Þjóðviljinn - 11.09.1963, Side 1

Þjóðviljinn - 11.09.1963, Side 1
Miðvikudagur [11, september [1963. — 28, árgangur — [193 tölublað. / farmannadeilunni Fundur sá sem sáttasemjari' boðaði til með deiluaðilum í farmannadeilunni í fyrrakvöld varð árangurslaus og hefur ekki enn verið boðað til nýs fundar. Strandferðaskipin og millilandaskipin stöðvast nú óðum um leið og þau koma til hafnar. DÓMSRANNSÓKN AÐ HEFJAST í ÁR- ÁSARMÁLUNUM Tfcí Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn fékk i gær hjá rannsóknarlögreglunni er nú lokið frumrannsókn vegna árásar þeirrar er gullsmiður hér í borg varð fyrir á Hverfisgötu að- fararnótt fyrra laugardags og hefur það mál nú verið sent til sak- sóknara og tekið til dómsrannsóknar. I fyrstu fréttum sem birt- ust af árásarmáli þessu var sagt að fjórir eða fimm piltar hefðu tekið þátt í árásinni( en við rannsókn málsins kom í Ijós að að- eins tveir piltar réðust á gullsmiðinn og rændu hann en hinir þrír vor þama nærstaddir án þess þó að taka beinan þátt í á- aásinni. Rannsókn í hinu málinu að Ijúka ÞJóöviljinn grennslaðist einnig eftir hvað liði rahnsókn i máli piltanna tveggja er frömdu tvær árásir og rán aðfaranótt fyrra sunnudags eins og frá hefur verið sagt í fréttum. Fékk blaðið þær upplýsingar að frumrannsókn þess væri að ijuka og yrði það sent til sakadómara einhvern næstu daga. Sakborningurinn enn í geðrannsókn -fc- Samkvæmt upplýsingum sém Þjóðviljinn fékk í gær hjá safca- dómaraembættinu er maður sá, er fyrir nokkru var kærður fyrir að hafa tekið nektamyndir af 13 ára gamalli telpu í Kópavogi og síðan nauðgað henni, enn í geðrannsókn og liggja yfirheyrsl- ur i málinu niðri þar til henni er lokið o& niðurstöðtír bsnnar kunnar. > í Reykjavíkurhöfn hafa þegar stöðvast átta flutn- ingaskip og í dag munu Hekla og Esja bætast í þann hóp. í vikunni eru einnig væntanleg allmörg flutninga- skip erlendis frá og stöðvast þau jafnharðan og þau koma til hafnar. Olíuflutningaskipin eru nú flest stödd í Reykjavík, nema þau sem annast flutn- inga til landsins. Lítið mun vera um olíubirgðir á Norð- ur- og Austurlandi og ér því ekki ahnað sýnna en bæði síldveiðiflotinn og verksmiðj- urnar verði olíulaus, ef vérk- fallið dregst á langinn að ráði. Maður slasasf Síðdegis í gær varð það slys við uppskipun úr Brúarfossi að nokkrir hve/itipokar hrundu úr stroffu er verið var að hífa þá upp úr lest á skipinu og lentu þeir utan í einum verkamann- anna við uppskipunina. Ólafi Guðlaugssyni, Hólmgarði 49, en hann stóð á pokahleðslu í lest- inni. Féll Ólafur niður af hleðsl- unni og niður á lestarbotninn. Hann var fluttur á slysavarð- stofuna og síðan Landakots- spítala. Hlaut hann allmikil meiðsli í baki og á handlegg. Hefur í hétunum BLOEMFONTEIN 10Z9. Eric Louw, utanríkisráðherra Suður- AfríkUj hafði í dag í hótunum við Bandaríkjamenn og Breta og lýsti því yfir að þeir ættu ekki að vera svo vissir um að Suður- Afríkumenn myndu styðja þá í baráttunni gegn kommúnismæi- um. Gat hann um að unnt væri' að segja upp samningnum ain flotastöðina í Simonstown og að ónafngreint ríki væri reiðubúið að kaupa alla gullframleiðslu Suður-Afrílcu. 1 GÆRKVÖLD hélt Kgl. danski ballettinn fyrstu sýningu sína . í Þjóðleikhúsinu. Var ballett- flokknum frábærlega vel tek- ið. ☆ ☆ ☆ DANIKNIR sýndu í þetta skipti „Sylfiden“ og „Symfoni í C“. Sýna þeir þessi verk aftur í kvöld. ☆ ☆ ☆ ÞRIÐJA SÝNINGIN verður á morgun, fimmtudag. Þá sýna Danir „Sövngængerskeren“ og „Coppelia‘. ☆ ☆ ☆ . EKKI ÞARF að kynna Konung- lega danska ballettinn fyrir ísiendingum. Iiann er löngu heimsfrægur. ☆ ☆ ☆ í HÓPNUM, sem hingað kemur, eru sjötíti manns. Eru um fimmtíu þeirra dansarar. ☆ ☆ ☆ EINN ÍSLENDINGUR er með í förinni. Er það Friðbjörn Björnsson sem áunnið hefur sér mikla frægð fyrir dans sinn. ☆ ☆ ☆ BALLETTSTJÓRINN heitir Ni- els Björn Larsen, þekktur listamaður. Hljómsveitarstjóri er Arne Hammelboe. ☆ ☆ ☆ MYNDIRNAR hér á síðunni tók Ijósm. Þjóðviljans A.K. á æf- ingu Dananna í Þjóðleikhús- inu í gærmorgun. Danirnír halda utan eftir helgi. Enn eru nokkrir vegir fyr- í áhlaupinu sem gerði norðanlands um helg- ina tepptust allmargir vegir vegna snjóa eða urðu torfærir og verða þeir ekki opnaðir að nýju fyrr en veður batnar. um að ryðja þessa vegi fyrr en betur birti til en þá verður það að sjálfsögðu gert strax. Snæbjörn Jónsson verkfræð- ingur hjá Vegagerðinni skýrði Þjóðviljanum svo frá í gær að vegir þeir sem hefðu lokazt al- veg væru Siglufjarðarskarð, Reykjaheiði og Axafjarðarheiði. Var brotizt yfir Siglufjarðarskarí á mánudagsmorguninn með rútu bíl og náði snjórinn þá upp á þak á rútunni í cjýpsta skaflin- um. Auk þessara vega hafa nokkr- ir vegir orðið ófærir. litlum bil- um. Eru það Lágheiðj milli Fljóta og Ólafsfjarðar, Hálsa •vegur milli Raufarhafnar o Þistilfjarðar, Hólsfjöll, Mývat . öræfi og Möðrudalsöræfi. Vegasambandslaust er nú n- xarfjarðar og Húsavífcur ner á að farið sé um Mývatnsörr ■ar sem Reykjaheiði er ófær rjörnesvegur einnig loka' vegna vega- og brúargerðar Hallbjarnarstaðagili. í gær var enn leiðindaveður fyrir norðan og taldi Vegagerð- tin ekki fært að hefjast handa Heiðra Stravinskí HELSINKI lOZ-Q. Tónskáldinu •g hljómsveitarstjóranum Igor 'travinsld, sem er : rússnessk- r að ætt en búsetlur í Banda- kjunum, hafa verið veitt Sí- i 1 í usarverðlaunin í . ár. Verða bnum afhent verðlaunin í há- lasal háskól'ans í, Helsinki 9. æsta mánaðar. Igor Stravin- -fcí er 81 árs að aldri. Síbelíusarverðlaunin eru veitt úr sjóði sem finnski útgerðar- maðurinn og iðjuhöldurinn An- tti Wihuri stofnaði. 4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.