Þjóðviljinn - 17.09.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.09.1963, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 17. september 1963 ÞíðÐVILIINN SÍÐA Orðsendingin afhent Framhald af 1. síðu. Kröfur hernáms- andstæðinga Lau-st fyrir kl. hálf sex komu Samtök hernámsandstæðinga fyrir íslenzkum fánum og borð- um norðan við auða svæðið fyrir framan Hótel Sögu og gegnt Háskólabíói. Þessar áletr- anir' voru á borðum og spjöldum samtakanna: Engar kafbátastöðvar. Gegn afsali Hvalfjarðar. Vopnlaust ísland. Gegn erlendri ásælni. No submarines. We want a neutral Iceland. Engin atómvopn á íslandi. Enga kafbáta í Hvalfirði. Herinn burt. No military bases. Heimur án sprengju. Friðlýst land. Afvopnun. Óskert fullveldi fslands. Engar herstöðvar. Ævarandi hlutleysi. Engar erlendar lierstöðvar á íslandi. Safnaðist þegar margt fólk kringum spjöldin og dreif óð- um fleira að eftir kíukkan hálf sex. Fundinum snögg- slitið! Tilkynnt hafði verið marg- sinnis að fundur Varðbergs ætti að standa til klukkan sex. En tuttugu mínútur fyrir sex er honum allt í eihu slitið — auð- sjáanlega i þvi skyni að öllu skyldi lokið áður en hernáms- andstæðingar hefðu komið sam- an, en þeir höfðu, ( svo sem áð- ur er sa-gt .tilkynnt að orðsend- ingin yrði afhent klukkan sex. Jafnframt gerðist það að hópur Varðbergspilta kemur úr laun- sátri, ryðst yfir svæðið sem lög- lega reglan ætlaði að halda auðu og skipar sér fyrir framan rað- ir hernámsandstæðinga með borða þar sem komu varafor- setans var fagnað. Lögreglan reyndi að koma í veg fyrir þetta ofbeldi og samningsrof og tók m.a. ofan einn borða Varð- bergsmanna, en þá ruddust Varðbergsmenn af fundinum cinnig inn á auða svæðið. Reyndu ýmsir þeirra að rifa niður spjöld og borða hernáms- andstæðinga, án þess að það bæri nokkum árangur. og hróp- uðu ókvæðisorð. Voru ýmsir kunnir nazistar þar í farar- broddi, en þess ber að geta að sumir Varðbergsmenn rey-ndu að sefa hina ofstopafyllri í hópi sínum og skömmuðust sín auð- sjáanlega. V arðber gsmenn gegn varaforsetanum! Höfðu nú þúsundir manna safnazt saman í einn hnapp óg í honum miðjum var Lyndon B. Johnson varaforseti Banda- ríkjanna. Kom nú í Ijós að til- gangur Varðbergsma-nna var að reyna að koma í veg fyrir að fulltrúar Samtaka hernámsand- stæðinga gætu komið orðsend- ingu sinni á framfæri. Var Jón- asi Árnasyni og Þóroddi Guð- mundssyni stjakað og hrint, og Varðbergsmenn skirrðust ekki við að ýta varaforsetanum í átt frá þeim! Einnig reyndu sumir lögregluþjónar að hindra för þeirra, þrátt fyrir samning, en aðrir greiddu götu þeirra. Rétt áður en þeir .Tónas og Þórodd- ur náðti tali af varaforsetanum barði einn af Varðbergsmönn- um, stór og stæðilegur maður, Jónas í höfuðið með regnhlíf sinni, þannig að varaforsetinn fékk sýnikennslu í mannasiðum Varðbergsliðsins; Þess ber að geta að Níels Sig- urðsson, fulltrúi utanrikisráðu- neytisins, gerði allt sem í hans valdi stóð til þess að koma á þeim fundi sem um hafði verið talað, einnig Ragnar Stefánsson sem fylgdist með varaforsetan- um af hálfu bandaríska sendi- ráðsins. Orðsendingin afhent Varaforsetinn heilsaði þeim Jónasi og Þóroddi með handa- bandi. Kvaðst Jónas vera full- trúi Samtaka ‘hernámsandstæð- inga sem hefðu óskað þess að koma afstöðu sinni á framfæri við varaforsetann. Lyndon B. Johnson kvaðst vita um sam- tökin og þessa ósk þeirra, tók síðan við orðsendingunni og bakkaði fyrir, en Jónas óskaði horium ffóðrar heimferðar. Síðan olnbogaði varaforsetinn sig á- fram gegnum þvöguna með orð- sendinguna í annarri hendi, og fékk áfram smjörþefinn af mannasiðum Varðbergspilta sem ærsluðust í kringum hann har til hann var kominn inn í Hótel Sögu. Lítlu munaði t Mannfjöldinn stóð enn skamma stund fyrir utan Hótel Sögu. Hrópuðu hernámsandstæðingar nokkrum sinnum í áhrifamikl- um talkór: fsland lifi! Herinn burt! Varðbergsliðið svaraði með bauli að gömlum sið. Síðan hvöttu forustumenn samtakanna fólk að fara heim til sín, og var þeirri hvatningu þegar fylgt, en Varðbergsmenn dröttuðust á eftir og höfðu uppi formælingar. Eins og áður er vikið að munaði litlu að þama kæmi til alvarlegra átaka. — Framferði Varðbcrgsmanna var þannig og ofsi þeirra slikur, að aðeins stilling og prúðmennska her- námsandstæðinga kom í veg fyrir alvarlega atburði. Er * það vægast sagt furðulegur skortur á Iágmarksháttvísi að Varð- bergsmenn skyldu ekki geta hegðað sér á mannsæmandi hátt þegar þeir þóttust vera að hylla og heiðra sérstaklega er- iendan leiðtoga og vin. Má full- víst telja að Lyndon B. Johnson hafi ekki fengið háar hugmynd- ir um áköfustu fylgismann bandarískrar hernámsstefnu • á íslandi. Bifreið veliur í hörðum árekstri Laust fyrir kl. 19 á sunnudag varð harður bifreiðaárekstur á mótum Hringbrautar og Blóm- vallagötu. Var fjögurra manna fólksbifreið ekið inn á Hring- brautina af Blómvallagötu í veg fyrir sex manna fólksbifreið. Valt litla bifreiðin á hliðina við áreksturinn og skemmdist hún mikið en engin meiðsli urðu á mönnum. Sjö menn meiðast í bifreiðarveltu Um kl. 5 sl. sunnudagsnótt varð það slys á Hellisheiði skammt austan við skíðaskálann að bifreið sem var að koma að austan valt út af veginum og meiddust allir sem í henni voru meira og minna nema einn maður. Einn hinna slösuöu var fluttur í sjúkrahús en gert var að áverkum sex annarra á slysavarðstofunni. Bifreiðin sem er sendiferðabif- reið var að koma austan frá Aratungu í Árnessýslu en þar hafði verið skemmtun kvöldið áður. Er bifreiðin aðeins skráð fyrir tvo farþega auk ökumaxms en sett höfðu verið upp sæti aftur í bifreiðinni fyrir hina 5 farþegana. ökumaður bifreiðarinnar seg- ist ekki gera sér grein fyrir pví með hvaða hætti slysið hafði orðið en telur hugsanlegt að hann hafi sofnað undir stýrinu. Rétt er hins vegar að taka fram að hann var' ekki ölvaður. Bifreiðin valt út af veginum skammt austan við Skíðaskálann og lenti út í hraun. Köstuðust farþegarnir til í bílnum og sum- ir þeirra skárust á glerbrotum úr íramrúðunni er fór í méL Einn þeirra. Vilhelm Þór Árna- son, Efstasundi 91, skarst illa á höfði og var hann fluttur 1 sjúkrahús að lokinni rannsókn og aðgerð í slysavarðstofunni en hinum var öllum leyft að fara heim til sín að lokinni aðgerð að sárum þeirra. Farmannaverkfallinu aflýst Nýir samningar samþykktir Farmei\n samþykktu á fundi í Iðnó síðdegis í gær samkomulag það sem samn- inganefnd Sjómannafélags Reykjavíkur hafði undirrit- að á sunnudag með venju- legum fyrirvara um sam- þykki sjómannanna sjálfra. Að fegnum þeim úrslitum var farmannaverkfallinu af- lýst í gærkvöld og tóku skipin þegar að hugsa sér til hreyfings. ir Samningafundurinn, sem samkomulagið var gert á, mun einn hinn lengsti sem haldinn hefur verið, stóð frá kl. 4 á föstudag til kl. 2 á sunnudag, og stjóm- aði honum Einar Arnalds settur sáttasemjari ríkisins. Sjómannafélagið boðaði fax- menn á fund í Iðnó f gær og stóð hann frá kl. 5 síðdegis til kL 7.30. Helzta breyting frá fyrra uppkasti er starfsaldurs- hækkun og var þannig síðara uppkastið „samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta" að því er formaður félagsins Jón Sigurðs- son skýrði Þjóðviljanum frá i gærkvöld. Samninganefndin kemur sam- an á fund f dag og mun þá senda frá sér fréttatilkynningu að þeim fundi afstöðnum. Landsleikur íslendinga í London á laugardaginn: Fengu ekki rönd við reist þó Bretarnir iéku lengst afníu Brsiar unnu landsleikinn í knattspyrnu í Lund- únum sl. laugardag með 4 mörkum gegn engm eins og skýrt var írá í síðasta blaði, og voru þeir þó á leikvellinum um skeið aðeins 9 talsins, en lengst af 10, þar eð íveir Bretanna meiddust ilía í fyrri hálfleik. Leikurinn fór fram í Wim- bledon-leikvellinum í einu út- hverfi Lundúnaborgar ogvoru áhorfendur á fjórða þúsund talsins. Veður var hið ákjós- anlegasta, þurrt og bjart og hlýtt. Meiddist illa í návígi við Hörð Brctamir unnu hlutkesti og kusu að leika undan sól í fyrri hálfleik. Hófu þeir snemma sókn og strax á ann- arri min. leiksins kom fyrsta Meistaramótið heldur áfram Keppni í þeim greinum meist- aramóts Islands’ í frjálsum í- þróttum sem ólokið er, þ. e. 4x100 og 4x400m. boðhlaupi, 3000 m. hindrunarhlaupi og fimmtarþraut fer fram á Mela- vellinum sunnudaginn 22. sept- ember n.k. og hefst kl. 14. (Fréttatilkynning frá FRl) -Q> skotið á mark Islendinga. Mínútu síðar tókst Heimi Guðjónssyni markverði að verja knöttinn í horn en upp úr hornspymunni skoruðu Bretarnir mark; miðherji þeirra náði að skalla í mark- ið.. Þegar um 10 mínútur voru af lei‘k mejddist vinstri inn- herji Bretanna svo illa, að bera varð hann út af leikvell- inum á sjúkrabörum. Munu hann og Hörður Felixson hafa skollið saman með þeim af- leiðingum að Bretinn fótbrotn- aði. Léku Bretarnir það sem eftir var leiksins flestir 10, það sem þær reglur gilda i sambandi við keppni í knatt- spyrnu á olympíuleikjum, að varamenn geta ekki komið inn á eftir að leikur er hafinn. Sömu yfirburðir þrátt fyrir mannfæð Islendingar náðu sóknarlotu á 15. minútu og endaði hún með því að Gunnar Felixson spyrnti knettinum í hliðarnet brezka marksins, sem var mannlaust. Mínútu síðar varð svo annar Breti fyrir meiðsl- um á höfði og varð að yfi’r- gefa völlinn. Kom hann ekki inn á aftuf fyrr en í upphafi siðari hálfleilks. Þrátt fyrir mannfæðina voru yfirburðir Bretanna enn jafnmiklir. Á 21. miínútu lend- ir knötturinn í markstöng Is- ler.dinga og sex mínútum síð- ar skora Bretar mark, en það er dæmt ógilt vegna rang- stöðu. Markið lá þó alltaf í loftinu og tveim eða þrem mínútum siðar var það ekki umflúið. Miðherji Bretanna komst einn inn fyrir íslenzku vörnina með knöttinn. Heimir markvörður hljóp út á móti honum en fékk ekki aðgert; Bretinn vippaði boltanum yfir markmanninn. Enn, skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks, komust Bretar í dauðafæri en Heimi tókst að bjarga fallega, og litlu síðar átti Ellert upplagt tækifæri en skaut knettinum hátt yfir markið. Rétt áður en dómari flautaði og gaf með því merki um að fyrri hálfleik væri lok- ið tókst Ríkharði að skalla að brezka markinu en markvörð- ur varði í horn. Ekkert varð úr hornspyrnunni. Axel átti bezta marktækifærið Fyrstu 10 mínúturnar í síð- a'ri hálfleik áttu íslenzku leikmennimir allgóðan leik- kafla, án þess að þeim tækist þó að skora, en síðan 'taka Bretar leikinn aftur í sínar hendur. Á 15. mínútu er Bretum dæmd vítaspyma. Taldi dómarinn að Hörður Felixson hefði brugðið hægri útherja Bretanna og dæmdi umsvifalaust vítaspymu, sem mörgum þótti strangur dómur. Miðherji Bretanna fram- kvæmdi vítaspymuna og skor- aði ömgglega. Um miðjan síðaii hálfleik yfirgaf sá Bretinn, sem hlot- ið haði höfuðmeiðslin í fyrri hálfleik. völlinn eða á ný og vom 9 menn síðan í brezka liðinu til leiksloka. Leikurinn breyttist þó lítið við það. Fjórða og síðasta markið skomðu Bretar er rúmar 10 mínútur voru til leiksloka, en bezta marktækifæri Islending- anna kom um 5 mínútum síð- ar er Axel Axelsson skaut föstu og 'góðu skoti að brezka markinu en markverðinum tókst að verja í horn. Bret- arnir áttu svo síðasta orðið í leiknum, er knötturinn lenti tvivegis í íslenzku markstöng- unu*. Hafði yfirdómar- inn rangt við? - *> I siðustu viku ásakaöi dagblaöið KANSAN UUT- ISET yfirdómarann í landskeppni Finna og Pól- verja í frjálsum íþróttum' á dögunum, Jukka Leht- inen, fyrir að hafa leynt Ijósmynd sem tekin var við markið í 110 metra grindahlaupinu. Segir blað- ið, að mynd þessi hafi sýnt svo ekki var um að vill- ast að Pólverjar hafi unnið tvöfaldan sigur í þess- ari grein, en Finninn Vuori, sem var dæmdur ann- ar hafi orðiö í þriðja sæti. KANSAN UUTISET heldur því ennfremur fram, að kvikmynd sem tekin hafi verið á vegum finnska sjónvarpsins hafi greinilega sýnt, að Pólverjarnir hafi báðir komið að marki áundan Finnanum. Þessvegna hafi end- anleg og uppgefin úrslit landskeppninnar ekki verið rétt. Vaihjörn og Kjartan keppa í Ltíheck i október Stjórn FRl hefur valið þá Valbjörn Þorláksson, KR og Kjartan Guðjónsson, KR sem keppendur Islands á lands- keppni 7 þjóða í tugþraut. Keppni þessi fer fram í Lö~ beck. Vestur-Þýzkalandi, dag- ana 5. og 6. október. Danir og íslendingar senda sameiginlegt lið. (Fréttatilkynning frá FRl) i I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.