Þjóðviljinn - 15.09.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.09.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 15. september 1963 ÞI6ÐVILIINN SlÐA 3 SNUBBÓTT FORSETAHEIMSÓKN noHM liiil iiili IPII ■lliilí :■ , ;5;:: ':': :::: ;;:|:;;55|:í: Kapphlaup við mínútur Varaforseti Bandarikjanna kemur ihingað á morgun, og vikum saman hafa valdhaf- amir unnið að því að geta vottað honum hollustu sína. Islendingum þykir yfirleitt vænt um að fá erlenda gesti, einkanlega ef þeir eru komnir . hingað af sönnum áhuga á landi og þjóð. En Lyndon B. Johnson er auðsjáahlega ekki gagntek- inn neinum þvílfkum áhuga, heldur er heimsóknin form- legt skylduverk sem hespa þarf af á mettíma. Varafor- setinn tekur land á herstöð- inni í Keflavík og fer þaðan aftur, en Islandsförin er út- úrdúr frá þeim stað. Upphaf- lega skammtaði varaforset- inn íslenzkum stjómarvöldum eihh sólarhring af hinum dýr- mæta tíma sínum, en sólar- hringurinn var að vísu skipu- lagður út í yztu æsar; hér hafa að undanförnu dvalizt bandarískir sérfræðingar með skeiðklukkur, mælt hvert fót- mál sem varaforsetinn þarf að ganga, hvem spöl sem hann þarf að aka og skrifað sek- úndumar á blað. Hingað hafa verið fluttar tvær þyrlur til þess að nýta hvert andartak sem bezt og eins til þess að varaforsetinn þurfi ekki að komast í persónulegt návígi við íslenzka þjóðvegi. Hótel Saga var öll lögð undir vara- forsetann og föruneyti hans, lífverði og leynilögreglumenn, húsgagnaSkipan var ger- breytt, íslenzkum málverkum safnað út um allan bæ til þess að prýða þar veggi og kynna varaforsetanum íslenzka list, auk þess sem sérstakt vara- forsetarúm var flutt til lands- ins. En þrátt fyrir þennan vandlega undirbúning var tíminn ákaflega knappur. Samkvæmt hinni opinberu dagskrá hefur varaforsetinn nákvæmlega stundarfjórðung' til þess að koma í stjórnar- ráðið og láta kynna ráðherr- ana fyrir sér; það eru tvær mínútur á ráðherra og hrökkva naumast til þess að telja upp hina fjölbreytilegu titla þeirra. Einnig eiga að líða réttar 15 mínútur frá því varaforsetinn stígur út úr þyrlu sinni á Þingvöllum og þar til hann fer upp í hana aftur, en á þeim tíma á þjóð- minjavörður meðal annars að leiða hann í allan sannleika um sögu islendinga og störf Alþingis í meira en þúsund ár. Það sem þjóðskáldið kvað forðum um guð almáttugan: „Fyiir þér er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dag- ur ei meir“ hrekkur skammt til þess að lýsa bandarískum hraða. Autt rúm En einnig þessi skyndiheim- sókn hefur nú verið stytt um næstum þvi helming. Eftir að Samtök hernámsand- stæðinga höfðu tilkynnt að þau ætluðu að gera ráðstaf- anir til þess að veita varafor- setanum vitneskju um það að íslendingar muni aldrei una því að land þeirra verði til frambúðar gert að banda- rískri herstöð komst ringul- reið á alla þessa vandlegu á- ætlun. Blöð Sjálfstæðisflokks- ins áttu varla orð yfir þá ó- svífni óbreyttra borgara að ætla að segja svo tignum gesti sannleikann; lögreglu- stjóri og dómsmálaráðherra hafa verið á sífelldum fund- um; ráðgazt hefur verið við varaforsetann og lífverði hans í Skandinavíu og hermála- ráðuneytið í Washington. Og í fyrradag var tilkynnt eftir mikið sálarstríð að íslenzka lögreglan myndi beita valdi sínu til þess að koma í veg fyrir að vanaforsetinn yrði að þola þá raun að dveljast and- artak í návist hemámsand- stæðinga. Jafnframt var skýrt frá því að varaforsetinn hefði breytt áætlun sinni og myndi halda för sinni áfram vestur um haf þegar annað kvöld. Því hefur allur hinn nákvæmi undirbúningur á Hótel Sögu verið unnipn fyrir gíg, enda munu íslenzku málverkin flest hafa verið gerð af hernáms- andstæðingum. En rúmið mikla stendur autt og ónotað. Skortur á háttvísi 1 blöðum Sjálfstæðisflokks- ins hefur mátt lesa þær firrur að ákvörðun, Samtaka her- námsandstæðinga um að heilsa upp á varaforsetann hafi verið „skortur á hátt- vísi“ og jafnvel annað verra. En samkvæmt íslenzk- um skilningi er það ekki hátt- vísi að bukta sig og beygja fyrir valdsmönnum og forðast að tala af einlægni um alvöru- mál. Öllu heldur sýna menn gestum sínum því aðeins til- hlýðilega viréfegu að þeir séu hreinskilnir ytð þá og segi þeim satt; hræsni er einnig skortur á háttvísi. Samtök hernámsands tæ ð inga hafa alltaf sýnt það að þau kunna að halda á góðum málstað eins og hann verðskuldar, en kannski hafa menn óttazt að það kynni að hafa áhrif á varaforsetann ? 1 fornum íslenzíkum ritum er það talið eitt ágætasta ein- kenni íslenzkra manna að þeir A HVÍLDAR- DAGINN séu höfðingjadjarfir, en nú virðist sá eiginleiki brjóta í bág við lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Tignarmenn voru einnig metnir eftir því hvemig þeir tóku þvílíkri dirfsku, en þann mælikvarða fá menn ekki að leggja á varafoi'seta Bandaríkjanna. Mat á verðmætum Hin örskamma heimsókn varaforsetans sýnir að hann ber ekki mikla virðingu fyrir íslenzkum ráðamönnum, auk þess sem hann vantreystir þjóðinni; í hans augum er hlutverk Islands eflaust það eitt að tryggja bandarískum her bækistöðvar. Ef hann hefði dvalizt hér örlítið leng- ur hefði hann einnig hvar- vetna rekizt á kunnugleg sér- kenni, sem eru fylgifiskar bandariskra áhrifa. Við Suð- urlandsbrautina hefðu til að mynda blasað við honum stór- hýsi þau sem íslendingar hafa reist á undanfömum ár- um. Öll era þessi veglegu hús gerð af umboðsmönnum er- lendra auðfélaga, bílafram- leiðenda, olíuhringa o. s. frv., og veggimir eru skreyttir al- þjóðlegum auglýsingaspjöld- um. Það hefur semsé verið einkenni á íslenzku þjóðfélagi siðustu árin, að hin vegleg- ustu og stærstu hús era reist peningunum til dýrðar, tengja Islendinga við alþjóðlegt auð- magn, og mörg þeirra bera það með sér að bifreiðin hafi á þessum áram verið hinn eini sairni guð Íslendinga. Allt þetta hefði varaforsetinn kannazt við, til að mynda frá ýmsum ríkjum rómönsku Am- eríku. En á sama tíma hafa lands- menn látið myndlistarskála sinn grotna niður, þannig að hann er orðinn að leiksoppi veðurs og vinda, en snauðir myndlistarmenn ganga um og selja happdrættismiða í von um að myndlistin kunni ein- hverntíma síðar að öðlast at- hvarf á Islandi. Leikarar höf- uðborgarinnar hafa árum saman safnað fé á hliðstæðan hátt en navunast haldið í við dýrtíðina; Iðnó verður að nægja meðan haldið er áfram að reisa hallir fyrir þau verð- mæti sem eru í meira sam- ræmi við okkar tíma. Lista- safn ríkisins virðist um alla framtíð eiga að vera niður- setningur og ómegnugt þess að rækja hlutverk sitt, jafn- framt því sem Þjóðminjasafn- inu er skorinn þröngur stakk- ur. Enginn minnist lengur á gjöf Kjarvals. Beztu mynd- höggvarar þjóðarinnar hafa eytt orku og heilsu í að reisa sjálfir hús yfir sig og lista- verk sín, þótt þau hús kom- ist að vísu ekki í hálfkvisti við banka og benzínstöðvar. Allt eru þetta einkenni hins bandai'íska gróðaþjóðfélags og vottur um mat þess á verðmætum. Sameiginlegt sérkenni Efnahagsástandið er einnig^. sameiginlegt einkenni á Is- landi og öðrum þeim ríkj- um sem lúta bandarískri for- sjá og hafa bandarískar her- stöðvar. Hér eins og í flestum löndum rómönsku Ameríku geisar óðaverðbólga líkt og fellibylur, verðmæti krónunn- ar minnkar með hverjum degi í samanburði við hinn almátt- uga dollara, stighækkanir á öllum sviðum nema fyrst tug- um og síðan hundraðum pró- senta, meim keppast yið að festa fé sitt í einhverjum varanlegum verðmætum af ótta við næstu bjargráð. Stórfelldur hálli er á viðskipt- unum við útlönd, þannig að 1 hermangstekjumar hrökkva engan veginn til þess að jafna hann, og senn kemur að því að leitað verður eftir erlendri aðstoð rétt einusinni, og við fáum gjafakorn og óaftur- kræf framlög til þess að jafna metin, þar til næsta koll- steypa hefst. Eflaust hefur vitneskjan um þetta ástand einnig stuðl- að að því að varaforsetinn sá ekki ástæðu til þess að dveljast hér nema í mýflugu- mynd; hann vissi að hér var hann staddur innan endi- 1 marka bandaríska heimsveld- isins. Blind peninga- regla Efnahagskerfi það sem Is- lendingar búa við nefnist sem kunnugt er frelsi. En jafnvel vestrænt frelsi hefur sínar takmarkanir. Þannig hefur Seðlabanki íslands nú ákveðið að hækka refsivexti sína upp í 18 af hundraði, ef viðskipta- bankamir leyfa sér að lána meira fé en yfirbankanum þóknast. Fyrír nokkram árurn nefndust vextir af þessu tagi okur á íslenzku lagamáli, og þeir sem vextina hirtu voru réttdæmdir afbrotamenn. En nú er okrið orðið helzta stjórnaraðferðin í efnahags- kerfi Islendinga. Tilgangurinn með refsivöxt- um Seðlabankans er sá að draga úr fjárfestingu og framkvæmdum í landinu. Þarna eru sernsé höft að verki, þrátt fyrir öll skrif Morgunblaðsins um frelsi í hafta stað. En þessi höft eru að vísu annars eðlis en þau sem Morgunblaðinu er verst við. Það vora óheimil höft að reyna að verja fjármunum þjóðfélagsins af fyrirhyggju Hin veglegustu og stærstu hús eru reist peningunum til dýrðar og veggimir eru skreyttir alþjóðlegum aug- lýsingaspjöldum. ☆ ☆ ☆ og skyhsamlegu mati, leggja á ráðin um það vitandi vits hvað framkvæma skyldi og hvað ekki, ákyeða hvort reisa skyldi myndlistarskála og leikhús eða bílamusteii og banka. Hin nýju höft taka ekkert tillit til þarfa þjóðar- heildarinnar, þau eru aðeins blind og köld peningaregla. Hún mun bitna fyrst og harð- ast á þeim sem hafa minnst efnahagslegt bolmagn og ef- laust á þeim framkvæmdum sem þarflegastar era; hún gerir gróðann að harðari hús- bónda en nokkra sinni fyrr. Vonandi fær einhver valda- maður þjóðarinnar tækifæri til þess að skjóta þvi að vara- forsetanum í kapphlaupinu við mínútumar á morgun að opinberir vextir séu hér allt að þvá 18%. Hann geysist þá burt annað kvöld með þá vitneskju að á einu sviði að minnsta kosti hafi bandarísk stefna fengið meira áorkað á Islandi en í nokkra landi rómönsku Ameríku. —.Austri. Félag íslenzkra myndlistamanna Hin árlega samsýning Félags íslenzkra mynd- listarmanna hefst í septemberlok 1963. Eins og að undanförnu er utanfélagsmönnum heimilt að senda verk sín til dómnefndar. ÁríS- andi er, að öll verk afhendist í Listamannaskál- ann föstudaginn 20. sept. kl. 4—7 e.h. Tvær konur óskast til að sjá um lítið þvottahús. — Góð- ur vinnutími. Tilboð sendist Þjóðviljanum merkt: „ÞVOTTAHÚS — 102", sem íyrst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.