Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 6
0 &.k£)A -------tr ÞlðÐVlLIINN Sunnudasur scpíc-mber 1963 persónur, og þetta hafði í fyrstu verið henni uppörvun. En í at- vinnu sinni hafði hún aldrei reK- izt á neina, sem 'kom heim við þá lýsingu. Hórumar sem hún þekkti voru oft súbbulegar og Btundum gamlar, en hjörtu þeirra voru skorpin og þær voru ósköp lítið geðþekkar. Þær voru svo sem ekki slæmar. heldur voru £ær fyrst og fremst heimsk- ar. Vy komst fljótlega að raun um að heimskan var því nær sameiginlegt einkenni. Kannski gegndi öðru um fimm hundruð dollara stúlkurnar og Holly- wood-hópinn. En hún efaðist þó um það. Árin sem hún hafði stundað þessa atvinnu, hafði hún komizt í kynni við býsna marg- ar vændiskonur. og þær voru flestar hver annarri líkar. Þær unnu nokkum tíma á kvöldi, sváfu megnið af deginum, dóu fátækar. Og hún var sjálf engu betri. Það varð hún að muna. Þótt ástæður hennar væru ef til vill aðrar, þrátt fyrir allt, þá var hún af sama sauðahúsi. — Jæja. það er svo heitt í þessu skítabæli og ég er breytt, sagði Jewel. — Ég ætla að — — Notaðu ekki þetta orð, i öll- um bænum. sagði Sally. — Af hverju ekki? — Það er ókvenlegt. Þær sátu yfir glösum sínum og biðu og svo komu þrir menn inn og Vy sá samstundis að beir voru efni i viðskiptavini. Þeir hlógu of hátt og þegar þeir sett- ust litu þeir áfergjulega í kring- um sig, og þeir voru ekki New Yorkbúar. — Sjáið þið? hvíslaði Jewel Hún brosti lítið eitt í átt til mannanna þriggja og sneri sér aftur að glasi sínu. Nokkrar minútur liðu, síðan stóð einn mannanna á fætur og gekk yfir til þeirra. Hann var mjög rjóður i andliti og Vy sá hann var drukkinn. Kannski ekki of drukkinn. En drakkinn. — Hæ, sagði hann. Sally tísti. — Ég. — hm ja, ég ætlaði bara »ð spyrja, hvort við mættum kannski kaupa drykk handa ykk- rr stúlkunum. Hárgréiðslan Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINU og DÓDÖ Laugavegi 18 III. h. ílyfta) SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21- SÍMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. ---------------------------• Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN. Tjaraargötu 10, Vonarstrætis- megin. — SlMI 14662. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SlMI 14656 — Nuddstofa á sama stað. — Hann horfði á Sally. 1 daufu barljósinu var hún gimileg og hún kunni að notfæra sér brjóst- in. Hún hafði látið gera á sér fegrunaraðgerð og brjóstin stóðu beint fram, stinn og þétt. — Ja, ég veit ekki, sagði hún. — Þekklð þér nokkum héma? — Þekki nokkum? sagði mað- urinn. Hanh sneri höfðinu til að sjá vini sína.— Ó. Jú, sjáið þið til, við eram eiginlega bara i heimsókn í borginni. 1 smá ferðalagi. Við ætluðum, okkur datt í hug að, hérna, skemmta okkur dálítið. Vy leit undan. Hann var ljótur og nær miðalda og hinir sýndust ekki miklu skárri. En það skipti ekki máli, sagði hún við sjálfa sig eins og alltaf. Ef þú ert at- vinnumanneskja, þá verðurðu að standa við það. Forðastu þá villtu og ógeðslegu, en taktu ann- ars hvað sem er. Þú hefur ekiri efni á að velja og hafna eins og áhugamanneskjur. — Við megum það ekki, nema þér þekkið einhvem, sagði SaHy og flissaði. — Mér þykir það leitt. Þetta var næstum eins og á- fengisbann. Síðan hert hafði ver- ið á eftirlitinu, varð að sýna ýtrustu varfæmi. Lögreglan var mjög ströng. — Jæja, sagði maðurinn. — Kannski þekki ég einhvem þegar allt kemur til alls. Ég ætla að athuga málið og svo kem ég aft- ur. Þið bíðið. Hann gekk yfir að básnum og Vy sá einn mannanna, feitlaginn, rjóðan náunga, brosa og hrista höfuðið. Hann var geðgóður að sjá og það var augljóst að hann var óvanur að standa í þessu. Fyrsti maðurinn benti ,á Vy og rjóði maðurinn leit á hana. Hann starði á hana drykklanga stund. — Ég held að þetta verði allt í lagi, sagði Irene. Sally sagði: — Ég vona það. Ég er þreytt. Fyrsti maðurinn gekk að bam- um og náði tali af Ewald. Útund- an sér sá Vy peningaseðil hafa eigendaskipti. Svo kom Ewald yfir til þeirra og sagði: — Stúlk- ur. þetta er gamall kunningi minn, Howard De Vries. Hann og vinir hans vilja gjaman kaupa drykk handa ykkur. Finnst ykkur nokkuð að því? Sally flissaði aftur: — Síður en svo. sagði hún. Maðurinn sem kallaði sig De Vris drap tittlinga framan í Ewald og fór að sækja vini sína. Innan skamms sátu þau öll sam- an í stóra, hringlaga básnum. — Þetta er Billi Diamond, sagði De Vries og benti á magr- an, hræðslulegan mann með skolleitt hár; leit síðan á rjóða náungann: — Og þetta er Pete Jones. Vy brosti framaní Jones og vifcsi ósjálfrátt að hann myndi velja hana. — Jæja þá, sagði De Vris og var nú orðinn frjálslegri. — Hvað viljið þið drekka stúlkur? Jewel sagði: — Skota. Ewald kinkaði kolli og fór burt. — Ég var hræddur um að við yrðum óheppnir, sagði De Vries við Sally — allt hefur breytzt — Ekki mikið. sagði Sally og deplaði augunum. — Nei, kannski ekki of mikið! Ewald kom til baka með drykkina. Maðurinn sem nefndi sig Diamond fleygði tíu dollara seðli á plastbakkann og sagði: — Það passar. Vy fann að Jones horfði á hana. Augu hans voru góðleg. það fann hún líka. Hann yrði ágætur. Eftir kjmningamar var aug- ljóst að Jewel yrði útundan. Hún drakk útúr glasinu og sagði við De Vries: — Ætlið þið út á eft- ir? — Auðvitað. — Ég veit hvemig þið getið fengið tvöfalda skemmtun. — Tja, sagði De Vries. — Ég veit svei mér ekki, ég held ekki. — Þið hafið ekki heyrt talað um Jewel? — Ja. við erum ekki sérlega vel fjáðir í kvöld. Og — — Allt í lagi, sagði hún hlæj- andi. — Gleymum því. Hún reis upp frá borðinu. — Nóttin er ung enn. Hún sýndist miklu eldri en þrjátíu og átta ára þar sem hún stóð. Ljóst hárið var dá- lítið rosalegt í bláu Ijósinu. — Skemmtið ykkur vel, krakkar. — Ekki fara til Hardys, sagði Sally. — Það vekur bara grun. Heyrirðu það? Jewel brosti og gekk burtu. Peta Jones dreypti á drykkn- um sfnum og sagði: — Mynduð þér vilja fylgjast með mér í kvöld, ungfrú? Vy reyndi að halda rödd sinni hlutlausri. Kantiski var það hit- inn og biðin og áfengið, kannski tíminn sem hún hafði haft til að hugsa. Hún vissi það ekki; en hún fann næstum til blygðunar núna; sömu tilfinningar og hún hafði þurft að berjast við fyrstu tvö árin. — Ég hef ekkert á móti því, herra Jones. ' — Það líkar mér. Hann laut höfði og horfði betur á hana. — Ég skal segja yður eitt, ung- frú, ég held þér séuð ein falleg- asta stúlka sem ég hef séð í New York. Hún brosti fallega. — Þetta er fallega sagt, herra Jone9. Hann roðnaði' enn meira og saup aftur á glasinu. Hún heyrði raddir hinna, flissið f Sally! dimma rödd Irene. Þær- virtust stinga mjög í stúf við mjúkan suðurríkjahreim þessa manns. — Jones er ekki mitt rétta nafn, sagði hann. — Strákafnir heimtuðu að við skiptum um nofn. En ég veit að ég myndi alltaf gleyma mér. Og það er eins gott að ég segi yður mitt rétta nafn — það gerir engum mein. Ég er engum háður. — Það er alveg óþarfi. — Ég veit það, en mig langar til þess. Ég heiti Sam Griffin. Ég er sölumaður. ég sel hvað sem er. En mér gengur ekkert sérlega vel héma. Þetta er skelfilega köld borg. Vy dreypti á skotanum. Hún heyrði Irene segja: — Þú þartt ekki að hafa áhyggjur af neinu. elBkan. Diamond var farinn að hvísla. — Gerirðu — allt? spurði hann og virtist skelfdur yfir sinni eig- in dirfsku. — Ég hef aldrei fengið kvart- anir frá viðskiptavinunum. sagði Irene og brosti. — Kallaðú mig Sam. Það gera það ekki margir. Ég er á ferðinm megnið af tímanum og hef ekki mörg tækifæri til að eignast vini. Hinir náungamir era sölu- menn líka; ég hitti þá í gær- kvöld í heildsölunni. Ed verzlar með sígarettukveikjara. Harry er með hreinsivökva. Það er á- gætt hvort tveggja, en fólkið í New York er svo kalt. Það gláp- ir bara á mann. Ég á við það, að þetta er stærsta borgin í Ameríku, en ég hef aldrei á æv- inni verið jafneinmana. Hann þagnaði. Yður finnst þetta sjálf- sagt asnalegt. — Nei, sagði Vy. — Það finnst mér ekki. Sam Griffin ljómaði. — En ég skil ekki hvemig þér getið nokk- um tíma’ orðið einmana — Hann roðnaði. — Ég ætlaði að segja — jæja. þetta er alveg eft- ir mér að blaðra tóma vitleysu Ég átti við það, að þér eruð svo falleg að það hljóta að vera ná- ungar .... — Allt í lagi, herra Griffin. Ég veit hvað þér eigið við. Hann horfði á hana. — Ég held þér vitið það. En það gera samt ekki margir. Þessir piltar, Ed og Harry, þeir era sælir eins og svín. Þeir hafa allt sem þeir óska sér. Það er sama hvar þeir lenda, þeir eiga alls staðar heima — og þannig eru flestir sölumenn. Vy rétti úr sér. Þetta era ekki menn. sagði hún við sjálfa sig, þetta era viðskiptavinir. Og það er orðið áliðið. — Viltu vera með mér í kvöld? sagði hún allt í einu með breyttri röddu. Sam Griffin brosti. — Ég vil ekkert frekar. — Það eru tuttugu og fimm dollarar, lágmark. sagði Vy. Það kom sársaukasvipur í augu Sam Griffins eins og hún hefði valdið honum vonbrigðum; tn hann hætti ekki að brosa. — Viljið þér fá peningana núna? sagði hann. — Nei. Á eftir. — Eins og þú vilt, Vy. — Ertu tilbúinn eða viltu drekka meira? Ef þú vilt það, bá verð ég að panta, — Ég er tilbúinn, sagði hann. — Mikið ertu með fallegt hár. Ég held ég hafi aldrei séð svona fallegt hár. — Farðu á Jame9 hótelið. sagði Vy og forðaðist að mæta augna- ráði han9 og heyra rödd hans. — Skrifaðu þig inn sem herra Taylor og frú. Veiztu hvar Jam- es hótelið er? — Nei. Hún gaf honum heimilisfangið. — Þú manst að skrá þig sem herra Taylor og frú. Þeir vísa þér á herbergi númer 7. Læstu dyranum og bíddu mín þar. — Já. frú. — Taktu bíl þangað núna. Ég verð hér kyrr í kortér og svo kem ég. — Er það ekta? — Hvað þá? — Háraliturinn. — Nei, það er litað. — Jæja, það er nú fallsgt samt. Það ilmar vel. Sam Griff- in lagði af stað. Svo sneri hann sér við. — Þú kemur, þú lofai því? — Já. . Maðurinn sem kallaði sig Diamond stöðvaði Sam Griffin og hvíslaði hátt: — Griffin. heyrðu. þú ættir að reyna bæi dökku. Mér er alvara. Þær kunna á því lagið. alveg ævin- týralegar. — Það er allt í lagi með mig, sagði Sam Griffin. — Ég er á- nægður. — Já, en þú gætir komið til okkar á eftir. Hefurðu nokkum tíma prófað dökkar? — Nei. en — — Ég meina þetta. Sammi. Þær era þúsund sinnum betri Bráðflinkar, skilurðu. Og bú barft engar áhyggjur að hafa. Gullhreinar. Vy lét sem hún væri ekki að hlusta. því að hún vissi með sjálfri sér að Sam Griffin var vandræðalegur. — Veiztu hvað mín var að segja rétt í þessu? Ég spurði: S KOTTA Mér er það mikil ánægja, pabbi minn, að kpnna þig fyrir Jáhann- esi Guðmundssyni. Hann- er í tólfta blóðflokki. Starfsstúlkur óskast i Nokkrar starfsstúlkur óskast aö Samvinnuskól- anum Bifröst á komandi vetri. Upplýsingar í síma 17973 eftir kl. 5 á mánudag Símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra hefst að nýju Vinningarnir verða að þessu sinni 2 3ja herbergja fokheldar íbúðir að verðmæti kr. 225 þús. hvor, auk þess 10 aukavinningar frjálst vöru- val fyrir kr. 10 þúsund hvor. Símnotendur eiga rétt á að Kaupa sín númer til 10. desem- ber. /||i DREGIÐ Á lij? ÞORLÁKS- llW' MESSU, Hver vill ekki slíkan jólaglaðning?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.