Þjóðviljinn - 10.09.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.09.1963, Blaðsíða 7
SÍÐA 7 v. Þriðjudagur ip. september 1963 ÞlðÐVILllNN ORYGGISMAL SILDVEIDISKIPA Eftir Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoðunarstjóra Fyrri hluti Enginn efast um ágæti kraft- • biakkar og nylonnóta við síld- veiðar, og þessi tæki auk leit- artækja og ýms annars bún- aðar hefur gerbreytt öl'lum veiðimöguleikum íslenzkra síld- arskipa, tekjuöflun áhafna og útgerðar, og þar með þjóðar- ,búsins alls. Því miður er sag- an ekki þar með sögð öll. Þessi breytta veiðitækni ásamt síld- armati hefur beint og óbeint um leið breytt ýmsum þeim atriðum er snerta öryggi skip- anna. Eldri skipum hefur ver- ið breytt, og ný skip smíðuð með tilliti til þessara veiðiað- ferða. Meginbreytingarnar vegna síldamótarinnar og kraftblakkarinnar eru þær, að á þeim skipum, sem voru fyr- ir með bátapalli, hefur stjórn- borðsmegin á bátapallinum verið útbúinn meira eða minna lokaður kassi úr stáli fyrir sfld- amótina, og fremst yfir þess- um kassa hefur verið útbúinn gálgi, bóma eða krani, til að hengja í kraftblökkina. Á þeim , skipum, þar sem aðeins voru áður stoðir undir bátapallin- um, hefur oftast verið fyllt upp í opin SB-megin á milli stoðanna, eða klætt að utan með stálplötum, til að nótin festist síður í. Þannig hefur þá SB-megin undir bátapalli á þessum skipum myndazt gangur utan við reisn skips- ins, lokaður á hlið en opinn að framan og aftan. Kraft- blökkin sjálf er ekki mjög þung, en bóma sú eða krani, sem hún hangir í, er sífellt að verða fyrirferðarmeira tæki, og til að auðvelda notkun kraftblakkarinnar við stórar nætur, þá hefur þróunin ver- ið í þá átt, að hækka þennan gálga. Um leið hækkar átak- ið á skipið, þegar nótin hang- ir í kraftblökkinni á Hið skips- ins. Síldarnætumar úr nylon- gerfiefnum eru verulega létt- ari en gömlu síldamæturnar. Nú undanfarið hafa nætumar ' hinsvegar verið stækkaðar meira og meira, einkum dýpt- in aukin, til að geta náð í síld, sem stendur dýpra undir yfir- borði sjávar. Til skamms tíma höf um við reiknað með, að síld- arnætur blautar myndu vega um 6 tonn, og var þetta talin vera ríflega áætluð þyngd. Þyngd nýjustu og stærstú nótanna mun hinsvegar nú vera orðin enn meiri. Þyngdarpunktur þessarar nótar hefur verið á- ætlaður 40 cm. fyrir ofan báta- pallinn, og er þetta að sjálf- sögðu mjög óhagkvæm þyngd og staðsetning fyrir minnstu sfldarskipin, sem búin eru nót á bátapalli. Síðasta þróunin er nú sú, að talið er að nauðsyn- legt verði, að síldveiðiskipin verði búin tveimur sfldamótum samtímis, og verði þær þá af mismunandi dýpt og möskva- stærð. — Stærstu síldarskipin geta að sjálfsögðu bezt þolað þessa miklu yfirþyngd, því hæð á bátapalli er yfirleitt mjög lík, hvort sem um er að ræða stórt eða lítið skip. Ef farið verður aimennt að hafa tvær sfldamætur á báta- palli, þá er ávallt sú hætta fyrir hendi, að leitazt verði við að koma þessu fyrir, jafn- vel á skipum, sem álls ekki geta með sæmilegu móti þolað slíka yfirhleðslu. — « í íestum Þá vil ég víkja að fyrir- komulagi í lestum síldveiðiskip- anna. Niðurhólfun í lestunum í stíur hefur yfirleitt verið góð í íslenzkum síldarskipum, og er t.d. mun þéttari en í sumum erlendum síldarskipum. Hins- vegar hefur á undanfömum ár- um komið i ljós, að lestarborð úr álúminíum hafa mörg reynzt of veik og ekki ávallt fær um að þola það álag, sem á þeim gat hvílt, einkanlega vildu þau bogna út úr fölsum, ef borðin voru ekki nógu ná- kvæmlega af réttri lehgd í stí- urnar. Þar með gat öll síldin komizt á hreyfingu í lestinni. Skipaskoðun ríkisins lét því framkvæmt rannsókn á styrk- leika lestarborða í nýjum ís- lenzkum skipum, og að því loknu var þann 5. júní 1963 gefið út umburðarbréf, þar með tekið er fram hve löng borð megi nota af hverxi edn- stakri gerð. Þetta bréf var sent öllum skipasmíðastöðvum, sem höfðu í smíðum íslenzk fiski- skip, sem og framleiðendum aluminíum borða, skipakaup- endum, og ýmsum öðrum aðil- um. 1 ljós kom, að enn eru ekki fáanleg á markaðinn alu- miníum borð, sem eru nægjan- lega sterk fyrir lengstu borðm, og verður því að nota tréborð í lengstu lengdimar. Fram- leiðendur aluminíum borða eru hinsvegar nú að uridirbúa framleiðslu á borðum, sem eru nægjanlega sterk til að upp- fyl'la þessar kröfur. En ekki er öllu fulXnægt með þéttri niðurhólfun og sterkum borðum í stíum. öryggið er líka háð því skilyrði að hólf- in séu fyllt og notuð á rétt- an hátt. Með reglugerð um ferskfiskeftirlit er ákveðið að sild í söltun skuli vera í hill- um, og sagt er að víðast hvar sé gerð krafa um að sfld í söltun sé þannig losuð, að ekki séu notaðir svonefndir grabbar við iosunina. Þessi atriði hafa haft mjög óhefllavænleg áhrif á öryggi sQdveiðiskipanna, á- hrif sem gæðamat á síld á- reiðanlega ekki riefur ætlazt til, né gert sér grein fyrir, þeg- ar þessi ákvæði hafa verið sett Verðmunur er það mikill á síld í salt og í vinnslu, að það er eðlilegt að áhugi á- hafna skipanna beinist að þvi, að sem mest af veiddri sfld verði í þeim gæðaflolíki, sem metin er söltunarhæf. Þess- vegna hafa síldarskip verið bú- in hillum ti'l beggja hliða við miðhluta lestarinnar. Þessar hillur eru hafðar hallandi inn að miðju skipsins, og hæð þeirra frá botni lestarinnar er oftast um 80 cm., þannig að hægt er að losa sfld af hill- unum, með því að opna renni- lúgur á lóðrétta stíuþilinu, og láta síldina þannig renna nið- ur í sildariosunarmálið, án þess að moka henni. Þessi að- ferð mun uppfylla kröfur síld- armatsins til að síldin verði söltunarhæf, að því er meðferð síldarinnar varðar. Aðferðin býður hinsvegar þeirri hættu heim, að ekki er víst að alltaf sé hleypt sild undir neðstu hill- una í lestinni, og sé það ekki gert, þá er lofrúm neðst í allri lestinni, en al'lur síldarþung- Við iöndunarbryggjuna. Úr öðru síldveiðiskipinu er verið að landa aflanum, hitt bíður enn drekk- hlaðið til Iosunar, Síldveiðísltip á le.ið til hafnar með mikinn afla í lest og a þilfari inn þar ofanvið. Þessu hefur Sldpaskoðun ríkisins margsinn- is varað við, vegna stöðugieika skipanna. Bent hefur verið á þá leið, að hafa ekkert hillu- borð yzt úti við skipssíðuna. Sé það gert, þá rennur sfld niður undir neðstu hilluna og fyllir það rúm líka. Þegar los- að er, má fyrst taka síldina af hillunni eins og sagt var frá áðan, en tæma að lokum Íá sfld, sem undir hil'lunni er. essi síld neðst verður ef til vill ekki metin söltunarhæf, af þvi henni þarf að moka, en það verða menn að sætta sig við, ef þeir vilja ekki tefla eigin öryggi í tvísýnu. Annað atriðið varðandi gæðamat síld- ar, sem mikil áhrif hefur haft og hefur á stöðugleika og ör- yggi síldveiðiskipanna, er sú ákvörðun, að síld tekin með gröbbum upp úr lest sé ekki söltunarvara. Þetta atriði hef- ur valdið þróun þess, sem nefnt hefur verið falskur steis. Mið- skipa undir lúgum skipanna er þá haft loftrúm, alla leið frá botijii skipsins og upp í lúgu. Þarna getur verið um býsna mikið rúmmál að ræða í lest- inni. sem ekki er fyllt af sfld, og er þetta gert til þess að geta tæmt sem mest magn af síld úr lestinni með máli, sem látið er renna í af hillunum, án þess að nota fyrst grabba til að tæma steisinn með. Þessi svonefndi falski steis, eða loftrúm undir lúgum í miðri lest. er ekki aðeins hættulegt vegna stöðugleika skipsins.^ því hætta er við að sama magn síldar sé í staðinn ti'l viðbðta- Intið á þilfar, helri- ur ekki síður vegna þess. a‘,' áreynsb- á skilrúmsborðin bess'im hluta lestarinnar er svo margfait meiri en elia' ba' eð síldin er- aðeins öðru megin við þessi bil. en tómt hinum- megin. Ef nú skilrúmsborð fer úr falsi, bognar eða brotnar, þá getur sildin runnið yfir í loftrúmið í lestinni, og í velt- ingi getur sfld á hreyfingu í lestinni, með lausum borðum fljótandi í síldinni, brotið frá sér enn fleiri stíuborð, þar til sildin getur runnið til í lest- inni frá einni hlið til annarrar. Ef samtímis er síldarfarmur, á þilfari, þá munu varla nokkur skip geta þolað slíka raun, ef nokkuð er að veðri. Sé mikil síld, þá munu nú flestir fylla miðhluta lestarinnar líka, áður en háfað er á þilfar, en sé ekki um mjög mikla sild að ræða, er að sjálfsögðu einnig freistandi að dreifa síldinni heldur á þflfarið, en að setja hana í lest, því það mun að jafnaði gefa verðmeiri vöru. — Á þilfari Þróunin á frágangi síldar- innar á þilfari er einnig fróð- leg að gera sér grein fýrir. Áður fy-rr var venjuleg skjól- borðshæð á fiskiskipi ekki nema kringum 70 cm. Ofan á þetta var svo farið að bolta planka á rönd til að hækka með skjólborðið vegna síldar- farrtis, og var öll hæð skjól- borðsins þá orðin samtals um 1 metri. Ofan á þetta borð var svo farið setja k'lofaborð, sem smeygt var ofan á, og hafa bessi borð hlotið nafnið á- girndarborð. Ágirndarborðunum fjölgaði svo srnátt og smátt. og uppstfll- ingin hækkaði. Allt þetta borðafargan var svo veikt fyrir sjó, að ef braut á þessu, þá brotnaði mikið af borðunum af, og síldinni skolaði fyrir borð. Þetta hefur áður eflaust bjarg- að mörtgu síldarskipi. En það’ er illt að missa síld. ef hægt er að koma henni með em- hverju móti í land, og því hef- ur þróunin orðið sú, að fasta skjólborðið á íslenzkum fiski- skipum hefur farið smáhækk- andi, og á stærri stálskipum er ekki óalgengt, að sjálf skjól- borðshæðin sé nálægt einum metra en fremst við hvalbak- inn oft 1,3 metrar. Ofan á þetta skjólborð er svo nú sett- ur annaðhvort sterkur eikar- planki, sem er traustlega fest- ur með boltum og vinklum við skjólborðið eða stálupphækkun. Ágirndarborðin eru líka prðin sterkari en áður var, og hæðin er jafnvel komin upp í axlar- hæð eða augnahæð þar sem mest er, lauslega áætlað um 1,65 metrar yfir þilfar. Allur þessi upphækkunarbúnaður er orðinn svo sterkur,- að töluverð- an sjó þarf til að brjóta þetta niður. Niðurhólfun í stiur á þilfari íslenzkra fiskiskipa er mjög þétt orðin, og það er ti'l mikils öryggis tfl að hindra að síld geti hreyfzt til á þilfarinu. Hæðin á sfldarstíunum er hinsvegar orðin mjög mikil, og til að minni hreyfing sé á síldinni og minni hætta á að missa hana fyrir borð, er oft strekktur segldúkur yfir allt þilfarið ofan á síldina. Þótt tvö sfldarruðningsop séu á hvorri hlið á skjólborði skips- ins, þá er mjög hætt við að erfitt reynist að losna við síld af þilfari í skyndi, ef skipið verður fyrir áfalli, nema þá sérlega vel sé frá opnunarþún- aði síldarruðningsopanna geng- ið, t.d. með talíum sem kippa má i frá brú. önnur hætta við þessa háu uppstillingu á stíum á þilfarí er sú, að ef þilfarið sjófyllir, og skipið er tómt, þá er geysimikil þyngd sjávar bundin á þilfari, sem er stórhættuleg hverju síld- Framhald á 10. síðu. á i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.