Þjóðviljinn - 11.09.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.09.1963, Blaðsíða 6
g SÍÐA ÞIÖDVILira Verðmæti samningsins um 3 milijarðar íslenzkra króna Átta stórir verksmiSjutogarar smíðaðir í Vestur-Þýzkalandi fyrir sovézkan reikning Einn mesti viðskiptasamningur sem nokkru'sinní hef-^ ur verið geröur milli aðila í Sovétríkjunum og Vestur- Þýzkalandi var nýlega u'ndirritaður í Moskvu. í samn- ingnum er gert ráð fyrir að hin fræga Howaldt-skipa- smíðastöð í Kiel, sem er í eign vesturþýzku sambands- stjómarinnar, smíði átta 17.000 lesta verksmiðjutogara fyrir Sovétríkin og er andvirði þeirra rúml. 250 milljón- ir marka, eða um 3 milljarðar íslenzkra króna. Ungir atvinnuieysingjar minna á sig Miðvikudagur 11. september 1963 Frakkar að t viBurkenna, Alþýðu-Kína? Bandaríska tímaritið „US News and World Report“ tel- ur sig hafa góðar heimildir fyrir því að de Gaulle hafi í hyggju að viðurkeniia kín- versku alþýðust.iómina og taka upp stjórnmálasamband við Peking. Blaðið segir að Frakklands- forseti hafi nýlega farið fram á að gerð yrði athugun á bví hvað kínverska stjómin væri reiðubúin að gera í þágu Frakka í þakklætisskyni fyrir slíka vjiðurkenningu. ir SS- eða SD-menn í Þýzka- landi Hitlers, segir blaðið, heldur bara menn sem urðu að þykjast vera það. — Það á líklega eftir að koma á daginn, ef við hinkr- um svolítið við, að allt tíma- bilið 1939—45 var í rauninni aldrei til, bætir það við. „Verndarar lýðræð- isins“ Hið úibreidda myndablað „Stern“ sagði í síðustu viku >............—----- Krafizt að skýrslan verði birt í heild ( Brezka þingií á aukafunk um skýrslu Dennings lávarðar? i Denning lávarður, sem falið var að rannsaka Profumo- hneykslið og hina ýmsu anga þess, lauk rannsókn sinni um helgina og er búizt við að hann afhendi Macmillan forsætisráðherra skýrslu um niðurstöður sínar í þessari viku. Verkamannaflokkurinn mun staðráðinn að krefjast þess, að skýrslan veröi birt í heild, og margir þingmenn íhaldsflokksins munu styðja þá kröfu. Búizt er við að brezka þingið verði kvatt saman á aukafund til að ræða skýrsluna og myndi sá aukafundur verða haldinn alveg á næstunni frá þvi að í þeirri grein ör- yggisþjónustunnar eem vernda á stjórnarskrána og „lýðræðið” í landinu, „Bundes- amt fúr Verfassungschutz”, gegni alræmdir nazistaforingj- ar háum embættum. Það nefndi engin nöfn, en sum þeirra hafa síðar verið birt í dagblöðunum. Þar eru t.d. nefndir tveir fyrrverandi „Hauptsturm“-foringjar í SS- sveitunum, Erich Wenger og Johann Str-öbinger, sem nú „standa vörð um lýðræðið." Nauðlenti með fagrar stúlkur LONDON 9/9. Flugvél sem flutti 22 brezkar sýningarstúlkur frá London til Zúrich varð í dag að nauðlenda á' leiðinni. Flug- maðurinn hafði uppgötvað biiun i vökvaþrýstikerfinu. Lendingm tókst með ágætum og gat flug- vélin haldið áfram ferð sinni að viðgerð lokinni. — Það er stórhneyksli að menn sem störfuðu fyrir SS, SD og Gestapó nazista, sknli nú gegna háum embættum í vesturþýzku öryggisþjónust- unni, segja forystumenn sós- íaldemókrata í Bonn og þeir kref jast að nú sé hreinsað þar duglega til, enda hefur að undanförnu liðið skammt á milli þess að ljóstrað liefur verið upp um að nazistaböðl- ar sem höfðu þúsundir manns- lífa á samvizkunni hafa verið háttsettir embættismenn í vcsturþýzku lögreglunni og öryggisþ jónustunni. Fréttaritari norska „Dag- bladets" í Bonn skýrir frá þessu og er fyrirsögn blaðsins á fréttaskeyti hans: „Aumar afsakanir innanríkisráðuneyt- isins í Bonn“. „Að nafninu til“ Það er haít eftir talsmönn- um ráðjuneytisins að hér sé ekki um neitt hneýksli að ræða. Það séu ekki nema tveir af hundraði staifsmanna ör- yggisþjónustunnar sem gegnt hafi störfum í SS, SD eða Gestapó á dögum nazista og það stafi svo sem engin hætta af þeim. Þessir menn hafi að- eins verið nazistar „að nafn- inu til.“ Blaðið „Frankfurter Rund- schau" segir af þessu tilefni í hæðnistón að líklega hafi aldrei verið til neinir eigin- legir nazistar í Þýzkaiandi, heldur bara „að nafnínu til“. Það voru líklega engir ósvikn- Denning lávarði var upp- haflega falið að rannsaka að- eins þær hliðar málsins sem snertu öryggismál brezka i'ík- — * isins, en það var talið hafa stofnað öryggi lándsins í hættu að Christine Keeler sængaði t'l skiþtis hjá Pro- fumo hermálariðhe’jrra og Iv- anoff, flotafulltrúa sovézka sendiráðsins í London, Umfangsmikil skýrsla Vitað er á hinn bóginn að Denning lávarður hefur ekki látið sér nægja þessa hlið málsins. Hann hefur kallað fyrir sig um 200 vitni, allt frá alræmdum vændiskonum og dækjum upp í sjálfan Mac- millan forsætisráðherra. Máls- s'kjölin munu nú vera orðin samtals 850.000 orð, svo að úr miklu er að moða. Framhald á 9. síðu. Stjóm skipasmíðastöðvar- innar gerir sér vonir um, að samningar muni takast á næstu mánuðum um smíði annarra átta skipa af sömu gerð. Vinna tryggð næstu tvö árin Þessum samningi hefur ver- ið mikið fagnað í Vestur- Þýzkalandi, einkum að sjálf- sögðu í héruðum við Eystra- saltsströndina, þar sem hið mikla fyrirtæki 'hefur stöðv- ar sínar, enda þýðir samníng- urinn að vinna ér tryggð við þessa stærstu skipasmíðastöð Evrópu í næstu tvö ár. \ Dregið úr pöntunum Howaldt-stöðin þurfti á þessum nýju verkefnum að halda, þar sem mjög hefur dregið úr pöntunum á nýjum skipum á síðustu miserum og var svo komið að fyrirsjáan- legt var að loka yrði mörgum þuirkvíum stöðvarinnar á næstu mánuðum, ef nýjar pantanir bærust ekki og mátti þá húast við miklu atvinnu- leysi í þessari mikilvægu at- vinnugrein Norður-Þýzka- lands. 1 skipasmíðastöð How- aldts í Kiel einni vinna 12.400 manns. Erfiðir samningar Forstjóri Howaldt-stöðvar- innar, Adolf Westphal, fer ekki dult með að samningavið- ræður hans við embættismenn sovézku utanríkisverzlunarinn- ar voru erfiðar. Enda þótt Howaldt-stöðin hafi mikið orð á sér og ekki sízt fyrir smíði sérstaklega útbúinna fiski- skipa, leit lengi út fyrir að samningar myndu ekki takast. Það stafaði aðallega af tvennu: I fyrsta lagi höfðu japanskar skipasmíðastöðvar getað boðið lægra verð, en að hinu leytinu voru hinir sov- ézku samningamenn tregir til að gera bindandi samninga við vesturþýzkt fyrirtæki, minn- ugir þess hvemig fór með samningana um smíði olju- leiðslna í Vestur-Þýzkalandi. Eins og kunnugt er rifti Bonnstjórnin þeim samningum að fyrirskipun Atlantzhafs- bandalagsins, og það enda þótt í ljós kæmi að meirihluti vestur-þýzka þingsins var því andvígur. Góð reynsla Samningamir tókust engu að síður og mun þar hafa skipt mestu máli að sovézk útgerðarfélög hafa góða reynslu af viðskiptum við Howaldt-stöðina. Á síðustu árum hafa Sovétríkin látið smíða þar m. a. 24 verk- smiðjutogara af minni gerð en hér ræðir um (2.500 lesta) fyrir samt. um 200 milljónir marka. Einnig tvö móður- og verksmiðjuskip fyrir hvalveið- ar, hvort 18.000 lesta, fyrir 130 milljónir marka og þrjú kæliskip til bananaflutninga frá Ghana til Svartahafs. Auk þess hafa þau keypt teikning- ar og útbúnað fyrir fjölmörg skip sem þau ýmist hafa smíð- að í eigin stöðvum eða látið smiða í Finnlandi. Framhald á 9. síðu. 3.000manns heimi/islaust BUENOS AIRES 9/9. Vatns- magnið I La Plata-fljótinu í Ar- gentínu vex stöðugt vegna mik~ illa rigninga og hafa flóð ýaldið talsverðum skaða í Bucnos Aires og í nágrenni höfuðborgarinnar. Uiú 3.000 manns hafa misst heimili sín og orðið að hrekjast á brott. Mörg þúsund manns hafa verið vöruð við og beðin um að vera reSðubúin til að fiýja hvenær sem vera skal. Serkir fá aðstoð frá DDR Serkjum í Alsír hefur borizt margháttuð aðstoð erlendis frá, enda ekki vanþörf á hjálp eftir átta ára mannskæða og eyð- andi styrjöld. Sósíalistísku löndin hafa verið sérstaklega ör- lát, sent Serkjum margt það sem þá vanhagar mest um, en einnig sérfróða menn til aðstoðar við uppbyggingu landsins. Myndin er tekin í höfninni í Algeirsborg þegar verið er að akipa upp gjafavarningi úr austurþýzku skipi. Louis Macneice látinn, 55 ára Hið kunna enska ljóðskáld Louis Macneice er látinn i Lon- don, 55 ára að aldri. Hann hafði legið rúmfastur í tvær vikur begar andlátið bar að. Macneice var eitt beirra brezku skálda sem vann sér frægð á árunum fyrir stríð. lé- lagi þeirra W. H. Auden, Stephen Spender og Cecil Day Lewis. Hann starfaði við brezka útvarpið frá árinu 1941 og samdi fjölmörg útvarpsleikrit. Hann kom til Islands fyrir stríð ásamt Auden og gáfu beir út bókina „Letters from Ice- land“. Meðan ársþing brezka alþýðusambandsins stóð í Brighton í síðustu viku, stóðu ungir at- vinnuleysingjar á verði um þinghúsið til að minna fulltrúana á nauðsyn aðgerða til að út- rýma atvinnuleysinu, sem er orðið geigvænlegt í sumum héruðum Bretlands, einkum í Skot- landi og norðurhéruðum Englands. — Við hlýddum bara, segja gyðingamorðingjarnir „Dómararnir fá eftirlaun, við SS-menn erum saksáttír"

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.