Þjóðviljinn - 17.09.1963, Side 1

Þjóðviljinn - 17.09.1963, Side 1
Farmannadeilan leyst Samningar tókust í farmannadeilunni um kl. 2 s.l. sunnudag og hafði samningafundur þá staðið samfellt frá því kl. 4 s.l. föstudag. Farmenn samþykktu samningana á félagsfundi í gær og hefur verkfallinu verið al- lýst. — Sjá nánar á 5. síðu. ORÐSENDINGIN AFHENT ÞRATT FYRIR OFBELDI VARÐBERGS Varaforsetinn fékk sýnikennslu í mannasiðum Varðbergsliðsins! Dagskrá heim- sóknarinnar gekk úr skorðum íftxíííi: ■ ■ ' : X-S: :í:: < _ ' ' ' SlÉiÍls á x •• : ■ ■: • : : :■ MhS$§P| ■ „ mmmm iliSí ,:V Þúsundir manna voru viðstaddar þegar fulltrú- ar Samtaka hernáms- andstæðinga afhentu Lyndon B. Johnson, varaforseta Bandaríkj- anna, orðsendingu, þar sem mótmælt var her- námsstefnunni og afsali Hvalfjarðar, en orðsend- ingin er birt í heild á öðrum stað í blaðinu. Reyndu Varðbergsmenn með ofbeldi að koma í veg fyrir að orðsending- in væri afhent; slitu þeir fundi sínum tuttugu mínútum fyrir sex í því skyni, ruddust síðan fram fyrir raðir her- námsandstæðinga og reyndu að stöðva full- trúa þeirra. Afleiðingin varð sú að varaforsetinn varð að olnboga sig gegnum hópinn, en þrátt fyrir ofbeldi Varðbergs- manna náðu fulltrúar Samtaka hernámsand- stæðinga, rithöfundam- ir Jónas Ámason og Þór- oddur Guðmundsson, til varaforsetans í þvög- unni miðri og afhentu honum orðsendinguna. Tók hann við henni og þakkaði fyrir. Framferði Varðbergs- manna hefði getað orð- ið til þess að til alvar- legra átaka hefði kom- ið; að svo fór ekki var einvörðungu að þakka stillingu hernámsand- stæðinga. Mótmælaspjöld hernámsandstæðinga blasa við varaforsetantim og fy iffdarliði hans. A myndinni má þekkja Jónas Arnason. (Ljósm. G.O.) <®>- MTKLA RIGNINGARDEMBTI gerði á Keflavíkurflugvelli f gærmorgun, er þota Lyndons B. Johnsons varaforseta Bandaríkjanna lenti þar milli klukkan hálf eilefu og ellefu, og á Suðvesturiandinu gekk á með skúrum fram eftir deg- inum, þó að veður væri að öðru leyti kyrrt og milt og stöku sinnum sæist til sóiar. BJART OG INDÆLT veður var þarna í herstöðinni á Miðnes- heiði á þeim tima, sem prent- uð dagskrá vegna varaforseta- heimsóknarinnar gerði ráð fyrir að þotan kæmi hingað, en dagskrárbreyting tilkynnt á síðustu stundu breytti ekki einungis veðrinu á komu- stund L.B.J. til landsins, heldur losaði ýmis önnur at- riði dagskrárinnar úr bönd- unum. ' ÞANNIG DRÓST heimsóknin tál forsetahjónanria á Bessa- stöðum og viðræður við rík- isstjómina í Stjómarráðið mjög á langinn og loks varð að fella Þingvallaför hinna bandarísku gesta með öllu niður. — FRÁ ÞESSU er nánar sagt á 12. síðu. Laumuöust út um hliðardyrnar! Borðar hernámsandstæðinga blasa hér við í mannf jöldanum. Neðarlega til vinstri eru átök um einn borðann og eru þar Varðbergspiltar að störfum. — (Ljósmynd: G. O.). Samtök hemámsandstæðinga tilkynntu aðgerðir sínar s.l. mið- vikudag. S.l. föstudag bannaði lögreglustjórinn samkomuna, en á laugardag , tilkynntu Samtök hernámsandstæðinga að þau myndu halda fast við þá á- kvörðun að afhenda varaforset- anum orðsendinguna kl. 6 og skoruðu á fólk að koma saman kl. hálf sex. f gær náðist svo samkomulag við Iögregluna um það fyrirkomulag, að lögreglan héldi auðu svæði frá Háskóla- bíói að Hótel Sögu, en her- námsandstæðingar komu saman norðan þess svæðis. Var svo um talað að fulltrúar Samtaka her- námsandstæðinga afhentu orð- sendinguna á auða svæðinu þeg- ar varaforsetinn kæmi af fundi Varðbergs. Einnig var rætt við utanríkisráðuneytið um þetta fyrirkomulag, og samþykkti það þessa tilhögun að sínu leyti. Framhald á 5. síðu. Það vakti mikla athygli í gær að þegar Lyndon B. Johnson, varaforseti Banda- ríkjanna, kom út úr Há- skólabíói, voru engir af hinum tignu gestgjöfum hans í fylgd með honum. Höfðu ráðherramir laumast út um hliðardyr, en létu varaforsetanum það eftir að þumlunga sig áfram að Hótel Sögu, eftir af Varð- bergsmenn höfðu ruðzt inn á opna svæðið sem honum hafði verið ætlað og bréytt því í samfellda þvögu með háreysti og ofbeldistilburð- um. Hernómsand- stœðingar Samtök hernámsandstæðinga hafa opna skrifstofu i Mjóstræti 3 fyrst um sinn milli klukkan 3 og 7. — SlMI 24701. Dvöl hlns erlenda hers og áformin um ný hernaðarmannvirlci í Hvalfirði eru í fullkominni óbökk flestra íslendinqa „íslenzka þjóðin á meira í húfi en svo, að þér og samherjar yðar í USA séuð ábyrgð- irmenn fyrir þeim geigvænlegu afleiðingum, sem tilvist hinna bandarísku herstöðva í landinu gæti haft fyrir oss íslendinga/ Orðsending Samtaka hernámsandstæðinga til varaforseta Bandaríkjanna — sjá 2. síðu Síldaraflinn 2/3 aflans 1962 Fyrstu daga síðustu viku var allgóð veiði á austur- miðum. Um miðja vikuna brá til ógæfta og var ekki teljandi veiði til vikuloka. Vikuaflinn var 194.789 mál og tunnur en var 50.043 mál og tunnur sömu viku í fyrra. Nokkuð af þvi afla- magni, sem talið er með vikuaflanum, stafar frá vik- unni nasstu á undan, en 1 lok þeirrar viku var tölu- vert magn ólandað í veiði- skipunum. Heildaraflinn var í viku- lokin 1.569.203 mál og tunn- ur. en var 2.370.066 mál og tunnur og er það lokatala , sumarsins. Aflinn var hagnýttur þannig: í salt, uppsalt. tunnur 463.235 í fyrra 375.429. 1 frystingu, uppmældar tunnur 31.655 í fyrra 39.122. I bræðslu, mál 1.074.813 í fyrra 1.955.515. Síldarskýrslan í heild er birt á 2. síðu. A f ■* > 1

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.