Þjóðviljinn - 13.09.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.09.1963, Blaðsíða 1
Föstudagur 13. september 1963 — ;1963—28. árgangur—.195 tölubl. Viðreisnin magnast enn: Okurvextir SeSlabankans hækka í 18 af hundra&i $- Tilgangurinn með aðgerðum Samtaka hernámsandstæðinga á mánudag VARAFORSETINN ÞARFAD KYNNASTSTADREYNDUM j Hernámsandstæðingarí hafíð samhsmd vii skrífstofuna i _..... I hernámsandstæðinga í k Mjóstræti 3 er opin dag- ;l lega kl. 10—19, einnig | n. k. laugardag og sunn- i udag. Sími skrifstofunn- | ar er 2-47-01, en for- | stöðumaSur skrifstofunn- | ar er Ragnar Arnalds al- k þingismaSur. Samtökin skora á sem flesta hernámsandstæS- inga aS hafa samband við skrifstofuna og taka þátt í störfum hennar til þess að undirbúa útifundinn á mánudag og aðrar að- gerðir sem ákveðnar hafa verið í baráttunni gegn hernáminu og fyrirætl- unum um nýjar herstöSv- ar í Hvalfirði. Samtökin þurfa mjög á fjárhags- aðstoð að halda, og verð- ur hafizt handa um fjár- söfnun næstu daga til þess að greiða skuldir og standast kostnað af verk- efnum þeim sem fram- undan eru. ir nær stö í dag stóðvast allar strandferðir hér við land, vegna farmannaverkfalls- ins, þegar HerðubreiS kemur til Reykjavíkur, en hin strandferðaskip- Drengur slasast í umferiarslysi Rétt eftir kl. 12 á hádegi í gær varð umferðarslys á mótum Skothúsvegar, Sól- eyjargötu og Fríkirkjuveg- ar. Varð drengur á skelli- nöðru þar fyrir bifreið og meiddist allmiklð á höfði. Var hann fluttur í sjúkra- hús. Drengurinn sem heitir Einar Sigurgeirsson, til heimilis að Grettisgötu 31, og er fjórtán ára aö aldri kom á hjólinu eft'r Skothúsveginum og mun ekki hafa gætt þess að þama á gatna mótunum er biðskylda vegna að- algötu og ók <hann beint i veg fyrir bifreið er kom suður Frí- kirkjuveginn. Bifreiðarstjórinn snarhemlaði og beygði til vinstri til þess að reyna að forða á- rekstri en það tókst ekki og lenti framlukt bifreiðarinnar á benzín- dunk skellinöðrunnar. Kastaðist drengurinn af hjólinu og upp á vélarhús bifreiðarinnar og möi- braut framrúðuna en féll síðan í götuna. Drengurinn var þegar fluttur á slysavarðstofuna til rannsóknar, en þaðan var hann aftur fluttur í sjúkrahús síðar í gær. Mun hann hafa meiðzt allmikið á höfði. in voru þegar komin hingað. Hafa þá alls stöðvazt 15 skip í Reykja- vík og eru það þessi auk Herðubreiðar: Brúarfoss, Drangajökull, Herjólfur, Esja, Hekla, Hvassafell, Goðafoss, Kyndill, Litla- fell, Reykjafoss, Skjald- breið, Stapaféll og Þyrill. Fundur sáttasemjara með deiluaðilum í fyrra- kvöld stóð til kl. langt gengin í tvö um hóttina, en samkomulag náðist ekki. Annar fundur hófst í gærkvöldi kl. hálf níu. —¦ Það er alrangt sem Morgunblaðið segir að Samtök hernámsandsíæðinga ha'fl boðað „útifund gegn Lyndon B. Johnson". Samtökin fagna því einmitt að fá tækifæri til að hitta hann og gera honum persónulega grein fyrir því, sem stjórn- arherrarnir láta eflaust liggja í láginni, aðveru- legur hluti þjóðarinnar er andvígur hernámsstefn- unni og mun aldrei sætta sig við hana. Kynni varaforsetans af íslandi væru fölsun, ef honum væri ekki gerð þessi staðreynd fullkomlega ljós. Þannig koms't Ragnar Arnalds alþingismaður að orði í viðtali við Þjóðviljann í gær, en Ragnar á sæti í framkvæmdanefnd SamTaka hernáms- andstæðinga og annast skrifstofu samtakanna í Mjóstræti 3. — Eins og Þjóðviljinn hefur greint frá, hélt Ragnar áfram, immu fulltrúar samtakanna afhenda varaforsetanum orðsendingu sína kl. 18.00 á mánudag, þegar hann kemur af fundi „Varðbergs" og fleiri aðila. Leggja samtökin áherzlu á að sem allra flestir hernámsand- stæðingar undirstriki mótmæli sín gegn hernámsstefnunni með nær- veru sinni. Verður safnazt saman fyrir utan Háskólabi'ó og þar munu hernámsandstæðingar standa með kröfuborða s£na og spjöld þegar orðsendingin verður afhent. Af hálfu samtakanna mun allt fara fram af stillingu og festu, eins og allar aðgerðir samtakanna til þessa; þeir einu sem hafa „magnað æsingar" eins og Vísir kemst að orði í gær, eru Varðbergspiltar, sem nú verða væntanlega innl í Háskólabíói. Samtök hernámsandstæðinga hafa að sjálfsögðu leítað til Iðgregl- unnar um góða samvinnu svo sem jafnan fyrr, og treystum við því að þar muni ekkert á skorta. — Ég vil leggja áherzlu á það, sagði Ragnar enn, að það er Is- lendingum mikil nauðsyn að hafa hernámsmálin í fyrirrúmi einmitt um þessar mundir. Nú er mikið los á herstöðvum víða um heim og á ýmsum stöðum er verið að rýma til vegna breyttrar hernaðartækni. Svo er að sjá seirTKandarikm ætlí að sleppa ýmsum þeim stöðvum sem ótrygggastar eru taldar en halda stöðvum þar sem þjóðirnar sætta síg við hernám. Við viljum allt til vinna að vera OTRYGGIR BANDAMENN i augum bandaríska hermálaráðuneytisins, og nú er einstætt tækifæri fyrir hernámsandstæðinga að gera bandarískum áhrifamanni þær staðreyndir ljósar. Með þessari aðgerð og fleiri væntanlegum ætla samtök hernámsandstæðinga að gera íslenzkum og bandarískum stjórnmálamönnum það ljóst, að íslenzka þjóðin mun aldrel sætta síg vlð hernámið, hvað þá stórauknar hernáms- framkvæmdir í Hvalfirði á sama tíma og friðvænlegar horfir í neíminum en gert hefur síðan svríði lauk. -fÞJÓDVILJANUM barst í gær fréttatilkynning frá Seðla- bankanum. Er þar greint frá þvi að bankinn hafi hækkað refsivexti sína úr 14% f 18% en þeir vextir eru teknir af yfirdráttarskuldum banka og sparisjóða við Seðlabankann. Er þetta eitthvert mesta vaxtaokur sem sögur fara af. Jafnframt hækka vextir af innstæðufé í Seðlabankanum. TILGANGURINN með þessari vaxtahækkun er að draga úr útlánum banka og sparisjóð? og knýja þá til þess að geyma fteldur fé sitt í Seðlabankan- um en lána það til atvinnu- . vega og einstaKlinga. Með því hyggjast stjórnarvöldin draga úr atvinnuframkvæmdum i landinu — og m.a. mun ein röksemdin hafa verið sú að koma þyrfti í veg fyrir að menn gætu fengið lánsfé til þess að kaupa þá bíla sem þegar hafa verið fluttir til landsins og standa í stórum samfelldum breiðum hjá inn- flytjendum! Hér er semsé um að ræða nýja haftastefnu sem auðvitað verður fram- kvæmd undir kjörorði ..frels- islns". arferéf sín í %m Hinn nýji sendiherra Argen- tínu, herra José Rodolfo Antonio Saravia afhenti , gær forseta Is- lands trúnaðarbréf sitt við há- tíðlega athöfn á Bessas.töðum. að viðstöddum utanríkisráðherra. Árdegis í dag legcur ungiinga- landslið fslands í körfuknattlelk af stað áleiðis til Parísar, þar sem fram fer í næstu viku Evr- ópumeistaramót unglinga í þess. ari íþróttagrein með þátttöku liða frá fimm þjóðum. Á mynd- inni sjást leikmennirnir, 1.3 tals- ins, en þeir eru frá, vinstri: Jón Jónasson, Kolbeinn Pálsson Tómas Zoega Jóhannesson (fyr- irliði), Donald Rader, Anton Bjarnason, Hjörtur Hansson, Sig- urður Ingólfsson, Kristinn Stef- insson, Agnar Friðriksson, Þor- steinn Ólafsson, Viðar Ólafsson, Gunnar Gunnarsson og Kristján ^veinsson. — Nánar er sagt frá utanförinni á öðrum stað í blað- inu í dag. ÞJÖÐVILJANUM er kunnugt um að valdhafarhir ræddu mikið um það að hækka al- menna útlánsvexti á sama tíma og refsivextir Seðla- bankans voru hækkaðir. Var þó fallið frá þeim áformum — í bili. Ottazt var umtríllu frá Akranesi í suðaustan hvassviðrinu sem skall á í fyrrinótt var farið að éttast um trillubát frá Akra- nesi er farið hafði í róður síð- degis í fyrradag. Var hafin Ieit að bátnum bæði af bátum og flugvélum og fannst hann í gær- morgunn heill á húfi. Á bátnum sem heitir Bensi og er 4 lestir að stærð var að- eins einn maður, Sigurður Jóns- sori að mafni, og hafði hann far- ið í róðurinn um kl. 18 í fyrra- dag. Þegar leið á kvöldið skall á versta veður og var mjög farið að óttast um bátínn er hann kom ekki að landi á áætluðum tíma. Bátur frá Akranesi hóf leit að trillunni í fyrrinótt Qg í gærmorgun bættist Vorið. flug- vél Björns Pálssonar, í hópinn. Flugvélin var hins vegar aðeins rétt komin af stað er tilkynning kom um það að báturinn væri fundinn og allt í lagi bæði með mann og bát. Hafði hann ekki treyst sér inn vegna veðurs en bátar frá Akranesi komu hon- um til aðstoðar í gærmorgun og fylgdu honum til hafnar. Kom báturinn til Akraness nokkru eftir hádegi í gær. að EBE ANKARA 12/9 — Undirritaður hefur verið í Ankara samning- ur um aukaaðild Tyrklands að Efnahagsbandalagi Evrópu. Er ætlunin, að Tyrkland öðlist fulla aðild að bandalaginu á 12 ár- um. Það var utanríkisráðherra Tyrklands og utanríkisráðherrar fimm EfnahagsbandalagsríkjaK sem undirrituðu samning þenn- an. , ¦

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.