Þjóðviljinn - 11.09.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.09.1963, Blaðsíða 10
10 SIÐA Miðvikudagur 11. september 19G3 MOfimnKN SKOTTA Næst spilum við Alfreð Clauscn. Hann er svo mikill trukkur. Oryggismál... daufur í dálkinn, eins og bú segir. — Og hvað viltu bá gera? — Ég — hann leit yfir til hennar. — Mig langar að vera nálægt þér. — Þú vilt' sofa hjá? Ég er ágæt. Þú getur spurt hvem sem er. Hann svaraði ekki. — Viltu horfá á mig hátta mig? Þeir vilja það stundum. Hann sat kyrr; síðan sneri hann sér við með hægð og svip- urinn á andliti hans hafði breytzt. Vy brosti til hans og færði sig úr fötunum með hægð. Hún var ágætlega vaxin, brjóstin stinn, mjaömimar ávalar. — Lízt þér vel á? Sagði hún og reyndi að tala í atvinnutón. Sam Griffin sagði ekkert. Hann starði bara. En hún vissi að hann starði ekki aðeins á líkama hennar. Hann starði á hana. — Háttaðu. elskan, sagði hún. — Af hverju? — Af því að það er reglan. Sumir viðskiptavinir em með byssur í vösunum. Sumir eru dálítið skrýtnir. — Ég er ekki með neina byssu. — Ég veit það. En háttaðu samt. Þér líður betur. Viltu að ég hjálpi? Hún fór að hneppa frá hon- um skyrtunni. Hendur hans snertu ekki líkama hennar. — Af hverju hagarðu þér svona? spurði hann allt í einu. Þetta ert ekki þú. — Víst er það ég, sagði hún. — Svona, langar þig ekki til að koma við mig? Svona. Hún lagði hönd hans utanum brjóstið og fann hvemig geirvartan þrútnaði við snertinguna. Finnst þér það ekki gott? Hún byrjaði að íosa um buxumar hans, þegar ^am tók utanum hana, þéttu taki ög hélt henni fastri. — Gerðu þetta ekki. Svona nú. Við skulum sofa saman. Ég vil — — Hættu þessu! Hánn færði sig fjær henni og hristi hana og sagði: — Hættu þessu! Þetta er ekki þú sam talar. Var ég ekki búinn að segja þér að ég þekKi fólk? Ég þekki þig. Þú þorir ekki Hárgreföslon Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINTJ og DÓDÓ Laugavegi 18 III. h. (lyfta) SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SÍMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dðmur! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10, Vonarstrætis- megin. — SlMI 14662. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SlMI 14656 — Nuddstofa á sama stað, — að vera þú sjálf. Ég veit ekki ennþá hvers vegna, en þetta er satt. Jæja. hlustaðu nú á mig — ég ætla að komast að þvi, svei mér þá. Vy reyndi að losa sig, en hún var orðin þreytt á að berjast og styrkur Sams Griffin var henni um megn. Tárin komu og hún reyndi ekki að hindra þau. Þau runnu niður andlit hennar neit og brennandi, tákn einmanaleika hennar og örvílnunar undangeng- inna ára. Hún hallaði höfðinu upp að brjósti Sams Griffin og óskaði þess að hún mætti deyja þar. Eftir langa stund sagði hann við hana: — Ég ætla að hitta þig á morgun, ungfrú Vy. Og þar næsta dag. Ég ætla að halda á- fram að hitta þig og við skul- um kynnast almennilega. Og hann hafði fylgt hénni heim í íbúð hennar um kvöldið og hana hafði dreymt þennan stóra, heiðarlega mann...... Vy heyrði dymar lokast og hún hlustaði þar til fótatakið var hljóðnað og kyrrt í herberg- inu. Hún hugsaði um Sam og hún fann til einhvers konar léttis. Nú var þetta búið. Henni höfðu verið gefin fimrn hamingjurík ár og hún var þakklát. Elsku Sam. hugsaði hún. Þú trúir ekki í raun og veru að þetta myndi gerast, var það? Henni er batnað, hugsaðir þú. Ást mín læknaði hana. En ég vissi það. 1 fimm ár hef ég hvflt við hliðina. á þér eða ein í herberginu mínu, vegna þess að ég vissi að einhvem tfma, einhvers staðar myndi einhver Adam Cramer koma á vettvang og þá yrði öflu lokið. Ég hef verið þér ótrú. Og ég veit að þú myndir aldrei skilja, að meðan á því stóð þá élskaði ég þig meira en nokkru sinni fyrr og þráði þig og þarfnaðist þin. Hvernig ættirðu að geta skilið það? En Sam. ég elska þig svo mik- ið! En nú hefur þetta gerzt og kannski mun það koma fyrir aftur og ég gæti ekki , ðfborið að horfa á þig og sjá sársaukann í augum þínum. En á þennan hátt faérðu ekki að vita það. Fyrirgefðu mér. Góði guð. Sam — fyrirgefðu mér! 15 Kæri Max: Ég sagðist myndu leyfa þér $ð fylgjast með öllu. og það ætla ég að gera. Eins og þú veizt, stend ég við orð mín — þegar mér hentar. Eins og ég sagði i fyrri bréf- um mínum, bám símtölin mjðg góðan árangur — og herra Ship- man hefur reynst reglulegt met- fé! Við höfum nú þegar nóg fyr- ir það sem framundan er, því að ég var búinn að gleyma beim símalausu sem hafa gengið 'nn í stórum stfl. En það er bezt að fara hægt í sakimar. Áætlunin er enn býsna óljós en er þó að fæðast. Eitt er víst ég er búinn að grafa hann Adam Cramer sem við þekktum og unn- um (0 — Lifi hann í friði. Það var geðþekkur piltur, fyndinn og gáfaður, en hann myndi ekki henta hér. Sá sem er kominn í staðinn' væri ekki alveg eftir þínu höfði: mildur. kurteis ná- ungi sem talar eins og almenn- ingur, já, það má nú segja. Ég er í rauninni eins og spegill. Fólkið horfir á mig og sér sjálit sig (og fordóma sína) í notalegu Ijósi. Ég er í augum þess ímynd dugandi og menntaðs manns. Og þar sem ég hugsa á sama hátt og það, fær það sjálfsvirðingu. Og ég nýt góðs af öllu saman. Manstu þegar við vorum að ræða um mikilvægi mælskunnar? Jæja, við höfðum rangt fyrir okkur. Ég hef aldrei verið sér- lega mælskur, en samt hafa ræð- ur mínar gert feikna lukku. Það er bókstaflega ótrúlegt. Sú fyrsta æsti múginn upp í dásam- legan ofsa og á eftir vappaði hann um eins og hundur sem veit af æti. Þar voru auðvitað heilmargir gaflagripir og ruddar og talsvert af æstum ungling- um; en þó voru þama viðstaddir aflmargir af svonefndum „betri borgurum og viðbrögð þeirra voru mjög uppörvandi. Allir voru í uppnámi. Blóðið í þeim ólgaði og þeir vildu gera eitthvað — á stundinni. Þegar bíll fuflur áf sveringjum átti leið hjá — ég frétti það seinna: ég var með „bakjarli" mínum, Shipman, þegar það gerðist — stöðvuðu þeir bílinn og það varð að kaUa á lögreglustjórann! Reyndar eru fáeinir vel gefnir fjandmenn sem ég verð að fást við, en að mestu Ieyti standa bæjarbúar með mér, Max. SÞBF blómgast og áður en langt líður getum við látið hendur standa fram úr ermum. Það verður að sanna slæm áhrif svertingja í skólanum (ofur einfalt núna, þegar SÞBF hefur fjármagn til að styðja sitt mál) og síðan, í stað þess að láta þá hvítu sitja heima (það sem mér datt í hug), sem væri eins konar uppgjöf, ætlum við — Hann hætti að skrifa; hitinn var farinn að þjaka hann og nú þegar sársaukin var horfimi, fann hann að hann var þreyttur. Hann háttaði sig ég lét fallast nakinn í rúmið; næstum sam- stundis fór hann að dreyma um stúlkuna í káetunni sem rotnaði uindan snertingu hans. en nú hafði hún andlit Ellu og fólkið sem hló var Jeaness og franska stúlkan og faðir hans og ekki sízt Max Blake. Það hékk á snög- um og hló eins og vitlaust. • Svo breyttist draumurinn og hann var í eins konar móki, vissi að hann var að dreyma en gat ekkert gert til að koma í veg fyrir það, varð að horfa. Hann sá löngu liðna tíma »em hann saknaði vegna þess að þeir kæmu aldrei aftur. Sjálfan sig sex ára troða grönnum búknum milli veggs og vasks og horfa með lotningu og fögnuði á föður sinn raka sig og spyrja: — Þarf ég einhvern tíma að gera þetta? Og faðir hans í hjákátlegri nær- skyrtu, skrýtinn og ólíkur sjálf- um sér, en samt virðulegur eins og hann væri í ljósgráu jakka- fötunum, með fæðingarbletti og vörtur. Og hann sagði: — Auð- vitað; auðvitað; farðu nú! Hann sjálfur sjö ára á kvöld- in rétt fyrir háttatíma. þegar hann' lá á gólfinu, hálfur undir brúna útvarpinu sem stóð á lágu útskomu borði og hlustaði á heiminn sem hann átti sjálfur. Eintómir draumar hugsaði hann, áldrei veruleiki. Ég bý þetta aUt til. Ég átti aldrei bemsku. Það var ekkert múrsteinshús, eng- inn lækur, enginn Danni og Matti sem léku við mig og ekkert dökkt holræsi sem lá undir jörðinni þúsund mílna veg svo að hinn endinn sást ekki; og enginn fótbolti á götunum í húminu, eða reið á rauðum hestum eða rúm til að sofa í. Nei. líf hans hafði byrjað á tólf ára aldrinum, þegar sjúk- dómurinn kom eins og þjófur og rændi hann manndóminum. er hann hefði ef til vill átt að öðl- ast, og setti skorpna múmíu í staðinn. 16 Bílarnir þokuðust hægt og hljóðlega niður strætið og út á malarstíginn sem lá upp á hæð- ína. Sjötíu bílar, margir nýir og gljáandi, margir gamlir og ó- hreinir. Marglit halarófa. óend- anleg slanga sem þokaðist áfram með hundrað og fjörutíu augu gegnum sumamóttina. Inni í bflnum voru vofur. Þegj- andi hvítklæddar vofur með hvit- ar topphettur, teinréttar og stirðlegar. Fremsti bíllinn, Buick, hægði ferðina. Hettuklædd vera sneri stýrinu og við hliðina á henni kinkaði ungur maður kolli og brosti ögn. — Við þurfum ekki að stanza, sagði hann. — Bara jafna ferð. Upp brekkuna, framhjá upp- lýstum hdsunym. yfir dimm eng- in, síðan yfir í Símonarhlíð; bíl- amir þokuðust áfram, vélamar suðuðu lágt. Framhjá hrörlega timburskýl- inu þar sem svertingjar sátu á stólum og drukku kaffi og kóla, átu kökur. Framhjá fyrsta íbúðarhúsinu. Framhjá klæðskeraverkstæð- ínu, rakarastofunni. — Bara jafna ferð. Framhjá opnum gluggum, hægt.. rykkjótt, steinar hrukku undan hjólum, vélahlutar gerðu hávaða, hljóðfall. Og' vofumar sátu teinréttar. — Hæ, lítið á, sagði Stuart Porterfield. Hann var búinn að Vinna og horfa á sjónvarpið og svo hafði hann orðið eirðarlaus, hálfhungraður: 1 skýlirau voru alltaf kunningjar. Hann hnippti í Andrew McGivem. — Hvað er það? — Fyrir utan gluggann. þama. Litli þeldökki maðurinn sem hafði verið að tala um fjöl- skyldulíf hárri röddu, lagði frá sér gaffalinn og skimaði. — Þetta er klanið, sagði Port- erfield. — Heldurðu það? — Já, svei mér þá. Lítið á lökin og allt saman. Þetta er klanið, það er alveg víst. Hinir viðskiptavinimir eru þagnaðir og aUir horfðu út. Eig- andinn, French Rosier, stórvax- inn, öróttur maður, þurrkaði sér rólega um1 lófana á svuntunni sinni. — Hvað ætla þeir að gera? spurði Andrew McGivern. — Ég veit það ekki. Stuart Porterfield dró pappírsservíettu úr málmhylki, bar hana upp að vörunum og sneri sér á stólnum. — Drottinn minn góður, ég veit ekki hvað þeir ætla að gera. — Eitt get ég sagt ykkur. sagði stórvaxinn ungur maður við eng- an sérstakan. Ef þeir era í Hlið- inni til að gera uppstand, þá skal ég sjá til þess að þeir verði ekki fyrir vonbrigðum, — Þegiðu. Glad Owens, hættu þessu tali, sagði French Rosier. Það hefur ekkert gerzt ennþá. — Þetta eru kannski krakkar, sagði maðurinn á yzta stólnum. Krakkar að skemmta sér. þið vit- ið. — Nei, sagði ungi maðurinn. — Þetta era ekki krakkar. — Hvernig .veiztu það? Fékkstu upplýsingar frá fyrstu hendi? Framhald af 8. síðu. væri hægt að gera um al- þjóðaákvæði í því máli. Nú í næsta mánuði, 7. til 14. októ- ber, hefur Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna, FAO, boðað til sérfræð- ingafundar í Gdansk í Póllandi, og sá fundur eingöngu að fjalla um stöðugleika fiskiskipa. Það er að sjálfsögðu áhugamál á vettvangi FAO að fæðuöflun sé sem mest í heiminum, en þó einnig, að fiskiskip séu sem öraggust í notkun. FAO verður því að leggja mjög líkt mat á málið og við íslendingar, og reyndar aflar fiskveiðiþjóð- ir. Öllum er ljóst, að stöðug- leiki fiskiskipa verður ekki auk- inn, nema að takmarka eitt- hvað það magn fiskjar, sem skipin flytja að landi, þvi fri- borðið er og verður alltaf einn megimþátturinn í stöðugleika skips. Ef horft er fram á við, og ekki aðeins til líðandi stund- ar, þá virðist lausn þessa máls varðandi öryggi sildveiðiskip- anna eins og nú horfir, vera fólgin í því. að til þeirra veiða verði eingöngu not- uð tiltölulega stór skip, t.d. 200—300 brúttórúmlestir, og notkun þeirra miðuð við það eitt, að farmurinn verði flutt- ur í lest skipanna, en ekki á þilfari. Að yfirþunga skipanna verði stillt í hóf, föst ballest verði ákveðin samkv. fullkomn- um stöðugleikaútreikningum, skjólborð lækkuð og búin ríf- legum austuropum og lokað verði vatnsþétt eins.miklu rúmi ofan aða'lþilfars og hægt er án þess að rýra vinnuaðstöðu við veiðar. Til að fá gæðafisk úr skipunum, verður að finna aðrar leiðir en að skilja eftir loftrúm neðarlega í lestunum. Að sjálfsögðu verða sVo skip- stjómarmenn að gera sér ljósa grein fyrir stöðugleikalögmál- uný skipa, og ávallt minnast þess, að sigla skipum sínum með gát, því allt kapp er bezt með forsjá. Hjáhnar R. Bárðarspn. Skrífstofustúlkur Staða ritara (skrifstofustúlku) hér við embætt- ið er laus til umsóknar. Byrjunarlaun kr. 5.430.00 á mánuði. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf, send- ist mér fyrir 15, þ.m. BORGARFÓGETINN í HAFNARFIRÐI. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför STEINUNNAR GUÐNADÓTTUR, frá Baldurshaga. Aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför HALLDÓRS GESTSSONAR, •Borgamesi. Knistján Gestsson, Olga Þorbjarnardóttir, Ásdís Kristjánsdóttir, Sævar Þórjónsson, Sigrún Gissur^rdóttir, Sigurdór Sigurdórsson, Gunnar Kristjánsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.