Þjóðviljinn - 14.09.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.09.1963, Blaðsíða 1
Barry Anderson íReykjavík Laugardagur 14. septemiíer [1963 — 28« árgangur 1196. tölublað. Sjá 12. síðu Fundur hernámsandstæðinga bann- aður að kröfu Morgunblaðsins! Lögreglustjóri fremur skýlaust brot á almennum mannréttindum og stjórnarskránni Lögreglustjóri bannar fund hernámsandstœðinga I gærkvöld barst Þjóðvilj- anum eftirfarandi fréttatil- kynning frá lögreglustjóran- um í Reykjavík: „Fimmtudaginn 12 þ. m. barst lögreglustjóraembættinu bréf frá Samtökum hernáms- andstæðinga, þar sem skýrt er frá því, að sendinefnd frá samtökunum muni aíhenda varaforseta Bandaríkjanna, Lyndon B. Johnson, orðsend- ingu að Hótel Sögu kl. 13 mánudaginn 19 september n. k. 1 tilefni afhendirigarinnar muni samtökin gangast fyrir því. að nokkur hópur manna safnist saman við Háskólabíó sama dag kl. 17—18 undir borðum með áletrunum, er túlki skoðanir samtakanna. Pluttar verði í gjallarhorn stuttar tilkynningar til þess fólks, sem þarna kemur sam- an. 1 tilefni þessa kvaddi ég i dag á minn fund forráðamenn Samtaka hernámsandstæðinga. Var þeim skýrt frá því að aðrir aðilar hafi þegar boðað til fundar í Háskólabíói á framangreindum tíma og lög- reglan geti því ekki fallist á að útifundurinn verði haldinn á umræddum stað og tíma né gjallarhorn notuð þar vegna þess að slíkt fundarhald gæti leitt af sér truflun á umferð og raskað allsherjarreglu. Jafnframt var forráðamönn- um samtakanna tjáð, að lög- reglan hefði ekkert við það að athuga, þótt samtökin haldi fund á öðrum heppi- legri stað. Var þeim m.a. bent á að lögreglan væri fyrir sitt leyti ekki mótfallin því, að fundur þeirra fari fram á Melavellinum við Suðurgötu. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 13. september 1963" Johnson styttir íslandsdvölina — sefur ekki á Sögu í gær var frá því skýrt, að Lyndon B. John- son, varaforseti Bandaríkjanna, myndi ekki dvelj- ast næturlangt á íslandi, heldur halda ásamt fylgdarliði sínu strax á brott frá Reykjavík að loknu kvöldverðarboði Ólofs Thors forsætisráð- herra að Hótel Borg á mánudagskvöldið. Varaforsetinn mun fljúga héð- an með þyrlu sinni til Kefla- víkurflugvallar á ellefta tíman- um á mánudagskvöldið og þaðan beint til Bandaríkjanna. Hættir hann því við fyrirhugaða Græn- .landsferð og er ástæðan sögð sú, að varaforsetinn þurfti að vera kominn til höfuðborgar Banda- ríkjanna, Washington, að morgni þríðjudagsins 17 september vegna áríðandi starfa sem bíða hans þar Að öðru leyti verður fylgt i stórum dráttum þeim drögum að dagskrá heimsóknarinnar, sem Þjóöviljinn hefur áður skýrt frá í fréttum, með tveim breyting- Fara á þing SÞ Sendinefnd Islands á 18. Alls- herjarþingi Sameinuðú þjóðanna verður þannig skipuð: Thor Thors, sendiherra, Kristj- án Albertsson, sendiráðunautur, Hannes Kjartansson, aðalræðis- maður. Baldvin Jónsson, hæsta- réttarlögmaður, Þór Vilhjálms- son, borgardómari. um: i 1) Að loknum hádegisverði for- seta Islands að Hótel Sögu á mánudag mun varaforsetinn af- henda Gunnari Friðrikssyni, for- seta Slysavarnafélags Islands þrjár færanlegar talstöðvar sem gjöf til félagsins 2) Kl. 4,30 heimsækir vara- setinn Háskóla Islands þar sem hann mun afhenda Armanni Snævar rektor bókagjöf til hinn- ar nýju vistndadeildar Háskól- ans. ' ¦ í gærkvöld barst Þjóðviljanum fréttatilkynn- f ing frá lögreglustjóra, þar sem hann bannar fund þann, er Samtök hernámsandstæðmga höfðu boð- að til við Háskólabíó á mánudaginn. Með þessu framferði sínu fremur lögreglustjóri freklegt brot á stjórnarskrá landsins og almennum mannrétt- indum, sem stjórnarskránni er ætlað að íryggja. ¦ Sjötugasta og fjórða grein stjórnarskrárinnar kveður á um þetta efni og segir þar svo: „Rétt eiga menn á því að safnast saman vopnlausir. Lögreglustjórninni er heimilt að vera við almenn- ar samkomur. Banna má mannfundi undir ber- um himni, þegar uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir". — í tilkynningu lögreglustjóra er sú eina ástæða, sem stjórnarskráin heimilar sem til- efni til að banna mannfundi undir berum himni, hins vegar ekki tilgreind. ¦ Með bannj sínu er lögreglustjóri einfaldlega að hlýðnast skipun frá Morgunblaðinu, en það krafðist þess í leiðara sínum í gær, að fundur hernámsandstæðinga yrði bannaður. Virðist Morgunblaðið telja sóma sinn og allra hernáms- sinna í veði, ef varaforseti Bandaríkjanna kæm- ist á nokkurn hátt á snoðir um það, að stór hluti íslenzku þjóðarinnar er andvígur hernámsstefn- unni og mun aldrei sætta sig við hernám lands- ins. Morgunblaðið birti í gær leið- ara^ þar sem þess var krafist að komið yrði í veg fyrir fund her- námsandstæðinga við Háskóla- bíó og er nú sýnilegt, að lðg- reglustjóri telur sér skyldara að fara eftir þeim skrifum en siálfri stjórnarslcrá landsins. I þessum leiðara, aem greinilega er skrif- aður í miklu móðursýkiskasti, kallar Morgunbiaðið alla her- námsandstæðinga „kommúnista" eða ;,taglhnýtinga kommúnista", „ofbeldismenn", „skríl" og ann- að þar fram eftir götunum og síðan segir þar: „Islendingar þekkja háttvísi kommúnista og fara ekki í nein- ar grafgötur um það, hvernig þeir myndu haga sér, ef þeir fengju tækifæri til þess að safn- ast saman við Háskólabíó, þar sem varaforseti Bandaríkjanna mun halda ræðu sína. Flestir munu því telja fráleitt, að kommúnistum verði heimilað að efna þar til skrflsamkomu og Framhald á 2. síðu. I -----------------------------------------------& Strætisvagninn dreginn burt af slysstaðnum.— (Ljósm. Þjffðv. G:O.J. Ljósastaurinn, sem brotnaði upp viö áreksturinn á mótum Miklu- brautar og Lönguhlíðar. Hann hefur verið færður upp á gangstétt- ina. — (Ljósm. Þjóðv. G. O.). ,„, HORKUAREKSTUR A SLYSAHORNINU" Níu manns voru flutí í Slysavarðstofuna í Reykjavík í gær eftir að harður árekstur varð milli þungrar vörufjutningabifreiðar og stræt- isvagns. Enginn slasaðist lífshættulega, eða svo að flytja þyrfti á sjúkrahús. -® \ GreinargerBsamainganefndar j sjóntanna m kjör og kröfur | ! I Sjá 12. síðu \ 1 gærdag, Iaust fyrir klukkan 5, varð mjög harður árekstur á mótum Lönguhlíðar og Miklu- brautar á milli strætisvagns, sem var ekið austur Miklubraut og vöruflutningabíls, sem var ekið norður Lönguhlíð. Bílunum lenti saman norðantil á gatnamótun- um og bárust fyrir högginu uppá eyjuendann á Lönguhlíðinni. Þar Ientu þeir á Ijósastaur, sem „rifnaði upp með rótum" og féll þvert yfir götuna með annan enðan uppá gagnstæða gangstétt. Eimiig Ientu þeir á Skodabíl, sem stóð við gatna- mótin. 8 farþegar strætisvagnsins og vagnstjórinn að auki voru fluttir í Slysavarðstofuna til aðgerðar, en setið var i öllum sætum vagnsins og stóðu nokkrir far- þcgar. Enginn var þó svo alvarlega meiddur að þyrfti að flytja hanu á sjúkrahús, en einhverjir voru brotnir, annars skrámaðir og skornír. A gatnamótum þeim, sem um ræðir hafa orðið mörg og mikil slys, en fyrir nokkru voru sett þar upp fullkomin umferðarliós. Ekki liggur ljóst fyrir hvað vald- ið hefur slysinu, en augljóst má telja að annarhvor bílinn hafi farið yfir á gulu ljósi. Bílarnir voru allir mikið skemmdir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.