Þjóðviljinn - 10.09.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.09.1963, Blaðsíða 12
a veiðivikan í sumar 1 skýrslu Fiskifélags. Islands ® um síldveiðarnar norðan Iands og austan í síðustu viku segir svo m. a,: 1 síðustu viku veiddist sfld á svipuðum slóðum og næstu viku á undan, NA af Langanesi og SA af Dalatanga, en þar var aðalveiði vikunnar. Síldin var nú lengra undan landi en áður og sóttu skipin allt að 140 milur SA frá Dalatanga. Þetta var bezta vikuveiði sum- arsins og bárust á land 195043 mál og tunnur, en þess ber að gæta, að töluvert magn var ó- landað ' í veiðiskipunum, sem kemur á skýrslu í þessari viku, en löndunarbið hefur yerið við allar Austfj ajrðaverksmiðj urnar. Sömu viku í fyrra var aflinn 225187 mál og tunnur. Heildarafiinn var 1.374.414 mál og tunnur, en var 2320023 mál og tunnur í lok sömu viku í fyrra. Aflinn var hagnýttur þannig: 1 salt 462867 uppsalt. tunnur (I fyrra 372906). í frystingu 31- 273 uppmældar tunnur (í fyrra 39017). í bræðslu 880274 mál (í fyrra 1.908.100). Síldarskýrslan er birt í heild inni í blaðinu. Sigurpáll er ennþá afíahæstur Samkvæmt skýrslu Fiski- félags fslands um síldar- aflann sl. laugardag er Sig- urpáll frá Garði enn afla- hæsta skipið á síldveiðun- um í sumar en Guðmund- ur Þórðarson frá Reykja- vík fylgir fast á eftir. Eft- irtalin 9 skip höfðu aflað yfir 18 þúsund mál og tunnur á miðnætti sl. laug- ardag: Sigurpáll GK 26878 Guðm. Þórðars. RE 25616 Sig. Bjarnason EA 22249 Grótta RE 20690 Jón Garðar, GK 19859 Ólafur Magnússon EA 19632 Helgi Flóventss. ÞH 19189 Sæfari BA 18909 Snæfell EA 18196 Tíundi ræninginn handtekinn LISDALE 9/9. Brezka lögregl- an hefur nú handtekið tíunda manninn sem grunaður er um að vera viðriðinn lestarránið mikla á dögunum. Maður þessi er þri- tugur að aldri og heitir James Hussey. Eonan hé. idinni mun vera Inge Sand, víðfræg ballettdansmær. Lengst til hægri á myndinni sStur ballettsrjorinn Niels Björa Larsen, en ekki vitum við hver situr á milli þeirra Inge Sand. Ballettinn kominn Þriðjudagur 10. september 1963 — 28. árgangur — 192. tölublað. Snjóaði nyrðra í fyrrinótt Um helgina gerði mikið áhlaup fyrir norðan og snjó- aði niður undir sjó víða. Siglufjarðarskarð tepptist vegna snjóa og á Hólsfjöll- um kom 15 cm djúpt snjó- lag. Eins stigs frost var í Möðrudal í gaer. Samkvæmt upplýsingum Veð- urstofunnar síðdegis í gær, byrj- aði áhlaupið á Vestfjörðum á laugardagskvöldið með hvassri oorðaustan átt er færðist síðan yfir landið á sunnudagsnóttina. Stóð áhlaupið þar til í gærmorg- un en í gær fór veðrið að ganga niður. Mjög mikll útkoma var ! fyrrinótt austantil á Norður- landi. Mest úrkoma mældist á Máná á Xjömesi. 60 mm á tímabilinu frá kl. 6 síðdegis á sunnudag þar til kl. 9 í gær- morgun. Er það með eindæm- um mlkíl úrkoma á þessum tíma árs þar um slóðir. Með áhlaupinu kólnaði einnig mikið í veðri fyrir norðan. Frost- laust var í lágsveitum, 1—3 stiga hiti, en frost er ofar dró og slydda eða snjókoma niður und- ir sjó. Snjóaði víða allmikjð eins og áður segir. Hér sunnanlands var bjart veður í gær en í gærkvöld var að þykkna upp með hægri suð- lægri átt suðvestanlands og spáði Veðurstofan rigningu. í fyrrakvöld kom hing- að til lands um 70 manna ballettflokkur frá Kon- unglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Mun flokkurinn dveljast hér alla þessa viku og verð- ur ballettsýning á hverju kvöldi í Þjóðleik- húsinu. Síðasta sýningin verð-r ur næstkomandi sunnu- dag, og fer flokkurinn síðan utan. Á sýningar- skrá eru Sylfiden, eftir August Bournonville, Symfoni i C, eftir Ge- orge Bananchine gængersken, orio Rieti, Coppelia, eft- ir Ch. Nuitter og A. Saint-Leon og Napoli (3. þáttur) eftir August Bournonville. í gær kynnti Þjóðleikhús- stjóri fréttamönnum nokkra hinna erlendu gesta. Sagðist gestunum svo frá, að ballettinn Framhald á 2. síðu. Sövn- eftir Vitt-^ Hér sjáum við Margrethe Schanne ásamt einum af dönsku ballett- dönsurunum, en okkur er ekki kunnugt um nafn hans. Margrethe Schanne hefur hlotið fleiri viðurkenningar fyrir list sína, en hér verði talið, en hclzt munu lslendingar kannast við Dannebrogsorð- ,una sem hún hefur fengið. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Miklir rekstursörðug- leikar hraðfrystihúsanna 1 gær barst Þjóðviljanum frétatilkynning frá stjórn Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna þar sem segir að vegna hækkaðs framleiðslukostnaðar vofi nú yfir algjör rekstrarstöðvun margra hraðfrystihúsa á næstu mánuð- um. Hér er að sjálfsögðu um mjög alvarlegt mál að ræða ef rétt er frá hermt og er ljóst að hækkað kaupgjald veldur hér ekki mestu um eins og að er >át- ið liggja í fréttatilkynningu SH heldur er hér um að ræða beina afleiðingu * af verðbólgustefnu rikisstjórnarinnar, gengisfelling- um, vaxtaokri og ýmis konar skatta- og tollaálögum er aftur hafa leitt af sér verðþennslu og óhjákvæmilegar kauphækkanir. Fréttitilkynning Sölumiðstöðv- arinnar fer hér á eftir: „Vegna hins alvarlega ástands innan hraðfrystihúsaiðnaðarins, sem þróun kaupgjalds- og verð- lagsmála að undanfömu hefur skapað, telur stjóm Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna nauð- synlegt, að gerð sé nokkur grein fyrir vandamálum þessarar at- vinnugreinar. Þegar í upphafi þessa áis vöktu hraðfrystihúsaeigendur at- hygli á að hækkanir kaupgjalds á árinu 1962 og í byrjun ársins 1963, ásamt hækkuðu hráefnis- verði og auknum kostnaði við framleiðsluna, vegna hækkana ýmissa rekstursvara, hlyti að leiða til mikilla erfiðleika í rekstri hraðfrystihúsa. Síðan þessi aðvörun var birt, hafa enn orðið hækkanir á fram- Framhald á 2. síðu. 23. sambandsþing UMFÍ um helgina Tuttugast og þriðja sambandsþing Ungmennafélags íslands var haldið aö Hótel Sögu í Reykjavík dagana 7. —8. september. Þingið var sett á laugardaginn kl. 2 e.h. af séra Eiríki J. Eiríkssyni sambandsstjóra en ávörp við þingsetninguna fluttu Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð- herra, Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ og Þorsteinn Sigurðs- son formaður Búnaðaæfélags íslands. Forseti íslands var viðstaddur þingsetninguna. Við þingsetninguna flutti sam-1 Að lokinni kaffidrykkju var bandsstjóri. Eiríkur J. Eiríksson, ' flutt skýrsla framkvæmdastjóra erindi um aðalmál þingsins: hlut- | UMFÍ af Skúla Þorsteinssyni og verk æskulýðsfélaga, en að er- í Ármanni Péturssyni svo og fram- tndinu loknu bauð menntamála- ! sögur í þingmálum, en þau voru ráðherra til kaffidrykkju að Hót- í þessi helzt: lagabreytingar (Haf- minni að verðmæti el Sögu. * Framhald á 2. síðu. getur talizt. Oheillavænleg áhríf sumra gæiamats- reglna á áryggismál síldveiðiskipa — segir skipaskoðunarstjóri í útvarpserindi Hjálmar R. Bárðarson, skipa- skoðunarstjóri, flutti þarflegt og athyglisvert útvarpserindi í gærkvöld um öryggismál sild- veiðiskipa og benti þá m.a. ann- ars á eitt ákvæði reglugerðar um ferskfiskeftirlit sem hann taldi að hefði haft mjög óheilla- vænleg áhrif á öryggl síldveiði- skipa, áhrif sem höfundar yegln- anna um gæðamat á síld hafa áreiðanlega ekki ætlazt til né gert sér grein fyrir. Skipaskoðunarstjóri drap einn- ig í erindi sínu á athugun sem gerð hefur verið á stöðugleika íslenzkra síldveiðiskipa og benti á ýmis atriði til úrbóta en sagði að lokum m.a.: .,Því (er) ekki önnur leið fær en að ráðast að meinsemdinni þar sem hún eink- Uppskerubrestur r S LONDON 9/9. Uppskerubrestur er nú yfirvofandi í Bretlandi og er búizt við að kornuppskeran i verði um 40 milljónum punda en eðlilegt anlega er, en það er hin óhófs- lega þilfarshleðsla og l.áu skjól- borð. Sennilega má gera öll is- lenzk síldveiðiskip sæmilega ör- ugg í öllum venjulegum veðrum með því einu að hætta algjör- lega við alla þilfarshleðslu, fjar- lægja allar upphækkanir á skjólborðum, hafa rífleg og ávallt opin lensport (austurop), og fjarlægja allar síldarstíur á þilfari, þannig að sjór renni ó- hindrað af þilfarinu og fyrir borð. Ennfremur yrði lokað vatnsþétt báðum göngum aftan og hvalbak sömuleiðis. Allar vatnsþéttar hurðir yrðu hafðar lokaðar, og lestarlúgur ávallt lokaðar vatnsþétt á siglingu. Með þessum róttæku aðferðum yrðu hinsvegar rýrðir verulega hleðslumöguleikar íslenzkra síld- veiðiskipa, og . þar með tekjur áhafnarinnar, útgerðarinnar og þjóðarinnar allrar. Þetta er þvi það sem íslenzka þjóðin verður að gera upp við sig, og þá að sjálfsögðu fyrst og fremst sjó- mennirnir sjálfir os fjölskvWur þeirra- Á að gera sklnin eins örugg og hægt er til tekjuöflunarmöguleika þeirra við veiðar, eða á að slaka eitt- hvað til á fyllsta öryggi til að geta haft meiri tekjur?" Og enn sagði skipaskoðunar- stjóri: „Ef horft er fram á við og ekki aðeins til líðandi stundar, þá virðist lausn þessa máls varðandi öryggi síldveiðiskip- anna eins og nú horfir vera fólg- in í því, að til þeirra veiða verði eingöngu notuð tiltölulega stór skip, t.d. 200—300 brúttórúm- lestir, og notkun þeirra miðuð við það eitt, að farmurinn verði fluttur í lest skipanna, en ekki á þilfari. . . .“ Útvarpserindi Hjálmars R. Bárðarsonar skipaskoðunar- stjóra verður birt í heild hér í blaðinu, og er fyrri hluti þess á 7. síðu. Færeyskir blaða- menn í boði FÍ Síðustu vikurnar hafa margir hópar erlendra ferðaskrífstofu- manna dvalizt hér á Iandi skarnma hríð t boði Flugfélags Islands, ferðazt um landið, kynnzt landi og þjóð og b.1ón- ustu félagsins. Þetta hafa verið hópar 'rá Fi'akklandi. Sviss og tv/zka sjón- varpinu og farið víða um land. Á föstudagskvöldið mun svo væntanlegur hingað í boði Flug- félags íslands hópur blaðamanna frá Færeyjum. Þeir verða sjö talsins færeysku blaðamennimir, frá blöðunum í Þórshöfn og víð- ar. Hér munu þeir dveljast milli ferða. fljúga aftur heim með á- ætlunarflugvélinni þriðjudaginn 17. september. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.