Þjóðviljinn - 17.09.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.09.1963, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 11. september 1963 ÞlðÐVIUUiN NATOSTANÐUR ----------------------SlDA 1 er þú iieyrir stundum sungna í ríkisútvarpi tuttugustu ald- arinnar: Ct röri einn á báti Ingjaldr í skinufeldi, týndi átján Öngíum Ingjaldr í slvinnfeldi og fertugu færi • * ' Ingjaldr í skinnfeldi, aftur kom aldrei síðan Ingjaldr í skinnfeldi, þá varð Hettu tröllkonu ekki að kveðskap sínum, því í gem- ingaveðrinu kom Bárður Snæ- fellsáss róandi, tók Ingjald bónda á skip sitt og réri til lands. Hér eru tvær rákir sorfnar eftir kili báta í Gufuskálavörinni. „Á afli í tíu aldir" Róa skaltu fjall FirSa fram á lög stirðan, þar mun gaurr glitta, ef vilt Grím smið hitta. Reika svipir fornaldar AUt frá Stapa sunnan „kringum Jökul“ og Breiða- fjarðarmegin til Stykkishólms er hver gömul verstöðin af annarri. „Undir Jökli“ að vestan nægir að nefna Ein- arslón, Dritvík og Bervík. Að sinni verður ekki rætt um þá merku staði á mótum hrauns og brims, staði er á sínum tima gegndu mikilsverðu hlut- verki, því hlutverki að forða langhungruðu fólki frá hung- urdauða. Á býlunum vestan á nesinu reika nú aðeins svipir forn- aldar á vallgrónum tóftum, en siðustu mannvirki 20. ald- arinnar gapandi gluggatóftir í steinhjöllum. Nokkur blöð af límanum, „blaði handa bænd- um“ frá árinu 1945, gefa til kynna hvenær lesm^l muni síðast hafa verið um hönd haft í húsi sem enn stendur, þrátt fyrir árásir vatns, vinda, frosta og tvífætlinga. Hólahólar, Garðar, Hellar, Helludalur, Saxhóll — aðeins minningin um mannlíf sem einu sinni var. Og þó voru það feður okkar sem „togn- uðu á árinni“ við þessa Btrönd. Natóstandur Svo höldum við norður Hraunið í átt til sjávar. Jafn- •vel Öndverðames, sá öndveg- Isstaður er nú yfirgefinn. Gufuskálar eru sannarlega ekki yfirgefnir, þótt þar sé ekki lengur búsmali á stöðli, börn á bala né tún slegin. Þar starfa tugir eða hundruð manna af miklu kappi við byggingu mikilla húsa og við að reisa saklausan leiðbein- ingarstand fyrir Natókafbáta á verði um „aðstöðu“ og einkagróða vestrænna pen- ingafursta —: það er „sú litla lóranstöð“ hverja Ragnar teiknistofumaður íhaldsins gerði kunna þegar Mogginn sprengdi reyfkhombuna sína fyrir síðustu kosningar. Hraunborgir Sunnan vegarins rétt þegar komið er til Gufuskála, þ. e. rétt við jaðar hins forna túns, skulum við staldra við nokkra stund og ganga út í hraunið. (Fljótlegast fyrir ókunnuga að fá sér kunnugan leiðsögu- mann). Vera kann að í fyrstu virðist þér ekkert að sjá nema hrjaunhóla, en svipist þú bet- ur um kemur í ljós að sumir hraunhólanna eru dálítið ó- venjulegir: strýturnar á kolli þeirra, ýmist kúpumyndaðar eða aflangar, eru ekki klettar. Hyggirðu betur að munt þú sjá dökk op neðst í þessum strýtum, og teljirðu það ekki fyrir neðan virðingu þína sem tuttugustu aldar manns að hyggja enn betur að þessu muntu 'kannski smeygja þér inní þessi op, og svo stend- ur þú aJlt í einu uppréttur inni í húsi. topphlöðnu úr hraungrýti. Það sem við fyrstu sýn virtust klettar reynast hraunborgir. Hús þessi í hrauninu eru víst a. m. k. 100 talsins. Og víst mun talið að þau séu verk kaþólskra handa — ef ekki fyrrrennara þeirra sem trúðu á Þór og Óðin. Sumir telja þau óráðnar og torskildar gátur. Aðrir telja — og munu þar hafa rétt fyrir sér —- að þessar byggingar séu gamlir fiskihjallar; þáttur í atvinnu- sögu þjóðarinnar. Hvað sem öllu líður eru þetta einhverj- ar elztu byggingar í grýttu fjallalandi, þar sem nær allt á land. Jú, það munu heim- ildir fyrir því að á Gufuskál- um hafi fyrrum verið fast sóttur sjórinn. En er þá nokk- uð til nmrks um það annað en þessar hraunborgi’r ? Við skulum ganga í fjör- una neðan við túnið. Þú þarft aðeins að leggja örlitla lykkju Þá bjó skessan Hetta í Ólafsvíkureimi, Ingjajdur » Hváli (Ingaldshóli), en Bárð- ur fyrrum bóndi á Laugar- brekkum hafði gerzt land- vættur í Iifanda lífi og flutt í helli í jöMinum. Snæfellingar „höfðu hann fyrir heitguð sinn. Varð hann dk mörgum Nær yzt á Snæfellsnesi norðanverðu er lítill fiskibær á sjávarbakka: HELLISSANDUR og aðeins innar staður frægur í sögum: RIF, þar sem Bretar brytjuðu Björn hirðstjóra Þorleifsson - en Clöfa ríka kona hans kvað hafa hrundið af stað áralöngu stríði milli Engla og Dana. Við þetta nes hefur fiskur löngum gengið upp í landsteina, enda þar fyrir utan ein fengsælustu mið landsins. Milli fyrrnefndra staða eru 2—3 km, og væri það ekki að þakka aratugs sandmokstri úr sömu raufinni, undir stjórn vitamálastjórnarinnar myndu þessir stðair sennilega sambyggðir nú. Er ósennilegt að aðrar stofnanir hafi haldið uppi árang- ursríkari dreifhýlisvernd. var þó byggt úr torfi sem hvarf skjótt til upphafs síus aftur. Komir þú til Hellissands skaltu staldra við, ganga út í hraunið sunnan GufuskáJa og Lóranstöðvarinnar og úyggja um stund að þessum hóglátu handaverkum horf- inna kynslóða, — en vei þér ef þú raskar steini í veggj- unum, bölvun íslenzkra land- vætta myndi þá fylgja þé'r og þínum í tíunda lið. Helluristur Sé það rétt að þetta séu gamlir fiskhjallar hlýtur að hafa boiýzt mikill fiskur hér | - ,A býlunum vestan á nesinu rcika nú aðeins svlpir fornalúar á vallgrónum tóftum, en síðustu mannvirki 20. aldarinnar gapandi pluggatóftir ísteinhjöllum”. Fiskhjallarnir Itjá Gufuskálum — cinhverjar elztu byggingar í Iandinu. á leið þína þangað, því nú er Gufuskálatúnið umlokið kanverskum bjáJlkum. Neðan túnsins er enn gömul bátavör gegnum urðargarðinn í fjör- unni og þótt hrimið hafi nauð- að á henni um árntugi er hún furðu heilleg enn. Botn varar innar er hellulagður, og þess- ar hellur vitna enn um að hér hafa sterkar samtaka hendur að unnið. Á löngum kafla get- ur þú rakið eftir botnhellun- um rauf eftir kili löngu horf- inna báta. Já, sannarlega hefur fast og lengi verið sóttur sjórinn á þessum stað. Samkvæmt prentuðum bók- um þeirra prófessors Nordals og meistara Þórbergs er þetta 30 draugá®fjara, og taka þeir meistararnir ekki ábyrgð á nfema þeir kunni fleiri að vera. En nú er sumarbjart svo þú þarft ekkert að óttast. Þú getur því sezt á fjöru- stein í sumarblíðunni og reynt að sjá í huganum þá skinn'klæddu menn sem héðan réru og hér tóku land á klök- ugum róðrarbátum- þegar gnæfandi úthafsöldur vetrar- veðra brotnuðu á berggarði strandarinnar. Hollvættir Snæfellinga Og þar sem þú situr á fjörusteininum rámar þig kannski í að*af þessum slóð- •um er elzta fiskimiðavisa landsins, einhverntíma aftan úr grárri fomeskju: Róa skaltu fjall Firða fram á lög stirðan, þar mun gaur glitta, ef viít Grímsmið hitta. Þar skaltu þá liggja, — Þórr er vinur Friggjar, — rói norður hinn nefskammi Nesið í Hrakhvammi. en mesta hjargvættr.“ Og þvi var það, að þegar Hetta vís- aði Ingjaldi hónda á Gríms- mið, en hugðist tortíma hon- um með gerningaveðri og kvað á skjáglugga bæjar hans þegar hann var róinn vísuna Og þar sem sú situr í sum- arblíðunni á fjörusteini, hér, þar sem fornbskjan grá og atómöld mætast í einum brennidepli, hér, þar sem þú hefur helluristur forfeðranna við fætur þér, hraunborgir horfinna alda nokkru ofar og til hliðar Natóstandana.flitl- ar vesælar klær heimsveldis- stefnu í dauðateygjum, minn- ist þú orða er Ólafur prófess- or Láimsson reit við upphaf erlends hemáms á íslandi: „Þjóð vor hefur verið á afli þær tíu aldir, sem hún hefir búið í landinu, afli erfiðrar lifsbaráttu í harðbýlu landi. Aldimar hafa soðið henni stál á þeim afli, þrek og þraut- seigju, kjark og seiglu, í mannraunum og torfærum á sjó og landi. Bái'ður Snæfells- ás er tákn þessa samsuðu- stáls aldanna. Mörgum Islend- ingi hefur gefizt vel að heita á hann, heita, á stálið í sjálf- um sér, þegar í harðræði var komið. Nú er lífsbaráttan orð- in léttari og auðveldari hér á landi en nokkra sinni fyrr. En þjóðin er komin á annan afl, annars eðlis en hinn fyrra og ekki síður viðsjárverðan. Hvað verður soðið á þeim afli? Verður það sori einn og gjall, eða verður það ný teg- und af hörðu og stæltu stáli?“ J. B. «>- MARÍUERLAN KUNNI VEL VIÐ SIG Á SJÓ í norsku blaði, Brönnöy- sunds Avis, birtist í sumar frétt um maríerlu, sem viröist hafa orðið óvenju hugfangin af hafinu og kunnað vel við sig á sjó. Blaðið skýrir svo frá, að í sumar hafi máríuerlan byrjað að búa sér hreiður í húfu, sem skilin hafði verið eftir í lúkar lítils vélbáts frá Ormöy. Þeg- eigandi bátsins og útgerðar- maður hugðist halda fleytu<$> sinni til veiða, tók hann eftir hreiðurgerðinni í húfunni og hélt á höfuðfatinu með því sem í því var i land. En skömmu síðar sáu menn að máríuerlan hafð búið sér nýtt hreiður í kassa einum um borð í bátnum og verpt í það eggj- I \ um. Það var löng sigling á fiski- miðin, en þrátt fyrir það vitj- aði maríuerlan bátsins aftur, þegar hann kom að landi og sinnti hreiðri sínu og eggjum eins og ekkert hefði í skorizt. Og það komu ungar úr eggj- unum og þegar þeir stækkuðu flugruðu þeir um lúkarinn meðan báturinn var á sjón- um, en strax og að landi var komið aftur tók móðirin til við að bera mat í unga sina. Það fylgir sögunni, að út- gerðarmaðurinn hafi ekki haft fastan aðsetursstað fyrir bát sinn í höfninni, heldur lagt honum einn daginn í þessum hluta hafnarinnar og annan daginn á öðrum stað, en allt- af tókst máríuerlunni aðfinna hreiðrið sitt og ungana, sem hún fóstr^ði af umhyggju í bátnum fram til þess tlma, er þeir vom orðnir fleygir og færir, þökkuðu fyrir sig og hurfu á brott. Óeirðir í herstöð í Frakklandi Fregnir frá Frakklandl herma að komið hafi fil blóðugs bar- daga mlIU bandariskra her- manna í herstöð Bandaríkjanna við Evreuxville í Frakklandi. Áttust þar vlð svartir fétgöng- uliðar og hvítir hermenn. Einn flugmaður mun hafa látið líf- ið í átökum þessum en tíu fót- gönguliðar og flugmenn særð- ust alvarlega. Átökin hófust cr hópur negra gekk inn í hcrskála sem ein- ungis var ætlaöur fyrir hvíta flugmenn. Flugmennirnir réð- ust þegar að þeim og börðust hóparnir þar til herlögreglunni tókst að ganga á milli. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.