Þjóðviljinn - 17.09.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.09.1963, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 17. september 1963 — 28. árgangur — 198. tölublað. .........!¦¦.................¦¦...............¦...........¦—¦¦¦¦¦¦¦¦¦.....¦......¦¦mmiigjuuiiiaa Farmannadeilan ieyst Samningar tókust í farniannadeilunni um kl. 2 s.l. sunnudag og haiðl samningafundur þá staðið samfellt frá því kl. 4 s.l. föstudag. Farmenn samþykktu samningana á félagsfundi í gær og hefur verkfallinu verið al- lýst. — Sjá nánar á 5. síðu. ORÐSENDINGIN AFHENT ÞRATT FYRIR OFBELDI VARÐBERGS Varcrforsetinn fékk sýnikennslu í mannasiðum Varðhergsliðsins! Þúsundir manna voru viðstaddar þegar fulltrú- ar Samtaka hernáms- andstæðinga afhentu Lyndon B. Johnson, varaforseta Bandaríkj- anna, orðsendingu, þar sem móímælt var her- námsstefnunni og afsali Hvalfjarðar, en orðsend- ingin er birt í heild á öðrum stað í blaðinu. Reyndu Varðbergsmenn með ofbeldi að koma í veg fyrir að orðsending- in væri afhent; slitu þeir fundi sínum tuttugu mínútum fyrir sex í því skyni, ruddust síðan fram fyrir raðir her- námsandstæðinga og reyndu að stöðva full- trúa þeirra. Afleiðingin varð sú að varaforsetinn varð að olnboga sig gegnum hópinn, en þrátt fyrir ofbeldi Varðbergs- manna náðu fulltrúar Samtaka hernámsand- stæðinga, rithöfundarn- ir Jónas Árnason og I»ór- oddur Guðmundsson, til varaforsetans í þvög- unni miðrr og afhentu honum orðsendinguna. T<Jk hann við henni og þakkaði fyrir. Framferði Varðbergs- manna hefði getað orð- ið til þess að til alvar- legra áíaka hefði kom- ið; að svo fór ekki var einvörðungu að þakka stillingu hernámsand- stæðinga. Mótmælaspjöld hernámsandstæflinga blasa við varaforsetanuin og íyigdarliði hans. A myndinni má þekkja Jónas Árnason. (Ljósm. G.O.) <»____---------,---------------------------------------------------- Dagskrá heim- sóknarínnar gekk úr skorðum MIKtA KIGNINGARDEMBÚ gerfli á KeflavíkurfragvelU f gœrmorgun, er þota Lyndons B. Johnsons varaforseta Bandaríkjanna lenti bar milli klukkan hálf eUefu og eUefu, og á Suðvesturlandinu gekk á með skúrum fram eftir deg- inum, þó að veður væri að öðru leyti kyrrt og milt og sl-öku sinnum sæist til sólar. BJART OG INDÆLT veður var þarna í herstöðinni á Miðnes- heiði á þeím tíma, sem prent- uð dagskrá vegna varaf orseta- hcimsóknarinnar gerði ráð fyrir að þotan kæmi hingað, en dagskrárbreyting tilkynnt á síðuslu stundu breytti ekki einungis veðrinu á komu- stund Ii.B.,T. til landsins, heldur losaði ýmis önnur at- riði dagskrárinnar úr bðnd- unum. f ÞANNIG DRÓST heimsóknin til forsetahjónanria á Bessa- stöðum og viðræður við rík- isstjórnina í Stjórnarráðið mjög á langinn og loks varð að fella Þingivallaför hinna bandarísku gesta með öllu niður. — FRA ÞESSU er nánar sagt á 12. síðu. Borðar taernámsandstæðinga blasa hér við í mannf jöldanum.. Neðarlega til vinstri eru átök um cimi borðann og eru þar Varðbergspiltar að störfum. — (Ljósmynd: G. O.). Samtök hernámsandstæðinga tilkynntu aðgerðir sínar s.l. mið- vikudag. S.l. föstudag bannaði lögreglustjórinm samkomuna, en á laugardag , tilkynntu Samtök hernámsandstæðinga að þau myndu halda fast við þá á- kvörðun að afhenda varaforset- anum orðsendinguna kl. 6 og skoruðu á fólk að koma saman kl. hálf sex. f gær náðist svo samkomulag við lögregluna um það fyrirkomulag, að lögreglan taéldi auðu svæði frá Háskóla- bíói að Hótel Sögu, en her- námsandstæðingar komu saman norðan þess svæðis. Var svo um talað að fulltrúar Samtaka her- námsandstæðinga afhentu orð- sendinguna á auða svæðinu þeg- ar varaforsetinii kæmi af fundi Varðbergs. Einnig var rætt við utanríkisráðuneytið um þetta fyrirkomulag, og samþykkti það þessa tilhögun að sínu leyti. Framhald á 5. s£ðu. Laumuðust út um hfíðardyrnar! Það vakti mikla athygli í gær að þegar Lyndon B. Johnson, varaforseti Banda- ríkjanna, kom út úr Há- skólabíói, voru engir af hinum tignu gestgjöfum hans í fylgd með honum. Höfðu ráðherrarnir laumast út um hliðardyr, en létu varaforsetanum það eftir atJ þumlunga sig áfram að Hótel Sögu, eftir af Varð- bergsmenn höfðu ruðzt inn á opna svæðið sem honum hafði verið ætlað og bréytt því í samfellda þvögu með háreysti og ofbeldistilburð- um. Hernámsand- stœðíngar Samtök hernámsandstæðinga hafa opna skrifstofu í Mjóstræti 3 fyrst um sinn milli klukkan 3 og 7. — SlMI 24701. Dvöl hins erlenda hers og áformin um ný hernaðarmannvirki í Hvalfirði eru í fullkominni óþökk fjestra íslendinga „íslenzka þjóðin á meira í húfi en svo, að þér og samherjar yðar í USA séuð ábyrgð- armenn fyrir þeim geigvænlegu afleiðingum, sem tilvist hinna bandarísku herstöðva í landinu gæti haft fyrir oss Islendinga." Orðsending Samtaka hemámsandstæðinga til varaforseta Bandaríkjanna- sjá 2. síðu Síldaraflinn 2/3 af lans 1962 -, Pyrstu daga síðustu viku var allgóð veiði á austur- miðum. Um miðja vikuna brá til ógæfta og var ekki teljandi veiði til vikuloka. Vikuaflinn var 194.789 mál og tunnur en var 50.043 mál og tunnur sömu viku í fyrra. Nokkuð af því afla- magni, sem talið er með vikuaflanum, stafar frá vik- unni næstu á undan, en í lok þeirrar viku var tölu- vert magn ólandað í veiði- skipunum. Heildaraflinn var 1 viku- lokin 1.569.203 mál og tunn- ur, en var 2.370.066 mál og tunnur og er það lokatala , sumarsins. Aflinn var hagnýttur þannig: 1 salt, uppsalt. tunnur 463.235 í fyrra 375,429. 1 frystingu, uppmældar tunnur 31.655 í fyrra 39.122. 1 bræðslu, mál 1.074.<513 í fyrra 1.955.515. Sfldarskýrslan í heild er birt á 2. síðu. X

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.