Þjóðviljinn - 15.09.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.09.1963, Blaðsíða 1
Sunnudagur 15. september 1963 — 28. árgangur — 197. tölublað. ! i Áskorun Sósialisfafélags Reykjavikur: TAKIÐFRÍ FRÁ VINNU Sósíalistafélag Reykjavíkur beinir þeim ákveðnu tilmæl- um til allra stuðningsmanna sinna, að sýna hug sinn til her- námsins með því að f jölmenna utan við Háskólabíó klukkan hálf sex á mánudag og vera viðstaddir afhendingu orðsend- ingar hernámsandstæðinga til varaforseta Bandaríkjanna. Hvetur blaðið þá sem því geta við komið að taka sér frí frá vinnu í þessu skyni. 'RINN FRÁ TEXAS 1 OPNU BIjAÐSINS í dag skrifar M.T.Ó. um manninn í'rá Texas, Lyndon B. Johnson varaforseta Bandaríkj- anna sem væntanlegur cr í opinbera heimsókn til íslands í fyrramálið. Á 12. SÍÐU er sagt nánar frá dagskrá hcimsóknarinnar. Skipafélögin éru stríð í samningum við sjómennina •k Skipafélögin, ein mestu auð- félög og gróðafyrirtæki landsins, virðast hafa mætt kröfum sjó- mannanna á skipunum af Iitlum skilningí á núverandi deilu og þrjózkazt við að semja um eðli- legar kauphækkanir. miðaðar við átta stunda vinnudag. t5t # & •k Sáttafundurinn í farmanna- deilunni sem hófst klukkan 4 MÆTUM ÖLL VIÐ HASKOLABIO KLUKKAN HALF SEX A MORGUN Framkvæmdanefnd Samtaka hernámsand- stæðinga ákvað einróma í gær að halda fast við þá ákvörðun sína að afhenda varaforseta Bandaríkjanna, Lyndon B. Johnson, orðsend- ingu, þar sem lýst er andstöðu Islendinga við hernámið, kl. sex á morgun. Skora samtök- in á alla hernámsandstæðinga að safnast sam- an utan við Háskólabíó kl. hálf sex á morg- un til þess að láta í ljós stuðning sinn við orðsendinguna. Þjóðviljanum barst í gær svo- hljóðandi fréttatilkynning frá Samtökum hernámsands.tæðinga um þetta efni: Skýlaus réttur sam- kvæmt stjórnarskrá íslands „í tilefni af fréttatilkynn- ingu lögreglustiórans í Reykja- vík hinn 13. þessa mánaðar vilja Samtök hernámsandstæð- 4 gegn 0 í London ENGLENDINGAR unnu lands- leikinn í knattspyrnu í London í gær eins og búizt hafði verið við, skoruðu 4 mörk gegn engu. VEBUR VAR hið bezta til keppni. Englendingar sýndu á- gætan Icik. eins og á Laugar- dalsvelli fyrir viku, voru fljót- ari en Islendingarnir, en bó munu þeir síðarnefndu hafa átt meira í Ieiknum en mörk- ín gætu bent til. TVÖ MAUKANNA skoruðu Eng- Iendingar í fyrri hálfleik. tvö í þelm síðari. inga taka það fram. að samtökin munu hvetja hernámsandstæð- inga til að safnast saman, eins og þeir eiga skýlausan rétt tll samkvæmt stjórnarskrá Islands, Samtök hernámsandstæðiríga halda fast við þá ákvöðun sína að afhenda varaforseta Bandaríkjanna mótmæli gegn hernámsstefnunni og afsali Hvalfjarðar utan við Háskólabíó klukkan hálf sex mánudaginn 16. septem- ber og láta þannig í Ijós stuðn- ing sinn við orðsendingu þá, sem afhent verður varaforseta Bandaríkjanna, Lyndon B. John- son, klukkan sex. Jafnframt skal það tekið frarn, að ekki verða haldnar ræður notuð". né gjaliarhorn Barátta hernáms- andstæðinga er úrslitaatriði Eins og bent hefur verið á hér í blaðinu er hið fávíslega bann lögreglustjórans af póli- tískum toga spunnið og algert brotá stjórnarskrá íslands. Þau viðbrögð hafa hins vegar orðið til þess að vekja margfalda at- hygli á baráttu íslenzkra her- námsandstæðinga. Þeim mikil- væga árangri ber hernámsanð- stæðingum að fylgja cflir með þvi að tryggja sem mesta þátt- töku í mótmælunum við Há- skólabíó, með þvi að bera fram málstað IsIendSnga af festu og einbeitni, svo að varaforseta Bandaríkjanna vcrði fullkom- Iega Ijóst að fslendingar mwm aldrei una hernámsstef nunni. Barátta hernámsandstæðinga sker úr um þróun hernámsmáls- ins á næstunni, m.a. hinna ör- lagaríku samninga mn Hvalf jörð. á föstudag hélt áfram alla Iaug- ardagsnóttina og fram yfir há- degi í gær (laugardag). Þegar Þjóðviljinn hafði samband við samninganefnd Sjómannafélags Reykjavíkur í Alþingíshúsinu Iaust fyrir hádegi í gær Iét Pét- ur Sigurðsson svo ummælt að nokkuð hefði þokazt til sam- komulagsáttar á þessum Ianga fundi, en enn bæri mikið áinilli. 3f.-q.lf. •k Andstætt þrjózku skipafélag- anna f samningunum og vcrk- fallinu verður Sjómannafélagið sízt ásakað um að hafa beitt verkfallinu harkalcga, svo sem augljóst er af undanþágunni til oliuskipanna. Stjórn ög samn- inganefnd Sjómannafélags Rvfk- ur ákváðu í fyrrakvöld að Ieyfa olíuflutningaskipunum Stapafelli pg Kyndli að fara eina ferð hveru með olíufarm á síldarhafn- irnar. * * * •k Sjómcnn furða sig á því, að ekki skuli vera haldnir fundir í Sjómannafélaginu til að ræða vcrkfallsmálin og hlýtur að verða breyting á þvi ef enn dregst að samið verði. Hœðarmel í svifflugi Svifflugnefnd Flu'gwiálafélags fslands hefur staðfest nýtt fs- landsmet í hæðaraukningu, sett af Leifi Magnússyni verkfræð- ingi 8. þ.m. en þá náði hann 5570 metra hæð í svifflugu, hækkaði flugið um 5096 metra eftir að dráttartaug var sleppt. Nánari frétt og stutt viðtal við Leif eftir helgina. ÓÐAVERÐBÓLGA MAGNAST: 5 STIGA YISITOLUHÆKKUN Hin opinbera vísi- tala framfærslukostn- aðar hækkaði í sept- embermán. um hvorki meira né minna en fimm stig, úr 133 stig- um í 138 stig. Mestur hluti hækkunarinnar, eða 2,8 stig, stafar a'f hækkun á opinberum gjöldum. Hækkar vísi- tála opinberra gjalda úr 112 stigum í hvorki meira né minna en 132 stig, eða um nærri 20 af hundraði. Sýnir sú staðreynd hvað hæft er í staðhæfing- um stjórnar'flokkanna um að viðreisnin hafi lækkað opinber gjöld! Aðrir liðir vísitöl- unnar hækkuðu svo sem hér segir: Vísitalan fyrir „mat- vörur" hækkaði úr 159 Opinber giöld hœkka um fimmtung stigum í 160 stig. Vísitalan f. „fatnað og álnavöru" hækkaði úr 140 stigum í 142 stig. Vísiíalan f. „ýmsa vöru og þjónustu" hækkaði úr 154 stig- um í 160 stig. Meðalvísiíalan 'fyrir „vörur og þjónustu" he'fur þá hækkað í september úr 152 stig- um í 154 stig. Almenn- ar neyzluvörur vísi- töluf jölskyldunnar eru þannig 54% dýrari að meðaltali en þegar viðreisnin hófst. Þá hækkar vísitala „húsnæðis" úr 107 s'tig- um í 108 stig. Þar er hins vegar um áæ'tl- unarlið að ræða, þar sem ekkert tillit er tekið íil hins raun- verulega ástands. Hús- næði hefur hækkað miklum mun meira en í þessum lið felst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.