Þjóðviljinn - 10.09.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.09.1963, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 10. september 1963 « 28. árgangur — 192. tölublað. Hásetar felldu samninga stjórnar og samningsnefndar með 187 atkvæðum gegn 26 —Aígert vantraust á stjórrí Sjómannafélagsins — Át+a skip hafa stöðvast \ VERKFALL Á FARSKIPUNUM HÓFST AFTUR UM HELGINA Um helgina voru kunngerð úrslit í alkvæða- greiðslu innan Sjómannafélags Reykjavíkur um hina nýju samninga, sem samninganefnd félagfs- ins hafði undirritað þann 2. september sl. At- kvæði féllu þahnig, að nei sögðu 187, en já sögðu einungis 26 og voru samningarnir því kolfelldir. Verkfallið, sem frestað hafði verið við undirrit- un samninganna, hófst því að nýju um helgina. 6:0 og 187:26 Manna á meðal er úr- slitum í atkvæðagreiðslunni í Sjómannafélaginu líkt við landsleik íslendinga og Breta, sem fram fór hér í Reykjavík um helgina. Eins og kunnugt er biðu íslend- ingar mikið afhroð í þeim leik, töpuðu með 6:0., Sú útreið sem stjórn s]ó- mannafélags Reykjavíkur, fékk í atkvæðagreiðslunni um samninganna er þó sýnu verri og jafngildir al- geru vantrausti. Þjóðvilj- inn reyndi margsinnis í gær, að ná tali af Jóni Sigurðssyni, formanni Sgó- mannafélagsins til þess að spyrja hann iim álit hans á úrslitum atkvæðagreiðsl- unnar, en það reyndist 6- kleift með öllu. þar sem hann var' hvergi finnanleg- ur! — Hefur hann trúlega verið í svipuðu skapi og framámenn okkar í knatt- spyrnunni eftir landsleik- inn við Breta, en Alþýðu- blaðið segir svo frá þeim á forsíðu s. 1. sunnudag: „Það voru fúlir Islendingar, sem við hittum eftir leik- inn." _ 0g vildu þeir ekk- ert láta eftir sér hafa, seg- Sr Alþýðublaðið. LandsleðiS valið í gær Landsliðsnefnd hefur valið eft- irtalda menn í landsliðið í knatt- spyrnu er keppa skal við Breta Heimir Guðjónsson, markvörð- ur, Jón Stefánsson, h. bakvörður. Bjarni Felixson, v. bakv., Garð- ar Árnason h. framv., Hörður FéMxson m. framv., Sveinn Jóns- son, v. framv., Axel Axelsson, h. úth.. Ríkharður Jónsson h. innh. fyrirliði, Gunnar Felixson, miðh., Ellert Sohram, v. útherji. Sigurþór Jakobsson v. útherji. Varamenn: Heigi Daníelsson, Björn Helgason og Arni Njálsson. Þessi úrslit eru hið herfileg- asta vantraust á stjórn og samninganefnd Sjómannafélags Reykjavíkur, sem gert hafði þessa samninga og umdirritað án þess að einn einasti félags- fundur væri haldinn í félaginu um samningamálin. Úrslit at- kvæðagreiðslunnar eru því fyrst og fremst áfellisdómur og al- gert vantraust á stjórnina. Sýna þau svo ekki verður um villzt, að núverandi forystumenn fé- lagsins hafa ekki hin minnstu tengsl við starfandi sjómenn 5 félaginu. og þar af leiðandi ekki hugmynd um vilja þeirra "og óskir. Nema þá að samninga- gerðin hafi verið alger skrípa- leikur af hálfu forystumanna Sjómannafélagsins og þeir hafi aldrei gert ráð fyrir, að samn- ingarnir yrðu samþykktir. Mun það algert einsdæmi, að samn- ingum, sem undirritaðir hafa verið af samninganefnd viðkom- andi félags, hafi verið hafnað svo algerlega. I>að vakti einnlg athygli í sambandi við talningu atkvæða um samningana, hve seint taln- ingin -hófst h'já Sjómannafélag- inu. Báru forsvarsmenn þess því við, að beðið væri eftir skeyt- uoi frá farskipum með atkvæð- um áhafnanna. Hjá félögum yf- irmanna var talningu hins veg- ar lokið fyrir hádegi á laugar- dag, og virðast skeytin með at- kvæðum yfirmanna samkvæmt því hafa borizt nokkru fyrr en atkvæði hásetanna! Telja kunn- ugir að drátturinn á talningu atkvæða í Sjómannafélasinu, kunrii að stafa af því, að Gull- foss átti að láta úr höfn skömmu eftir hádegi á laugardag. Hefði talningu verið lokið fyrir þann tíma, er líklegt að skipið hefði stöðvazt. % V i Samkvæmt upplýslngum, sem Þjóðviljinn fékk í gær hjá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur hafa 8 skip stöðvazt í Reykjavík vegna verkfallsins. Aðspurðir um álit stjórnar S.iómannafélagsins á úr- slitum atkvæðaereiðshmnar, var því til svarað af hálfu Sjó- mannafélagsins, að úrslitin væru eindregin viljayfirlýsing far- manna! Sáttasemjari ríkisins boðaði til fundar með samningsaðilum í deilunni strax á sunnudags- kvöld og annar fundur var boð- aður í gærkvöld. I Atta skip hiifðu stöðvazt í gær f Reykjavíkurhðf n v^na verkfallsins. Myndin er af-tveim skipum Eimskipafélagsins, Brúarfossi og Reykjarfossi, Hggjandi bundnum vift festar.—(fcjósm. Þjóðv. A.K.) ^- /# EINKAVINUR" I HVERRI ÞRAUT í fréttatilkynningu sem dómsmálaráSuneytiS hefur sent frá sér nýverið segir aö um miðjan þenan mán- uð sé væntanleg hingað brezk flotadeild sem í eru 5 tunduduflaslæðarar. Kemur flotadeildin hingað fyrir milligöngu stjórnarvalda og á að aðstoða Landhelgis- gæzluna við að fjairlægja leifar tundurduflagirðinga sem enn kunna að leynast á botni Eyjafjarðar og Seyðis- fjarðar. Það sem mesta athygli vek-^ Svona á húsiB að litaút EINS OG SKÍRT var frá hér í blaðinu á sunnudaginn, er nú hafin ný lota til eflingar styrktarmannakerfi Þjóðvilj- ans — og er heitið á alla vél- unnara blaðsins að vinna að J>ví, hver eftir sinnl getu, að skjótur og mikiil árangur ná- ist í sóknarlotu bessari, —i og þegar i bessum mánuðL JAFNFRAMT ERU nú að hefj- ast — eins og cinnig var skýrt frá í sunnudagsblað- ínu — nýjar framkvæmdir við hús Þjóðviljans, Skóla- vörðustíg 19: Reist verður efsta hæð hússins samkvæmt teikningu Þorvaldar KrSst- mundssonar. petta er brýnt skref og nauðsynlegt. Bæði þarf Þjóðviljinn á rýmra hús- næði að halda og auk þess er núverandi þak hússins svo úr sér gengið að annaðhvort þarf að endurnýja þáð með ærnum kostnaði eða láta það víkja fyrir þeirri hæð sem teikning- in gerir ráð fyrSr — og síð- ari kosturinn hefur verið val- inn. ÞESS ER AÐ VÆNTA að á- kvðrðun þessi falli velunnur- um Þjóðviljans vel f geð, enda verður blaðhúsið, Skólavörðu- stígur 19, allt ðnnur og veg- legri og verðmætari bygging eftir breytingarnar, eins og sjá má af teikningu þessari, sem sýnir húsið eins og ráð- gert er að það líti út að breytingum Ioknum. Sjá síðu Q Aðfaranótt sl. sunnudags varð það slys í Bjarnarborg við Hverfisgötu, að ölvaður maður féll niður stiga og lenti með höf- uðið á miðstöðvarofni. Maðurinn rotaðist við fallið og skarst tals- vert á höfði. var hann fluttur í slysavarðstofuna. Barry J. Anderson í vígahug meðan landhelgisdeilan stóð yfir. Skyldi hann blíðarii nú? ur í sambandi' við þessa frétt er sú staðreynd, að yfirmaður flotadeildarinnar verður Barry J. Anderson kapteinn sá er frægastur varð í landhelgis- stríðinu við Breta en þá stjórnaði hann ofbeldisaðgerð- um brezka flotans gegn is- lenzku landhelgisgæzlunni og sparaði hvorki stór orð né aflsmun hvenær sem færi gafst. Er það táknrænt fyrir undirlægjuhátt íslenskra stjórnarvalda við Breta að þau skuli ieita á náðir brezka flotans í þessu máli og þola það möglunarlaust að brezk flotayfirvöld sendi Barry J.. Artderson hingað í storkunar- sltyuii við okkur Islendinga sem sérlegan „hjálparmann" okkar og ,,einkavin" í hverri þraut. Fréttatilkynning dómsmála- ráðuneytisins birtist í fréttum Framhald á 2 síðu. Samningar um verð- lagningu á búvörum Fundir eru nú að hefj- ast að nýju um verðlagn- ingu landbúnaðarafurða í 6- mannanefndinni svoköll- uðu, en fundir lágu niðri, meðan stóð á aðalfundi Stéttarsamb. bænda. Full- trúar framleiðenda höfðu áður lagt fram tillögur sín- ar um nýjan verðlagsgrund- völl, sem hafa mundi í för með sér um það bil 36% hækkun á framleiðsluvör- um landbúnaðarins. Aðal- fundur Stéttarsambandsins taldi bann grundvöll hins vegar of lágt áætlaðan, og hækkaði kröf urnar til muna. Viðræður munu nú hefj- ast að nýju! í nefndinni um þann grundvöll, sem búið var að -leggja fram, og var boðað til fundar kl.- 10 ár- degis í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.