Þjóðviljinn - 11.09.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.09.1963, Blaðsíða 12
I BlLDUDALUR tengdur VESTFJARDAR VEGINUM Geysileg samgöngubót Terður að þessum vegi þegar hann er fullgerður. Mun leiðin til ísa- fjarðar styttast um sem svar- ar eins og hálfs tíma akstri og leiði'n að Hellu í Vatns- firði styttist um helming að kílómetratölu og snöggtum meir að tíma. Þarf nú aðeins Fréttaritari Þjóðviljans á Bíldudal leit inn til blaðsins nú í vikunni og sagði frá atvinnu og framkvæmdum þar á staðnum í sumar. Fer frásögn hans hér á eftir í stórum dráttum. I súmar hefur verið yfir- drifin atvinna á Bíldudal. Fjórir bátar hafa verið gerðir út héðan á snurvoð og aflað vel, einkum er áleið sumarið. Tveir bátanna voru fyrst í vor við Suðurland en eftir að þeir komu vestur fór bæði afli og atvinna mjög að glæð- ast. Þá hafa verið gerðir út héðan fjórir bátar á'skak en afli þeirra verið fremur rýr. Einn bátur var gerður út á síld í sumar en aflaði lítið og hætti snemma. Hins vegar var Pétur Thorsteinsson leigður til síldarleitar og er enn. Byggingarframkvæmdir. í sumar hafa verið í bygg- ingu fjögur íbúðahús og bamaskóli hér á Bíldudal og byggingavinna verið með aillra mesta móti um margra ára skeið. Virðist eftir lóðaum- sóknum að dæma ætla að verða áframhald á því. Hafa um 20 menn stundað bygg- ingavinnu eingöngu í sumar og er það há tala í ekki fjöl- mennara þorpi. Nú er verið að byrja á mikl- um vatnsveituframkvæmdum fyrir þorpið og verður lögð 2 —3 km löng vatnsleiðsla til þorpsins framan úr dal. Nýr vegur. í sumar hefur verið ruddur nýr vegur, Trostansfjarðar- vegur. er tengir Bíldudal við Vestfjarðaveginn nýja. Er þetta 100 km. langur vegar- kafli er liggur af Vestfjarða- veginum í svonefndu He'llu-' skarði og niður i Trostans- fjörð. Gamall i-uddur sýslu- vegur liggur frá Bíldudal inn í Trostansfjörð og þarfnast hann mikillar lagfæringar. Hafa verið byggðar fjórar brýr á þessum vegi í sumar. ............_| stað þtiggja áður. i Atvinnuhorfur. Atvinnuhorfur hér í vetur eru góðar. Stendur til að bæði Andri og Pétur Thorsteinsson verði gerðir út á línu á haust- vertíð og síðan á net á vetr- arvertíð, en það er nýlunda hér. Gefur netaveiðin miklu meiri afla sem kunnugt er. Pétur Thorsteinsson réri ein- göngu með línu s. 1. vetur og aflaði samtals 738 tonn og mun hafa verið haastur línu- báta á öllu landinu. Þá verða og að öllum líkindum gerðir út héðan 5 rækjubátar í^vetur en í sambandi við þær veið- ar er mikil atvinna. — H.I. Rtmnsókn stendur nú yfir á tjóni af völdum grágæsar —Segir dr. Finnur Guðmundsson f sunnudagsblaði Þjóðviljans var bréf frá fréttaritara blaðsins á Hallormsstað, og fjallaði þaö um grágæsapláguna, sem frétta- ritarinn telur vera í algleymingi. Fréttaritarinn kvaðst hafa frétt það, að helzti fuglafræðingur landsins, dr. Finnur Guðmunds- son „nciti að horfast í augu við þá staðreynd, að grágæsin sé orð- in landplága á íslandi, cn noti aðferð strútsins að stinga hausn- um I sandinn". Ennfrcmur er sagt, að hann noti skozkar athug- anir sem „skálkaskjól til þess að láta cngar athuganir fara fram á tjóni því sem gæsin gerir hér á fslandi*. Dr. Finnur kom í gær að máli við Þjóðviljann, og kvað það málum bþmdið, að hann stingi hausnum í sandinn að fyrirmvnd strútsins. Fullyrðingum frétta- ritarans væri því til að svara, að engum hefði til hugar komið að neita því, að gæsin gerði rjón hér á landi. Island væri að vfsu aðili að alþjóðlegri samþykkt im fuglavernd, og væri það að nokkru bindandi. Hinsvegar væri í þeirri samþykkt ákvæði um það, að ef ákveðinn fugl ylli sannanlegu nytjatjóni væri unnt að fá undanþágu frá samþykkt- inni. Slíka undanþágu væri hins- vegar ekki unnt að fá fyrr en rannsókn hefði farið fram. Undanfarin ár kvaðst dr. Finn- ur hafa gert hvað hann gat til þess að herja út f járveitingu fyr- ir slíkri rannsókn, en jafnan far- ið bónleiður til búðar fyrr en nú, að Vísindasjóður hefði veitt 30 þús. til rannsóknarinnar. Sú Kynningarstarf Flugfélags- ins aldrei meira en í sumar Á þessu ári hefur Flugfélag Islands lagt meiri áherzlu á og varið meiru fé til hverskonar kynningarstarfs en nokkru sinni áður í sögu félagsins. Einn þáttur þessarar starfsemi er boðsferðir útlendinga hingað, en á þessu ári hafa sex hópar erlendra ferðaskrifstofu- myndatöku og blaðamanna komið til íslands á vegum félagsins — og enn er einn hópurinn, sá síðasti á árinu, væntanlegur á föstudaginn: hópur færeyskra blaðamanna, svo sem skýrt var frá 1 blaðinu í gær. karlmenn og tvær konur. Jean- Louis Lemaire, fulltrúi franska flugfélagsins Air France, sem haft hefur góð skipti við Flug- Nú síðast voru staddir hér á landi — og rétt nýfarnir — 12 fulltrúar erlendra flugfélaga sem aðsetur hafa í París, 10 Kekkonen fefur smóflokki að mynda nýja ríkisstiórn HELSINKI 10/9. Kckkonen Finnlandsforseti fól í dag for- manni Finnska þjóðarflokksins, Esa Kaitila, að gera tilraun til stjómarmyndunar, en stjórnar- kreppa hefur verið að undan- förnu I Finnlandi. Kekkonen forseti hefur leitað Sölusyning N.k. laugardag verður opnuð í Gagnfræðaskólanum við Von- arstræti sölusýnirig á málverkum sem frú Sólveig Eggerz Péturs- dóttir hefur gefið Heimilissjóði taugaveiklaðra barna til ágóða fyrir fyrirhugað hjúkrunariheim- ili handa taugaveikluðum börn- ráða hjá hinum ýmsu þingflokk- um og eftir að hafa kannað svör þeirra mun honum þykja væn- legast að reynt verði að mynda meirihlutastjóm sem miðflokk- amir réðu mestu í. Slík var tillaga Finnska þjóðarflokksins, sem er einn af minnstu stjóm- málaflokkum landsins. 1 dag ræddi Kaitila við for- ystumenn Sósíaldemokrataflokks- ins og Einingarflokksins. Alment er búizt við að Kaitila muni ekki takast að mynda nýja stjóm. Miðflokkastjóm með meirihluta þings að baki sér er ekki hugs- anleg nema með stuðningi Bændaflokksins og sósíaldemo- krata, en ekki er talið líklegt að þeir aðilar geti komið sér sam- an eins og nú standa sajúr. félagið á undanförnum árum og komið hingað tvisvar áður, und- irbjó för þessa og valdi þátt- takendur í París. Ferðaðist hóp- urinn nokkuð um landið undir leiðsögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Fl og Jóhanns Sig- urðssonar, fulltrúa félagsins í London. Sjónvarpsmenn með í ferðinni. Af öðrum hópum útlendinga, sem komið hafa hingað til Is- lands í boði F.l. í sumar, má nefna 14 ferðaskrifstofumenn frá Sviss sem nýlega dvöldust hér í 3 daga. Hér voru líka á ferðinni í sum- ar þrír starfsmenn sjónvarps- stöðvarinnar Sender Freie Berlín í Vestur-Berlín. Fóru þeir víða um, og mun ákveðið að senda út myndir, sem þeir tóku hér, í nær hálfrar klukkustundar langri dagskrá í janúarmánuði n. k. ... <■ Þá voru menn frá brezka sjón- varpinu hér, svo sem skýrt hef- ur verið frá í fréttum. Hefur verið ákveðið að senda út dag- skrá héðan í desember og jan- úar n.k., og sú dagskrá verður síðan endursýnd síðar á næsta ári. Kynningarstarfið. í S-Evrópu. Flugfélag íslands hefur nú á síðustu árum, og ekki hvað sízt nú í surnar, lagt sérstaka á- herzlu á að kynna Island og möguleika á ferðum hingað í Suður-Evrópu. á Italíu og Frakk- landi. Samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundssonar er þetta Framhald á 2. síðu. rannsókn stæði nú yfir, og væri þvl röng sú fullyrðing fréttarit- arans á Hallormsstað. að hann beitti „skálkaskjóli" til þess að „láta engar athuganir fara fram“ á tjóni því, er grágæsin veldur. Dr. Finnur kvað á þessu stigi málsins ekki unnt að segja urn niðurstöður rannsóknarinnar. I sumar hefði fyrir tilstilli Wild Fowl rust verið gerð yfirlits- athugun á grágæsastofninum hér á landi. og hefði sú athugun að miklu leyti farið fram úr lofti. Nú væri hér stödd dr. Janet Kear, og myndi hún rarinsaka tjón það, sem talið er að grágæs- in valdi. Dr. Kear verður hér út mánuðinn, ferðast vestur, norður og austur, og sömu leið til baka, en áður hefur hún farið um Suð- urland. Búizt er við að dr. Kear komi hér aftur næsta vor, en rann- sókninni lýkur væntanlega að fullu á næsta ári. Kvað þá dr. Finnur koma til kasta ýmissa að- ila annarra en sinna, hvað gera skuli. Aðalatriðið sé nú að kom- ast að raun um hve víðtæku tjóni grágæsin veldur, og rive alvarlegs eðlis það er. För Títós til Suður-ðmeríku BELGRAD 10/9. Tító Júgóslav- íuforseti mim fara til Suður-Am- eríku á laugardaginn kemur og heimsækja Brazilíu, Chile, Bol- ivíu og Mexíko. Hefur ’ hann skýrt frá því að hann myndi ræða um ýmis alþjóðamál við forseta þessara landa. Miðvikudagur 11. september 1963 — 28. árgangur — 193. tölublað. Kirkjutuminn málaður Ljósmyndari Þjóðviljans tók þcssa skemmtilegu mynd síðdegis í fyrradag er verið var að mála turninn á fríkiirkjunni. Það er óperusqpgvari sem þar var að verki, Hjálmar Kjartansson, og svífur hann á milli himins og jarðar í heljarmiklum og ram- gerðum kláf sem þessi risakrani heldur uppi. Það er betra að vera ekki lofthræddur við svona verk. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Vilja að ÁVR sé lokað í 2-3 mánuði Fyrir nokkru héldu íslenzkir ungtemplarar ársþing sitt að Jaðri við Hciðmörk. Á þinginu mættu 16 fulltrúar auk stjórnar samtakanna. Forseti þingsins var kjörinn Grétar Þorsteinsson, R- vík. Þingið gerði nokkrar sam- þykktir. Þar er m.a. skorað á löggæzlu landsins að framfylgja settri löggjöf fastara og með réttlátum refsingum og viðurlög- Vandamál æskunnar rædd á þingi LÍB Landsfundur Landssambands íslenzkra barnaverndarfélaga verður haldinn dagana 12.—13. þ.m. í Góðtemplarahúsinu hér í Reykjavík. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verður rætt um uppeld- ismál og samfélagsmálefni er varða ungmenni landsins. Verð- ur fundurinn að þessu sinni helgaður verkefriinu: Vandamál æskunnar í samfélagsbyltingu nútímans. Flutt verða fimm framsögu- erindi á fundinum og síðan verða almennar umræður á eft- ir. Stefán Júlíusson talar um at- vinnu og fjárráð unglinga. Ól- afur Haukur Árnason .im áfeng- isneyzlu unglinga, séra Árelius Níelsson um fermingaraldur barna, Auður Eir Vilhjálms- dóttir um vandamál telpna og Helgi Þorláksson um lengingu skólatíma. Öllu áhugafólki er heimilt að sækja fundinn og taka þátt í umræðum. Fundinum lýkur með sam- komu í Háskóla íslands. Þar flytur Þórarinn Björnsson skólameistari erindi er hann nefnir: Rótleysi nútímans. Gísli Magnússon leikur á pianó á samkomunni. Samkoman hefst kl. 20,30 á föstudagskvöld og er öllum heimill aðgangur. um gagnvart lögbrotum um út- vegun og veitingar áfengis handa ungu fólki. Þingið leggur til að aukið verði eftirlit með skemmtistöðum í R- vík og nógrenni borgarinnar því að reynslan sannar, að þar er þörfin mest. Þá skorar þingið á opinbera aðila að koma hið allra fyrsta í framkvæmd vegabréfaskyidu ungs fólks. Ársþingið leggur til að áfeng- isverzlun ríkisins verði lokað um ákveðinn tíma t.d. einn eða tvo mánuði, svo unnt verði að rann- saka vísindalega hvaða áhrif það hefur á siðferðisástand þjóðar- innar og æskunnar, glæpi og slys. Þingið samþykkti að lýsa yfir eindregnum stuðningi við tilmæli Æskulýðssambands Islands bess efnis að Islendingar taki til al- varlegrar athugunar að hætta öllum viðskiptum við S-A£ríku vegna kynþáttamisréttisins í landinu. I stjórn samtaka Islenzkra ungtemplara fyrir næsta starfs- ár voru kosnir: Formaður séra Árelíus Níelssón, varafomaður Grétar Þorsteinsson, ritari Gunn- ar Þorláksson, gjaldkeri Kristinn Vilhjálmsson, fræðslustjóri Jó- hann Larsen, Sigurður Jörgens- son og Einar Hannesson. — Sam- tökin urðu 5 ára s.l. vor og var þetta fimmta ársþing þeirra: Inn- an vébanda ÍUT eru 7 deildir með samtals 800 félagsmönnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.