Þjóðviljinn - 10.09.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.09.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. september 1963 NÝI TÍMINN SfÐA 3 Námsmenn teknir höndum hundruium saman í Saigon \ SAIGON 9/9. — í dag blossuðu óeirðir í Saigon aftur upp, er lögregla einræðisstjórnarinnar réðist að stúdentum sem efnt höfðu til mótmælaaðgerða gegn stefnu stjórnarinnar. Handtók Iögregian stúdentana hundruð- um saman og réðist meðal ann- ars inn í tvo skóla til að hafa hendur í hári námsmanna. Urðu’ talsverð átök þar sem stúdent- arnir báru hönd fyrir höfuð sér og nutu tilstyrks aðvífandi manna. Ríkisstjómin hefur tilkynnt, að hún muni grípa til róttækra BONN 9/8. Um helgina hélt innanríkfsráðherra Vestur-Þýzka- Iands, Hermann Höoherl ráð- stefnu með æðstu embættismönn- um ráðuneytis síns á heimili sínu C Regensburg. Snérust ræður þeirra um öryggisþjónustuna vestur-þýzku og aðkast sem hún hefur orðið fyrir heima og er- lendis. f vikunni sem leið hélt biaðið Die Zeit því fram að starfsmenn öryggisþjónustunnar víluðu ekki fyrir sér að hlusta á síma og opna póst manna enda þótt slíkt sé skýlaust stjórnarskrárbrot. Munu það vera óánægðir ör- yggislögregiumenn sem skýrt hafa blaðinu frá þessu. Nazistar vaða uppi Die Zeit skýrir einnig frá þvi, sem raunar var vitað, að innan öryggislögreglunnar er að finna fjölmarga nazista sem á sínum tíma störfuðu fyrir morðstofnan- ráðstafana til að yfirbuga upp- reisnargjarna námsmenn. Þeir hinna handteknu sem komnir eru yfir tvítugt verða settir í herinn en hinum yngri verður komið fyrir á uppeldisheimil- um. Víggirtu skólana Nemendurnir við skólana sem lögreglan réðist inn í höfðu kom- ið upp .víggirðingum í skólahlið- unum og vörpuðu múrsteinum og öðru lauslegu á lögreglu- menn. Jafnframt hrópuðu þeir vígorð gegn stjóm Diems for- ir Hitlers. svo sem SS, SD og Gestapo. Néfnir blaðið marga slíka með nafni. Höoherl innanríkisráðherra hef- ur lýst því yfir að hann myndi sjá til þess að þetta mál verði rannsakað og þeir ireknir sem sekir reyndust. 17. þessa mánað- ar mun Höcerl leggja skýrslu fyrir innanríkisnefnd þingsins og fjallar það plagg um ásakanirn- ar á hendur öryggislögreglunnar. Italir sakaðir um pyndingar RÓM 9/8. Austuríska ríkis- stjórnin með Bruno Kreisky ut- anríkisráðherra í broddi fýlking- ar gagnrýndi um helgina aðfar- ir ítölsku lögreglunnar og hélt því fram að Italir hefðu pyndað menn sem þeir hafa grunaða um hermdarvérk í Suður-Tyrol, að undanförnu. seta og hinum bandarísku hús- bændum hans. Tókst stúdentun- urþ í fyrstu að hrinda árás lög- reglumannanna. Síðar gátu þó lögreglumennimir ruðst inn í skólana og handtekið" fjölmarga námsmenn. Tvær ungar stúlkur sem nám stunda við einn æðri skólanna í Saigon voru hand- teknar á þeirri forsendu að þær væru meðlimir í þjóðfrelsis- hreyfingunni Vietcong. Mannaskipti Fregnir herma að Diem for- seti og Nhu bróðir hans hyggi á nokkur mannaskipti í stjórn sinni. Segja heimildarmenn í Saigon að Tran Von Don hers- höfðingi hafi verið skipaður að- stoðarlaridvamaráðherra, en það er ein mikilvægasta staðan í stjórninni. Sjálfur er Diem land- vamaráðherra. Er talið að um- skipti þessi séu gerð tii að þókn- ast Bandaríkjamörmum sem fyr- irskipað hafa Díem að fjarlægjá vissa ráðherra. Ennfremur ,mun ætlunin að styrkja Diem og fjöl- skyldu hans í sessi með því að veita hemum meiri hlutdeild í stjóm lamdsins, en heyrzt hefur að nokkur óánægja hafi gert vart við sig inrian hans. Ráðherrar fá ákárur STOKKHÓLMI 9/9. 1 dag og í gær gagnrýndu sænsk blöð ut- anríkisráðherra Norðuriandanna eindregið vegna afstöðu þeirrar sem þeir tóku til Suður-Afríku- málanna á fundi sínum í Stokk- hólmi. 1 gær sögðu Stokkholms-Tidn- ingen og Aftonbladet. sem bæði eru í eigu alþýðusambandsins sænska að ráðherramir hefðu farið eins og kettir í kring um heitan graut og væri yfirlýsing þeirra gagnslaust hálfvelkjutaL Aftonbladet segir að ráðherr- amir hafi forðast að ræða hlut- lægt um Suður-Afríku og taka afstöðu tifli kröfunnar um að Sam einuðu þjóðimar beittu sér á raunhæfan hátt gegn hörkuleg- ustu kynþáttakúgun í heiminum. 1 dag segir frjálslynda blaðið Expressen að ráðherramir hafi verið full varkárir er þeir sömdu yfirlýsingu sina. Væri helzt að skilja að ráðamenn á Norður- löndum ætluðu sér ekki að beita sér upp á sitt einsdæmi í þessu máli. Segir blaðið að viturlegra hefði verið fyirir ráðherrana að krefjast viðskiptabanns gegn S- Afríku. Nýstjórnar- * skrá sam- þykktiAlsír ALGEIRSBORG 9/9. — í gær fór fram í Alsír þjóðaratkvæða- greiðsla um hina nýju stjórnar- skrá sem Ben Belia forsætisráð- herra hefur iátið semja. Sam- kvæmt síðustu tölum greiddu 5.010.714 atkvæði með stjórnar- skrá þessari en 97.197 á móti. Hefur Ben Bella með þessu unn- ið mikinn sigur en samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá verður aðeins einn stjórnmálaflokkur í landinu. Belkacem Krim, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra i Alsír. er nú staddur í Lausanne í Sviss, en hann sagði af sér þing- mennsku í mótmælaskyni við stjórnmálaþróunina í landinu. í dag lýsti hann því yfir að hann teldi að valdhafarnir hefðu ákveðið úrslit atkvæðaéreiðsl- unnar fyrirfram, þar sem mjk- il andstaða hefði verið gegn stjórnarskránni meðal almenn- ings. Landflótta Kúrdar Kúrdarnlr I írak hafa nú lýst yfir því að þeir hafi stofnað sitt eigið ríki. Þeir hafa um langt skeið barizt frelsiisbaráttu gegn aftur- haldsstjórninni í Bagdad sem virt hefur aiiar kröfur þeirra um sjálfsforræði að vettugi. Mörg þúsund Kúrdar hafa ncyðst til að flýja úr landi eftir að flugher stjómarinnar hefur varpað sprengj- um á þorp þeírra. Fjölskyldan á myndinni er á leið til Tyrklands en þar hefur vcrið kopiið upp sérstökum flóttamannabúðum. Til- kynnt hefur verið að loftherinn hafi árangurslaust reynt að finna aðalstöðvar Kúrdanna í fjöllunum í norðurhluta landsins. Blaðaskrif í Vestur-Þýzkalandi: Lögreglan sögð hlera síma fólks Einn negri var myrtnr og margir særðir f Birmingham á miðvikudagskvöldið var. Negramir hötöu safnast saman úti fyrir heimili Arthurs Shores félaga síns, en hvítir ofstækismenn höfðu um dag- inn gert á það sprengjuárás og var það í annað sinn á tveimtir vikum. Myndin sýnir vopnaða iög- reglumenn á verði við húsið eftir að hafa hrakið negrana á brott. Ofbeldisaðgerðir í Alabama Stjórnarskráin er brotin með tilstyrk lögreglunnar HUNTSVILLE og BIRMINGHAM, Alabama 9/9. Wallace íylkisstjóri í Alabama heldur uppteknum hætti. Hefur hann láíið lögreglu sína slá hring um skólana í þrem borgum í 'fylkinu til þess að hindra að 20 negrabörn fái að stunda nám yið hlið hvítra jafnaldra þeirra. Fyrirskipun fylkisstjórans náði ekki til skóla í borginni Hunts- viilé þar sem mikið hefur verið um kynþáttaóeirðir að undan- förnu. Tókst fjórum negradrengj- um að setjast á skólabekk þar í borg í dag og hafa þá negrar hafið nám i öllum fjórum skói- um borgarinnar. Lögregla Wallace fylkisstjóra vísaði á brott tveimur negram sem ætluðu að hefja nám í Murphy High School í borginni Mobile í dag. Hinsvegar var hvítum nemendum veittur að- gangur að skólanum. Lögreglan vísaði ennfremur frá negriun sem reyndu að komast inn í skóla í Tuskegee og Birmingham. Dómur Sambandsdómstóll í Mobile kvað í dag upp úrskurð sem bannar Wallace að skipta sér af því hvort svartir og hvítir fengja að stunda nám í sömu skólum. Tveir öldungadeildarmenn, Wayne Morse og Jakob Javits, sökuðu 1 dag Wallace fylkisstjóra um að orsaka glundroða í Alab- ama með því að láta fylkislög- regluna hindra negra að setjast í þá skóla sem áður voru einungis ætlaðir hvítum mönnum, enda er slíkt brot á úrskurðum dómstóla. Bandaríkjastjóm mun vera ugg- andi vegna ástandsins í Alabama og í dag ræddi Robert Kennedy dómsmálaráðherra við helztu ráðgjafa sína um þessi mál og Fimmburar i Venezuela CARACAS 9/9. Á sunnudaginn ól 35 ára gömul kona í Venezu- ela fimmbura. Bæði móðirin og hörnin eru við beztu heilsu. Konan, Ines Maria Cuervo de Preito, giftist barnsföður sínum 16 klukkustundum eftir fæðing- una á Maracaibo-sjúkrahúsinu. Eiginmaðurinn á átta böm frá fyrra hjónabandi, en konan fimm og er þegar orðin amma. Fimmburarnir sem fæddust á sunnudaginn vega frá 1,4 til 1,89 kíló. hugsanlegar ráðstafanir til þess að fá Wallace til að láta af gjör- ræði sínu. Sprengjuárásir 1 sjónvarpsviðtali í gærkveldi skýrði Wallace frá því að hann hyggðist enn um hríð halda negram brott frá hinum „hvítu“ skólum. Ekki vildi hann skýra nánar frá fyrirætlunum sínum en skoraði á hvita menn að forðast lögbrot. Sagði hann meðal ann- ars að hvítir menn gætu ekki sigrað með sprengjuárásum, en í fyrrinótt var gerð sprengjuárás WASHINGTON 9/9. — Öldunga- deildin bandaríska hóf í dag umræður um staðfestingu á Moskvu-samningnum um tak-1 markað bann við kjarnorkutil- raunum. Áður en að umræðurn- ar hófust ræddi Kennedy eins- lega við forystumenn þingflokk- anna, demókratann Mike Mans- field og repúblikanann Everett Dirksen og skoraði á báða að- styðja samninginn. Vítahringur Fyrstur öldungadeildarmanna tók til máls William Fulhright, formaður utanríkismálanefndar- innar. Mælti hann, eindregið með bví að deildin staðfesti samning- inn. Sagði Fulbríght að samn- ingurinn mvndi verða til þess að draga úr óttanum og tor- trvggminni í kalda stríðinu. Ljóst væri að enpin þióð gæti vonazt eftir að lifa af k.iarn- orkustrið sem skimdast samfé- lag. Væri því nauðsynlegt að riúfa hinn illa vítahring ótta og " búnaðar sem endað sæti með ptvriöld Mr'skvu-samnvnsnrínn pkki rnfi?i Viann hrins að fullu, sasði Fulbright, en ef hann verður virtur getur hann á hús A. G. Gastons, en hann er kunnur negraleiðtogi í Birming- ham. Húsið skemmdist talsvert, en enginn særðist. Þetta er í ann- að sinn á fáum dögum sem ráð- izt er með sprengjukasti á heim- ili negra í Alabama. Níu ára bið Um helgina var kynþáttamisrétti afnumið formlega i skólum í 8 fylkjum í^suðurhluta Bandaríkj- anna, og er það níu árum eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna lcvað upp þann úrskurð að kyn- þáttaaðskilnaður í skólum væri ekki í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar. Nú hafa yfir- völdin í Georgíu, Texas, Norðpr- og Suður-Karólínu, Tennessee, Virginíu, Florida og Maryland fallizt á að negrar fái aðgang að þeim skólum í fylkjum þessum sem til þessa hafa einungis verið ætlaðir hvítum mönnum. dregið úr ótta og tortryggni Qg ef til vill leitt til þess að unnt verði að gera nýjar ráðstafanir til að takmarka vígbúnaðinn. Kostir og- gallar Fyrr um daginn birti ein af ' undirnefndum deildarinnar skýrslu þar sem segir meðal annars að Moskvu-samningur- inn muni hafa óheppilegar af- leiðingar fyrir varnir Banda- ríkjanna og fyrir Bandaríkja- menn séu hernaðarlegir ókostir hans meiri en kostir. Tveir þriðju hlutar öldunga- deildarmanna verða að greiða atkvæði með samningnum eigi hann að öðlast gildi. Atkvæða- greiðslan mun að öllum líkind- um fara fram í næstu viku. Forystumenn beggja þing- flokkanna sögðu er þeir höfðu rætt við Kennedy forseta í dag að þeir gerðu ráð fyrir því, að samningurinn hlyti staðfestingu öldungadeildarinnar. Skýrði Dirksen frá því að forsetinn m.yndi síðar senda helztu foryctumönnum i öldun?adeild- inni bréf þar sem hann gerir grein fyrir ýmsum misskilningi varðandi samninginn. Umræður um Moskvu-samninginn Verður séttmálinn staðfestur í USA?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.