Þjóðviljinn - 12.09.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.09.1963, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 12. september 1963 — 28. árgangur — 194. tölublað Níu skip hafa stö Sáttasemjari boðaði í gær- kvöld til fundar f l'armanna- deilunni og hól'st bann klukk- an hálf níu. Fundurinn stóð enn þegar þlaðið fór í prent- un og hafði litt þokað í sam- komulagsátt. 1 gær böfðu níu skip stöðv- azt í Reykjavíkurhöfn, og fleiri eru væntanleg næstu daga. 1 samninganefnd Sjó- mannafélagsins eru stjórnar- meðlimir félagsins og auk þess þrír menn af farskip- unum og var einum bætt við í samninganefnd af hálfu far- manna eftir að verkfallið hófst að nýju. I VARAFORSETANUM AFHiNT MÓT ernámsandstæ boða útifund síðd. á mánu ¦ Lyndon B. Johnson, varaforseti Banda- ríkjanna, kemur hingað til lands í opinbera heimsókn á mánudag, og hefur ferðaáætlun hans verið birt í blöðum. Nú bætist við nýtt atriði í áætlunina, því Samtök hernámsand- stæðinga hafa ákveðið að afhenda varafor- setanum mótmælaorðsendingu gegn hernáms- stefnunni og fyrirætlunum um nýjar her- stöðvar í Hvalfirði. m Samtök hernámsandstæðinga munu éfna til stutts útifundar við Háskólabíó síðdegis á mánudag, samtímis og „Varðberg" og fleiri aðilar halda fund með varaforsetanum inni í bíóinu. Verður varaforsetanum afhent orð- sendingin í fundarlok kl. 18.00. Er þess vænzt að allir hernámsandstæðingar sem þess eiga nokkurn kost taki þátt í útifundinum og leggi áherzlu á mótmælaorðsendinguna með nær- veru sinni. Þjóðviljanum barst í gær svo- hljóðandi fréttatilkynning um þetta efni frá Samtökum her- námsandstæðmga: Utifundur og orðsending ,Vegna komu varaforseta Bandaríkjanna, Lyndon B. John- son, hingað til Reykjavíkur mánudaginn 16. september n.k. Enn ta/sverð síldveiði Fyrra sólarhring var enn . xnikil síldveiði íim 140 sjó- míliir austsuðaustur af Dalatanga og höfðu 58 skip með samtals 53,400 mál til- kynnt um afla sinn í gær- morgun. Veður hefur ver- ið gott á miðunum und- anfama dag en í gærmorg- un t&r að hvessa og var lít- il veiði í gaer enda fá skip að veiðum þar eð þau böfðu flest fyllt sig í fyrrfinótt Löndunarbið er nú á öll- utn Ausífjarðahöfnunum og verður fram yfir helgi að talið er. 1 gær höfðu einn- ig fyllzt allar þrær á Rauf- arhöfn og var komin þar löndunarbið líka, hafaskip- in streymt þangað að síð- ustu tvo sólarhringa síðan veður batnaði fyrir norðan svo að fært var fyrir minni skiptin að sigla norður fyr* ir Langanes. hefur miðnefnd Samtaka her- námsandstæðinga ákveðið eftir- farandi: 1) Sendinefnd frá Samtök- um hernámsandstæðinga mun afhenda varaforsetanum orð- sendingu frá samtökunum. 2) Samtökin munu efna til stutts fundar við Háskólabíó^ á þeim tíma, sem Varðberg og fleiri aðilar hafa fund með varaforsetanum í Háskóla- bíói, en afhenda orðsending- una í fundarlok. Liðsmenn Samtaka hernámsandstæð- inga iminu safnast saman undir kröfuborðum og spjöld- um og dvelja á. staðnum meðan fundur stehdur. Miðnefnd samtakanna treystir því fyllilega, að þessi atburður fari fram með fyllstu kurteisi og algerlega friðsamleguj móti, en telur rétt að undirstrika með þessum hætti við varaforseta Bandaríkjanna þann ákveðna vilja mjög verulegs hluta ís- lenzku þjóðarinnar, að allur her og herbúnaður verði fjarlægður frá landi okkar nú þegar". Bezta tryggingin „Með tilliti til yfirvof- andi samninga ura Hval- fjörð telja Samtök her- námsandstæðinga þeim mun brýnna, að banda- rískum ráðamönnum sé ljóst, að skoðanir ís- lenzkra valdhafa á þess- um málum séu ekki Framhald á 2. síðu. „Gegndariaus yf irvinna" og ^vinnuþrælkun1 á farskipum —ef miða á við útreíkninga skipafélaganna, segir ritari Sjómannafélags Reykjavíkur Vísir hefur undanfarna daga ekki átt nógu sterk orð til þess aS lýsa hneykslan sinni á því athæfi farmanna að hafna „nýju samningunum", sem forystumenn Sjó- mannafélagsins höfðu áður undirritað fyrir þeirra hönd. Og hvorki þetta málgagn „flokks allra stétta" né held- ur Morgunblaöið hefuc átt eitt orð til stuðnings sann- gjörnum kröfum farmanna um kjarabætur. En máls- vörn þeirra fyrir afstöðu skipafélaganna að neita sjó- mönnurn um réttmætai kjarabætur hefur hins vegar ekki látið á sér standa og verið þeim mun ákafari. í gær birtir Vísir t.d. mikla „útreikninga" frá skipafélögun- um um það, að hásetar krefjist allt að 57%. hækkunar, og hefðu mánaðarlaun þeirra að viðbætt- um „meðalyfirvinnutíma" orðið 12—13 þús. krónur samkvæmt samningnum, sem felldurvar! Al- þýðublaðið skýrir hins vegar svo frá í fyrradag að mánaðarlsjuip háseta samkvæmt samningnum, sem felldur var hefði orðið kr. 5.600 og geta menn þá reiknað út hve mikinn hluta af mánað- arhýrunni hásetum er ætlað að afla sér með jrfirvinnu. Vísir leitaði síðan álits rit- ara Sjómannafélagsins, Péturs Sigurðssonar, á þessum útreikn- ingum. En ritarinn fer allur undan í flæmingi og forðast að taka skýra afstöðu gegn þessum útreikningum skipaeigenda, þar sem hann hafi ekki „haft að- stöðu til þess að kynna (sér) þessar tölur". Þó segir Pétur, að ef sjómenn komist í þessar tekj- ur, þá geri hann sér ljóst, að það hljót að vera vegna „gegndar- lausrar yfirvinnu" og vinnu- þrælkunar"! En ekki notar rit- ari Sjómannafélagsins þétta tæki- færi til þess að skýra frá hin- um rauhverulegu kröfum far- manna og rökstyðja þær. Alþýðublaðið, málgagn Jóns Sigurð'ssonar formanns Sjó- mannafélags Reykjavíkur, á ekki heldur aukatekið. orð. til stuðnings farmönnum i deilu þeirra. 1 örlitlum ramma á for- síðu blaðsins er einungis sagt frá því, að . sáttafundurinn s.l. mánud. hafi ekki borið árangur. Varaíorsetínn meðalSvia Lyndon B. Johnson, varafor- seti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ferðast um Norður- Iönd, fyrst Binnland, þá Sví- þjóð og nú er hann staddur í Noregi, en þaðan heldur haim til Danmerkur og síðan til ís- lands. Myndin var tekin á dög- unum í Stokkhólmi skðmmu eftir að varaforsetinn hafði stig- ið út úr þyrlunni, sem flutti til höfuðborgarinnar. Ekiðákyrr- sfæðabifreið f fyrrinótt var ekið á bifreið- ina R-3557, sem er sex manna Chevroletbifreið, blá að framan en hvít að ofan og aftan. Stóð hún á Bergþórugötu fyrir utan húsið nr. 27. Skemmdist bifreið- in talsvert við ákeyrsluna. Rannsóknarlögreglan biður alla sem kynnu að geta gefið ein- hyerjar upplýsingar í sambandi við mál þetta að snúa sér. til hennar jafnframt því sem hún skorar á bann sem ók '§¦ b'ifreið- ina að gefa sig fram. ^ '

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.