Þjóðviljinn - 12.09.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.09.1963, Blaðsíða 6
g SlÐA Listin / þágu þjóífrelsisbaráttunnar Fimmtudagur 1-2. septembor 1963 Nýjar tillögur Philips Noel-Baker: Stórveldin afvopnist að mestu á sex ára tímabili Barátta hinna kúgnöu þjóöa heims íyrir frelsi sínu cr ekki nú fremur en áður háð cingöngu á vígvöllum, penninn er jafnskætt vopn og sveröið. Þctta sannast einnig í Suður-Vietnam, þar sem skæniiiðar hafa samið og flutt marga tugi söngleikja sem hvetja til baráttu gegn hinum erlcndu leppum og haröstjórnum. Myndin sýnir hóp skæruliða í einum slikra söngleikja. Sérfræðingur brezka Verkamannaflokksins í afvopn- unarmálum, Philip Noel-Baker sem hlaut friðarverð- laun Nóbels fyrir nokkrum árum fyrir margra ára- tuga starf sitt að þeim málum, hefur birt nýjar til- lögur þar sem gert er ráð fyrir að stórveldin af- vopnist að mestu á sex ára* skeiði. Tillögur hans eru málamiðlun milli tillagna Sovétríkjanna og vesturveld- anna, en eru þó mun líkari þeim sovézku. Tillögur hans eru birtar í riti sem !kom út í London fyr- ir helgina. í þremur lotum Noel-Baker gerir ráð fyrir að ofvopnunin fari fram í þremur lotum, sem hver verði tvö ár. Hér er einungis um að ræða að draga úr „venjuleg- um“ vígbúnaði, kjarnavopnin lætur hann liggja á milli hluta. Hann telur tillögur sín- ar vera aðgengilega málamiðl- un milli sjónarmiða Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna, en segir þó sjálfur að hann telji það tíu ára tímabil sem Bandaríkin hafa lagt til að afvopnunin fari fram á' vera of langt. Á svo löngum tíma ----------------------------«> geti andstæðingar afvopnunar aftur fengið byr í seglin sem gerði þeim kleift að spllla gerðum samningum, segir hann Bretar ætíu frumkvæðj að hafa Sósíaldemókratar krefjast að hreinsað sé til Hneyksli að háttsettir nazistar starfa enn í öryggisþjónustunni — Var það ekki glæpsam- legt að drepa gyðinga unn- vörpum? spurði dómarinn í SS-réttarhöIdunum í Hannover sakbomingana tvo, Otto Bradfisch og Giinther Fuchs. — Þáverandi ríkisstjórn gerði sig seka um mikinn glæp gagnvart gyðingum, svaraði Bradfisch. En við sigrumst ekki á fortíð okkar með því að setja okkur SS-menn á bekk sakborninga. Þýzka rík- isstjómin notaði okkur og hún notaði líka dómarana og aðra embættismenn sína. Dómar- amir fá nú eftirlaun, en við emm saksóttir, bætti hann við. Verjendur þeirra hafa látið í það skína að þeir muni færa sannanir fyrir þvi að SS- menn hafi ekki getað neitað að hlýða fyrirskipunum. 1 réttinum hefur hins vegar verið bent á ræðu sem Hein- rich Himmler hélt eitt sinn, en í henni sagði hann að út- Hneykslisdómur í Maryland 6 mánaða fangelsi fyrir að mvrða blökkukonu rýming gyðinga væri eitt erf- iðasta verkefnið sem SS-sveit- unum hefði verið falið. Skilj- anlegt væri að einstaka SS- manni væri ofboðið að horfa upp á öll gyðingalíkin, en slík- ir veikgeðja menn myndu geta féngið lausn í náð úr þjón- ustunni. Bradfisch minnti þá strax á önnur ummæli Himmlers, þess efnis að sá SS-maður sem sviki hollustueið sinn myndi fyrirgera lífi sínu. — Kerfið hefði ekki staðizt deginum lengur ef það hefði leyft nokkrum að neita að hlýða fyrirmælum, sagði Fuchs. Sama daginn og hin volduga krö^uganga blökku- j manna fyrir mannréttindum átti sér staö í Washing- j ton, var kveöinn upp dómur í Hagerstown í Maryland, j í næsta nágrenni höfuöborgarinnar, sem sýnir ljós- j lega hve langt þaö á í land, aö allir séu jafnir fyrir j lögunum í Bandaríkjunum. 24 ára gamall maður af gömlum suðurfylkjaættum, WiIIiam Zantzinger, var þá dæmidur i sex mánaða fang- ©Isi og 625 dollara sekt fyr- ir að hafa misþyrmt blökku- konu svo að hún lézt skömmu síðar. Heimild var fyrir því i lögum að dæma hann í a. rn.lc.tiu ára fangelsi. Zantzinger þessi var sekur ftmdinn um að hafa barið blökkukomuna, 51 árs gamla og1 ellefu banta móður, með staf sínum, svo að bún lézt átta klukkustundum síðar. Þetta átti sér istað á „góð- rðadansleik“ sem haldinn . arí Baltimore í Maxyland 9. febrúar s.l. Blökkukonan, j Hittie Carrol, afgreiddi í j barnum, en þegar Zantzinger j fannst afgreiðslan ekki ■ ganga nógu rösklega, greip j hann staf sinn og lumbraði j svo á henni, að lífi hennar [ varð ekki bjargað. Þegar dómarinn hafði j kveðið upp úrskurð sinn til- ■ kynnti hann Zantzinger að j hann þyrfti ekki að byrja j afplánun refsingarinnar fyrr j en í lok september, þegar ■ tóbaksuppskerunni er lokið. j Fjölskylda morðingjans á \ víðlendar tóbaksekrur í j Maryland. Tító til Brasilíu nœstu viku i I RIO DE JAJVEIRO 11/9 — Bras- ílska stjórnin skýrðí frá því I gær að ákveðið hcfði verið að Tító, forscti Júgóslavíu, kæmi í opinbcra hcimsókn til Brasilíu á miðvikudaginn kem- ur 18. septcmber. Það hefur vakið deilur í Bras- ilíu að stjórnin skyldi bjóða Tító í heimsókn, en hann verð- ur fyrsti leiðtogi sósíalistlsks ríkis sem heimsækir rómönsku Ameríkú. Hægrimenn og Banda- ríkjasinnar hafa gagnrýnt heimboðið og Tító mun ekki koma til stærstu borganna í landinu, Rio og Sao Paulo, þar sem fylkisstjóramir bar hafa neitað að taka á móti honum. Það vekur sérstaka athygli að Goulart forseti skuli einmitt hafa valið þennan tíma fyrir heimsókn Títós, en miklar váer- ingar eru nú með stjórn hans og Bandaríkjastjóm. Þeir Bradfisch og Fuchg .eru ákærðir fyrir að vera meðá- byrgir fyrir dauða 80.000 gyðinga, sem þeir ýmist sendu í útrýmingarbúðir eða sáu sjálfir um að væri styttur aldur. Fuchs gegndi til skamms tíma embætti hjá fylkisstjóminni í Neðra-Sax- landi, þar sem hann hafði m. a. það á sinni könnu að ann- ast greiðslur á skaðabótum til fórnarlamba nazista. Verjendurnir hafa boðað að þeir muni kalla Hans Globke, ráðuneytisstjóra Adenauers, sem vitni í þágu skjólstæðinga sinna. Globke hefur áður bor- ið það í réttarhöldum gegn stríðsglæpamönmun að lífs- hættulegt hafi verið fyrir menn í morðsveitum nazista að neita að hlýðnast fyrir- skipunum. Globke var einn höfundur Núrnberg-laganna svonefndu sem allar gyðinga- ofsóknir nazista byggðust á. 1 riti sínu segir Noel-Baker að Bretar ættu að hafa fnim-f- kvæði í afvopnunarmálunum. Þeir standi vel að vígi að miðla málum milli Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. Hann leggur til að eftir fyrstu tveggja ára lotuna verði búið að minnka saman- lagðan herafla stórveldanna niður í 1,9 milljónir manna, og aftur niður í 1 milljón manna að lokinni annarri tveggja ára lotunni. Hann gerir þannig ráð fyrir að dregið hafi verið úr „venjulegum” herbúnaði um 65% á fjómm árum. í af- vopnunaifillögum sovélstjóm- arinnar er gert ráð fyrir að dregið verði úr þeim herbún- aði um 80 prósent á þremur árum. Bjartsýnn á lausn Noel-ÍBaker ér bjartsýnn á að takast megi að komast að samkomulagi um málamiðlun. Hann gerir sér ljóst að enn ber mikið á milli, en segir að samningamenn stórveldanna ættu auðveldlega að geta orð- ið á eitt sáttir. Hann er þeirrar skoðunar að vesturveldin verði að ganga lengra til móts við tillögur sovétstjómarinnar en þau hafa verið fús til fram að þessu og segir að engin von sé til þess að Sovétríkin fallist á eftirlit með vígbúnaði sínum nema að vesturveldin reynist fús til að draga meira úr sín- um vopnabúnaði í fyrstu lotu eh þau hafa viljað hingaðtil, -<S> Leikhús framtíðarinnar? Tíndi uf sér spjarirnar á leikskáldafundi i Edinborg A ráðstefnu leikskálda sem lialdin var I Edinborg um síð- ustu helgi í sambandi við há- tíðina þar kom fyrir óvænt at- vik sem viðstaddir munu seint gleyma. Skáldin voru niðursokkin í umræður um „leikhús fram- tíðarinnar“ þegar ung fegurð- ardís, Anna Kesselaar að nafni, sem fylgzt hafði með ræðuhöldunum úr áhorfenda- stúku stóð á fætur og tók að tína af sér spjarirnar þar til hún stóð frammi fyrir hinum forviða fundaimönnum eins og guð hafði skapað hana. Umræðurnar höfðu staðið um hið svonefnda „aksjóns- leikhús" þegar einn áheyr- Mörg hundruð týndu lífi í skógareldi í Brasilíu Mörg hundruð manna hafa týnt lífi í skógarbruna scm geisað hefur í Parana-fylki í Brasilíu undanfarna rúma viku og lagt I eyði gífurlegt svæði af skógum og kaffi- ekrum. Stjórnarvöldin í Brasilíu hafa látið boð út ganga til allra fylkja landsins að send- ar verði slökkviliðssveitir, matur og lyf til Parana. Sjónarvottar skýra frá því að yfir þambusgirðingunum ,sem skilja á milli kaffiekr- anna teygi logamir sig 50 og jafnvel 100 metra í loft upp. Hin brennandi bambustré hafa torveldað mjög slökkvi- starfið, þar sem þau springa af hitanum, svo að lífshættu- legt er að koma nálægt þeim. Enn er ekkert vitað með vissu um manntjón en talið er víst að fjögur hundruð manns a. m. k. hafi farizt og óttazt að miklu fleiri hafi orðið eldinum að bráð. Brasilíustjórn hefur beðið um aðstoð Bandaríkjanna og var yfirmaður slökkviliðs bandaríska landbúnaðarráðu- neytisins, Uerly Laubem, sendur til Brasilíu til að stjórna slökkvistarfinu. Þeg- ar síðast fréttist virtist sem takast myndi að ráða niður- lögum eldanna. enda gaf ungfrú Kasselaar merki og hún tók að afklæð- ast. Þegar dyraverðir urðu varir ■ við hvað gerðist flýttu þeir sér að fjarlægja ung- frúna, en hún varð fyrri til og tók á móti þeim í evuklæðum, Hún sagði síðar að henni hefði fundizt að fundarmenn þyrftu á einhverri upplyftingu að halda og Harewood lávarð- ur, frændi Elísabetar drottn- ingar, framkvæmdastjóri Ed- inborgarhátíðarinnar viður- kenndi: — Það kann að vera að ráðstefnan hafi verið óskap- . lega leiðinleg. En ég er viss um að engum leiddist það sem gerðist hér í kvöld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.