Þjóðviljinn - 11.09.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.09.1963, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 11. september 1963 ÞlðÐVILIINN sIða y ÞJÓÐIN SEM EKKI VILDI DEYJA ARMENÍÁ — þriðja grein Eftir ÁRNA BERGMANN Á víð og dreif Armenar hafa dreifzt víða um heiminn. Hver ný stórárás á land þeiira varð til þess að állstórir hópar tóku sig upp og leituðu. athvarfs i 5 öðnim löndum. Ekki sízt vegna þess að árásarmennimir voru oft- ast svarnir óvinir kristins dóms. Armenskir klerkar og munk- ar fóru um mörg lönd Ev- rópu þegar á 7. og 8. öld. Þess er getið að þeir hafi flutt með sér ýmsan fróðleik alla leið til írlands. 1 Gerplu er þeirra getið meðal fyrstu föru- blerka á Islandi: „nokkrir köll- uðu sig ermska menn, voru þeir svartir og 1 jótir og höfðu með hverri konu er þeir náðu.“ Ekki voru samskipti þeirra við aðra guðsmenn alltaf sem vinsamlegust, enda áleit armenska kirkjan sig óháða bæði Miklagarði og Róm — hafði hún prívat skoðanir á guðdómi Krists og neitaði að viðurkenna þau kirkjuþing er haldin voru eftir þingið í Efesus 431. Enda seg- ir frá því í Gerplu, að það var mikið hneýksli að Grímkell, síðar biskup Ölafs Haralds- sonar, tók vígslu af for- drukknum ermskum villu- mönnum undir heströssum á Rúðumarkaði í Frans. í vestri og austri Síðar leituðu Armenar mik- ið til Okraínu og Póllands — einkum eftir að síðasta ríki þeirra féll árið 1374, en það stóð í Kílikíu á strönd Mið- jarðarhafs. Þóttu þeir aufúsu- gestir vegna kunnáttu sinnar í verzlun og ýmsum iðngrein- um og hlutu þeir því mörg fríðindi af pólskum konungum og öðrum höfðingjum og kpm- ust til mikilla metorða. Verzl- un •— ein'kum við austurlönd, var í þeirra höndum og þeim voru faldar diplómatískar sendiferðir til múhameðskra/ landa, enda þekktu þeir manna bezt staðhætti og þar- lend tungumál. . Vegur þeirra var einnig all- mikill í Tyrkjaveldi og Persíu, þótt þeir yrðu alltaf öðru hvoru fyrir ýmislegu hnjaski af hálfu múhameðsmanna og þyldu mikla skatta vegna Krists. -Á nítjándu öld var svo komið, að ýmsir glöggir ferða- menn og eendiherrar álíta að Tyrkjaveldi geti ekki staðizt án hinna athafnasömu þegna sinna a.f armensku kyni. Verzl- un öll var að mestu 5 þeirra höndum, þeir voru tollheimtu- menn og ráðgjafar, smiðir og vefarar; þeir byggðu hallir soldáns og gæðinga hans, þeir komu á fót tyrknesku leikhúsi og gáfu út fyrstu tyrknesku blöðin (sjálfir prentuðu þeir á armensku allt frá öndverðri sextándu öld). Armena- vandamálið Samt fara kjör Armena i Tyrklandi mjög versnandi þegar á líður öldina. Þjóðin varð fyrir þeirri ó- gæfu að verða að leiksoppi stórvelda. Um þesar mundir sækir Rússland mjög fram í Káka- sus. 1828 komust hin arm- ensku héruð Persíu undir stjórn Rússa, og urðu þar á skammri stund miklar fram- farir. Sú þróun glæddi margar vonir með tyrkneskum Armen- um, og taka þeir að krefjast aukinna réttinda'af þarlendum yfirvöldum og ýmsir hópar láta sig dreyma um sameinað armenskt ríki sem standi und- ir verndarvæng þess kristna stórveldis Rússlands. 1 rúss- nesk-tyrkneska stríðinu 1876 —78 vann rússneski herinn marga sigra, lagði undir sig mörg armensk héruð Tyrk- lands og naut til þess stuðn- ings Armena — og var yfir- hershöfðinginn, Loris Malíkof, reyndar af ermsku bergi brot- inn. En þá komu til skjalanna önnur stórveldi, einkum Eng- land, sem var það mjög á móti skapi að Rússar sæktu lengra fram suður, og óttaðist þá um hagsmuni sína í Persiu og á Indlandi. Voru Rússa.r neyddir til að yfirgefa mest- allt það land sem þeir höfðu tekið. Þó skuldbundu Tyrkir sig til að veita armenskum þegnum sínum ýmsar réttar- bætur. Vildi Pétursborg að rússneskt herlið yrði skilið eftir til. að tryggja fram- kvæmd þeirra, en það máttu enskir ekki heyra nefnt og settu í staðinn pappírsákvæði um sameiginlega ábyrgð krist- inna stórvelda á öryggi Arm- ena og umbótum þeim til handa. Ai-menar voru þannig eftir skildir varnarlausir, og ákváðu Tyrkir að hefna sín á þeim og hófu mikið blóðbað sem kostaði líf tugþúsunda Armena. 'Endanleg lausn,.. „Armeníuvandamálið“ var komið á síður hinnar dipló- mat'ísku sögu. Evrópísk stór- veldi nota þá sem kristilegt yfirskin til að fyigja fram hagsmunum sínum í Tyrkja- veldi; var þar á ferð fullur vilji til að skipta upp Tyrkja- veldi en öll framkvæmd hlaut að vera í sköt.ulíki þar eð ekki var hægt að semja um það hvernig kökunni skýldi skipt. Svo fór að England tók á sig nokkra ábyrgð á „einingu" Tyrklands og hlaut í staðinn eyna Kýpur. Rússar drógu sig í hlé um sinn, og gerðist stjórn þeirra jafnvel ber að fjandskap við armenska menn- ingu á sinu yfirráðasvæði (ti Armenska kirkjan var þjóðlegri menningu Iengi mikill styrkur. Höfuðból hennar er í Etsmíadzín við rætur Ararat; þar situr æðsti maður hennar, katolikos. Hásæti hans stendur í þcssari dóm- kirkju, sem er meir en sextán hundruð ára gömul. dæmis var armensku kirkjunni gert ómögulegt að halda uppi armenskum skólum). Aðstaða Armena í Tyrklandi er á þessum tímum eins erfið og hugsazt getur. Tyrkir tor- tryggja þá og ofsækja — árið 1895 fengu þeir yfir sig nýja öldu morða og tára. Þeir eiga I miklum' innbyrðig deilum — annarsvegar fara ungir, rót- tækir menn sem vilja taka upp beina baráttu og binda vonir sínar við samúð og stuðning hinnar „kristnu, menntuðu" Evrópu. Hinsvegar gætnari menn, ekki sízt kirkjuhöfð- ingjar, sem vita að þessi „samúð“ er mjög blendin og óáreiðanleg og minna á að slík barátta myndi kosta mik- ið blóð (en Ai-menum var bannað að lögum að bera vopn) — og sjá þeir ekki ann- an kost en að hlýða tyrknesk- nm lögum, hve slæm sem þau svo annars voru. Tyrkneskir ráðamenn venj- ast því hinsvegar að líta á Armena sem hugsanlega fimmt’4 herdeild sem muni styðja óvini rikisins í styrj- öld. Og þegar heimsstyrjöldin fyrri hefst og rússneskir og tyrkr.eskir herir mætast enn einu sinni á fjöllum Litlu-Asíu ákveða þeir að „leysa Arm- enavandamálið" með sama hætti og Hitler „Gyðinga- vandamálið“ skömmu síðar. I Tyrklandi bjuggu þá rúm- lega tvær milljónir Armena. Árið 1915 er látið boð út ganga um að þetta fólk iskuli drepið eða . flutt til Arabíuskaga. Þeim skelfingum verður ekki lýst með orðum. 1 borgum varð lítið um varnir: blóð ungi-a og gamalla rann í lækj- um um götur Miklagarðs, Smyrnu og Trapesunds. I f jallahéruðum vörðust Armen- ar hetjulega með fnimatæðum vopnum og börðust til síðasta manns. Meir en milljón manns lét lífið — en allmargir kom- ust undan — til Rússlands, til nálægari Austurlanda, þaðan til Frakklands, Ameríku. Heim úr útlegð Nú ém Armenar rúmar fjórar milljónir talsins. Af þeim búa 2,8 milljónir í Sovét- ríkjunum, um tvær í Armeníu ll»ii Davíð frá Sasún — fræg þjóðkvæðahctja, táknmynd þeirra sem létu lífiö „til að við mættum lifa í sögunni". sjálfri, 400 þúsund í Grúsíu og 400 þúsund í Azerbædsjan. 1 Asiu búa um 700 þúsund — þar af eru 200 þúsund enn eftir í Tyrklandi. I Ameríku búa um 350 þúsund, í Vestur- Evrópu 200, þar af 130 þús- und í Frakklandi. Margt af þessu fólki vill snúa heim til ættlands síns: á áranum eftir síðari heims- styrjöld hafa um 150 þúsund Armenar flutzt til Sovét- Armeníu frá nálægari Austur- löndum og frá Frakklandi. Og þar sit ég á tali við f jóra menn sem fæddir eru og upp- aldir í Sýrlandi eða Líbanon eða Palestínu, og sneru heim fyrir nokkrum áram — einn fyrir tveim mánuðum. Þetta eru rithöfundar og þýðendur — einn þýddi nýlega Hinn mannlega gleðileik arm- ensk-ameriska skáldsins Willi- ams Saroyans — en Saroyan er tíður gestur í Érevan og kann þar vel við sig, þótt hann hafi að vísu týnt niður tungu feðra sinna. Ég spurði um armenskar bókmenntir erlendis. I Sýrlandi og Líbanon, sögðu þeir, var fátt um Arm- ena áður en ofsóknimar hóf- ust, en eftir fyrri heimsstyrj- öld reyndust þeir um 400 þús- und þar og í nálægum lönd- um. Fljótlega hófst útgáfa®> blaða og tímarita. Á árunum 1920—30 var mikið gefið út af ritum þeirra höfunda sem féllu í blóðbaðinu — en í Konstantinópel (Armenar segja aldrei Istanbúl) misst- um við blómann af mennta- mannastétt okkar. Margir skrifuðu endurminningar um hina hræðilegu atburði. I skálcjskap er það boðað fyrst og fremst að höfuðskylda og höfuðverkefni Armena sé að lifa áfram sem þjóð þrátt fyr- ir allt, vernda armenskt þjóð- erni, tungu, siði — margir höfundar leita sér yrkisefnis í forna sögu, stíll þjóðkvæða setur mjög svip á verk þeirra, margir eru undir sterkum trú- arlegum áhrifum. En um 1930 heyrast nýjar raddir —- armenskir rithöf- undar í Frakklandi, Þar eru skrifaðar raunsæjar skáldsög- ur, og fara þar höfundar sem ekki gráta það sem við höfum misst, heldur horfast í augu við veruleikann, segja yngri kynslóðinni hreinskilnislega frá því hvar við störidum. Þessir menn höfðu áhrif á höfunda í Sýrlandi og Líban- on, áhrif á viðhorf þeirra, val viðfangsefna. Þó bar þar enn Htið á prósa — austurlenzku höfundarnir voru fyrst og fremst ljóðskáld, og fremur hefðbundnir 5 aðferð sinni. Um 1940 kemur þar fram ný kynslóð, raunsærra prósa- höfunda — ýmsir þeirra hafa sezt að hér. Að sjálfsögðu hafa pólitísk- ar ástríður sett töluverðan svip á útlagabókmenntimar. Meðal Armena erlendis eru margir pólitískir flokkar —- þeir halda uppi útgáfustarf- semi, einnig skólum. Menn deilast í andsovézka og pró- sovézka. Sovétfjandmenn eru dasnakar, borgaralegur flokk- ur sem setti upp ríkisstjóm í Érevan i á árum borgarastyrj- aldarinnar og síðar studdu innrás Hitlers. Vinsamlega af- stöðu til Sovétríkjanna hafa margir flokkar og flokksbrot sem of langt yrði upp að telja. — Er mikill munur á arm- enskum nýlendum í Austur- löndum og í Evrópu, tll að mynda í Frakklandi? — Vissulega. Armcnar i Frakklandi renna mjog fljótt- saman við umhverfi sitt. Ein af þeim skáldsögum sem við minntumst á lýsir þessu mjog nákvæmlega: .fyrst kunna Armenar ekki frönsku — eftir nokkur ár tala þeir frönsku- skotna armensku og enn síðar armenskuskotna frönsku. Yngri kynslóðin skilur ekki mál feðra sinna. Öðru máli gegnir um Austurlönd — múhameðstrú og gerólíkar sið- venjur umhverfisins verða til þess að samskipti armensku nýlendnanna þar við þjóðir landanna era mjög takmörk- uð. — O — — Við hvað fást einkum þeir Armenar sem flutt hafa hingað síðustu ár? — Meirihluti innflytjenda eru verkamenn enda komnir frá borgum eins og Alepo og Beirut og höfðu starfað við smáiðnfyrirlæki ma;rgir hverj- ir. Fremur fáir hafa sezt að í sveitum. En yfirleitt er inn- flytjendur að finna í öllum greinum. Það ber mikið á þeim í tónlistarlifi, nefnum til dæmis þá frægu söngkonu Goar Gasparjan. Vísindamenn eigum við allmarga allt upp í akademíkera. ■ Vissulega gengur mönnum misjafnlega að hefja hér nýtt líf. En bezt myndum við telja hlutskipti ungra námsmanna sem áður áttu sér bökstaflega enga framtíð. Hér í Armen’íu opnast þeim margir glæsilegir möguleikar..... Sovétríkin og USA rannsaka geimgeis/a Það hefur verið tilkynnt í Wasliington aji stjórnir Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna hafi gert með sér samning um sam- eiginlegar rannsóknir á cðli geimgeisla. Á Suðurskauts- landinu verður komið upp rannsóknarstöðvum í þessu skyni og verða þær undir sam- eiginlegri stjórn vísindastofn- ana í háðum löndunum. Rannsóknir þessar munu hefjast á næsta vori og miða að því að afla frekari vitn- eskju um eðli og hegðun geim- geislanna, breytingar á orku, tíðni og stefnu þeirra. Aðferðin sem notuð verður við rannsóknir verður sú. að sendar verða öflugar rádíó- bylgjur frá einni stöð til ann- arrar, en þær endurvarpast frá jónasviðinu, en af breytingum á tíðni þeirra verður hægt að ráða margt um geimgeislana.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.