Þjóðviljinn - 17.09.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.09.1963, Blaðsíða 3
t Þriðjudagur VI. september 1963 ÞIÓÐVILIINN SÍÐA 3 Kynþáttaólgan í Bandaríkjunum magnast um allan helming Fjórar litlar blökkustúlkur myrtar í sprengjuárás á kirkju í Alabama BIRMINGHAM, Alabama 16/9 — Kynþáttaólg'- an í suðurfylkjum Bandaríkjanna hefur magn- azt um allan helming eftir að það svívirðilega ódæðisverk var framið í Birmingham í Alabama í gær að sprenging var gerð í einni kirkju svert- ingja í borginni, en í henni biðu bana fjórar litl- ar blökkustúlkur, á aldrinum 11—14 ára. Ekki bætti það úr skák að tveir blökkudrengír á sama reki voru síðar um daginn skotnir til bana á göt- um borgarinnar, annar af lögreglumönnum, en hinn af hvítum jafnöldrum sínum. Hámessa stóð yfir í kirkjunni þegar sprengingin var og var hún þéttskipuð. Um 200 manns voru í kirkjunni. af þeim 80 böm sem hlýddu kennslu í sunnudagaskóla í kjallara hennar. Þekktist af hringnum Sprengingin var svo öflug að lögreglan telur að komið nafi verið fyrir í kirkjunni a.m.k. tiu dýnamíthylkjum. Stórar stein- steypublakkir kvömuðust úr veggjum kirkjunnar og urðu stúlkumar litlu undir þeim. Ein þeirra var svo illa leikin, að lík hennar þekktist aðeins á hring sem hún bar. Ættum að viðurkemw Kinastjórn WASHINGTON 16/9 — Fulbright, formaður utan- ríkismálanefndar Banda- rikjaþings, sagöii í sjónT varpsviðtali í gær þar sem einkum var fjallað um á- standið í Suður.Vietnam, að Bandaríkin yrðu nú brátt að verða reiðubúin til að hef ja samninga um að taka upp samband við kínversku stjórnina. Það væri algert ósamræmi í því að Bandaríkin hefðu fullt stjórnmálasamband við Sovétríkin og gerðu vSð þau mikilvæga milliríkjasamn- inga, en höfnuðu hins veg- ar öllum tengslum við Peking. 23 særðust Auk stúlknanna fjögurra sem létu lífið særðust 23 aðrir kirkju- gestir, sumir hættulega. Það var ekki aðeins kirkjan sem skemmdist í sprengingunni, heldur urðu einnig miklar skemmdir á húsum í nágrenninu og bílum sem stóðu nálægt kirkj- unni. Skothríð víða Ódæðisverkið vakti að sjálf- sögðu reiði blökkumanna í borg- inni. Þeir söfnuðust saman við kirkjuna og þegar vopnuð lög- regla kom á vettvang, bjuggust þeir til vamar. Var kastað grjóti að lögreglunni, en hún greip þá til skotvopna sinna og skaut að- vörunarskotum yfir mannfjöld- ann. Engan sakaði að ráði i það skiptið. en fleiri blökkumenn óttu eftir að liggja í valnum áð- ur en dagur væri liðinn. Lögreglan drap hann Um kvöldið mátti heyra skot- hríð í ýmsum hverfum borgar- innar. Á einum stað fór svo að sextán ára gamall blökkupiltur, Johnnie Robinson, hneig til jarð- ar fyrir kúlu úr lögreglubyssu. Lögreglumennimir báru síðar að hann hefði kastað í þá steinum, en þeir þá skotið að honum í að- vömnarskyni. Þvi miður hefði eitt skotið hæft hann, sögðu þeir. Drepinn af jafnöldrum Annar blökkudrengur, aðeins þrettán ára gamall. var myrtur. Tveir hvítir jafnaldrar hans öku fram hjá honum á götu og skutu hann til bana og óku þegar burt. Ekki hefur fremur hafzt upp á þeim en hinum sem komu fyr- ir dýnamítinu í kirkjunni né öllum hinum mörgu sem framið hafa svipuð ódæðisvesrk í Birm- ingham og annars staðar í Svertingjahatari veifar fána suðurfylkjanna fyrir framan skólann í Woodlawn í Birmingham, en hann er eipn þeirra sem blökkubörnum hefur verið meánaður aðgangur að. Ben Bella forsetl í Alsír nær einróma ALGEIRSBORG 16/9 — Ben Bella hlaut traust yfirgnæfandi meirihluta kjósenda í forseta- kosningunum í gær, og greiddu um 90 prósent allra sem á kjör- skrá voru honum atkvæði sitt. Það var að vísu aldrei neinn vafi á því að hann næði kosn- Tveir sakaðir um lestarránið LONTXJN 16/9 — Brezka lög- reglan handtók í gær tvo menn sem sakaðir eru um hlutdeild í lestarráninu mikla. Hafa þá verið handteknir 13 karlar o? konur í sambandi við máli?' Þessir tveir voru úrskurðaðir i varðhald af dómstól í London 1 dag. ingu þar sem hann var eiinn í kjöri, svo að menn gátu aðeins kosið hann eða hafnað honum, en hin geysimikla kosningaþátt- taka, sem sumstaðar varð nær 100 prósent, er talin ótvíræður vottur um vinsældir hans óg traust. Samkvæmt bráðabirgðatölum greiddu 5.548.704 Ben Bella at- kvæði af 6.319.743 á kjörskrá, en aðeins 18.355 höfnuðu honum með þvl að skila auðum seðl- um. Kosningaþátttakan var víðast hvar mjög mikil, en minnst í Kabylíu, sem Berbar byggja, en þar hefur andstaðan gegn Ben Bel'la jafnan verið hörðust. Þar varð þátttakan ekki nema um 60 prósent, en úrslitin sýna þó að hann á þar einnig meirihluta að fagna. Bandaríkjunum að undanfömu. Lögreglan handtók að vísu tvo hvíta menn eftir sprenginguna i kirkjunni, yfirheyrði þá. en lét þá síðan lausa. Annar þeirra ók fram hjá kirkjunni með fána suðuríylkjanna rétt eftir að sprengingin varð. Engun hvítan sakaði Þótt blökkumönnum í Birming- ham væri að vonum mikið niðri fyrir og þeir söfnuðust saman víða í borginni eftir ódæðisverk- in hefndu þeir sín ekki á hvítu fólki. Ekki er þess getið að nein árás hafi að ósekju verið gerð á hvita menn og engan þeirra mun hafa sakað, nema eina konu lítilsháttar sem varð af tilviljun fyrir steini. Kennedy aðvaraður Foringjar blökkumanna hafa varað við afleiðingum þess að stjómarvöldin í Washington haldi enn að sér höndum og horfi á það aðgerðarlítil að stjórnar- skrá og landslög séu fótum troð- í skeyti sem Roy Wilkins, for- seti NAACP, sendi Kennedy for- seta í dag segir að ef stjómin í Washington veiti blökkumönn- um ekki viðunandi vemd í stað þokukenndra loforða hljóti beir að grípa til þeirra ráða sem ör- vænting þeirra kennir þeim til vamar lífi sínu. Aðvörun Wilkins er því meiri athygli veitt sem hann hefur jafnan verið í hópi þeirra blökkumannaleiðtoga sem hægast hafa viljað fara í sakimar. Kviknaði í vélbát úti á rúmsjó Laust eftir hádegi í gær var v.b. Bergvík stödd nm þriggja og hálfs tíma siglingu frá Þrídröng- um. þegar eldur varð laus í vél- arrúmi bátsins. Neyðarkall frá bátnum heyrð- í Loftskeytastöðinni í Vest- mannaeyjum edna mínútu yfir eitt í gær og brugðu nærliggj- andi bátar þegar við og tóku stefnuna til bátsins og varð Mummi 2 fyrstur á vettvang. Skipverjum tókst þó að byrgja vélarúm bátsins og náði eldur- inn ekki að æsast að ráði og með vélina £ gangi tók Bergvík stefnuna til Þorlákshafnar. Mummi 2 fylgdi bátnum til frekara öryggis og einnig mun Lóðsinn frá Vestmannaeyjum hafa farið á vettvang og náði báturinn og hjálparskip Þorláks- höfn um fimm leytið í gær. Komst Bergvík þó af eig- in rammleik til hafnar. Eldurinn var fljótlega slökktur eftir að höfn var náð og er tjón ekki talið mikilsvert. Gekk á flug- vélarskrúfu. slasaðist Sl. laugardagskvöld varð það slys á Reykjavíkurflugvelli að maður varð fyrir skrúfublaði á kennsluflugvél og meiddist hann taisvert á læri. Var hann flutt- ur í slysavarðstofuna og síðan f Landsspítalann. Slys þetta bar að með þeim hætti að verið var að hita upp kennsluflugvélina og var nem- andinn, sem hefur einkaflug- mannsréttindi en er að æfa sig irndir að taka atvinnuflugmanna- próf, einn í vélinni. Hafði kenn- arinn gengið inn á afgreiðslu Flugsýnar. Skrúfa vélarinnar var í gangi. Vissi nemandinn ekki fyrri til en maður kom utan úr myrkr- inu rétt fyrir framan vélina. Tók hann skrúfuna þegar úr sam- bandi en þrátt fyrir það varð maðurinn fyrir skrúfublaðinu og hlaut allmikil meiðsli á læri eins og áður segir. Sá sem fyrir slysinu varð er útlendingur. Liggur hann á Landsspítalanum og er líðan hans góð eftir atvik- um. Fimmburar fœddir ABERDEEN,, S-Dakóta 16/9 Fimmburar sem kona ein í Aberdeen í Suður-Dakóta ól á laugardaginn voru en:i allir lifandi í dag. Ef læknum tekst að halda í (þeim lifinu enn einn sól- arhring eru líkur taldar á að þeir komist á legg. Búizt við stórsókn Vietcongs í Suður-Víetnam Diem hótað ao hann verði sviptur bandarískri hjálp WASHINGTON og SAIGON 16/9 — Formaður utanríkis- málanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, William Fulbright, hótaði því í gær að ef stjóm Ngo Dinh Diems í Suður-Vietnam sæi ekki að sér, myndi hún verða svipt bandarískri aðstoö. í Saigon gegur í senn orðrómur um að foringjar í hernum hyggi á uppreisn gegn Diem og að skæruliðar Vietcongs séu að hefja stórsókn. Fulbright. sem er einn áhrifa- mesti þingmaður Demókrata sagði í sjónvarpsviðtali að þróun mála í S-Vietham að undan- fömu hefði verið slík að banda- rískir ráðamenn hefðu af henni þungar áhyggjur. Tillögur sem þegar hefðu verið lagðar fram í öldungadeildinni um að skera niður aðstoðina við stjórn Diems hefðu stuðning mjög margra þingmanna, enda þótt ekki kæmi enn til mála að hætta einnig hemaðaraðstoðinni við Suður- Vietnam. Ef stjórn Diems léti sér ekki segjast við þá gagnrýni sem hún hefur orðið fyrir af hálfu Bandaríkjanna að undanförnu myndi þingið gera sínar ráðstaf- anir til að svipta hana aðstoð, sagði Fulbright. Stórsókn að hefjast? Að sögn fréttaritara Reuters í Saigon gengur um það þrálát- ur orðrómur meðal herforingja þar að skæruliðar Vietcongs hugsi sér nú til hreyfings og megi búast við stórsókn af beirra hálfu gegn stöðvum stjórn,ar- hersins i héraðinu umhverfis höf- uðborgina. Sagt er að bandarískar njósna- þyrlur hafi komizt að raun um 1 að Vietcong hafi dregið saman mikið lið við ýmsa stærri bæi í héraðinu og fréttaritarinn segii það almenna skoðun manna i Saigon að skæruliðar muni ætlí að notfæra sér misklíðina of ringulreiðina sem hlotizt hefur a ofsóknum stjómar Diems á hend ur búddatrúarmönnum. TJppreisn herforingja? En fleiri hættur steðja a< stjórn Diems. Blaðið „Times o Saigon“ sem stjómin hefur í vas anum sem önnur blöð borgarinn ar segir í dag að orðrómur sé i kreiki um að fyrir dyrum stand uppreisn herforingja gegn stjón landsins. Blaðið lætur í veði vaka í forystugrein að Banda ríkjastjóm standi að baki sam særi herforingjanna. en það hef ur áður kennt bandarísku leyni þjónustunni CIA um að bera f á foringja í hemum til að fá þ; til að steypa Diem og ættmenn um hans. Fullyrt er að nokkri ungir liðsforingjar hafi veri teknir höndum. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.