Þjóðviljinn - 17.09.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.09.1963, Blaðsíða 8
3 SÍÐA ÞTÓÐVILJINN t>riðjiudagur 17. septerriber 1963 FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld ' O S>' * V.'Vi. V-///-. \ •• N w< ' V' í" • % v."W< ’ý&fó Hleðsla fískiskipa og öryggi þeirra Eg Mustaði á erindi IHjálm- ars Bárðarsonar skipaskoðun- arstjóra, um öryggismál skipa' í útvarpinu, og las það síðan í blöðunum. Erindið er á margan hátt fróðlegt og sýnir ótvírætt að þessi mál verður að taka fastari töknim í fram- tíðinni, ef faökka á sjóslysum af völdum óstöðygleika skipa. Eg er sammála skipaskoð- unarstjóra í því, að mesta hættan muni liggja í ofhleðslti skipa, og rangri hleðslu: þeirra, en til rangrar hleðslu tel ekki aðeins farm sem skipið héfnr innanborðs, í lest og á þilfari, heldur einnig veiðarfæri og tilfæringar til veiða svo sem kraftblakkar- útbúnað og nót. Á ýmislegt er bent í erindinu sem dregið gæti úr þessari hættu, esf það verður framkvæmt. Því ber að fagna, ef teknir verða upp stöðugleikaútreikningár is- lenzkra fisflriskipa, enda er á- reiðanlega hvergi meiri þörf fyrir þá en hér. „Kapp er hezt með íor- ■ * ti sja Þetta gamalkunna íslenzka máltæki hittir beint í mark sé það stílað upp á íslenzka sjósókn við fiskveiðar. Þetta spakmæli þyrfti að brennast inn í huga og hjarta hvers og eins skipstjómar- og út- vegsmanns í þessu landi, þvi tækist það vel, þá mundi slíkt stuðla að auknu öryggi í okk- ar hörðu sjósókn. En sökum Iegu landsins, þá hlýtur sjó- sókn okkar ævinlega að verða hörð, þó gætt verði fyllstu forsjár, sem því miður hefur oft skort, þar sem græðgin hefur verið látin skipa sæti í stað forsjárinnar, í alltof mörgum tilfeilum. Strangari reglugerð og íastari tök Þegar maður horfir á út- búnað ísSenzkra síldarskipa ofan þilja, t. d. þar sem gef- ur að lita margupphækkaðan borðstokk, þar til hann nær góðum meðalmanni í axlar- hæð eða jafnvel meira, og þilfarið hefur verið sundur hólfað framan frá og aftur úr, í sömu hæð, þá þarf alveg sérstakan heimalning, og þá helzt heilaþveginn líka, ef sá hinn sami sér ekki, að þér hefur vitleysan verið sett í æðsta veldi. Þó þið leitið með logandi ljósi meðal annarra fiskveiðiþjóða, þá getið þið hvergi bent á annað eins og þetta. En það er hinsvegar stað- reynd, að þetta hefur verið TILKYNNING FRÁ SEÐLABANKANUM Eíns og frá var sagt hér í Þjóöviljanum í gær hefur Seðla- bankinn sent frá sér fréttatil- kynningu nýverið um vaxta- hækkun á yfirdráttarskuldum banka og sparisjóða hjá Seðla- bankanum. Fer tilkynning Seðla- bankans um þetta efni orðrétt hér á eftir: „Að gefnu tilefni vill Seðla- bankinn upplýsa, að bankastjóm- in hefur ákveðið að breyta beirn vaxtakjörum, sem bankar og sparisjóðir búa við á viðskipta- reikningi við Seðlabankann. Vaxtabreytingin á að stuðla að þvi að draga úr óhóflegri aukn- ingu útlána og er ennfremur gerð til að hvetja banka og sparisjóði til að bæta aðstöðu sína við Seðlabankann. Umrædd vaxtabreyting tók gildi 10. þ.m. Felst í henni meöal annars. að vaxtakjör af innstæð- um á viðskiptareikningum batna, en skuldavextir af óumsömd- um yfirdráttarskuldum á sömu reikningum hækka í vissum til- fellum úr 14% í 18%. Er hér um að ræða nokkurs konar sekt- arvexti af skuldum, sem mynd- ast á óheimilan hátt, aðallega við ávísanaskipti." látið afskiptalaust of opinberu valdi, og hefur ósóminn því orðið stærri með hverju ári. Skjólborð á borðstokk og hækkaðar stíur á þilfari, hækka því meir í sumum til- fellum, sem skipin verða stærri er veiðarnar stunda. Þetta, ásamt1 flei'ru í sam- bandi við breytta veiðitækni, rýrir öryggi skipshafnar og skips meir en eðlilegt getur talizt. Skipaskoðunarstjóri kemur inn á þetta vandamál í erindi sínu, en það vant- ar á, að hann segi: Fyr- ir þetta skal verða tekið, góðir hálsar. Skipaskoðunar- stjóri sér möguleikana á því, að auka öryggið, en það hlýt- ur að sumu leyti að verða á kostnað hleðslunnar, það er að segja þeirrar hleðslu sem nú'tíðkast, og ræðir hann um í því samibandi að það muni rýra tekjumöguleika útgerðar og áhafnar, ef farmur skip- anna verður takmarkaður. Þetta vill skipaskoðunarstjóri að þjóðin, og þá ekki sízt sjó- menn og fjölskyldur þeirra, geri upp við sig. Síðan spyr skipaskoðunar- stjóri: „Á að gera skipin eins örugg og hægt er án tillits til tekjuöflunar þeirra við veiðar, eða é að slaka eitthvað til á fyllsta öryggi til að geta haft mei'ri tekjur?“ Áður var skipaskoðunarstjóri búinn að segja í erindinu, að með því að takmarka skipsfarminn við lestarrými en hafa þilfarið autt, þá mundi vera hægt að auka mikið öryggi. Eg efast ekkert um að meirihluti íslenzku þjóðarinn- ar kjósi auðvitað öryggi sjó- mönnum til handa, en í sam- ræmi við það verður að setja strangari reglur um s'koðun skipa og hleðslu þeirra, og framfylgja þeim undantekn- ingarlaust. 1 nágrannalönd- um, sem ég þekki til við- gengst það hvergi, að menn geti að eigin vild, bætt skjól- borðum ofan á borðstokk og aukið þannig þilfarshleðslu af þungavöru, eftir þvi sem hverjum einum sráist. Því skyldi það þá látio afskipta- laust hér? Hlaðinn síldarbátur heldur með aflann til næstu hafnar. Sljórnunarfélag Islands Hvernig haga aðrar þjóðir sér í þessrnn efn- um? Frændur vorir Norðmenn eru miklir sjómenn margir hverjir, og þeir vilja fá sem mestan afla, ekki síður en við Islendingar, en ég fullyrði, að þeir hagi hleðslu fiskiskipa sinna á skynsamlegri hátt en almennt gerist hér. Eg var staddur í Álasundi í júnímánuði s.l. og var vitni að þvi þegar nokkur hluti af síldveiðiflotanum lagði úr höfn. Sum skipin fóru á Is- landsmið en önnur til feitsáld- arveiða við Norður-Noreg. Ekltí eitt einasta þessara skipa var með skjólborð á borðstokkum og sundurhólfað þilfar. Eg var líka staddur í Álasundi, þegar þrjú fyrstu skipin komu þar til heima- . hafnar af Islandsmiðum. Þetta voru 150, 180 og 200 smálesta skip, öll með fullar lestar af síld, alveg upp í lestarop. En ekkert þeirra hafði síld á þilfari, og það var ekki vegna þess að þau skorti Síld til þess, því öll höfðu þau sleppt sOd úr nót- inni þegar lestin var orðin full. Mér láðist því miður að spyrja sjópaennina á skipun- um hvort þeir höguðu sér þannig " samkvæmt gildandi reglugerð um hleðslu norskra fiskiskipa, eða. að sjómennsk- an væri þeim þannig í blóð borin, að þeir teldu þetta svo sjálfsagt að annað gæti ekki komið til greina. Þetta voru allt skip sem veiddu í bræðslu og fengu síldina ca. 200 mílur austur af Langanesi. Þvi hefði það ekki átt að vera jafn freist- andi fyrir þessa menn að taka4> þilfansfarm eins og Islending- ar, sem þurfa að flytja síld- ina margfalt styttri leið til hafnar? Það er ekki um það að villast að annað hvort réði þessu um lestunina á norsku skipunum fullkomin lestunar reglugerð, eða meiri sjó- mennska nema hvort tveggja hafi verið. En þetta er alveg í samræmi við þá reynslu sem ég hafði af norskum snui’pu- veiðum fyrir löngu. Þá var þilfarslestun snurpuskipa ó- þekkt, nema- þegar veitt var alveg upp við norsku strönd- ina, og þá aðallega innan skerja, en þá voru skipin oft sjóhlaðin, mjög líkt og gerist hér heima á sumarsíldveiðum. Gera greinarmun á því hvar veiðin er stundu'ð Þegar íslenzki síldveiðiflot- inn sækir veiðina máske 100 —200 sjómílur á haf út. en skinin eru niðurlestuð eins og um innfjarðaveiði væri að ræða, þá horfir málið það al- varlega við, að ekki er hægt að láta slíkt afskiptalaust af opinberri hálfu. Því er það orðið meira en tímabært, að settar séu skynsamlegar regl- ur um lestun íslenzkra fiski- skipa og þeim framfylgt. Með þvá að aðhafast ekki neitt í þessu efni er verið að bjóða slysunum heim. Því verður að láta vitið ráða og víkja græðginni örlítið .til hliðar, til þess að hægt sé, að tryggja nguðsynlegt öryggi þeirra, sem á sjónum vinna. Sölumiðstöð hraðfrystihús- ' anna kvartar undan „viðreisninni ■ i Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hefur nýlega látið þann boðskap frá sér fara, að stöðvun vofi yfir hraðfrysti- húsunum sökum hækkaðs framleiðslukostnaðar. Meðal annars er kvartað yfir hækk- un sem orðið hafi á hráefnis- verði og kaupgjaldi, og sagt að frystihúsin geti ekki keppt við aðrar atvinnugrein- ar um vinnuaflið. Eg efast ekki um, að hrað- frystiiðnaðurinn fari nú að finna fyrir viðreisninni, en það hlýtur hins vegar að vera rangt, ef því er haldið fram að kaupgjald og hráefnisverð séu þeir liðir, sem reksturinn séu að sliga. Á meðan íslenzk hraðfrystihús búa við lægsta hráefnisverð og lægsta kaup- gjald í rekstri sínum, saman- borið við keppinauta í ná- grannalöndum, þá er sízt á- stæða til að kvarta yfir þess- um liðum í rekstrinum. En hversvegna er ekki gengið hreint til verks, og sagt um- búðalaust hver ástæðan er? Og fyrst forráðamenn S.H. eru svo feimnir að þeir koma ekki fram með hinar raun- verulegu orsalkir fyrir erfið- leikununi, sem eru fyrir hendi, þá er bezt að ég hjálpi örlít- ið upp á sakimar í bili, og bendi á veigamestu liðina sem erfiðleikunum valda: 1. Álltof háir vextir af rekstrarlánum. 2. Lánsfjárupphæðimar of knappar. 3. Tollurinn á útfluttum fisk- afurðum margfalt sinnum o f hár. 4. Innflutningstollurinn á fiskiðnaðarvélum, sem er 35%, alltof hár. 5. 1 ýmsum tilfellum er tími stofnlána of stuttur og vextir of háir. 6. Sem bein afleiðing við- reisnarstefnunnar hafa svo ýmsar rekstrarvörur hrað- frystihúsanna stórhækkað síðustu árin, og munu enn- þá hækka, að óbreyttri stefnu. Hér að frarnan hef ég talið upp veigamestu liðina sem erfiðleikunum valda í rekstri hraðfrystihúsanna, en þeir sanna, að það er sjálf stjóm- arstefnan sem e;fiðleikunum veldur. Þegar nú viðreisnin er einnig byrjuð að sliga hið græna tré, hraðfrystiiðnaðinn, þá má blindan vera mikil, ef menn fara ekki að sjá hvert stefnir. VÖHDUÐ F IIU R Sjgunþorjónsson &co Jhfmrstrœti tf óskast til áö sjá um lítið þvottahús. — Góð- ur vinnutími. TiJboð sendist Þióðviljanum merkt: ,,ÞV0TTAHÚS — 102” sem íyrst. 4 A í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.