Þjóðviljinn - 15.09.1963, Page 1

Þjóðviljinn - 15.09.1963, Page 1
ÆSE& Sunnudagur 15. september 1963 — 28. árgangur — 197. tölublað. Áskorun Sósialisfafélags Reykjavikur: TAKIÐ FRÍ FRÁVINNU Sósíalistafélag Reykjavíkur beinir þeim ákveðnu tilmæl- um til allra stuðningsmanna sinna, að sýna hug sinn til her- námsins með því að f jölmenna utan við Háskólabíó klukkan hálf sex á mánudag og vera viðstaddir afhendingu orðsend- ingar hernámsandstæðinga til varaforseta Bandaríkjanna. Hvetur blaðið þá sem því geta við komið að taka sér frí frá vinnu í þessu skyni. MAÐURINN FRÁTEXAS í OPNU BLAÐSINS í dag skrifar M.T.Ó. um manninn t rá Texas, tyndon B. Johnson varaforseta Bandaríkj- anna sem væntanlegur cr í opinbera heimsókn tii Islands í fyrramálið. A 12. SlÐU er sagt nánar frá dagskrá heimsóknarinnar. Skipafélögin éru stríð í samningum við sjómennina ★ Skipafélögin, cin mestu auð- félög og gróðafyrirtæki landsins, virðast hafa mætt kröfum sjó- mannanna á skipunum af Iitlum skilningi á núverandi deilu og þrjózkazt við að semja um eðli- legar kauphækkanir. miðaðar við átta stunda vinnudag. ☆ ☆ ☆ ★ Sáttafundurinn i farmanna- deilunni sem hófst klukkan 4 á föstudag hélt áfram alla Iaug- ardagsnóttina og fram yfir há- degi í gær (Iaugardag). Þegar Þjóðviljinn hafði samband við samningancfnd Sjómannafélags Reykjavíkur í Alþingishúsinu laust fyrir hádcgi í gær Iét Pét- ur Sigurðsson svo umraælt að nokkuð hefði þokazt til sam- komulagsáttar á þessum langa fundi, cn enn bæri mikið ámilli. V V V MÆTUM ÖLL VIÐ HÁSKÓLABÍÓ KLUKKAN HÁLF SEX Á MORGUN ★ Andstætt þrjózku skipafélag- anna í samningunum og verk- fallinu verður Sjómannafélagið sízt ásakað um að hafa beitt verkfallinu harkalega, svo sem augljóst er af undanþágunni til olíuskipanna. Stjórn óg samn- inganefnd Sjómannafélags Rvík- ur ákváðu í fyrrakvöld að leyfa olíuflutningaskipunum Stapafelli og Kyndli að fara eina ferð hveru með olíufarm á síldarhafn- irnar. ☆ ☆ ☆ Framkvæmdanefnd Samtaka hernámsand- stæðinga ákvað einróma í gær að halda fast við þá ákvörðun sína að afhenda varaforseta Bandaríkjanna, Lyndon B. Johnson, orðsend- ingu, þar sem lýst er andstöðu fslendinga við hernámið, kl. sex á morgun. Skora samtök- in á alla hernámsandstæðinga að safnast sam- an utan við Háskólabíó kl. hálf sex á morg- un til þess að láta í ljós stuðning sinn við orðsendinguna. Samtök hernámsandstæðinga halda fast við þá ákvöðun sína að afhenda varaforseta Bandaríkjanna mótmæli gegn hernámsstefnunni og afsali Hvalfjarðar Þjóðviljanum barst í gær svo- hljóðandi fréttatilkynning frá Samtökum hemámsandstæðinga um þetta efni: inga taka það fram. að samtökin munu hvetja hemámsandstæð- inga til að safnast saman, eins og þeir eiga skýlausan rétt til samkvæmt stjórnarskrá fslands, utan við Háskólabíó klukkan hálf sex mánudaginn 16. septem- ber og Iáta þannig í Ijós stuðn- ing sinn við orðsendingu þá, sem aflient verður varaforseta Bandaríkja-nna, Lyndon B. John- son, klukkan sex. Jafnframt skal það tekið fram, að ekki verða haldnar ræður né gjallarhom notuð“. Barátta hernáms- andstæðinga er úrslitaatriði Eins og bent hefur verið á hér í blaðinu er hið fávíslega bann lögreglustjórans af póli- tískum toga spunnið og algert brot á stjómarskrá Islands. Þau viðbrögð hafa hins vegar orðið til þess að vekja margfalda at- hygli á baráttu íslenzkra her- námsandstæðinga. Þeim mikil- væga árangri ber hemámsand- stæðingum að fylgja cftir með því að tryggja sem mesta þátt- töku f mótmælunum við Há- skólabíó, með því að bera fram málstað fslendiinga af festu og einbeitni, svo að varaforseta Bandaríkjanna verði fullkom- lega Ijóst að fslendingar munu aldrei una hernámsstefnunni. Barátta hernámsandstæðinga sker úr um þróun hernámsmáls- ins á næstunni, m.a. hinna ör- lagaríku samninga um Hvalf jörð. ★ Sjómenn furða sig á þvi, að ekki skuli vera haldnir fundir í Sjómannafélaginu til að ræða verkfallsmálin og hlýtur að verða breyting á þvi ef enn dregst að samið verði. Hœðarmet i svifflugi Svifflugnefnd Flu'gmálafélags íslands hefur staðfest nýtt fs- landsmet í hæðaraukningu, sett af Leifi Magmússyni verkfræð- ingi 8. þ.m. en þá náði hann 5570 metra hæð í svifflugu, hækkaði flugið um 5096 metra eftir að dráttartaug var sleppt. Nánari frétt og stutt viðtal við Leif eftir helgina. Skýlaus réttur sam- kvæmt stjórnarskrá íslands „I tilefni af fréttatilkynn- ingu lögreglustjórans í Reykja- vík hinn 13. þessa mánaðar vilja Samtök hemámsandstæð- 4 gegn 0 / London ENGLENDINGAR unnu lands- leikinn í knattspyrnu í London í gær eins og búizt hafði verið við, skoruðu 4 mörk gegn sngu. VEÐUR VAR hið bczta til keppni. Englendingar sýndu á- gætan leik. cins og á Laugar- dalsvelli fyrir viku, voru fljót- ari en fslendingarnir, en þó munu þeir síðarnefndu hafa átt meira í Ieiknum en mörk- in gætu bent til. TVÖ MARKANNA skoruðu Eng- Iendingar í fyrri Iiálfleik. tvö í þelm síðari. ÓÐAVERÐBÓLGÁ MAGNAST: 5 STIGA VISITOLUHÆKKUN Hin opinbera vísi- tala framfærslukostn- aðar hækkaði í sept- embermán. um hvorki meira né minna en fimm stig, úr 133 stig- um í 138 stig. Mestur hluti hækkunarinnar, eða 2,8 stig, stafar af hækkun á opinberum gjöldum. Hækkar vísi- tala opinberra gjalda úr 112 stigum í hvorki meira né minna en 132 stig, eð.a um nærri 20 af hundraði. Sýnir sú staðreynd hvað hæft er í staðhæfing- um stjórnar'flokkanna um að viðreisnin hafi lækkað opinber gjöld! Aðrir liðir vísitöl- unnar hækkuðu svo sem hér segir: Vísitalan fyrir „mat- vörur“ hækkaði úr 159 Opinber gjöld hœkka um fimmtung stigum í 160 stig. Vísitalan f. „fatnað og álnavöru“ hækkaði úr 140 stigum í 142 stig. Vísitalan f. „ýmsa vöru og þjónustu“ hækkaði úr 154 stig- um í 160 stig. Meðalvísitalan íyrir „vörur og þjónustu“ he'fur þá hækkað í september úr 152 stig- um í 154 stig. Almenn- ar neyzluvörur vísi- töluf jölskyldunnar eru þannig 54% dýrari að meðaltali en þegar viðreisnin hófst. Þá hækkar vísitala „húsnæðis“ úr 107 stig- um í 108 stig. Þar er hins vegar um áætl- unarlið að ræða, þar sem ekkert tillit er tekið íil hins raun- verulega ástands. Hús- næði hefur hækkað miklum mun meira en í þessum lið felst.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.