Þjóðviljinn - 15.09.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.09.1963, Blaðsíða 8
w 3 SfÐA HÚÐVILIINN Sunnudagur 15. september 1963 RAFGEISLAHITUN GRENSÁSVEG 22 SÍMI 18600 Hafið samband við okkur og leitið tilboða RAFGEISLAHITUN GRENSÁSVEG 22 SÍMI 18600 Matthías Jónasson: jr Avarp flutt við opnun málverkusýningur lleimi/issjóðs tauguveiklaðra barna Virðulegu .gestir. . Við þekkjum öll dæmisöguna um hinn milskunnsama Sam- verja. Tveir néttlátir áttu leið milli borga og gengu afskipta- lausir fram hjá sserðum manni. sem lá aðframkominn við vegar- brún. Þeir vorui tímabundnir og máttu ekki tefjsa. Hinum særða hefði blætt til ólífis, ef Sam- verjinn hefði átít jafn annríkt. Getur slíkt igerzt á okkar tíð? Svo er tæfcni og skipu- lagningu fyrir að þakka, að við þurfum að minnsta kosti ekki ací tefja för otekar verulega vegna hins særða„ sem epgist við vegarbrúninaí aðeins að hringja á sjúkrabfl, og líknar- starfið gerist af sjálfu sér. Sú spuming, sem meistarinn frá Nasaret svaraði með þessari dæmisögu, hljóðar íá okkar tíð þannig: Getur einstaklingurinn lagt öll líknar- og mannúðarmál svo gersamlega í hendur hins opinbera. að hann þurfi aldrei að tefjast vegna lemsfcraðs bróð- ur, sem liggur ósjálfbjarga við veginn? Siðmenningarþjóðfélag nútímans stefnir að fullkominni samhjálp, svo að séð verði fyr- ir hverjum þeim. sem ekki megnar að sjá sér sjálfum far- borða. Hvert er þá hlut- verk einstaklingsins? Andspæn- is hinni umfangsmiklu skipu- lagningu, sem hið opinbera efn- ir til í þessu skyni, virðist geta einstaklingsins skoplega tak- mörkuð. Og þess eru ófá dæmi, að ýmis mannúðarverk, sem einstaklingsframtakið byrjaði, lentu að lokum í hinni fjár- hagslega ólíkt styrkari hendi hins oninbera. Þess vesna spurn- in: Er þegni í siðmenntuðu nútíma þjóðfélagi ætlað meira líknarhlutverk en sem því svar- ar að hringja á siúkrabilinn? Spumingunni má svara með því að minna á, að öll líknar- starfsemi sem hið opinbera hef- ur tekið í sínar hendur, er upp- haflega sprottin fram úr vitund einstaklingsins. Sú uppspretta getur að ósekju aldrei þorrið. Jafnvel í hinu fullkomnasta vel- ferðarriki er það köllun ein- staklingsins að skynja líknar- þörf, að benda á þá smælingja, sem á hverjum tíma þarfnast sérstakrar umhyggju, og að finha úrræði þeim til hjálpar. Fram- lag hins opinbera til mannúð- armála ber því aðeins tilætlað- BARNAMÚSÍKSKÓLINN í REYKJA VÍK mun aS venju taka til starfa í byrjim október- mánaðar. Skólinn veitir kennslu í undirstöðu- atriðum tónlistar, nótnalestri og almennri tón- fræði, söng og hljóðfæraleik (sláttarhljóðfæri, blokkflauta, þverflauta, gítar, fiðla, píanó, cem- baló, klarinett, knéfiðla og gígja). Skólagjöld fyrir vetiurinn: Forskóladeild: 1. bekkur bamadeildar: 2. bekkur bamadeildar: 3. bekkur bamadeildar: Unglingadeild: ' Kr. 700.00 — 1.100.00 — 1.400.00 — 1.400.00 — 1.600.00 INNRITUN nemenda í forskóladeild (6—7 ára böm) og 1. bekk bamadeildar (8—10 ára böm) fer fram alla virka daga kl. 17—19 á skrifstofu skólans, Iðnskólahúsinu, 5. hæð, inng. frá Vita- stíg. SKÖLAGJALD GREIÐIST VIÐ INNRITUN. Eldri nemendur, sem eiga eftir að sækja um skólavist, gefi sig fram sem fyrst. Þeir sem þegar hafa sótt um, greiði skólagjaldið sem fyrst. BARNAMtJSÍKSKÓLINN — SÍMI 2-31-91. GEYMIÐ AUGLYSINGUNA. Varaforseti Bándaríkjanna Lyndon B. Johnson flytur ræðu í Háskólabíói mánudaginn 16, séptember kl. 5 síðdegis Ræðan er flutt í tilefni af hinni opinberu heimsókn varaforsetans Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir / . ' : V- ’i íslenzk-ameríska félagið Samtök um vestrœna samvinnu Varðberg, félag ungra áhugamanna um vestrœna samvinnu an árangur, að líknarvitund einstaklingsins sé vökul og virk. f þeirri trú er efnt til þessar- ar myndsýningar. Á síðari ár- um hefur orðið nokkur vakning hér á landi um að sinna sér- þörfum andlega vanbroska bama og annarra, sem eiga við 6- venjulega erfiðleika að etja í uppvexti. Tiltölulega seint hefur áhuginn einnig snúizt að tauga- veikluðum börmum, þð að aðrar þjóðir hafi þegar hafið skipu- lega hjálpar- og lækningarstarf- semi þeim til handa. Þegar svo Geðverndardeild barna og Sál- fræðideild skóla voru stofnað- ar hér í Reykiavik, sýndist nokkrum áhugamönnum, sem nú vantaði aðeins herzluátakið til bess að hjálpa einnig þeim bömum, sem þjást af tauga- veiklun á allháu stigi: dvalar- og hjúkrunarheimili. þar sem þau dveldu undir stjórn sér- þjálfaðs fólks og nytu jafn- framt sérfræðilegrar meðferð- ar. Slík tilhögun ætti að tryggja bann bezta árangur, sem fáan- legur er í hverju tilviki. Með þetta markmið fyrir augum stofnaði Barnaverndar- félag Reykjavíkur sérstakan sjóð, Heimilissjóð taugaveikl- aðra bama, með 100 þús. kr. framlagi. Forseti fslands stað- festi skipulagsskrá sjóðsins 28. febrúar 1961, en þar segir svo í 4. grein; „Markmið sjóðsins er það að hrinda í framkvæmd byggingu Dvalarheimilis handa tauga- veikluðum börnum. sem njóta sérfræðilegrar meðferðar og þarfnast í því sambandi slíkr- ar dvalar um skeið“. Með nýju framlagi Bama- verndarfélags Reykjavíkur og gjöfum nokkurra einstaklinga hefur sjóðurinn vaxið upp í 217.503,64 krónur. f tilefni þess- arar sýningar mun Barnavemd- arfélagið enn leggja fram 50 þús. krónur. Nú hefur þessum sjóði borizt höfðingleg gjöf. Frú Sólveig Eggerz Pétursdót.tir hefur gef- Framhald á 2. sfðu. fþróttir Framhaid af 5. síðu. ir 30 árum og fyrir tveim ár- um fór hann aftur til eíns gamla félags til þess að hjálpa því upp í fyrstu deild. Það tókst s.l. vor, auk þess sem koma hans heim aftur hefur gefið síauknar tekjur vegna aðsóknar að leikjum félagsins og Matthews. Þess má að lokum geta að Everton tapað fyrir Manchest- er United með hvorki meira né minna en 5:1 um fyrri helgi og Arsenal tapaði 7:2 fyrir Leicester City, en Arsen- al var óheppið með að missa markmanninn snemma í leikn- um, og fór miðherjinn Joe Baker í markið. Skoraðí mark af 60 metra færi! Hinn þekkti enski knatt- spyrnumaður John Charles er nú aftur kominn til Englands eftir að hafa verið i atvinnu- liðum Italíu um fárra ára skeið og leikur nú með Car- diff. 1 fyrsta leik sínum með liði sínu fyrir nokkru féll það í hans hlut að taka auka- spyrnu um 10 m inn á sínum vallarhelmingi. Lét hann sig hafa það að skjóta að mark- inu, og gerði markmaðurinn ráð fyrir að knötturinn mundi koma niður nokkuð úti á víta- teignum og þaut fram, en hann var kominn of langt fram, knötturinn sveif yfir höndum hans og fór undir slána og inn í markið! í i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.