Þjóðviljinn - 17.09.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.09.1963, Blaðsíða 10
10 SlÐA ÞJðÐVILIINN Þriðjudagur 17. september 1963 setið hedma og hlustað á plötur. Allt í lagi, hugsaði ég, erns og allir aðrir. Það er ekki við öðru að búast svona fyrst í stað. Það er ósköp eðlilegt. En hlustið þið á: það er þó nokkur tími síðan skólinn hófst og í stað þess að þetta lagist, þá fer það versn- andi. Gott og vel. Við skulum athuga þetta betur. Við hjónin höfum rætt um þetta og mér finnst, að allir foreldrar ættu að gera slikt hið sama. Og hvað tekur nú við? Hvað gerist næst? Hvert stefnum við? Stóri maðurinn tók vasaklút úr v«(g, sínum og þurrkaði sér um lófana. Hann mætti sem snöggv- ast augnaráði Toms McDaniels og það brá fyrir einhverju sem h'ktist sektarsvip. Það fékk útrás í reiðikasti. — Verum nú raunsæ sem snöggvast, sagði hann. — Ef dæma má eftir þvi sem gerzt hefur fram að þessu, þá hðld ég, að möguleikamir séu ekki mjög margir. Einn er auðvitað sá, að þetta hjaðni niður allt í einu og krakkamir fari aftur í skólann og allt gangi ágætlega. Það er möguleiki, en ef satt skal segia, þá hef ég ekki mikla trú á hon- um. Dálítill kliður heyrðist. — í öðru lagi er þessi mögu- leiki: Enn fleiri hætta að sækja skólann og hér verður barizt i al- vöru. Þið vitið öll að þrjú atvik hafa þegar komið fyrir. Síðast í dag, ráku þeir úr skólanum evertingja að nafni Archibald Vaughan fyrir að taka upp hníf. — Bíddu andartak, Dave, sagði Tom og reyndi að tala rólegri röddu. — Þannig verður fréttin sjálfsagt i Norðurríkjablöðunum. • en staðreyndimar eru dálítið öðru vísi. Við vitum að þrír eða fjórir hvítir strákar réðust á Vaughan strákinn i snyrtiher- berginu. Sonur Jakes Nolan sá það allt saman. Archie Vaughan var aðeins að reyna að verja sig. — Ég veit það, Tom. ég veit það. En — — Og ennfremur vitum við það, að Adam Cramer og Bart Carey hafa báðir boðið tuttugu Hárgreiðslcm Hárgreiðslu og snyrtlstofa STEINU og DÖDÓ Laugavegi 18 III. h. (lyfta) SlMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SÍMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin. — SlMI 14662. hArgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SlMI 14656 — Nuddstofa á sama stað. — og fimm dollara hvaða hvítum ungling sem getur sannað að hann hefur barið svertingja. Fimmtíu dollara ef svertinginn borgar í sömu mynt. — Ég veit það. En það breytir engu um það sem ég er að segja. Tom. Ofbeldi er ofbeldi. Ég er aðeins að reyna að útskýra það, að því er beitt í Caxton mennta- skólanum og það getur aukizt. Hvort sem einhver fær greiðslu eða ekki. þá breytir það engu um það að þrjú leiðindaatvik hafa komið fyrir og þau gætu orðið fleiri og imglingar orðið fyrir meiðslum. Tom lokaði munninum og reyndi að bæla niður reiðina. Hún ólgaði í honum, hvítglóandi. — Gott og vel, sagði Mastres. Næst kemur sá möguleiki, að við höldum áfram á nákvæmléga sama hátt og hingað tiL Að það getur ekki blessazt — en þessir eftir tvo mánuði eða svo, þegar allir sjá að það blessast ekki og getur ekki blessast — en þessir náungar í Washington vilja ekki draga úrskurðinn til baka — þá tekur fylkisstjórinn til sinna ráða og lokar skólanum. Eða þá að annað gerist: ef óeirðir þlossa upp eða eitthvað þess háttar, þá sendir hann herlið. Og þá fyllist borgin af dátum. Eða þá þetta. sem er líka hugsanlegt: þessir piltar sem tekið hafa valdið í sínar hendur. geta tekið þá á- kvörðun að brjóta niður skólann fyrir fullt og allt. — Jæja, hverfum aftur að því sem ég sagði í upphafi. Ég er fylgjandi lögum og reglu. Hvort sem það er rétt eða rangt — og við vitum öll að það er rangt — þá hafa okkur verið settar reglur og það er skylda okkar að fara eftir þeim. Allt í lagi. En þetta er ekki einfalt kynþáttavanda- mál, og ég er ekki að gera að gamni minu. Þetta er ekki svo einfalt. Því að nú verðum við ekki aðeins að hugsa um tilfinn- ingar okkar sjálfra, heldur um menntun bama okkar og kannski um líf þeirra! Dave Masters þagnaði og horfði reiðilega á Tom. — Þið skiljið það, hélt hann á- fram, að jafnvel þótt möguleiki væri á því að það blessaðist að þvinga inn á okkur skólajafn- rétti. þá kæmi það samt sem áð- ur iíla niður á bömunum okkar. Stjómin hefur rétt til að gera tilraun til að athuga hvemig eitt- hvað gefst, og í orði er ég fylgjandi því. Mér er alvara. en á borði, þar sem ég veit að þetta hlýtur að orsaka vaxandi erfið- leika og enda með ósköpum, þá er ég ekki viss um að það sé rétt af okkur að sitja hjá og gera ekki neitt. — Ef bömin okkar verða ekki fyrir meiðslum, þá sóa þau tíma sínum í skólanum, og hvorugur kosturinn. er góður. Ég hugsa sem svo: -látum einhverja aðra taka afleiðingunum af þessum mistök- um: ekki hana Júdý mína. — Og þess vegna ætla ég að taka hana úr skólanum og þess vegna ætlum við að fara Tiéðan. Ef við gerum það nógu margir, þá skilja þeir kannski hvemig við lítum á þetta. Ef ekki, — Mastres ræskti sig — þá stefnum við e.t.v. að nýrri borgarastyrj- öld. Lófatak kvað við og fólkið safnaðist kringum ræöumanninn og Tom langaði mest til að þrifa í jakkalöfin á vini sínum og öskra sannleikann upp f eyru honum; en reiði hans var orðin dálítið annað, eitthvað sem fyllti hann ekki hugrekki, heldur svipti hann öllum mætti og eftirlét hann máttvana og dapran í bragði. Hann tók í höndina á konu sinni og fór útúr salnum. Þegar þau höfðu ekið dálítinn spöl, sagði Rut: — Heyrðu Tom, það var mikill sannleikur í því sem Dave sagði. Við ættum kannski líka að taka Ellu úr skólanum. Á vissan hátt hafði hann átt von á þessu og varð því ekki undrandi; en þó varð hann jafn- undrandi og agndofa og ef hægri hönd hans hefði allt í einu tek- ið stjomina sjálf og rekið honum löðmng. Það var nógu slæmt að heyra vini sína blaðra andstyggi- lega vitleysu, en — — Tom? — Fyrirgefðu. Ég er með dá- lítinn brjóstsviða. — Það er steikti laukurinn. Þú veizt þú ættir aldrei að bragða brúnaðan lauk. — Haltu áfram með það sem þú varst að segja. — Mér datt bara í hug hvort það væri ekki bezt að við tækj- um Ellu úr skólanum um stund- arsakir. Bara um tíma. ■ Þangað til við sjáum hvemig þessu reið- ir af. Hann ók út í vegarkantinn, drap á vélinni, setti í bremsu. — Er þér alvara? spurði hann. — Já, auðvitað, sagði Rut. — Það er eiginlega alveg aug- Ijóst að Dave hefur rétt fyrir sér, finnst þér það ekki? Hún beið. — Tom, hvað gengur eiginlega að þér? Eitthvað umturnaðist hið innra með honuin og hann réð ekki al- mennilega yfir raddhreim sínum. — Hættu að hugsa um þetta, sagði hann. — Ella fer í skólann og ekki meira um það. Skilurðu það? Hann teygði sig í lyklinn. — Nei, sagði Rut. — Ég skil það ekki. — Hún þágnaði. — Viltu ekki tala um það? — Það er ekki um neitt að tala. Ella verður kyrr í skólan- um. Basta. Hún tók í handlegg hans. — Elskan, sagði hún. — Gerðu það. Þú hefur verið í svo miklu uppnámi þessa síðustu viku, að við höfum varla talað orð sam- an. Mér finnst að þetta hljóti að vera nógu mikilvægt til að á- stæða sé til að ræða það. Ég á við — Tom, ertu ekki pínulítið ósanngjam? Þú hefur áður átt við vandamál að etja, alls konar vandamál og þú hefur alltaf sagt mér frá þeim. Og við höfum líka verið hvort á sínu máli — en við höfum rætt málin i sameiningu. Við emm ekkert saman lengur, sagði hún og hann sá hvemig tárin komu fram í augu henni. — Ég þekki þig ekki lengur. Einu sinni fiélt ég að ég gerði það, en — Ennþá kom hann ekki upp orði og hann fékk sig ekki til að hugga Rut. leggja arminn yfirúm hana, halla höfði hennar að öxl sér. — Þetta er mesta vandamál sem við höfum þurft að fást við, sagði hún. — Ég gerði mér það ekki ljóst i fyrstu, en nú geri ég það. Við verðum að taka ákvörð- un. Ég vil ekki taka hana ein. En þú neyðir mig til þess. Ég hef þúsund sinnum beðið þig um að tala um þetta við mig, en þú hefur alltaf færzt undan. Þú vildir ekki tala við mig og þú vilt það ekki núna. Ég myndaði mér skoðun sefn ég hélt að við gætum bæði staðið við, og nú ertu reiður. Af hverju? Hún lækkaði röddina. — Það er ekk- ert ólöglegt að taka bam úr skóla. og þú veizt það vel. Það brýtur engin dásamleg lög. Eða hvað? — Nei, sagði hann. — Nú, jæja, af hverju ertu þá svona reiður? Af hverju horf- irðu á mig eins og þú hatir mig? — Ég hata þig ekki, sagði Tom. — Talaðu þá við mig. Segðu mér hvað ég hef gert svona rangt. Segðu mér hvers vegna þú hefur snúizt gegn mér og öll- um vinum þínum. Tom — ég elska þig, og ég vil gera það sem rétt er. En ég get það ekki ein. Þú verður a ðhjálpa mér. Af einhverjum ástæðum rifj- aðist upp fyrir Tom McDaniel atvik sem gerðist þegar hann var nítján ára- og þótt hann væri fyrir löngu hættur að trúa á guð og himnaríki. gerði hann ósjálfrátt krossmark fyrir sér í hvert sinn sem hann fór framhjá kirkju. Hann vissi að þetta var ekki annað en bamalegur ávani. rétt eins og að stíga ekki í sam- skeytin á gangstéttunum, en samt gat hann ekki hætt þessu, því að með því myndi hann lýsa þvi yfir óafturkallanlega að hann væri trúlaus. En svo kom að þvi að Poul Srauss stóð hann að þessu og spurði hvað hann væri að gera og spurði hreint út hvort hann væri trúaður eða ekki: Og hann varð að svara, segja bað upphátt í fyrsta sinni: — Nei. — Gott og vel, sagði hann og leit á konu sfna. Hann sá ákaf- ann og kærleikann í augum hennar og vissi eins og um Pál á sínum tíma. að nú yrði enginn feluleikur framar, enginn línu- dans, engin sjálfsblekkink. — Ég hef ekki talað við þig, sagði hann, vegna þess að ég hef ver- ið hræddur. Hræddur við það sem ég myndi segja og hvað ég myndi heyra. Ég held samt ekki að þetta sé neitt nýtt, vegna þess. — hann sagði þetta um leið og honum datt það i hug — að við höfum aldrei talað um betta í raun og veru. Rut kinkaði kolli. — Ég veit það, sagði hún. — Við höfum ekki haft ástæðu til þess. Það var óþarfi, það skipti ekki máli. En nú er allt breytt. Þetta hefur gerzt of hratt, býst ég við; eða þá að við höfum forðazt það of lengi, eða ég veit ekki hvað. Þú segir að það sé mikilvægt. Það er meira en það. Kannski er ég hræddur við að við rísum ekki undir því. Eftir kvöldið í kvöld verður ef til vill svo mikið djúp staðfest milli okkar, Rut, að við getum aldrei framar nálgast hvort ann- að. Viltu eiga það á hættu. Hún kinkaði kolli með hægð. — Já. Hann losaði um bindið sitt og horfði á' bíl aka framhjá og hverfa út í myrkrið. — Segðu mér fyrst, sagði hann. hvað þér finnst um þetta mál? Allt málið í heild á ég við. Hann var með hjartslátt; lófamir rak- ir. — Ég er ekki viss um að ég viti við hvað þú átt. — Um jafnréttið. sagði Tom. — Og — vertu hreinskilin. Rut virtist vera ringluð, tauga- óstyrk; en líka svolítið fegin. fannst honum. — Ja — mér finnst það skelfilegt, sagði hún. Nú var það sagt og ekki hægt að snúa við. — Af hverju? spurði Tom. — Af hverju? Hún leit undr- S K OTTA ATHUGASEMDIR við fréH um filraun með olíumöl Þjóðviljanum hefur borizt eftirfaxandi athugasemd frá Vegagerð xíkisins vegna frétta í blöðum og útvarpi um tilraun með olíumöl: Vegna frásagnar útvarps og blaða um olíumöi og tilraunir þær, sem nú er verið að gera með hana á nokkrum stöðum á Iandinu, vill Vegage'rð ríkis- ins léta eftirfarandi getið. Blanda sú, sem gengur und- ir nafninu olíumöl er árangur af áratuga langri leit að ó- dýru en haldgóðu malarslit- lagi og þegar um hana er rætt hér er átt við blöndu þá sem Svíar hafa notað mi'kið og sem einnig hefur verið reynd í Finnlandi, Nöregi og viðar. Á móti Norræna vegtækni- sambandsins í Kaupmanna- höfn í júní 1957 gerðu Svíar grein fyrir rannsóknum sín- um, og vöktu þær mikla at- hygli. Mót þetta sóttu ís- lenzku verkfræðingarnir ÍBolli Thoroddsen, Geir G. Zoega, Haraldur Ásgeirsson, Leifur Hannesson og Sigurður Jó- hannsson. Upp úr þessu var hafinn undirbúningur að tilraimum með olíumöl hér á landi og var sú fyrsta gerð á Reykja- vegi í Reykjavík tveim árum síðar, eftir tilsögn þeirra Har- aldar og Leifs. Á fjárlögum 1962 voru veittar 200 þús. kr. til áframhaldandi tilrauna og fyrir þær voru keypt tæki til að leggja með oliumöl og gerðar tvær tilraunir í ná- grenni Reykjavíkur. Á sama ári var lagt slitlag úr olíumöl á götu á Sauðárkróki. 1 ár eru gerðar nokkrar tilraunir á vegum nokkurra. sveitar- og bæjarfélaga. Þeim var fylgt úr hlaði með blaðamannafundi og fullyrðingum, sem vert er að taka með nokkurri var- færni, fyrir utan að þær kasta rýrð á þá sem hingað til hafa unnið að þessum athugunum, svo og Vegagerð ríkisins. Við þessar tilraunir aðstoð- ar sænskur verkfræðingur. Kveður hann blöndun efnisins góða en telur sig ekki geta sagt neitt um viðloðun olíu og steinefnis, sem heldur er ekki von, þar sem hann er ókunn- ugur blágrýti og grágrýti enda granit notað í olíumöl í Svíþjóð. Á viðloðuninni bygg- ist þó ending slitlagsins eins og kom fram á fundi í V.F.Í, þar sem hinn sænski verk- fræðingur sýndi myndir af sfeennndum, sem stafa af því að viðloðun er ekki fyrir hendi. Svíinn taldi marga vegi hér sunnanlands vel til þess fallna að Ieggja é þá olíumöl. Þetta verður að teljast alrangt, þvi það er kunnara en frá þurfi að segja, að flestir vegir hér vaðast meira og minna upp af holklaka á vorin, en á slíka vegi er þýðingarlaust að setja olíumöl. Mjög vafasamt er að bera saman verð á olíumöl, malbiki og steinsteyju án þess að gera. um leið grein fyrir endingu slitlaga úr þessum efnum. Verð það sem um var rætt á fundinum er miðað við kostn. í Svíþjóð á þeim vegum sem þar hafa verið lagðir olíumöl. í þvi er ekM tekið tillit til þeirra lagfærínga, sem geira þarf á vegum áður en hægt er að leggja slitlagið á þá. Ekld er heldur gerð grein fyrir því hversu miklu dýrara er að leggja olíumöl í smáum stíl eins og hér á landi, en stórum eins og í Sviþjóð. Má sem dæmi nefna að eftir að Norð- menn höfðu lagt notokur hundruð kílómetra slitlags úr olíumöl var kostnaður við verkið um það bil helmingi meiri en hjá Svíum. Til að halda verðinu sem lægstu verður að vera hægt að nota möl og sand sem harpaður er í góðum malar- gryfjum sem næst fram- leiðslustað. Telur vegagerðin það skilyrði til að hægt sé að nota olíumöl á þjóðvegi að nokkru ráði og hefir miðað tilraunir sínar við það. Við tilraunir þær sem nú er verið að gera í Garðahreppi er not- uð steypumöl og sandur frá Reykjavík og Hafnarfirði, sem gerir verkið að sjálfsögðu mun dýrara, ennfremur var steinefnið þurrkað eins og þegar um malbik er að ræða. Er því bilið milli einföldustu gerðar af malbiki og þessarar oliumalar orðið lítið. Verð það sem talað var um á blaða- mannafundinum er því óskilt verði á umræddu slitlagi og er hætt við að tilraunir þær, sem gerðar eru í Garðahreppi og Hafnarfirði komi að mjög takmörkuðu gagn fyrir at- huganir þær á olíumöl, sem gerðar eru vegna þjóðveg- anna. Er því nauðsynlegt að halda áfram tilraunum unz úr þvi fæst skorið hvernig bezt megi gera ódýra olíumöl sem hæfir íslenztori veðráttu og umferð. 4 t i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.