöðin birtu hverja for- ustugreinina af ann arri um hver nauðsyn okkur bæri til að tengjast EBE sem traustust- um böndum, ella myndum við brátt standa uppundir höku í óseljanlegum fiski útskúfaðirúr vestrænu samneyti. Því engum gat yfirsézt, að hinn mikli vest- ræni faðir f Washington horfði af sérstakri velþóknun á til- hugalífið milli EBE og EFTA. Kennedy og samstarfsmenn hans höfðu marglýst yfir að sameirjuð Vestur-Evrópa ætti að mynda annan stöpulinn undir Atlanzhafssamfélagi er sameinaði krafta hennar og Norður-Ameríku til markvissr- ar sóknar um hnöttinn allan. i Allir muna hvemig fór. de Gaulle Frakklandsforseti beitti neitunarvaldi innan EBE til að hindra upptöku Breta og þar með hrundi öll spilaborgin. önnur ríki EFTA tóku um- sóknir stnar aftur þegar þeirri brezku var hafnað. Bandaríkja- forseti var sár og reiður en fékk ekki að gert. Svo brá nú við að allt tal um yfirvofandi hrun og neyð 1 ríkjum EFTA fengist ekki skjót innganga í EBE þagnaði gersamlega, Efna- hagssamtðkin tvö tóku til við. aðkallandi verkefni hvort í sínu Jagi. f síðasta mánuði hafa birzt frá þeim skýrslur um þró- un mála. Samkvæmt því sem talað var og skrifað fyrir ári mátti búast við, að EBE hefði frá miklum árangri að segja en EFTA hefði fátt ann- að fram að telja en vesaldóm og þrengingar. En það er nú eitthvað annað. Framkvæmda- stjóm EBE skýrir frá þverrandi hagvexti innan bandalagsins og lítur út fyrir að hann verði ekki vfir fióra af hundraði á þessu ári í aðildarríkjunum samaniagt. hinn minnsti sem verið hefur frá því banda- iagið tók til starfa. Einkum er það Vestur-Þýzkaland sem dreg- ur meðaltálið niður. EBE-menn hughreysta fólk sitt með því að þótt afturkippur hafi orðið sé ekkert hrun sjáanlegt fram- undan. Aftur á móti styðja þessar tölur mál hagfræðinga sem halda því fram að stofnun og starf EIJE hafi sáralítil á- hrif haft á hagvöxt ríkjanna sex. Þessir menn segja að þró- unin í EBE-ríkjunum1 áður en þau mynduðu bandalagið hafi haldið áfram ótmfluð eins og ekkert EBE væri tiL Stjómend'ur EFTA eru miklu borubrattari í þriðju árs- skýrslu sinni sem birt var í Genf um miðjan ágúst en starfsbræður þeirra í Brussel. Ríkin sjö sem að EFTA standa eru Danmörk, Noregur, Sví- þjóð, Bretland, Sviss, Austur- ríki og Portúgal. Reikningsárið sem lauk 30. júní í sumar tóks’l EFTA að komast fram ú' Bandaríkjunum útflutnings- verðpæti og er nú annar mest útflutningsaðili í heimi næst á eftir EBE. Alls nam útflutning- ur EFTA 4 þessu tímabrld 21,- 527.000.000 dollurum, Bandaríkj- anna 21.360.000.000 en EBE 34,- 248.000,000. Útflutningur á íbúa. nákvæmasti mælikvarðinn á viðskiptamátt á heimsmarkað- inum, er mun meiri hjá EFTA en bæði EBE og Bandaríkjun- um. Löndin í EFTA fluttu á áðurnefndu tímabili út vörur fyrir 227 dollara á hvert manns- barn, löndin í EBE fyrir 199 dollara en Bandaríkin ekki nema 113 dollara. Útflutnings- aukningin hjá EFTA var rúmir tveir milljarðar dollara miðað við næsta reikningsár á undan, hlutfallslega mun meiri en hjá EBE og helmingi meiri en hjá Bandaríkjunum, sem ekki náðu milljarðs dollara útflutnings- aukningu.' Viðskíptákjör‘ ÉFTA gagnvart umheiminum bötnuðu firpmta! árið í röð. Aukningin á út- óg innflutningi var hlut-; fallslega næstum jafn mikil á árinu, 4,6%. Viðskiptajöfnuður- inn er óhagstæður um rúma^ fjóra milljarða dollara, inn- flutningur á árinu nam 25,- 830.000.000 dollurum. Athyglisvert er að viðskipta- kjör Breta hafa batnað langmest þetta reikningsár, hjá sumum öðrum EFTA-þjóðum eins og Norðmönnum og Svíum hafa þau versnað. Ekki er síður vert að gefa því gaum hvernig rætzt hafa spádómar brezku stjórnarinnar að brezkar vör- ur yrðu útilokaðar af mark- aðinum á meginlandinu ef ekki fengist innganga í EBE. Reynslan sýnir að það sem af er þessu ári hefur útflutningur Breta til ríkjanna í EBE aukizt örar en nokkurs af félögum þeirra í EFTA. Bretland er eina ríkið í EFTA sem jók út- flutninginn til EBE örar en á fyrra misseri þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þessar tölur sýna svo ekki verður um villzt það sem foringjar Verkamanna- flokksins í Bretlandi hafa alltaf haldið fram, að það var alls ekki efnahagsleg nauðsyn held- ur pólitísk spákaupmennska sem rak á . eftir Macmillan að sækja um inngöngu í EBE. Að- ild Bretlands að EBE, þar sem fulltingi Bandaríkjanna hefði tryggt því forustuhlutverk, átti að vera skrautfjöður í hatti ríkisstjórnarinnar og Ihalds- flokksins i þingkosningunum sem fara verða fram í Bret- landi ekki síðar en í október 1964. de Gaulle sá hinsvegar fyrir því með hryggbroti sínu að Macmillan hafði ekkert upp úr Evrópuævintýrinu nema skömm og skaða. • Jú er það ekki inntaka nýrra félaga sem efst er á blaði á fundum stofnana EBE eins og síðastliðið haust, heldur úti- lokun bandarískra hænsna. Það mál var rakið nokkuð í þessum Keunedý og Macmillan á fundi á Bahamaeyjum í fyrra, þar sem þeir tóku ákvarðanir um nána samvinnu Bretlands og Bandaríkjanna. Eftir þann fund afréð de Gaulle að hindra inngöngu Bretlands í EBE. de Gaulle og Adcnauer á einni ráðstefnunni sem þeir hafa haldið í París. Þrátt fyrir ósamkomu- lag um afstöðuna til aðildar Breta að EBE verður ekki annað séð en meginlandsríkin ætli að halda hópinn áfram, til dæmis hefur ckki borið á alvari ;gum ágrciningi þeirra í milli i hænsna- stríðinu við Bandaríkjamenn. þáttum fyrir skömmu. Síðan hefur það gerzt að Bandaríkja- stjórn hefur fallizt á að fresta um hálfan mánuð, til loka sept- ember, framkvæmd hefndarað- gerða gagnvart vamingi frá löndum EBE til að endurgjalda tollahækkunina á frystum hænsnaskrokkum. Ráðherra- nefnd EBE á að koma saman um miðjan mánuðinn. Fyrir liggur tiHaga frá framkvæmda- stjórn ÉBE um að lækka nokk- uð tollinn á hænsnum til bess að reyna að afstýra viðskipta- stríði við Bartdaríkin. en vafa- samt er talið að ráðherranefnd- in fallist á að láta undan síga. Hæsnabændur, sem nú eru í óðaönn að koma á rekstur sinn svipuðu stórframleiðslusniði og tíðkast í Bandaríkjunum, krefj- ast riflegrar tollvemdar með- an þeir eru að komast upp á lagið með að ala upp allt að 50.000 kjúklinga til slátrunar úr einni útungun. Þar að auki væri lækkun ( á hæsnatollinum brot á meginstefnu EBE í land- búnaðarmálum, sem er sú að bandalagið verði sjálfu sér nógt um framleiðslu allra helztu landbúnaðarafurða tempraða beltisins. Hárka Bandaríkjastjórnar í hæsnakjötsmálinu stafar af því að hún veit að næst kemur röðin að kommat, sem er marg- falf stærri útflutningsliður. Rfki EBE hafa undanfarið keypt landbúnaðarafurðir frá Bandaríkjunum fyrir um einn og einn fjórða milljarð dollara á ári. Þetta er fjórðungur af búvöruútflutningi Bandaríkj- anna, og það sem meira er. þessi útflutningur fæst mest- allur greiddur í beinhörðum peningum. Helmingurinn af útflutningi bandarískra búsaf- urða til annarra heimshluta fer fram sem efnahagsaðstoð með ýmsu móti og fæst ekki greidd- ur í dollurum. Ársútgjöld Banda- ríkjastjómar til að standa straum af geymslu offram- leiðslubirgða af landbúnaðar- vörum, halda verði þeirra uppi og ýta undir útflutning nema um fimm milljörðum dollara. Þetta öngþveiti myndi ágerast stórum við missi kommarkaðs- ins f Vestur-Evrópu/ Þar á ofan gengur sífellt á gullforða Banda- rfkjanna vegna óhagstæðs greiðslujafnaðar, og er það mál eitt helzta áhyggjuefni stjóm- arinnar í Washington sem stendur. Ýmissa úrræða er leit- að en ekkert hefur komið að haldi. Vandamálið verður enn óviðráðanlegra ef einhver bezti markaðurinn fyrir útfluttar, bandarfskar landbúnaðarvörur tapast að miklu leyti. M. T. ö. Afturkippur í kjölfar æsilegs blómaskeiðs EIMREIÐIN er eitt elzta tíma- rit á Islandi, stofnað 1895, og hefur löngum þótt flytja gott íesefni, ekki aðeins vinsælt skemmtiefni til afþreyingar, heldur og fróðlegt og mennt- andi op skáldskap. , Nú er komið út 2. hefti þessa árs af EIMREIÐINNI. það er 69. árgangur maí — ágúst heftið fjölbreytt og efn- isjpiikið. Fremst í þessu nýja EIMREIÐAR-hefti eru ljóð og stökur eftir vestur-íslenzka skáldið Guttorm J. Guttorms- son, sem var í hópi hinna mörgu gesta frá Vesturheimi, sem gistu Island í sumar. Ung- ur maður Eysteinn Sigurðsson stud. mag. ritar um þróunina í íslenzkutn nútímabókmennt- um. Þar t4lur höfundur að ó- hætt sé ,,að gera sér góðar von- ir um, að sá vaxtarsproti, sem nú sé að byrja að skjóta upp öngum í ljóðagerðinni, eigi eft- ir að vaxa upp og verða að stóru og viðamiklu tré, sem með tímanum eigi að geta borið góða ávöxtu. Sömuleiðis virðist eiga að vera óhætt að gefa frá sér allar áhyggjur út af máttleysi og deyfð skáld- sagna- og smásagnagerð, því að þess megi vænta, að hún rfsi upp aftur. margefld til nýrra og stórra átaka. begar hennar tfmi sé kominn.” Telur höfund- ur að hér sé aðeins um að ræða eðlilegan afturkipp í íslenzk- um bókmenntum, sem fylgi i kjölfar glæsilegs blómaskeiðs. \ Af öðru efni EIMREIÐAR- INNAR skal þetta talið: Tvö ný ljóð eru birt eftir Þorstein Valdimarsson, smásagan Haust- kvöld á Húsá eftir Guðmund Frímann, Sigurjón Jónsson á greinina: Hin héilaga almenna . . . , ljóð eftir Bertel Grip- enberg í þýðingu Guðmundar Frímanns. Þá ritar Amór Hannibalsson um Georg Brand- es, P. Krapotkín og M. Gorki. Jakob Jóh. Smári á ljóðið Skál- holt; Á grundvelli laganna nefnist smásaga eftir Þorstein Stefánsson; Þórleifur Bjama- són ritar greinina Frægur skóla- og menningarfrömuður, það eru$> minningar um Vilhelm Rasm- ussen regtor. Unglingur er nafn á smásögu eftir Oddnýu Guð- mundsdóttur, Skuggi ritar greinina Frelsi skáldsins, hug- leiðingar um 'Hin hvítu segl. Ljóð er eftir ritstjórann, Ing- ólf Kristjánsson og hann ritar einnig bókadóma ásamt þeim Ragnari Jóhannessyni, Hilmari Jónssyni og Sigurjóni Jónssyni. Fleira efni er í ritinu, sem er um 90 lesmálssíður. m.a. vísur eftir Sigurð Símonarson og Jón Hreggviðsson á Brún. Önnur rit Þá hefur Þjóðviljanum borizt ýmis önnur rit að undanfömu og skal þeirra getið stuttlega: Nýtt hefti af Frjálsri verzlun flvtur m.a. erindi, sem Vil- hjálmur Þ. Gíslason útvarps- stjóri flutti í vor um upphaf íslenzkrar heildverzlunar. Birt er viðtal. myndum prýtt, við Rannveigu Bjamadóttur, safn- vörð í Ásgrímssafni. Grein er um Berlín og önnur um brezka blaðaheiminn, þátturinn af er- lendum vettvangi o.fL Ritstjórar tímaritsins eru nú þeir Gunnar Bergmann og Styrmir Gunnars- son. 1 þriðja hefti Árbókar land- búnaðarins 1963 er birt skýrsla um starfsemi Framleiðsluráðs landbúnaðarins fyrir tímabilið 1. júlí 1962 til 30. júní 1963 eftir Svein Tryggvason fram- kvpmdastjóra, sagt frá verð- ábyrgð ríkissjóðs á útfluttum landbúnaðarafurðum; þá er birtur verðlagsgrundvöllurinn 1961/1962 og afurðaverð til bænda. útborgað verð til fram- leiðenda fyrir kindakjöt fram- leitt 1961, ull, gærur, slátur og húðir, Bautgripakjöt og hrossa- kjöt. Grein er um landbúnaðinn á síðastliðnu ári, birtar skýrsl- ur um mjólkurframleiðsluna á fyrra árshelmingi 1963 og sitt- hvað fleira. Búnaðarblaðið 8. tölubl. flyt- ur m.a. grein eftir Jón Sigurðs- son í Yztafelli, Friðrik Sigur- , jónsson í Ytri-Hlíð ritar um sauðfjárrækt og verðlagsgrund- vöU og birt er margvíslegt fraeð- andi efni. I Tímariti iðnaðarmanna, 2. hefti ársins. er sagt frá slitum Iðnskólans í Reykjavík, minnzt merkisafmælis nokkurra iðn- meistara- og sveinafélaga, sagt frá skipasmíðastöðinni við Am- arvog. Gunnar Bjarnason skóla- stjóri Vélskólans ritar um tæknimenntun og fleira efni er f heftinu. Garðeigendur á Akureyri fá viðurkenningu Fegrunarfélag Akureyrar veitti í ár engin verðlaun fyx- ir skrúðgarða í bænum, en hins vegar hefur stjóm félags- ins veitt eigendum bezt hirtu og fegurstu garðanna viður- kenningu. Garðamir voru þess- ir: ÞingvaUastrseti 27. Eigendur Maria og Sverrir Ragnars. Norðurg. 40. Eigendur Katr- ín Jósepsdóttir og Einar Svetn- bjömsson. Eyrarvegur 35. Eigendur Jón- ína Sigmundsdóttir og Einar Jónsson. 't r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.